Morgunblaðið - 11.06.2004, Qupperneq 57
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 57
LIÐSMENN Stuðmanna eru ekki
vanir að sitja með hendur í skauti og
verður sumarið í sumar þar engin
undantekning á. Nýtt lag er vænt-
anlegt og Þýskalandsför í uppsigl-
ingu auk kvikmyndagerðar og spila-
mennsku um allt land.
Í dag, föstudag, verður frumflutt
lagið „Skál!“ klukkan 8 í Ísland í bít-
ið á Stöð 2. Stuðmenn stíga á stokk í
beinni útsendingu og flytja lagið í
fyrsta sinn opinberlega. Tilefni skál-
arinnar er, að sögn Jakobs Frí-
manns Magnússonar, sú að hann
Ottó vann í lottó.
Á laugardagskvöldið leika Stuð-
menn svo í Hreðavatnsskálanum.
„Við ætlum að vera hrókur alls
fagnaðar á Borgfirðingahátíð sem
stendur yfir um helgina,“ segir Jak-
ob Frímann og lofar ekta íslenskri
sumarstemmingu.
Eftir tónleikahaldið verður ferð-
inni svo heitið til Þýskalands þar
sem Stuðmenn ætla að kynna vænt-
anlega plötu sína sem kemur út þar í
landi í byrjun júlímánaðar. Platan,
sem gefin er út af BMG, ber heitið
Six Geysers and a Bird og vísar að
sögn Jakobs til kynjaskiptingar
hljómsveitarinnar.
Auk þess eru Stuðmenn önnum
kafnir við tökur á væntanlegri kvik-
mynd, Í takt við tímann, sem á að
frumsýna í desember síðar á árinu.
Nýtt lag og ferð til Þýskalands á döfinni
Stuðmenn
mæla
fyrir skál
Morgunblaðið/Þorkell
Það verður í nógu að snúast hjá
Stuðmönnum í sumar.
Bana Billa: Bindi 2
(Kill Bill: Volume 2)
Eitthvað fyrir alla, konur og karla. Að öll-
um líkindum besta skemmtun ársins.
(H.L.) Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó.
Snerting við tómið
(Touching the Void)
Nútímagoðsaga í veröld fjallaklifursmanna
verður kvikmynd sem best er að hafa sem
fæst orð um, sjón er sögu ríkari. (H.J.)
Háskólabíó.
Harry Potter and the
Prisoner of Azkaban
(Harry Potter og fanginn
í Azkaban)
Harry er bara skemmtilegri en í fyrri
myndunum og hefur skyndilega öðlast
húmor. Handritið líka betra, skrifað meira
á sínum eigin bíó-forsendum. (H.L.)
Sambíóin, Háskólabíó.
Trója (Troy)
Hómer í Hollywood boðar ekki sögulega
nákvæmni en myndin er flott og auð-
gleymanleg sumarskemmtun. (S.V.)
Sambíóin, Háskólabíó.
Pétur Pan
Það er nýr og betri Pétur Pan sem birtist í
þessari mynd. (H.J.) Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó,
Borgarbíó Akureyri.
Spartverji
(Spartan)
Mamet stendur undir væntingum fram yfir
miðbikið, eftir það stendur Kilmer einn
upp úr alamerískri hetjusögu með snún-
ingi. (S.V.) ½
Laugarásbíó.
Ekki á morgun
heldur hinn
(The Day After Tomorrow)
Umverfisvæn stórslysamynd í hæsta
gæðaflokki. Mögnuð spenna, brellur og
mikið popp. (S.V.) Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó,
Borgarbíó Akureyri.
Van Helsing
Klassískar hryllingsmyndapersónur ganga
í endurnýjun lífdaga í ógnarlangri brellu-
mynd sem á sína spretti.
(S.V.) Sambíóin, Háskólabíó.
Drekafjöll (La colina
del dragón)
Falleg saga, drekarnir skemmtilegir. Börn-
in skemmtu sér líka ágætlega og það
skiptir öllu. (H.L.) Háskólabíó, Sambíóin.
Bæjarins bestu
Tókýó í tómu tjóni. Ekki á morgun heldur hinn er fínasta sumarafþreying.
12. júní - Hreðavatnsskáli
2. júlí - Landsmót hesta-
manna á Hellu
3. júlí - Valaskjálf á Egil-
stöðum
10. júlí - Landsmót ung-
mennafélaganna á Sauð-
árkróki
17. júlí - Nasa í Reykjavík
STÆRSTA hipp-hoppsveit Íslands, Quarashi, mun
stíga á svið Egilshallar rétt á undan 50 Cent og G-Unit
11. ágúst nk. Þetta verður í fyrsta skipti sem Quarashi
kemur fram á alvörutónleikum í Reykjavík síðan
flokkurinn fyllti Laugardalshöllina sumarið 2002 sæll-
ar minningar.
Fjórmenningarnir í Quarashi hafa verið lokaðir í
hinum ýmsu hljóðverum Reykjavíkur bróðurpart árs
við upptökur á næstu plötu sinni. Þeir félagar Sölvi,
Tiny, Ómar og Steini sjá nú fyrir endann á verkefninu
sem er búið að vera ansi viðamikið. Fram kemur í
fréttatilkynningu frá sveitinni að um 50 manns hafi
komið að því á einn eða annan hátt og oft verið mikill
atgangur í hljóðverinu þegar þeir félagar hafa verið að
glíma við hinar ýmsu strengja- og brasssveitir, illvíga
gítarleikara, bassafanta mikla og diskókónga svo fátt
eitt sé nefnt.
Quarashi-flokkurinn er að sögn mjög spenntur fyrir
50 Cent tónleikunum enda kærkomið tækifæri til að
frumflytja nýja efnið í bland við eldra efni í glæsilegri
umgjörð Egilshallarinnar rétt á undan stórstjörnunni
50 Cent.
Quarashi átti stærsta smell síðasta sumars „Mess It
Up“ og fylgdi honum síðan eftir með rokkaranum
„Race City“. Líklegt má telja að þessi lög heyrist í Eg-
ilshöllinni rétt áður en 50 Cent stígur á svið. Fyrsta
lagið af nýju plötunni kemur út á Pottþétt-safnplötu
sem kemur í júlí og hin langþráða stóra plata kemur
svo í byrjun október.
Quarashi hitar
upp fyrir 50 Cent
Ljósmynd/Ari Magg
Það verður sko hitað upp í Egilshöllinni 11. ágúst.