Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 57 LIÐSMENN Stuðmanna eru ekki vanir að sitja með hendur í skauti og verður sumarið í sumar þar engin undantekning á. Nýtt lag er vænt- anlegt og Þýskalandsför í uppsigl- ingu auk kvikmyndagerðar og spila- mennsku um allt land. Í dag, föstudag, verður frumflutt lagið „Skál!“ klukkan 8 í Ísland í bít- ið á Stöð 2. Stuðmenn stíga á stokk í beinni útsendingu og flytja lagið í fyrsta sinn opinberlega. Tilefni skál- arinnar er, að sögn Jakobs Frí- manns Magnússonar, sú að hann Ottó vann í lottó. Á laugardagskvöldið leika Stuð- menn svo í Hreðavatnsskálanum. „Við ætlum að vera hrókur alls fagnaðar á Borgfirðingahátíð sem stendur yfir um helgina,“ segir Jak- ob Frímann og lofar ekta íslenskri sumarstemmingu. Eftir tónleikahaldið verður ferð- inni svo heitið til Þýskalands þar sem Stuðmenn ætla að kynna vænt- anlega plötu sína sem kemur út þar í landi í byrjun júlímánaðar. Platan, sem gefin er út af BMG, ber heitið Six Geysers and a Bird og vísar að sögn Jakobs til kynjaskiptingar hljómsveitarinnar. Auk þess eru Stuðmenn önnum kafnir við tökur á væntanlegri kvik- mynd, Í takt við tímann, sem á að frumsýna í desember síðar á árinu. Nýtt lag og ferð til Þýskalands á döfinni Stuðmenn mæla fyrir skál Morgunblaðið/Þorkell Það verður í nógu að snúast hjá Stuðmönnum í sumar. Bana Billa: Bindi 2 (Kill Bill: Volume 2) Eitthvað fyrir alla, konur og karla. Að öll- um líkindum besta skemmtun ársins. (H.L.) Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó. Snerting við tómið (Touching the Void) Nútímagoðsaga í veröld fjallaklifursmanna verður kvikmynd sem best er að hafa sem fæst orð um, sjón er sögu ríkari. (H.J.) Háskólabíó. Harry Potter and the Prisoner of Azkaban (Harry Potter og fanginn í Azkaban) Harry er bara skemmtilegri en í fyrri myndunum og hefur skyndilega öðlast húmor. Handritið líka betra, skrifað meira á sínum eigin bíó-forsendum. (H.L.)  Sambíóin, Háskólabíó. Trója (Troy) Hómer í Hollywood boðar ekki sögulega nákvæmni en myndin er flott og auð- gleymanleg sumarskemmtun. (S.V.)  Sambíóin, Háskólabíó. Pétur Pan Það er nýr og betri Pétur Pan sem birtist í þessari mynd. (H.J.)  Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri. Spartverji (Spartan) Mamet stendur undir væntingum fram yfir miðbikið, eftir það stendur Kilmer einn upp úr alamerískri hetjusögu með snún- ingi. (S.V.) ½ Laugarásbíó. Ekki á morgun heldur hinn (The Day After Tomorrow) Umverfisvæn stórslysamynd í hæsta gæðaflokki. Mögnuð spenna, brellur og mikið popp. (S.V.) Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri. Van Helsing Klassískar hryllingsmyndapersónur ganga í endurnýjun lífdaga í ógnarlangri brellu- mynd sem á sína spretti. (S.V.)  Sambíóin, Háskólabíó. Drekafjöll (La colina del dragón) Falleg saga, drekarnir skemmtilegir. Börn- in skemmtu sér líka ágætlega og það skiptir öllu. (H.L.)  Háskólabíó, Sambíóin. Bæjarins bestu Tókýó í tómu tjóni. Ekki á morgun heldur hinn er fínasta sumarafþreying. 12. júní - Hreðavatnsskáli 2. júlí - Landsmót hesta- manna á Hellu 3. júlí - Valaskjálf á Egil- stöðum 10. júlí - Landsmót ung- mennafélaganna á Sauð- árkróki 17. júlí - Nasa í Reykjavík STÆRSTA hipp-hoppsveit Íslands, Quarashi, mun stíga á svið Egilshallar rétt á undan 50 Cent og G-Unit 11. ágúst nk. Þetta verður í fyrsta skipti sem Quarashi kemur fram á alvörutónleikum í Reykjavík síðan flokkurinn fyllti Laugardalshöllina sumarið 2002 sæll- ar minningar. Fjórmenningarnir í Quarashi hafa verið lokaðir í hinum ýmsu hljóðverum Reykjavíkur bróðurpart árs við upptökur á næstu plötu sinni. Þeir félagar Sölvi, Tiny, Ómar og Steini sjá nú fyrir endann á verkefninu sem er búið að vera ansi viðamikið. Fram kemur í fréttatilkynningu frá sveitinni að um 50 manns hafi komið að því á einn eða annan hátt og oft verið mikill atgangur í hljóðverinu þegar þeir félagar hafa verið að glíma við hinar ýmsu strengja- og brasssveitir, illvíga gítarleikara, bassafanta mikla og diskókónga svo fátt eitt sé nefnt. Quarashi-flokkurinn er að sögn mjög spenntur fyrir 50 Cent tónleikunum enda kærkomið tækifæri til að frumflytja nýja efnið í bland við eldra efni í glæsilegri umgjörð Egilshallarinnar rétt á undan stórstjörnunni 50 Cent. Quarashi átti stærsta smell síðasta sumars „Mess It Up“ og fylgdi honum síðan eftir með rokkaranum „Race City“. Líklegt má telja að þessi lög heyrist í Eg- ilshöllinni rétt áður en 50 Cent stígur á svið. Fyrsta lagið af nýju plötunni kemur út á Pottþétt-safnplötu sem kemur í júlí og hin langþráða stóra plata kemur svo í byrjun október. Quarashi hitar upp fyrir 50 Cent Ljósmynd/Ari Magg Það verður sko hitað upp í Egilshöllinni 11. ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.