Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 39 stofunni á Bala og allir héldu þreyttir en ánægðir heim. En á Þorláksmessu ár hvert kom Emilía í heimsókn og við skiptumst á smá gjöfum. Mest var þó ánægjan yf- ir að sjá hana. Gjarnan tyllti hún sér niður og þáði kaffi og smákökur inn- an um allt það dót sem er á mínu heimili á Þorláksmessu en þá sýð ég hangikjötið og barnabörnin skreyta jólatréð. En Emilía var búin að öllu og kom uppáklædd, gjarnan í svörtu, svo Buski náði að nudda sig dálítið við hana. En nú eru þau bæði horfin og Emilía kom ekki í ár. Ég sá hana sár- þjáða rétt fyrir jólin á Landspítalan- um og duldist þá ekki að hinn illvígi sjúkdómur, krabbameinið, hafði náð yfirhöndinni. Ég kveð Emilíu með söknuði en trúi því að á ströndinni hinum megin bíði vinir hennar, bæði fólk og nokkr- ir ferfætlingar. Sendi eiginmanni hennar, foreldrum og systrum og fjölskyldum þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Sigrún Gísladóttir. „Ég, Drottinn, Guð þinn, held í hægri hönd þína og segi við þig: Óttast þú eigi, ég hjálpa þér.“ (Jes 41:13.) Þetta dró ég úr Biblíunni fyrir þig nokkrum dögum áður en þú fórst héðan. Mig langar til þess að minnast þín í örfáum orðum, elskulega Milla. Ég hef þekkt þig frá því varst barn og vinátta okkar hefur alltaf verið mjög góð. Alltaf þegar þú fórst til útlanda, sendir þú mér póstkort og í síðustu ferð þinni sendir þú mér tvö kort. Ég á svo margt fallegt sem þú hefur gef- ið mér. Þegar þú giftir þig og varðst frú töluðum við um að ég ætti að kalla þig frú og það gerði ég ávallt þegar ég þurfti að ávarpa þig, elsku frú Emelía. Ég bið Guð að blessa Snorra, for- eldra þína, systur og frændsystkin. Minningin um þig lifir. Þín vinkona Soffía. Þá er hún Milla okkar farin og and- lát hennar harmdauði allra sem þekktu hana. Kynni okkar byrjuðu í gegnum sameiginlegt áhugamál. Fyrir um það bil tuttugu og fimm ár- um eignaðist hópur fólks hvolpa frá sama goti. Fólk, sem ekkert þekktist, ákvað að halda saman hópinn og fara reglubundið í gönguferðir með hundana. Milla var ein af þessum hópi en fljótlega var hún orðin leið- togi okkar, enda varð áhugi hennar og kraftur límið sem öllum hélt sam- an. Við urðum fljótt félagar og vinir og um hverja helgi var farið með dýrin í gönguferðir þar sem hundar og menn blönduðu geði saman. Persónutöfrar Millu voru fljótir að koma fram. Hjálpsemi, skilningur og létt lund voru aðeins fáir af mannkostum hennar og svo var hún bara svo skemmtileg. Hún varð svona fljótt ígildi mömmunnar í hópnum, konu sem allir gátu leitað til og hallað sér að. Ferðalög þessi stóðu yfir í nokkur ár og það voru ekki síst þessir eig- inleikar hennar sem áttu stóran þátt í að ferðirnar urðu velheppnaðar og skildu eftir sig ljúfar minningar. Þekking hennar og umhyggja fyrir hinum ferfættu vinum var mikil. Við sem vorum að byrja í þessum bransa nutum ótæpilega góðs af þessari þekkingu. Reyndar var stundum spaugað með það í hópnum að flest örlög væru verri en að fæðast sem hundurinn hennar Millu. Um leið og við kveðjum þessa góð- hjörtuðu og indælu konu þökkum við fyrir þær minningar sem hún átti ríkulegan þátt í að skapa, enda munu þær og minningin um hana lifa áfram. Við vottum aðstandendum Millu okk- ar samúð okkar. F.h. Vörðu-hópsins Erlendur Á. Garðarsson, Rós Bender, Helga Þ. Stephensen. Við Milla höfum þekkst í mörg ár en við veikindi hennar kynntumst við betur og fundum að margt áttum við sameiginlegt sem við vissum ekki af áður. Áhyggjur hennar snerust ekki um hana sjálfa heldur um hennar nánustu sem lýsir henni líklega einna best. Það er erfitt að koma orðum að því sem mér er efst í huga en brot úr ljóði Matthíasar Jochumssonar lang- ar mig að gera að mínum: Þú lifir enn; þitt dæmið dyggðaríka, það dvínar ei, þó helið byrgi láð. Þú hjá oss áttir harla fáa líka að hjartans auði og fölskvalausri dáð. Þú lifir enn. Hvað væri veröld þessi, ef vonin missti lífsins stóru trú? Þú lifir, lifir: Drottins dýrð þig blessi. Í Drottins ljósi vinum fagnar þú. Elsku fjölskylda Millu, Snorri, for- eldrar og systur, það er fátt hægt að segja á stundu sem þessari en eins og Cypríanus segir: Hinir dánu eru ekki horfnir að fullu. Þeir eru aðeins komnir á undan.“ Hugur minn er með ykkur öllum. Megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Erla Geirsdóttir. Orðstír fagur aldrei deyr. Óhætt má því skrifa af söguspjöldum síðar meir sagan þín mun lifa. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Fallinn er frá einn af máttarstólp- um Hundaræktarfélags Íslands, Em- ilía eða Milla eins og við ávallt köll- uðum hana. Milla rak Hundaskólann á Bala um árabil ásamt vinkonu sinni Þórhildi Bjartmarz. Eigum við mörg ljúfar minningar frá þeim dögum. Fyrir fimm árum færðu þær stöllur Hunda- ræktarfélaginu að gjöf alla starfsemi Hundaskólans að Bala. Með þessari höfðinglegu gjöf styrktist Hunda- skóli HRFÍ og varð við það að þeim öfluga skóla sem hann er í dag. Milla tók að sér skólastjórn og gegndi því starfi fram á síðasta dag. Milla sat í sýningastjórn og starf- aði sem sýningastjóri HRFÍ í fjölda ára. Hún var fagurkeri og frábær skipuleggjandi, ósérhlífin, ákveðin og stefnuföst. Þess bera sýningar fé- lagsins glöggt merki. Mikil undirbún- ings- og frágangsvinna fylgir sýning- um bæði varðandi skipulag og þjálfun starfsfólks. Voru oft lagðir dagar við nætur til að vel mætti til takast. Milla mætti einatt fyrst manna á sýning- arsvæðið og fór síðust úr húsi. Sýn- ingar HRFÍ vekja ávallt athygli fyrir glæsileika og gott skipulag ekki síst meðal erlendra dómara og gesta. Milla sat um tíma í aðalstjórn fé- lagsins og jafnframt í ræktunarstjórn retriever-deildar. Milla var alla tíð mikill dýravinur og barðist fyrir velferð dýra. Lagði hún meðal annars til að stofnaður yrði sjóður á 35 ára afmælisári HRFÍ til styrktar heimilislausum hundum, sem finna þyrfti ný heimili. Að ósk Millu hefur þessi sjóður verið stofn- aður. Á vorsýningu félagsins í mars sl. var Milla sæmd heiðursmerki HRFÍ fyrir ötult og óeigingjarnt starf í þágu þess. Hún bar hag félagsins ávallt fyrir brjósti og var ætíð til stað- ar. Hún hvatti okkur í baráttunni og miðlaði af þekkingu og reynslu. Aðalfundur félagsins var haldinn 26. maí sl. Var þá mjög dregið af Millu. Engu að síður sendi hún heilla- óskaskeyti til fundarins með ham- ingjuóskum til félagsmanna á 35 ára afmæli félagsins. Millu er sárt saknað enda setti hún mark sitt á félagið og alla þá sem um- gengust hana með þægilegri nær- veru og glæsileika. Við sjáum á eftir mikilhæfum forystumanni, sem naut virðingar jafnt innan lands sem utan. Við sendum innilegar samúðar- kveðjur til eiginmanns Millu, Snorra Hallgrímssonar, foreldra hennar Gússýjar og Steina, systranna Haf- dísar og Heiðdísar, fjölskyldu og vina. Við þökkum Millu samfylgdina og allt það ómetanlega starf sem hún hefur gefið félaginu. Blessuð sé minning hennar. Stjórn Hundaræktarfélags Íslands. Þær eru vandfundnar manneskjur eins og Milla. Það er líkt og þær hafi aðra sýn á lífið en margur annar. Ótakmörkuð umhyggja og ástúð hvort sem um var að ræða gagnvart mönnum eða málleysingjum var það sem einkenndi persónuleika hennar og gerði hana að því sem hún var, ein- stök. Það eru forréttindi að fá tæki- færi til að kynnast þvílíkri konu í leik og í starfi. Megi góður guð veita elskulegri fjölskyldu hennar og kærum vinum styrk á þessum erfiðu tímamótum. Við þökkum fyrir ástúð alla indæl minning lifir kær. Nú mátt þú vina höfði halla við herrans brjóst er hvíldin vær. Í sölum himins sólin skín, við sendum kveðju upp til þín. (H. J.) Við kveðjum þig með trega og tár- um. Þínir vinir, Hanna Björk og Helgi Vattnes. Þó að við vissum hvert stefndi var fréttin af fráfalli Emilíu Sigursteins- dóttur eða Millu eins og við þekktum hana þung. Milla var glæsileg kona með einstaka útgeislun sem varð til þess að fólki leið vel í návist hennar og hún átti auðvelt með að hrífa það með sér í ýmis verkefni eins og glöggt mátti sjá á sýningum HRFÍ og í hundaskólanum. Milla var mikill dýravinur og bar- áttumanneskja fyrir velferð þeirra, ef hún vissi málleysingja sem átti í vanda brást hún við og gerði það sem í hennar valdi stóð til að bæta úr og hreif að sjálfsögðu aðra með sér. Nú síðast beitti hún sér fyrir stofnun sjóðs til styrktar heimilislausum hundum. Þegar Milla gekk inn á stofuna til okkar fylgdi henni alltaf einhver kraftur, það var aldrei nein deyfð þegar Milla var á staðnum. Við eigum eftir að sakna þessarar glæsilegu og kraftmiklu konu og viljum votta fjöl- skyldu hennar og vinum innilegustu samúð okkar. Margrét Kjartansdóttir og Sigríður Eiríksdóttir, Hundasnyrtistofunni.  Fleiri minningargreinar um Emilíu Sigursteinsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Mágur minn og frændi okkar, SIGURÞÓR ÁRNASON frá Hrólfsstaðahelli, Freyvangi 9, Hellu, verður jarðsunginn frá Skarðskirkju laugar- daginn 12. júní kl. 11.00 f.h. Halldóra Ólafsdóttir, Jóna Bríet Guðjónsdóttir, Árni Guðjónsson, Jóhanna Hannesdóttir, Erna Hannesdóttir, Árni Hannesson, Sigríður Hannesdóttir. Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför GUNNARS KONRÁÐSSONAR (Nunna Konn), Lækjargötu 22, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Stella Stefánsdóttir, börn og fjölskyldur. Eiginmaður minn, ÞÓRÐUR PÁLSSON frá Sauðanesi, lést á heimili sínu miðvikudaginn 9. júní síðast- liðinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sveinbjörg Jóhannesdóttir og aðrir aðstandendur Móðir mín, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG STURLUDÓTTIR, áður til heimilis á Réttarholtsvegi 39, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 9. júní. Sigríður P. Ólafsdóttir, Ingimar Halldórsson, Herdís Heiðdal, Ásgerður I. Jónsdóttir, Jóhanna R. Jónsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Ólafur Magnússon. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi (opa) og bróðir, GUÐMUNDUR ÁGÚSTSSON hagfræðingur, Rekagranda 5, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 16. júní kl. 15. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á hjúkrunarþjónustuna Karitas og Krabbameinsfélag Íslands. Moníka María Karlsdóttir, Kristján Guðmundsson, Þóra Margrét Pálsdóttir, Stefán Ásgeir Guðmundsson, Védís Skarphéðinsdóttir, Katrín Guðmundsdóttir, Haukur Valgeirsson, barnabörnin Lara Valgerður og Þór Valgarð og systkini hins látna. Ástkær eiginmaður minn, afi og langafi, INDRIÐI S. FRIÐBJARNARSON, Leirubakka 6, Reykjavík, síðast til heimilis á Hrafnistu í Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju við Strandgötu mánudaginn 14. júní kl. 13.30. Sigríður Egilsdóttir, Arnbjörg Eiðsdóttir, Helgi Kristjánsson, Ólafur Sólimann Helgason, Helgi Helgason, Helena Helgadóttir, Una O. Guðmundsdóttir, Þórir Skúlason, Erling Guðmundsson, Vilhelmína Isaksen, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra góðra vina okkar fyrir hlýhug vegna andláts og útfarar mannins míns, SIGURÐAR KRISTJÁNSSONAR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á dvalarheim- ilinu Hlíð á Akureyri fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Sigurlaug Sveinsdóttir og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.