Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 11 INGIBJÖRG Þorsteinsdóttir, deild- arforseti lögfræðideildar Við- skiptaháskólans á Bifröst, varpaði fram þeirri hugmynd á kvennaráð- stefnu sem haldin var á Bifröst í síð- ustu viku að reglulega yrðu teknar saman svonefndar kynjakennitölur fyrirtækja, þ.e. tölur sem mældu ár- angur fyrirtækja í jafnréttismálum. Þær tölur yrðu síðan notaðar í bar- áttunni fyrir auknum hlut kvenna á vettvangi atvinnulífsins. Konur myndu með öðrum orðum beita neyt- endavaldi sínu og beina viðskiptum sínum frá þeim fyrirtækjum sem hefðu t.d. fáar eða engar konur í æðstu stjórnunarstöðum. Þessi hugmynd hlaut góðar und- irtektir á ráðstefnunni, sem bar yf- irskriftina: Völd til kvenna – tengsl- anet. Um 130 konur tóku þátt í ráðstefnunni, sem haldin var að frumkvæði dr. Herdísar Þorgeirs- dóttur. Í ályktun sem samþykkt var undir lok ráðstefnunnar er skorað á stjórnendur íslenskra fyrirtækja „að taka þegar til við að leiðrétta rýran hlut kvenna í stjórnum og æðstu stjórnunarstöðum innan fyrirtækj- anna.“ Bent er á konur hafi aflað sér menntunar og reynslu sem atvinnu- lífið hafi ekki efni á að vannýta með þeim hætti sem nú er gert. „Þátttak- endur á ráðstefnunni munu fylgjast náið með árangri fyrirtækja í átt að jafnri stöðu kynjanna og munu beita sér fyrir því að upplýsingar um ár- angur einstakra fyrirtækja verði birtar opinberlega að ári.“ Fjöldi erinda var haldinn á ráð- stefnunni. Gestafyrirlesari var Nad- ine Strossen, forseti Réttinda- samtaka Bandaríkjanna. Kom m.a. fram í máli hennar að hópur kvenna í Bandaríkjunum hefði haft frum- kvæði að því að birta reglulega upp- lýsingar um hlut kvenna í stjórnun stórra fyrirtækja. Sagði hún að það framtak hefði vakið mikla athygli. Það hefði orðið til þess að hvetja fyr- irtæki til þess að rétta hlut kvenna. Vannýtt auðlind Í erindi Ingibjargar Þorsteins- dóttur, sem vitnað var til hér á und- an, kom fram að það væri kunnara en frá þyrfti að segja hve fáar konur skipuðu æðstu stjórnunarstöður fyr- irtækja hér á landi. „Ef við gefum okkur þær forsendur að konur séu jafnhæfar körlum til að gegna stjórn- unarstöðum er alveg ljóst að fyr- irtæki í landinu eru að vannýta þá auðlind sem konur eru.“ Bætti hún því við að þetta verðskuldaði út af fyrir sig verulega athygli og rann- sóknir. Ingibjörg kynnti því næst hug- mynd sína um kynjakennitölur fyr- irtækja. Sagði hún að með slíkum töl- um væri t.d. hægt að benda á hlutfall kvenna í stjórnun fyrirtækja. Væri til dæmis ein kona í tíu manna stjórn fyrirtækis væri kynjakennitalan 1/ 10. Þar með væri stjórnarstuðull fyr- irtækisins fundinn, þ.e. hann væri 1/ 10. Síðan mætti finna fleiri stuðla, til dæmis stuðul sem sýndi hlutfall kvenstjórnenda í samanburði við hlutfall kvenstarfsmanna innan fyr- irtækisins. Með þessum tölum mætti líka fylgjast með því hvort jafnrétt- isáætlun fyrirtækis væri í reynd komið í framkvæmd. Lagði hún til að konur eða samtök þeirra tækju sig til og gerðu þessar kynjakennitölur op- inberar með reglulegu millibili. „Með þessum hætti erum við að gera þessa stöðu [kvenna] sýnilegri,“ sagði hún. Ingibjörg lagði jafnframt til að konur notuðu þessar kynjatölur til að hafa áhrif á stöðu kvenna með því að beita valdi sínu sem neytendur. „Við eigum að beita okkur á þeim sviðum þar sem við höfum vald,“ útskýrði hún. „Við getum látið þetta hafa áhrif á hegðun okkar. Til dæmis hætta að skipta við banka eða fyrirtæki sem hafa engar konur í sinni stjórn.“ Ítrekaði hún að konur ættu að nýta samtakamátt sinn og neytendaval til að bæta stöðu sína. Upplýsingar skipta miklu máli Nadine Strossen fór yfir stöðu kvenna í Bandaríkjunum og sagði að þær öfunduðu margar hverjar ís- lenskar konur. Til dæmis af fæð- ingar- og foreldraorlofinu og dagvist- unarmálum. Hún upplýsti að bandarískar konur stæðu þeim ís- lensku langt að baki á mörgum svið- um. Nefndi hún m.a. hlut kvenna í stjórnmálum. Til dæmis væri hlutfall kvenna í fulltrúadeild Bandaríkja- þings 14% „þrátt fyrir að við erum helmingur kjósenda,“ sagði hún. Strossen sagði að í Bandaríkj- unum væri ekki einasta munur á stöðu kynjanna heldur væru upplýs- ingar um þann mun misvísandi; margir gerðu sér til dæmis ekki grein fyrir því hver staða kvenna væri í raun og veru. Hún lagði þó áherslu á að með því að leiðrétta hin- ar misvísandi upplýsingar mætti leið- rétta kynjamismuninn. Upplýsingar væru með öðrum orðum mikilvægt tæki í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Strossen tók dæmi um hvernig koma mætti upplýsingum um mis- munandi stöðu kynjanna á framfæri við almenning. Nefndi hún launabil kynjanna í því sambandi. Sagði hún að hópur í Bandaríkjunum, sem hef- ur það að markmiði að jafna launa- mun kynjanna, hefði bent á að launa- bilið væri 23%; þ.e. konur ynnu sér að jafnaði inn 77 cent fyrir hvern þann dollara sem karlar ynnu sér inn. Upplýsti hún að umræddur hópur hefði staðið fyrir svokölluðum jafn- launadegi á ári hverju, en það væri sá dagur sem venjuleg kona hefði náð að vinna sér inn laun venjulegs karls frá árinu á undan. „Jafnlaunadag- urinn var 20. apríl árið 2004 en það var sá dagur sem venjuleg kona hafði náð launum venjulegs karls á árinu 2003,“ útskýrði hún. Tók hún fram að dagurinn hefði vakið athygli og að hann væri dæmi um það hvernig nota mætti upplýsingar, í þessi tilviki um launamun kynjanna, til að benda á ójöfnuð. Um 130 konur tóku þátt í kvennaráðstefnu á Bifröst sem bar yfirskriftina Völd til kvenna Kynjakennitölur fyrirtækja verði reglulega birtar Jafnréttismál í ýmsu ljósi voru rædd á kvennaráðstefnu á Bifröst í síðustu viku. Góður rómur var gerður að ráðstefn- unni og ákveðið að halda aðra eins að ári. Morgunblaðið/RAX Um 130 konur tóku þátt í kvennaráðstefnu á Bifröst. Yfirskriftin var Völd til kvenna – tengslanet. Dr. Herdís Þor- geirsdóttir hafði veg og vanda af ráðstefnunni. Var ákveðið að halda aðra slíka ráðstefnu að ári. GUÐMUNDUR Halldórsson, for- maður smábátafélagsins Eldingar á norðanverðum Vestfjörðum, segir Pál Steingrímsson, formann sjó- mannadagsráðs á Akureyri, hafa þjófkennt Vestfirðinga alla í hátíð- arræðu á sjómannadaginn. Guð- mundur segir einnig að Páll hafi far- ið með rangt mál þegar hann hafi sagt að Guðmundur hafi selt kvóta fyrir milljónatugi. Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá Guðmundi: „Sjómannadagurinn á Akureyri vakti sérstaka athygli í hitteðfyrra þegar stórútgerðin skipti um ræðu- mann og sjómannadagsráð á Akur- eyri hlýddi skipunum þeirra eins og frægt er og einsdæmi á Íslandi. Nú er sjómannadagurinn á Akureyri notaður til þess að kasta aur á heilan landshluta. Ræðumaðurinn, Páll Steingrímsson formaður sjómanna- dagsráðs, segir bókstaflega „mér finnst það skrýtin hagfræði að flytja kvóta frá mönnum sem hafa í tímans rás greitt sína skatta og skyldur til samfélagsins til manna sem eru í því að komast hjá því að borga gjöld til samfélagsins og láta síðan útlend- inga vinna fiskinn, sem senda laun sín úr landi.“ Þannig þjófkennir hann Vestfirð- inga alla, segir okkur ekki borga gjöldin okkar og stela undan skatti. Vestfirðingar eru jafnpíndir af skattayfirvöldum og aðrir og fullyrð- ingar um annað fáránlegar. Páll fer mikinn í ræðu sinni, a.m.k. ef marka má frétt Morgunblaðs- ins frá 8.6., og sparar hvergi gífuryrðin, svo halda mætti að hann hefði sérstaka andúð á Vestfirðingum. Hug- myndir hans um að það ágæta fólk sem vinnur í fiskvinnslu og er af er- lendu bergi brotið sé eitthvað vandamál eru í besta falli heimóttar- legar og dæma sig al- farið sjálfar. Páll fer hamförum í frásögnum af stórfelldu klúðri og kvótasölum Vestfirð- inga. Maður líttu þér nær! Sannleikurinn í málinu er sá að maður að nafni Guðmundur Kristjánsson keypti sig inn í útgerð- arfyrirtækið Básafell og fór með stærri kvóta frá Vestfjörðum heldur en nokkur annar hefur gert. Nú er þessi sami maður orðinn útgerðar- maður á Akureyri og Akureyringar ráða engu um það hvað Guðmundur gerir við sinn kvóta frekar en við réðum því. Akureyrarbær er fyrir löngu búinn að selja meirihlutann i ÚA fyrir mörg hundruð milljónir. Nú eiga þeir undir þessum sama Guðmundi að atvinnulíf á Akureyri leggist ekki í rúst. Ef hann leikur sama leik- inn á Akureyri og á norðanverðum Vest- fjörðum þá duga engar trillur til að reisa við rústina. Þá segir Páll að það sé sífellt verið að flytja veiðiheimildir til Vestfjarða með stjórn- valdsaðgerðum. Stærstu stjórnvalds- aðgerðir sem gerðar hafa verið voru þegar Akureyringar fengu kvóta Kaldbaks tvö- faldaðan. Hann sat eftir hjá ÚA og þeir fengu viðmiðun og Samherji líka. Þetta eru stærstu stjórnvaldsaðgerðir sem gerðar hafa verið í millifærslu á kvóta fyrir utan aðrar millifærslur sem færðar hafa verið til sama fyrirtækis. Enn ein bábiljan sem þjakar Pál er að línuívilnunin hafi verið ákveðin á fundi á Ísafirði síðasta haust en staðreyndin er sú að landsfundir bæði Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks voru löngu búnir að álykta um að taka upp línuívilnun. Auk þess sem það var komið í stjórn- arsáttmálann sem var undirritaður löngu fyrir fundinn. Þannig voru það m.a. þingmenn frá Eyjafjarðarsvæð- inu sem samþykktu línuívilnunina á sama hátt og þeir samþykktu byggðakvótann sem Akureyringar hafa fengið af eins og aðrir. Loks ræðst hann persónulega á mig fyrir að hafa selt kvóta frá byggðarlaginu fyrir tugi milljóna króna. Þetta voru engir tugir millj- óna heldur fimm og hálf milljón króna sem ég fékk þegar ég seldi kvóta til Ísfirðingsins Gulla á Gandi í Vestmannaeyjum. Þannig var að ár- ið 1991 var ég nýbúinn að kaupa mér sex tonna bát frá Færeyjum og þeg- ar kvótasetning gekk yfir hafði ég litla viðmiðun og því var hreinlega ekki rekstrargrundvöllur fyrir út- gerðinni. Enda var ekki um stóran kvóta að ræða eins og sjá má af upp- æðinni. Ég vona að ekki fari svo illa að Guðmundur leiki sama leikinn á Akureyri og hann gerði hér. Ef til þess kemur þá munum við Vestfirð- ingar ekki stökkva til og sparka í Ak- ureyringa liggjandi. Að endingu óska ég Akureyringum og atvinnulífi á Akureyri góðs gengis í framtíð- inni.“ Bábiljur og rangar ásakanir Guðmundur Halldórsson NADINE Strossen, forseti Réttinda- samtaka Bandaríkjanna, fjallaði m.a. um hugmyndir fólks um útlit leiðtoga á kvennaráðstefnunni á Bif- röst. Vitnaði hún þar m.a. til banda- rískra rannsókna. Í einni rannsókn- inni voru sýndar sjónvarpstökur af fólki; konum og körlum, sem voru í kosningabaráttu. Fjölbreyttur hóp- ur fólks átti að meta þessar sjón- varpstökur. Hópurinn átti að gefa stig; plús eða mínus, eftir því hvern- ig honum leist á frambjóðendurna. Strossen sagði að það hefði vakið at- hygli að um leið og karlarnir birtust á skjánum, þ.e. áður en þeir náðu að segja nokkurn skapaðan hlut, fengu þeir plúsa en um leið og konurnar birtust á skjánum, þ.e. áður en þær náðu að segja orð, fengu þær mín- usa. „Staðreyndin er sú að andlit leiðtoga er í huga fólks karlmanns- andlit,“ sagði hún. Benti hún á að sú ímynd fengi byr undir báða vængi í t.d. kvikmynd- um, þar sem leiðtogarnir væru gjarnan karlar. Sýnu verra væri þó hve lítið sæist til raunverulegra kvenleiðtoga í fréttatímum ljós- vakamiðlanna og í spjallþáttum. „Kvenleiðtogar eru með öðrum orð- um gerðir ósýnilegir í fjölmiðlum og í menningu nútímans,“ útskýrði hún. Hvernig lítur leiðtogi út? INGIMUNDUR Einarsson, vara- lögreglustjóri í Reykjavík, segir heimildir lögreglu til frelsissvipt- ingar sem lögreglan hafði fyrir gildistöku lögreglulaga frá 1997 vera barns síns tíma. Handtökur á borð við þær sem um ræddi í máli konu gegn íslenska ríkinu, sem hún vann nýlega fyrir Mannrétt- indadómstól Evrópu, þar sem sex frelsissviptingar hennar á tíma- bilinu 1988–1992 voru dæmdar ólögmætar, eigi ekki að gerast í dag. „Lögreglulögin sem tóku gildi árið 1997 hafa fest í sessi þær heimildir sem lögreglan styðst við nú á dögum og grundvöllurinn undir frelsisviptingar í dag er miklu traustari en áður var,“ segir Ingimundur. „Málið fór fyrir héraðsdóm og Hæstarétt og var lögreglunni ekki til vansa. En niðurstaða mannrétt- indadómstólsins er sú að umrædd- ar frelsissviptingar voru ólögmæt- ar með vísan til 1. málsgreinar 5. greinar mannréttindasáttmálans.“ Ingimundur tekur fram að aldrei hafi verið um gæsluvarðhald að ræða í umræddum tilvikum heldur vistun í fangaklefa. Heimild- irnar barn síns tíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.