Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 45 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I ⓦ í Hraunbæ, Vesturberg. Einnig í afleysingar í Kvíslar. Ekki yngri en 18 ára. Upplýsingar í síma 569 1376 R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Neistans Aðalfundur Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna, verður haldinn í Seljakirkju miðviku- daginn 23. júní kl. 20:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Með kveðju. Stjórn Neistans. Aðalfundur Hótels Ísafjarðar hf. fyrir árið 2003 verður haldinn á Hótel Ísafirði þann 30. júní 2004 kl. 15.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Áburðarverksmiðju ríkisins verður haldinn í Hafnarstræti 5, 4. hæð, þriðju- daginn 29. júní kl. 17:00. Fundarefni: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar sjóðsins. 3. Tryggingarfræðileg úttekt. 4. Fjárfestingarstefna sjóðsins kynnt. 5. Ákvörðun um þóknun til stjórnar. 6. Tillögur um breytingar á samþykktum. 7. Kosning stjórnar. 8. Kosning endurskoðanda. 9. Önnur mál sem löglega eru fram borin. Endurskoðaðir og undirritaðir reikningar sjóðs- ins ásamt skýrslu tryggingarfræðings liggja frammi á skrifstofu Landsbankans, Hafnar- stræti 5, viku fyrir aðalfund, sjóðfélögum til sýnis. Stjórnin. TILKYNNINGAR Tilkynning um uppgreiðslu skuldabréfa í flokki Olís 96 1 Olíuverzlun Íslands hf. hefur ákveðið að nýta sér heimild til uppgreiðslu á skuldabréfaflokkn- um Olís 96 1 sem skráð eru í Kauphöll Íslands hf. Útgáfudagur skuldabréfanna er 10. júlí 1996 og ISIN númer flokksins er IS0000003218. Skuldabréfin verða greidd upp þann 5. júlí 2004. Óskað verður afskráningar skuldabréfanna úr Kauphöll Íslands hf. og verða skuldabréfin, sem útgefin voru á pappírsformi, eyðilögð þegar uppgreiðsla þeirra hefur farið fram. Reykjavík, 2. júní 2004. Olíuverzlun Íslands hf. UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Akurholt 21, 0101, Mosfellsbær, þingl. eig. Hans Þór Jensson, Sigurð- ur Helgi Hansson, Alda Kristinsdóttir og Hjördís Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunarmanna, þriðjudaginn 15. júní 2004 kl. 15:00. Hafnarstræti 20, 0204, Reykjavík, þingl. eig. Fasteignasölukerfi ehf., gerðarbeiðendur Sparisjóður Hafnarfjarðar og Þ. Þorgrímsson og Co ehf, þriðjudaginn 15. júní 2004 kl. 10:30. Hólmsheiði, hús nr. 21 í Fjárborg, Reykjavík, þingl. eig. Lárus Kristinn Viggósson, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður verslunarmanna og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 15. júní 2004 kl. 14:00. Viðarás 20, 0101, Reykjavík, þingl. eig. Reynir Jónsson og Kristín Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, útibú og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 15. júní 2004 kl. 13:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 10. júní 2004. Í kvöld kl. 20.00 Bæn og lofgjörð í umsjón Elsabetar og Miriam. Allir velkomnir. RAÐAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is mbl.is ATVINNA að búið var að opna gjafirnar var ótrúleg. Þá drifu sig allir heim til afa á Hringbrautina í ís og ávexti. Afi var mjög stoltur af sínu fólki og var hann duglegur að láta hvert okkar vita hversu stoltur hann væri. Fyrir mér var það sérstaklega mikilvægt þegar ég var verðlaunuð fyrir frammistöðu mína í Lögregluskóla ríkisins fyrir tæplega hálfu ári þeg- ar ég lauk þaðan námi. Afi gat ekki verið viðstaddur útskriftina vegna veikinda sinna en að lokinni athöfn- inni hringdi ég strax í afa og lét hann vita af verðlaununum. Afi var ánægður með sína og sagði við mig: „ Ég vissi þetta, elskan mín, ég var löngu búinn að segja þetta við hana mömmu þína að þú yrðir lögreglu- maður Íslands.“ Ég reyndi nú að- eins að draga úr þessu við hann og sagði að það hafi nú ekki verið að velja lögreglumann landsins, en fyr- ir honum var ég það. Eitt máttu vita, elsku afi. Þú varst elskaður og dáður af okkur, betri afa og pabba er vart hægt að hugsa sér. Elsku mamma, Dæja, Lauga, Gunni og Sævar. Takk fyrir þá ein- lægu umhyggju sem þið sýnduð afa, þá sérstaklega í kringum veikindi hans. Ég veit að hann er stoltur af ykkur því það er ég svo sannarlega. Minning ykkar um yndislegan föður mun aldrei gleymast. Ykkar missir er mikill og vil ég biðja algóðan Guð að hugsa vel um ykkur og styrkja í sorginni. Lokið er kafla í lífsins miklu bók. Við lútum höfði í bæn á kveðjustund. Biðjum þann Guð, sem gaf þitt líf og tók Græðandi hendi á milda sorgarstund. Ó, hve við eigum þér að þakka margt þegar við reikum liðins tíma slóð. Í samfylgd þinni allt var blítt og bjart, Blessuð hver minning, fögur, ljúf og góð. Okkur í huga er efst á hverri stund ást þín til hvers, sem lífsins anda dró, hjálpsemi þín og falslaus fórnarlund. Friðarins Guð þig sveipi helgri ró. (Vigdís Runólfsd.) Elsku afi, ég vil þakka þér fyrir allar þær frábæru stundir sem við áttum saman, þær geymi ég í hjarta mínu. Þú hefur fengið frið og ljósið í myrkrinu er það að nú hafið þið amma hist á ný og getið haldið áfram ykkar ferðalagi, saman. Ég kveð þig með þínum alkunnu orðum: Bless, elskan mín. Bjarney Sólveig. Hinn 4. júní síðastliðinn andaðist elskulegur afi minn. Afi var ekki bara afi heldur einn af mínum bestu vinum. Við náðum mjög vel saman og segja má að við höfum varla séð sólina hvor fyrir öðrum. Hann reyndist mér allra besti afi sem hægt var að hugsa sér. Það var al- veg sama hversu háleitar hugmynd- ir ég fékk, alltaf studdi afi þær. Hann hafði svo mikla trú á mér að hann trúði að ég gæti afrekað allt sem ég tæki mér fyrir hendur. Virðing mín fyrir afa var tak- markalaus og óx gríðarlega síðustu mánuði. Þvílíkt æðruleysi og reisn sem hann sýndi í veikindum sínum er mér óskiljanlegt. Aldrei kvartaði hann yfir örlögum sínum heldur reyndi hann að hlífa okkur hinum við erfiðleikum sem þeim fylgdu. Mér eru minnisstæðar skötuveisl- urnar sem afi hélt á Þorláksmessu en þá var hann aldeilis í essinu sínu. Ég svelti mig heilu og hálfu hungri dagana fyrir skötuna og tróð svo í mig, þegar á hólminn var komið, að við lá að ég væri pakksaddur allt til áramóta. Síðasta skötuveislan stendur upp úr en þá var kallinn farinn að sjá illa. Af þeim sökum lenti ég í því að fá slatta af brjóski í minni stöppu. Ekki hvarflaði annað að mér en að borða, brosa og fá mér ábót því ekki vildi ég særa þann gamla á þessari hátíðarstundu, þó matarlystin væri af skornum skammti. Það þurfti ekki mikið til að gleðja afa en hann var maður sem gaman var að gleðja. Hafði ég lofað sjálfum mér því að ef hann næði heilsu myndum við fara saman með Nor- rænu í siglingu í sumar, en það var draumur afa. Alveg er ég viss um að við félagarnir hefðum skemmt okk- ur konunglega. Því miður varð ekki af því í þessu lífi en eitt er ég viss um og það er að við eigum eftir að sigla saman um önnur framandi höf þó síðar verði. Rúnar Már Sigurvinsson. Elsku afi, nú ert þú farinn frá okkur. Það er erfitt og sárt að trúa því að þú sért ekki hjá okkur lengur. Það eru svo margar góðar stundir sem við áttum öll saman og margar góðar minningar skilur þú eftir. Ég veit að þú ert á góðum stað og að Guð geymir þig vel á himnum og passar þig. Hann var að fá góðan engil í sínar raðir. Minningarnar eru margar og komast ekki allar fyrir hér en aldrei gleymi ég þegar við komum öll til þín og þú bakaðir pönnsur handa okkur. Þú varst bestur í því! Þær voru svo þykkar og góðar og svo fengum við ískalda mjólk með. Oft fórstu líka með okkur út í búð að kaupa nammi eða í ísrúnt þegar við krakkarnir vorum hjá þér. Það var sko aldeilis veisla þegar við fórum til afa og ömmu á Hringbraut. Það eru minningar sem aldrei gleymast. Þú lifir áfram í hjörtum okkar, elsku afi minn, og í minningunum um okkar góðu stundir saman. Vertu sæll, afi minn, við sjáumst öll einhvern tíma aftur. Ásthildur Ása Harðardóttir. Í dag kveðjum við hinstu kveðju mág okkar og svila Gunnar Einar Líkafrónsson, en hann andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hinn 4. júní sl. á sjötugasta aldursári. Það mun hafa verið síðla árs 1960 sem fundum okkar bar fyrst saman þá kynntist Gunnar systur okkar Ást- hildi. Frá fyrsta degi var okkur ljóst að þar var á ferð öðlingur mikill, enda stóðu að manninum tryggar stoðir vestfirskar. Gunnar fæddist á Hrafnfjarðareyri í Jökulfjörðum sonur hjónanna Bjarneyjar Sólveig- ar Guðmundsdóttur og Líkafróns Sigurgarðssonar og var hann yngst- ur 14 barna þeirra hjóna. Árið 1943 flytur Gunnar með foreldrum sínum til Ísafjarðar. Eins og títt var um unga menn sem fæddir voru á Vest- fjörðum á fyrri helmingi síðustu ald- ar. Lá leiðin til sjós á gömlu síðutog- arana svo fljótt sem kraftar leyfðu og þar var Gunnar á heimavelli. Fátt var það í fangbrögðunum við Ægi konung sem kom þessum unga manni á óvart og fljótlega kom í ljós að þar fór efni í úrvals netamann sem á þeim árum og enn í dag eru gulls ígildi. Ekki spilltu lyndisein- kennin fyrir, því festa, ró og æðru- leysi voru þau aðalsmerki sem fyrst og síðast prýddu þennan ágætis- mann. Ævistarfið var síðan helgað sjómennsku og/eða netagerð allt til þess að hann lauk starfsævinni hjá Hampiðjunni í Reykjavík fyrir lið- lega tveimur árum. Ásthildur og Gunnar gengu í hjónaband á annan dag jóla árið 1961 og stóð það hjónaband þar til systir okkar Ásthildur lést í júní 1993, eftir langvarandi veikindi . Þau hjón hófu búskap í sambýli við móður Gunnars í Kópavoginum en áttu síðan heima á Seltjarnarnesi og í Reykjavík. Árið 1966 flytjast þau síðan til Keflavíkur og hafa búið þar síðan, lengst af á Hringbraut 128. Þau hjón áttu miklu barnaláni að fagna. Saman eignuðust þau fjögur börn, en fyrir átti Ásthildur eina dóttur sem Gunnar gekk svo sann- arlega í föðurstað. Afkomendur þeirra sem nú eru 16 að tölu eru flest búsett í Keflavík og hafa alla tíð verið sannir ljósgeislar í lífi pabba og mömmu og afa og ömmu. Á kveðjustund minnumst við ým- issa atvika á liðlega fjörutíu ára veg- ferð og kemur þá fyrst í huga sú umhyggja, ást og æðruleysi sem þú kæri mágur sýndir systir okkar í hennar veikindum. Þar stóðu þínir vestfirsku stofnar teinréttir og svignuðu hvergi þó á móti blési og hertust við hverja raun. Á sama hátt barðist þú sem fullkomin hetja við hinn illvíga sjúkdóm krabbameinið. Í okkar huga skapar slíkt æðruleysi, aðdáun og auðmýkt. En nú ert þú, kæri mágur og svili, leiddur um ljóssins lendur og hvílir nú í örmum þeirrar konu sem skóp með þér ríki- dæmi jarðlífsins börnin ykkar ynd- islegu. Megi hið eilífa ljós Guðs lýsa ykkur og ykkar afkomendum nú og að eilífu. Við biðjum algóðan Guð að milda sorg barna, tengdabarna og barnabarna og erum þess fullviss að minningin um góðan föður, tengda- föður og afa verður þeim hið milda leiðarljós. Þig, kæri mágur, kveðj- um við með orðum Valdimars Briem og segjum: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Börn og tengdabörn Jóns og Geirnýjar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Við kveðjum þig, elsku afi, með tregafullu hjarta. Við mun- um alltaf minnast þín í bænum okkar. Perlum minninga okkar um þig munum við deila með okkar börnum og þannig munt þú lifa áfram í gegnum okkur. Guð geymi þig, ástarengillinn okkar. Með eilífri þökk fyrir gleðina og hlýjuna sem þú veitt- ir okkur í gegnum árin. Tanja Mist, Annel, Sigrún, Birgitta og Elín María. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.