Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 51 DAGBÓK Opnunartími mán.-fös. kl. 11-18 lau. kl. 11-14 Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949 Skipagötu 5 • Akureyri • Sími 466 3939 Úrval af sparifatnaði fyrir brúðkaupið, útskriftina og hátíðleg tækifæri Láttu verðið koma þér á óvart STJÖRNUSPÁ Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert kjarkmikil/l og hikar ekki við að fara út á ystu nöf. Þú átt þér mörg áhugamál og átt auðvelt með að vinna með öðrum. Það verða spennandi breytingar í lífi þínu á árinu. Sýndu sveigjanleika. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er hætt við að þú ætlist til of mikils í dag. Reyndu að forðast deilur við systkini þín og aðra ættingja. Mundu að sálarró þín skiptir mestu máli. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þér finnst þú bara verða að kaupa einhvern ákveðinn hlut í dag. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú munt að öllum líkindum lenda í deilum við maka þinn í dag. Reyndu að vera ekki of plássfrek/ur. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú skalt fara varlega og forð- ast skuggalega staði í dag. Það eru óvenjumiklar líkur á að þú verðir fyrir óhappi eða jafnvel einhvers konar árás. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú munt líklega lenda í snörpum orðaskiptum við einhvern í dag. Hvort sem þú ert í veikri eða sterkri valda- stöðu gagnvart viðkomandi skaltu forðast að spila á það. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er hætt við að þú lendir í deilum við valdamikinn ein- stakling í dag. Reyndu að forðast þetta því það getur reynst þér erfitt að komast út úr deilunum aftur. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú munt líklega lenda í til- gangslausum rökræðum um heimspeki og trúmál í dag. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þér finnst þú þurfa að verja eigur þínar í dag. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er hugsanlegt að nánu sambandi, sem þú hefur verið í, ljúki í dag. Þetta má rekja til þess að báðir aðilar telja sig hafa á réttu að standa og neita að hlusta á það sem hinn aðilinn hefur að segja. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert ákveðin/n í að breyta einhverju til batnaðar í vinnunni hjá þér í dag. Það sama getur átt við um heilsu- far þitt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Gættu þess að sýna ekki öðr- um yfirgang í dag. Fólk held- ur oft að það viti hvað öðrum er fyrir bestu án þess þó að skilja aðstæður þeirra til fullnustu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú munt hugsanlega lenda í deilum við foreldra þína eða aðra í fjölskyldunni í dag. Einhvers konar bilanir gætu einnig sett strik í reikninginn hjá þér. Reyndu að sýna þol- inmæði. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SVEITASÆLA Man ég grænar grundir, glitrar silungsá, blómabökkum undir, brunar fram að sjá. Bændabýlin þekku bjóða vina til, hátt und hlíðarbrekku, hvít með stofuþil. Léttfætt lömbin þekku leika mæðrum hjá, sæll úr sólskinsbrekku smalinn horfir á. Kveður lóu kliður, kyrrlát unir hjörð. Indæll er þinn friður, ó, mín fósturjörð. – – – Steingrímur Thorsteinsson LJÓÐABROT 90 ÁRA afmæli. Mánu-daginn 14. júní verð- ur níræð Jóna Þ. Snæ- björnsdóttir frá Grund í Kolbeinsstaðarhreppi. Hún tekur á móti gestum að Grund sunnudaginn 13. júní milli kl. 14-17. 60 ÁRA afmæli. GísliSkarphéðinsson, Kjarrholti 5 á Ísafirði, verð- ur sextugur í dag, föstudag- inn 11. júní. Af því tilefni tekur hann og eiginkona hans, Ingibjörg Sveins- dóttir, á móti vinum og ætt- ingjum í Sigurðarbúð (Kiw- anishúsinu) frá kl. 20 á afmælisdaginn. „ENGINN sagði neitt,“ kvartaði sá ungi. „Taktu það sem hrós,“ hughreysti sá gamli. Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ÁDG10752 ♥KD32 ♦G6 ♣-- Vestur Austur ♠K983 ♠-- ♥G654 ♥Á98 ♦D2 ♦943 ♣1085 ♣DG97632 Suður ♠64 ♥107 ♦ÁK10875 ♣ÁK4 Vestur Norður Austur Suður -- -- 3 lauf 3 grönd Pass 4 hjörtu* Pass 4 spaðar Pass 6 lauf ** Pass 6 spaðar Pass Pass Pass * Yfirfærsla í spaða. ** Eyða í laufi, alslemmu- tilraun. Spilið kom upp á æfingu landsliðsins á laugardaginn. Landsliðsparið Magnús Eiður Magnússon og Matth- ías Þorvaldsson voru í NS. Magnús var í suður og tók djarfa ákvörðun með því að segja þrjú grönd við þremur laufum, og eftir það var úti- lokað að halda Matthíasi á jörðinni. Hann yfirfærði fyrst í spaðann með fjórum hjörtum og stökk svo í sex lauf til að sýna eyðu og bjóða upp á alslemmu. Sem Magnús afþakkaði pent. Sex spaðar er svo sem ágæt slemma, sem vinnst oftast ef vestur er með kónginn í trompi. En hér er kóngurinn fjórði og það flækir málið heldur betur. Ef vestur hefði hitt á hjarta út hefði verið fátt til frá- sagnar, en hann valdi laufið. Magnús henti hjarta úr blindum og svínaði fyrir spaðakóng. Spilaði svo tíg- ulgosa úr borði og stakk upp ás heima. Hann svínaði aft- ur í trompi og spilaði tígli úr blindum. Líkindafræðin segir að rétt sé að svína í slíkum stöðum, en Magnús ákvað að fylgja heilræði Zia: Austur lagði ekki á gosann og er því líklegur til að eiga ekki drottninguna. Hann stakk upp tígulkóng og felldi drottninguna. Nú var björninn unninn. Magnús henti hjarta í lauf og spilaði svo hálftígli. Við þessu á vestur ekkert svar: Ef hann trompar, hverfur tromp- slagurinn og vörnin fær að- eins einn slag á hjartás. Og ef vestur hendir tvisvar, fara tvö hjörtu blinds niður í frítígla. „Og enginn sagði neitt?“ „Víst,“ sagði Matthías. „Ég sagði glæsilegt makker – heyrðirðu það ekki.“ BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 11. júní, er fimmtugur Kristinn T. Haraldsson (Kiddi Rót), til heimilis að Heiðarbrún 72, Hveragerði. Hann og kona hans munu taka á móti vin- um og kunningjum á nýjum veitingastað þeirra hjóna Cafe Kidda Rót í versl- unarmiðstöðinni Sunn- umörk við hringtorgið í Hveragerði í kvöld kl. 20. 60 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 11. júní, er sextugur Jón Þór Hann- esson, forstjóri Sagafilm, til heimilis að Blikanesi 1, Garðabæ. Jón Þór og eig- inkona hans, Valgerður Lárusdóttir, ætla af því til- efni, að njóta nærveru ætt- ingja og vina á Hótel Borg milli kl. 17 og 19, á afmæl- isdaginn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rb3 Be6 8. f3 Be7 9. Dd2 O-O 10. O-O-O Dc7 11. g4 Hc8 12. g5 Rh5 13. Rd5 Bxd5 14. exd5 Rd7 15. Bh3 a5 16. Dd3 a4 17. Rd2 Rc5 18. Dc3 He8 19. Re4 Rf4 20. Bf1 Hed8 21. Kb1 Hac8 22. h4 a3 23. b3 Db8 24. Dd2 Bf8 25. h5 Rxe4 26. fxe4 Dc7 27. c4 g6 28. hxg6 hxg6 29. Bh3 Hb8 30. Hdf1 Bg7 31. Dh2 Da5 32. Bxf4 exf4 33. Dxf4 Hf8 34. Hf3 Dc5 35. Hd3 b5 36. Dh4 Hfe8 37. Be6 Hb7 38. Dh7+ Kf8 39. Hf1 Staðan kom upp á heimsmeistaramóti FIDE sem lauk fyrir skömmu í Elista. El- isabeth Paehtz (2385) hafði svart gegn kínversku stöll- unni sinni Pin Wang (2417). 39... Hxe6! 40. dxe6 De5 41. Kc2 bxc4 42. Hd2 cxb3+ 43. axb3 Dxe6 44. Hd3 a2 45. Dh1 De5 46. Dh3 Db2+ og hvítur gafst upp. Meist- aramót Skákskóla Íslands hefst í kvöld en nánari upp- lýsingar um það eru að finna á www.skak.is. Á sömu heimasíðu er einnig að finna upplýsingar um skemmti- kvöld skákmanna sem Tafl- félagið Hellir heldur. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. ÁRNAÐ HEILLA Neskirkja. Leikjanámskeið Neskirkju hefst mánudaginn 14. júní. Námskeiðin er fyrir 6-10 ára (’94-’98) og eru frá mánudegi til föstudags á milli kl. 13-17. Þátttökugjald er 3.000 kr. fyrir hvert barn. Innifalið í því eru allar dagsferðir og efnisgjald, auk nestis. Innritun fer fram í Neskirkju milli kl. 10-12 alla virka daga í síma 511-1560 eða á neskirkja@nes- kirkja.is Breiðholtskirkja. Foreldramorgnar kl. 10- 12. Kaffi og spjall. Grafarvogskirkja. Al-Anon fundur kl. 20. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11:00. Bæna- stund alla þriðjudaga kl. 20:00. Biblíu- fræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Allir velkomnir. Kirkja sjöunda dags aðventista: Laugardagur: Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19, Reykja- vík. Biblíufræðsla kl. 10:00. Guðsþjón- usta kl. 11:00. Ræðumaður: Eric Guð- mundsson. Loftsalurinn Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/Biblíufræðsla kl. 11:00. Ræðumaður: Styrmir Ólafsson. Safnaðarheimili aðventista Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10:00. Guðsþjónusta kl. 11:00. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Safnaðarheimili aðventista Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðs- þjónusta kl. 11:00. Aðventkirkjan Brekastíg 17, Vestmanna- eyjum: Biblíufræðsla kl. 10:00. Guðs- þjónusta kl. 11.00. Ræðumaður Sigríður Kristjánsdóttir. Safnaðarstarf Kvöldguðsþjón- ustur í Lang- holtskirkju í júní Í JÚNÍMÁNUÐI verða guðsþjón- ustur í Langholtskirkju á sunnu- dagskvöldi kl. 20.00. Stundirnar verða með einföldu sniði í umsjón prests og organista. Vegna sum- arleyfa og framkvæmda við lóð kirkjunnar verður Langholtskirkja lokuð í júlímánuði en helgihald hefst að nýju í ágústmánuði. KIRKJUSTARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.