Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 41 ✝ Guðbjörg JónínaKarlsdóttir fædd- ist í Hlíð í Kollafirði hinn 5. október 1911. Hún lést á sjúkrahús- inu á Akranesi hinn 2.júní síðastliðinn. Guðbjörg átti fimm systkini. Þau eru: Herbjörn Guðbjörns- son, hálfbróðir, lát- inn, Ragnheiður, lát- in, Sigríður Dóróthea, látin, Sig- urborg, látin, og Þor- steinn Jón. Guðbjörg giftist Magnúsi Elís Halldórssyni. f. 16. júlí 1910, d. 15. desember 1993. Þau eignuðust þrjú börn auk þess sem þau áttu eina uppeldisdóttur. Þau eru: 1) Herbjörn Svavar, f. 23. mars 1936, kvæntur Sigríði Þórð- ardóttur, f. 9. desember 1930, og eiga þau þrjú börn, þau Margréti, Þórð og Guðbjörgu. Svavar og Sigríður eiga átta barnabörn. 2) Anna Margrét, f. 27. desember 1940, gift Kristni Jóni Þorkels- syni, f. 2. júní 1941, og eiga þau tvo syni, þá Magnús og Þorkel Brands. Anna og Kristinn eiga fjögur barnabörn. 3) Jón Þráinn, f. 2. júní 1950, kvæntur Eddu Helgu Agnarsdótt- ur, f. 2. október 1950, og eiga þau tvær dætur, þær Kolbrúnu og Helgu. Jón og Edda eiga fjögur barnabörn. Uppeldisdóttir Guð- bjargar og Magnús- ar er Guðrún Þor- steinsdóttir, f. 21. apríl 1947, bróður- dóttir Guðbjargar. Hún er gift Eyjólfi Kristjánssyni, f. 7. maí 1943, og eiga þau þrjú börn, þau Guð- borgu, Þorstein og Kristján. Guð- rún og Eyjólfur eiga fjögur barna- börn. Guðbjörg Karlsdóttir bjó lengstan tíma ævi sinnar í Búð- ardal á Skarðsstönd í Dalasýslu. Hún flutti til Reykjavíkur árið 1979 og bjó á Barónsstíg 24 þar til hún fór á dvalarheimilið í Búðar- dal árið 2000. Útför Guðbjargar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku amma. Nú hefur þú fengið hvíldina sem þú vildir. Þegar ég hugsa til baka er margs að minnast enda áttum við saman heimili til margra ára og samgangurinn mik- ill. Ég minnist þín með spilastokk- inn á eldhúsborðinu, allra kvöld- anna sem við spiluðum saman Marías og vorum með sérstaka bók til að skrifa niður stigin. Ég minn- ist þín með prjónana í höndunum að prjóna ullarhosur og vettlinga, þar varstu á heimavelli á meðan sjónin entist þér. Ég minnist kúm- enkaffisins þíns, heimagerðu lambakæfunnar sem þér fannst svo góð og rúllupylsunnar og svo man ég auðvitað heimagerðu kornflex- kökurnar þínar sem þú bjóst til úr plöntufeitinni og voru bestu korn- flexkökur í heimi. Ég minnist sím- ans með stóru skífunni til að þú sæ- ir betur til við að hringja og dularfulla skápsins á ganginum þar sem þú geymdir kökurnar en skáp- urinn var alltaf læstur. Ég minnist allra jólanna sem við áttum saman, alltaf fékkst þú langflesta jóla- pakka. Ég er með nýjan spilastokk niðri í skáp hjá mér sem þú áttir að fá á næstu jólum, þú áttir marga stokka enda búin að safna þeim í mörg ár og ég reyndi að senda þér allavega einn nýjan stokk á hverj- um jólum. Svo var það fastur liður að fara og fá hangikjöt hjá þér á annan í jólum og frómas á eftir. Ég minnist þess að þegar ég kom í heimsókn til þín vildir þú aldrei að ég notaði dyrabjölluna, heldur átti ég bara að banka á gluggann. Þeg- ar ég kom í heimsókn sagðir þú mér alltaf hversu marga gesti þú hefðir fengið þann daginn og auð- vitað varstu með gestabók sem all- ir skrifuðu í sem litu við hjá þér. Ég minnist allra skiptanna sem við fórum saman í Hagkaup í Kjör- garði að versla. Þú vildir alltaf fara yfir Laugaveginn á sama stað, þar sem Karnabær var, þú sagðir að bílstjórarnir væru kurteisastir þar. Ég minnist þess hversu vel þú varst inni í öllum þjóðmálum og fylgdist vel með öllum fréttum svo ekki sé talað um pólitíkina. Eftir að ég hóf minn búskap sjálf hugsaðir þú mikið til okkar. Ég man eftir því þegar ég var nýbyrj- uð að búa að þú hringdir í Hlyn og baðst hann að finna þig. Hann labbaði til þín og þá hafðir þú keypt straubretti handa okkur, þér fannst það alveg ótækt að við ætt- um ekki straubretti. Þegar ég gifti mig klæddir þú þig í upphlutinn þinn og ég á svo fallega mynd af okkur saman frá þeim degi, ég í brúðarkjólnum og þú í upphlutn- um. Þú varst svo góð við strákana okkar og vildir alltaf fá að fylgjast með þeim. Þeir kölluðu þig alltaf bara langömmu eða „löngu“. Þú kenndir strákunum að þekkja spil- in, kenndir Jóni Inga lönguvitleysu og olsen olsen, þú fannst fyrstu tönnina hans Hafsteins. Þú kynnt- ist þeim svo vel þegar við bjuggum hjá þér í nokkrar vikur fyrir fjór- um árum. Þú vildir helst að við værum alltaf heima og alltaf varstu með heitt á könnunni. Þegar Emil fæddist núna í janúar langaði þig svo að fá að sjá hann, en það er eins og þú hafir fundið eitthvað á þér því þú sagðir mér strax eftir að hann fæddist að þú fengir örugg- lega aldrei að sjá hann. Við ætl- uðum að koma til þín 24. júní og vorum búin að segja þér frá því. Þú baðst mig að hringja áður en við legðum af stað úr Reykjavík til að kaffið yrði örugglega tilbúið. Við eigum eftir að segja Emil frá þér og sýna honum allar myndirnar sem við eigum af þér. Síðasta sím- tal okkar sem var föstudaginn áður en þú kvaddir varstu að spyrja mig hvenær við ætluðum svo að koma með stelpuna og varst alveg viss um að hún ætti eftir að koma. Við skulum nú sjá til. Nú hefur þú fengið hvíldina. Þú valdir afmælisdaginn hans pabba. Við minnumst þín sem ömmu, lang- ömmu og löngu. Þessa vísu kenndir þú Jóni Inga: Litli Jón með látunum ljóðin þessi semur. Best er að róa bátunum er blíða lognið kemur. Hvíl í friði. Kolbrún, Hlynur, Jón Ingi, Hafsteinn og Emil. Mig langar með fáeinum orðum að minnast ömmu minnar, hennar Guðbjargar Jónínu Karlsdóttur eða ömmu niðri eins og ég kallaði hana alltaf. Mér fannst amma alltaf vera eldgömul þegar ég var lítil og þegar ég lít til baka þá finnst mér eins og hún hafi aldrei elst neitt frá því ég man fyrst eftir henni. Þegar amma varð sjötug flutti hún á Barónsstíginn ásamt afa og bjó þar á neðri hæðinni en ég bjó á efri hæðunum ásamt foreldrum mínum og systur. Þannig kom það til að amma var alltaf kölluð amma niðri. Ömmu fannst gaman að prjóna og nýtti hverja stund sem hún hafði til þess að prjóna sokka og vettlinga á meðan hún hafði ein- hverja sjón til þess og seldi síðan gestum og gangandi. Ég man þeg- ar amma setti miða út í glugga og auglýsti sokka og vettlinga til sölu og komst í blöðin þar sem verið var að fjalla um lítil fyrirtæki í heima- húsum og upp frá því kom alls kon- ar fólk og keypti af henni. Alltaf þegar mann vantaði sokka eða vettlinga fór maður til ömmu sem átti fullar skúffur af handavinnu í öllum stærðum og litum. Ég man eftir því þegar ég var yngri hvað helgarnar voru alltaf skemmtilegar þegar frí var í skól- anum. Þá vaknaði ég yfirleitt frek- ar snemma og fór niður til ömmu að spila. Við gátum setið klukku- tímunum saman og spilað kapal, ol- sen olsen, trú, hringavitleysu og mörg fleiri spil sem amma kenndi mér og yfirleitt var það amma sem vann. Oft komu gestir þegar við vorum að spila og þá gat ég setið og hlustað á ömmu tala við þá um gömlu dagana og hvernig tímarnir höfðu breyst. Mér fannst það alltaf jafnmerkilegt. Oft löbbuðum við líka niður í Hagkaup á Laugaveg- inum ef amma þurfti eitthvað að versla þar sem hún treysti sér ekki til að fara ein því hún sá svo illa og þá las ég á verðmiðana fyrir hana og fann þær vörur sem hún þurfti að kaupa. Síðustu fjögur árin bjó amma á elliheimilinu í Búðardal. Eftir að hún fluttist þangað fækkaði þeim stundum sem við áttum saman en ég hringdi oft í hana og spjallaði í langan tíma. Hún var alltaf með alla hluti á hreinu og fylgdist vel með þjóðmálum. Ég fór þó nokkrar ferðir vestur til að heimsækja hana ásamt manninum mínum og það var alltaf jafngaman að koma til hennar. Það var alltaf heitt kúm- enkaffi á könnunni þegar við kom- um og nóg af kökum, kexi og súkkulaði. Í ágúst á síðasta ári eignuðumst við lítinn strák og var amma spennt að fá að sjá hann. Við fórum tvisvar sinnum vestur til hennar eftir að hann fæddist og það var svo gaman að sjá hvað amma var ánægð að fá að sjá hann og tala við hann. Síðustu heimsókn- ina fórum við vestur helgina eftir páskahelgina og var amma sjálfri sér lík, beið með heitt kúmenkaffi á könnunni og fullt af kræsingum. Við máttum alls ekki fara svöng frá henni. Síðustu dögunum eyddi amma á sjúkrahúsinu á Akranesi þar sem hún var mjög veik. Hún var þó öll að koma til og vorum við búin að ákveða að heimsækja hana um kvöldið sama dag og hún kvaddi þennan heim. Það varð þó ekki úr þeirri heimsókn eins og við hefðum viljað hafa hana þar sem hún kvaddi skyndilega en við fór- um uppeftir eftir að hún dó og kvöddum hana. Elsku amma, með þessum fátæk- legu minningarorðum kveðjum við þig nú og biðjum góðan Guð að geyma þig og alla þá sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls þíns. Við munum geyma minninguna um þig í hjarta okkar. Helga, Þorgeir og Magnús Ingvar. Elsku amma mín, sár er minn söknuður að þú skulir vera farin, en ég veit að þú varst hvíldinni feg- in. Þegar ég lít til baka þá rifjast upp margar minningar, þegar ég var lítil stelpa í Búðardal 1. Þá fór ég alltaf upp á loft til ömmu til að læra að lesa, prjóna eða hekla. Marga spilakaplana kenndir þú mér amma eins og svo margt ann- að. Minnisstætt er mér þegar þú sagðir að ég yrði að læra að vinda borðtusku almennilega, ef ég gerði það ekki myndi ég ekkert kunna til húsverka. Ég var unglingur þegar þið afi fluttuð suður, alltaf kom maður til ykkar á Barónsstíginn þegar skroppið var í bæinn. Ynd- islegt var að koma með fyrsta barnabarnið til ykkar, hana Söndru mína, þú kenndir henni bænir og vísur, Mikið hafðir þú gaman af að fara með vísur og kvæði og kunnir þær margar. Oft hristir þú höfuðið yfir unga fólkinu að vilja ekki læra vísur heldur hlustaði það á popp og rokk. Það er svo margt sem breyt- ist, afi farinn, maður sem var sér- stakur á sinn hátt, byrjaði aftast í bókinni. Ef endirinn var góður þá las hann bókina alla og þú amma sem ert farinn núna til afa varst sérstök kona, prjónaðir sokka og vettlinga og seldir, aðallega gafst og helltir upp á besta kaffið. Kúmenkaffið hjá þér var svo gott og á ég eftir að sakna þess sárt eins og þín, mín besta amma og vinkona. Það var guðs gjöf að fá að fylgja þér öll þessi ár. Allar minn- ingarnar sem komast ekki fyrir hér geymi ég í hjarta mínu. Hafðu það gott, amma mín, og megi guð vera með þér. Þín Guðbjörg Svavarsdóttir. Mín ástkæra langamma Guð- björg Jónína Karlsdóttir sem nú er frá mér farin var trúlega besta langamma sem hægt var að hugsa sér. Hún var alltaf tilbúin að taka á móti mér með kökum og gotteríi. Langamma var með stórt og ást- ríkt hjarta sem hún var tilbúinn að deila með öllum. Fráfall hennar er mér mjög erfitt og hjartnæmt því hún var svo sérstök kona. Það var bara nokkrum dögum áður en hún steig sitt fyrsta skref til himnaríkis til afa er hún tók í höndina mína og sagði: „Horfðu á lífið sem góðan draum.“ Þessi orð mun ég geyma í hjarta mínu til frambúðar. Faðir vor þú sem ert á himnum, helgist þitt nafn, tilkomi þitt ríki, verði þinn vilji svo á jörðu sem á himnum. Gef oss í dag vort daglegt brauð og fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni heldur frelsa oss frá illu því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrð- in að eilífu AMEN. Þitt elskandi barnabarnabarn Harpa Rós Sigurjónsdóttir. Elsku langamma mín, það er sárt að þú skulir vera farin frá mér, því þú varst svo skemmtileg og sérstök kona í lífi mínu. Það er dýrmætt að hafa fengið að fylgja þér í rúm 12 ár og að geta sagt: Ég á langömmu. Mamma sagði mér að þú hefðir haldið á mér pínulítilli en ekki viljað halda lengi, því ég væri svo lítil og brothætt, en þú bættir það upp langamma mín og hélst á mér þegar ég var skírð. Mun ég geyma það í hjarta mínu eins og allar aðrar minningar um þig. Nú ertu komin til langafa og þið passið hvort annað fyrir mig. Guð veri með ykkur. Ykkar einlæg Díana Lind. Ég tigna af kærleiks kraftinn hljóða, Kristur, sem birtist oss í þér. Þú hefur föður hjartað góða, himnanna ríki, opnað mér. Ég tilbið undur elsku þinnar, upphaf og takmark veru minnar. (Þýð. S.bj. E.) Látin er elskuleg frænka mín Guðbjörg Karlsdóttir (Lalla). Ég hitti hana síðast þremur dögum áð- ur en hún lést og er ég þakklát fyr- ir að hafa fengið að kveðja hana og vera hjá henni góða stund þennan dag. Við töluðum lengi saman, hún sagði mér margt sem gerðist í gamla daga. Það síðasta sem hún gerði var að fara með vísu eftir Sigríði ömmu mína sem ég skrifaði niður. Það var alltaf gott að koma til Löllu, kúmenkaffið alltaf á boð- stólnum og nóg af meðlæti. Lalla var alltaf svo hress og kát og fylgd- ist vel með öllum og bar hag allrar stórfjölskyldunnar fyrir brjósti. Henni leið best þegar hún hafði fólkið sitt hjá sér og það var ætíð mikill gestagangur. Hún vildi einn- ig alltaf vita hvort allir hefðu kom- ist heilir heim. Elsku Lalla, ég og fjölskylda mín þökkum þér allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Við eigum eftir að sakna þín mikið og vitum að þú munt ávallt fylgjast vel með okkur. Hafðu þökk fyrir allt, Guð blessi þig. Guðbjörg Þorsteinsdóttir og fjölskylda. Elsku langamma mín. Það er ljúft að horfa til baka, ég hugsa til þess tíma sem ég sat í eldhúsinu hjá þér á Barónsstígnum og fékk mjólk og tertu. Svo þegar ég var búin að borða kenndirðu mér spil- in, þá gerðirðu mörgum grikk því skruddu þótti gaman að spila. Ef eitthvað bjátaði á kom afi inn og sagði: ,,Himpið mitt, af hverju ertu að sífra?“ Besta meðalið var þegar þú, amma mín, rerir með mig og fórst með vísur. Svo fékk ég að hossa á tá. Ég man kvöldin í sveitinni þegar þú kenndir mér að fara með faðirvorið og bænirnar áður en við fórum að sofa. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaður Jesú mæti. Það var gott að koma til þín hvar sem þú varst. Ég man þegar við sátum saman á Silfurtúni langt fram á kvöld að tala saman og skrifa niður vísur, þær mun ég geyma vel og kenna mínum börn- um eins og þú kenndir mér. Ég þakka þér fyrir allar stund- irnar sem við áttum saman, elsku amma mín. Það var draumur þinn að fá sjón- ina aftur og nú veit ég að þú fylgist með mér. Með eilífa minningu í hjarta kveð ég þig. Sandra Rut Bjarnadóttir. Elsku langamma, það var erfitt að trúa því að þú værir farin, og einnig erfitt að sætta sig við það að fá ekki að koma til þín aftur. Samt sem áður ertu á svo margan hátt alltaf hjá okkur, því minningarnar um þig eru ávallt til staðar í hug okkar og hjarta. Þú kenndir okkur spilin og þurfti oft mikla þolin- mæði. Svo sagðirðu okkur vísur og gátur. Þegar við komum í heim- sókn þá vorum við oftast ekkert óþekk, því við þorðum það ekki út af holunni í gólfinu. Þar áttu óþekku krakkarnir heima. Alltaf gafstu okkur eitthvað í svanginn og svo fengum við gömlu töskuna með dótinu sem við gátum dundað okk- ur með í langan tíma. Það var gaman, amma mín, að ég, Siggi Svavar, kom við hjá þér þegar ég keyrði í fyrsta skipti einn á leið í sveitina í vor. Þú tókst svo vel á móti mér, gafst mér súkkulaði og svo töluðum við saman. Takk fyrir að vera hjá okkur allan þenn- an tíma, við munum sakna þín af- skaplega mikið. Vertu blessuð, langamma. Sigurður Svavar, Jóhanna Eva og Halla Sólrún. Amma niðri var alltaf góð. Hún var mikið fyrir að spila og kenndi mér spilagaldur og olsen olsen. Langömmubarn, Jón Ingi Hlynsson. GUÐBJÖRG KARLSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Guðbjörgu Karlsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangs- stræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.