Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í dag fer fram í Wash- ington í Bandaríkjunum jarðarför Ronalds Reag- ans, fyrrum forseta landsins. Reagan lést í hárri elli, en hann hafði árum saman glímt við Alzheimer-veiki. Og nú er eins og ákveðið minn- isleysi hafi gripið helstu fjöl- miðla heims. Undanfarna daga hefur Reagans verið minnst sem eins mesta forseta Bandaríkj- anna á 20. öld. Hann er sagður hafa náð einstaklega vel til al- mennings vestra og dregin upp mynd af gömlum góðum frænda með glettið bros. Honum hefur jafnframt verið lýst sem frið- elskandi manni sem hafi átt stóran þátt í að ljúka kalda stríðinu. Umfjöllun meg- instraums- fjölmiðla um Reagan í vik- unni hefur satt að segja borið nokk- urn Prövdu- keim og hefur þögn ríkt um margt af því er einkenndi stjórnartíð forsetans. Þegar Reagan hitti Gorbatsj- ov í Höfða í október 1986 var ég 13 ára. Eins og aðrir sem komn- ir voru til einhvers vits á þess- um tíma man ég eftir þeim kumpánum, íklæddum þykkum frökkum í haustnæðingnum við fundarstaðinn. Sýnt var í sjónvarpinu þegar Reagan messaði yfir bandarísku hermönnunum í Keflavík og hlaut fögnuð og dynjandi lófa- klapp að launum. Stuttu eftir þetta mælti hann fleyg orð í Berlín: „Herra Gorbatsjov, rífðu niður þennan múr.“ Nokkrum árum síðar voru Sovétríkin öll. Líkja má söguskýringum við konfektmola í skál þar sem hver getur valið að eigin smekk. Lok kalda stríðsins eru gott dæmi um þetta. Menn hafa bent á Gorbatsjov, páfann og jafnvel hinn vestræna súpermarkað sem ástæðu þess að kalda stríðinu lauk loks. Sú skýring að Reagan hafi átt stóran þátt að ljúka stríðinu nýtur hylli margra. Þeir sem telja hana líklega benda á að með vopnakapphlaupi því sem hann efndi til í upphafi ní- unda áratugarins, hafi hann látið Sovétmenn finna til tevatnsins og neytt þá að samningaborðinu. Með þessu hafi Reagan í raun „unnið“ kalda stríðið. En hver skyldi hafa verið staðan í Sovétríkjunum við upp- haf valdaferils Reagans? Stað- reyndin er sú að Sovétríkin voru risi á brauðfótumá áttunda ára- tugnum og höfðu lengi verið í kröggum. Fyrir stuttu heyrði ég fræðimann halda því fram að há- skólafólk sem rannsakaði Sov- étríkin á þessum tíma hefði ver- ið tregt til að viðurkenna þá staðreynd að hið sovéska mið- stýringarkerfi var veikburða og meingallað og hlaut að líða undir lok. Sigrar á Ólympíuleikum dugðu skammt. Leiða má rök að því að hið gríðarlega fjármagn sem Reag- an varði í hernaðaruppbyggingu, hafi verið til einskis. Afleiðingar fjárútlátanna voru ýmsar. Vopnavæðing Bandaríkjanna styrkti harðlínumenn í Sov- étríkjunum og gæti í raun hafa orðið til þess að draga endalok kalda stríðsins á langinn, fremur en að flýta fyrir þeim. Þá hefði fénu sem Reagan eyddi í hernað sennilega betur verið varið í að bæta kjör fá- tækra í Bandaríkjunum. Efna- hagsstefna forsetans kom sér hins vegar best fyrir þá sem þegar stóðu vel að vígi. Skatta- lækkanir í stjórnartíð hans runnu mestmegnis til þeirra 1–2% Bandaríkjamanna sem rík- astir voru. Undir lok níunda ára- tugarins hafði hlutfall fátækra í Bandaríkjunum aukist mjög frá því að Reagan komst til valda. Í skjallinu um Reagan undanfarna daga hefur borið mikið á stað- hæfingum um að hann hafi átt einkar gott með að ná til al- mennings. Með hraustlegu, góð- látlegu útliti hafi hann heillað bandarískan almúga. Þetta kann að vera rétt en ekki endilega gott. Þannig sýndu skoð- anakannanir fyrir forsetakosn- ingarnar 1984 að meirihluti þess fólks sem hugðist kjósa Reagan var andsnúið stefnumálum hans. Persónutöfrar Reagans virðast hafa heillað bandarísku þjóðina svo mjög að fólk gleymdi að huga að því sem raunverulega skipti máli. Annað vekur athygli við sam- skiptaleiðtogann mikla, eins og Reagan hefur oft verið nefndur. Hann virtist eiga í erfiðleikum með að tjá sig um mál sem sner- ist um líf og dauða tugþúsunda Bandaríkjamanna. Er hér átt við alnæmisfaraldurinn, sem fór eins og eldur í sinu um Banda- ríkin í valdatíð Reagans. Til- kynnt var um fyrstu tilfelli al- næmis árið 1981 en Reagan fékkst ekki til þess að ræða sjúkdóminn fyrr en sex árum síðar. Þá voru um 60.000 manns í Bandaríkjunum smituð af al- næmi og um 30.000 fallin í val- inn af völdum þess. Reagan- stjórnin var treg til þess að veita fé í verkefni sem miðuðu að því að vinna bug á alnæmi. Meðal ástæðna sem nefndar hafa verið fyrir þessu, er andúð hinnar „kristilegu“ hægri stjórnar Reagans á samkynhneigðum, sem voru á þessum tíma fjöl- mennir í hópi smitaðra. Hér gefst ekki tækifæri til þess að ræða ýmislegt annað sem Reagan sýslaði á valdastóli. Ekki verður í þessum pistli rætt um Contra-hneykslið, stuðning Reagans við þjóðarmorð í Guatemala, hernaðaraðstoð sem miðaði að því að berja niður uppreisn almennings í fleiri Mið- Ameríkuríkjum og stuðning hans við aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku. Að ógleymdri arf- leifð Reagans, sem er auðvitað Bush-stjórnin, sem nú situr að völdum í Washington. Flestir hljóta lofsamleg eft- irmæli fremur en last. Menn hafa tilhneigingu til að fegra hlutina eftir á og misgjörðir gleymast gjarnan með tímanum. Þegar rætt er um fyrrum for- seta valdamesta ríkis heims og feril hans, er hins vegar sérlega mikilvægt að staðreyndir komi fram. Reagan og sagan Líkja má söguskýringum við konfekt- mola í skál þar sem hver getur valið að eigin smekk. Lok kalda stríðsins eru gott dæmi um þetta. VIÐHORF Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ÁKVÖRÐUN forseta Íslands um að synja lögum staðfestingar er ekki byggð á traustum for- sendum. Í raun er ekki hægt að greina ákvörðinina öðruvísi en sem geðþóttákvörðun. Hvorki fordæmi né reglur eru til um hve- nær beita megi því valdi sem forsetinn hefur nú beitt. Þær forsendur sem forset- inn lagði til grund- vallar voru annars vegar að fjölmiðlar væru í raun grund- vallarforsenda lýð- ræðis og hins vegar að gjá hefði myndast milli þings og þjóðar. Heimdallur hafnar því að forseti Íslands hafi verið að tryggja lýðræði í landinu með ákvörðun sinni. Fjöl- miðlalögin brjóta gegn lýðræði í þeim skilningi að þau takmarka ráð fólksins með ríkisafskiptum. Fólkinu eru settar hömlur. Það gerir hins vegar rekstur ríkisins á RÚV einnig. Miðað við málflutn- ing forsetans og stjórnarandstöð- unnar um lýðræðishugmyndir þeirra og gildi fjölmiðla verður að teljast líklegt að forsetinn myndi hafna staðfestingu á lögum um einkavæðingu RÚV. Sé vilji for- setans að tryggja áhrif og völd fólksins í landinu ætti hann að taka efnislega afstöðu gegn frum- varpinu á þeirri forsendu að það skerði tækifæri og ráð fólksins í landinu. Það gerði forsetinn ekki. Seinni forsenda forsetans gekk út á að lögin hafi verið umdeild. Mögulega má einnig túlka af orð- um Ólafs að lögin snerti við- kvæman flöt. Alþingi hefur í 60 ára sögu lýðveldisins samþykkt fjölmörg umdeild lög sem forsetar Íslands hafa staðfest, þar með tal- inn núverandi forseti. Forseti Ís- lands virðist hins vegar ákveða það nú að séu lög frá Alþingi umdeild þá sé honum í sjálfsvald sett hvort hann stað- festi lögin eða ekki. Það að lög séu um- deild dugar ekki sem forsenda ein og sér. Forsetinn tók enga efnislega afstöðu til laganna sjálfra. Mögulega til þess að koma í veg fyrir að lenda í dægurþrasinu sjálfur og fela þá staðreynd að um geð- þóttaákvörðun er að ræða. Slík afstaða var hins vegar nauðsynleg til þess að skýra nánar það fordæmi sem hann setur með ákvörðun sinni, sem og til þess að kjósendur geti metið grundvöll ákvörðunar hans. Þar sem forseti hefur ekki hald- bær rök fyrir ákvörðun sinni hljóta menn að leita annarra skýr- inga í þeim aðstæðum sem nú eru uppi. Líklegt er að ákvörðun for- setans litist af stöðu ríkisstjórn- arinnar og afstöðu hans gagnvart henni. Tengsl forseta við aðila í stjórnarandstöðunni eru vel þekkt sem og við aðra andstæðinga rík- isstjórna Davíðs Oddssonar. Benda má á í því sambandi að rök forsetans varðandi svokallaða gjá milli þings og þjóðar komu fram með nákvæmlega sama orðalagi í andsvari Össurar Skarphéð- inssonar við ræðu Björns Bjarna- sonar í umræðum um frumvarpið sjálft. Ennfremur verða hags- munatengsl Ólafs Ragnars í þessu máli að teljast afar óheppileg. Um það leyti sem Ólafur ákvað að bjóða sig aftur fram sat hann á hinum hefðbundna, hlutlausa frið- arstóli sem forsetar þessa lands hafa setið á. Eins og venja er orð- in varðandi framboð til forseta eru framboð gegn sitjandi forseta hvorki algeng né raunhæf. Forseti Íslands hefur nú ákveðið að skella sér aftur í pólitík rétt fyrir for- setakosningar. Með þessu hefur Ólafur mögulega breytt eðli for- setaembættisins í framkvæmd til frambúðar. Slík breyting kallar á umræðu og jafnvel breytingar. Óheppilegt er að breytingar verði á grunneiningum íslensks stjórn- kerfis fyrir tilstilli geðþótta- ákvörðunar. Verður það að teljast miður að engum sem mislíkar ákvörðun forsetans að gera emb- ættið pólitískt hafi tækifæri til að bjóða sig fram til embættisins. E.t.v. er réttast að boða að nýju til forsetakosninga, vegna breytts hlutverks og eðli forsetaembætt- isins, miðað við atburði síðustu daga. Vertu velkominn aftur í pólitík, herra forseti! Velkominn aftur í pólitík, herra forseti! Atli Rafn Björnsson skrifar um synjun forseta Íslands ’Forseti Íslands hefurnú ákveðið að skella sér aftur í pólitík rétt fyrir forsetakosningar.‘ Atli Rafn Björnsson Höfundur er formaður Heimdallar. ÞAU stórtíðindi hafa gerst að for- seti Íslands hefur hafnað undirskrift undir hin svokölluðu fjölmiðlalög og lagt þau í hendur þjóðarinnar eftir vægast sagt siðlausar og efnislitlar umræður stjórnarand- stöðu á Alþingi í manna minnum. Hér er um lög að ræða sem varða al- mannaheill á þann veg að eignarhald á fjöl- miðlum skuli ekki vera óheft og færast á hend- ur fárra manna, jafnvel eins manns líkt og hjá fjölmiðlakónginum Berlusconi á Ítalíu. Segja má að brostið hafi á svokallað „sið- rof“ hjá stjórnarand- stöðunni í þessu mik- ilvæga máli. Fyrst og fremst vegna þess að foringjar hennar leiddu þessa umræðu með efnislitlum um- ræðum og ókvæðisorðum um stjórn- armeirihlutann.. Eftir fylgdi svo höfuðlaus her þingmanna stjórnarandstöðunnar á Alþingi í löngum umræðum, að stærstum hluta á skjön við fjölmiðla- málið, að því er virtist til að drepa málinu á dreif og koma stjórninni frá; með tilheyrandi fjölmiðlafári. Ekki er ljóst hverra erinda stjórn- arandstaðan var að ganga í umræðunni um fjölmiðlalögin. Var það vegna málfrelsis til al- mannaheilla? Er það svo að stjórnarand- staðan telji fjölmiðlana betur komna á fárra manna höndum eða jafnvel eins manns? Stjórnarandstöðunni ber siðferðileg skylda til að koma með skýr svör í sem stystu máli, fyrir komandi þjóð- aratkvæðagreiðslu, hver efnisleg afstaða hennar er til umræddra fjölmiðla- laga. Í kjölfarið fylgdi svo yfirlýsing forseta Íslands að hafna undirskrift fjölmiðlalaganna. Fram þarf að koma frekari skýring frá forseta Ís- lands, þegar hann gengur á móti meirihluta alþingis við ofangreindar aðstæður. Að öðrum kosti kynni að skorta þann samhljóm, sem nauð- synlegur er milli forsetans og þjóð- arinnar á komandi kjörtímabili hans. Var forseti Íslands að styðja stjórnarandstöðuna eða þótti honum stjórnmálaumræðan og fjölmiðlafár- ið komið svo úr böndum að hann teldi þess vegna þjóðaratkvæði nauðsynlegt? Aðferð forsetans að blása til blaðamannafundar til að tilkynna höfnum undirskriftar sinnar á fjöl- miðlalögunum er með öllu óskilj- anleg. Enginn ríkisráðsfundur, ekki rætt við málsmetandi menn um mál- ið svo vitað sé, forsætisráðherra réttkjörinnar ríkisstjórnar látinn vita í tuttugu sekúndna símaviðtali og þar með er málið afgreitt. Undirrituð kaus ekki Ólaf Ragnar Grímsson til forseta vegna þess að henni þótti hann of umdeildur stjórnmálamaður. Hins vega hefur henni þar til nú fundist forsetinn hafa leitast við að koma fram sem friðarhöfðingi og leiðtogi allrar þjóð- arinnar og þess vegna ætlað sér að kjósa hann í komandi forsetakosn- ingum. Nú hefur skipast veður í lofti. Erf- itt er að hugsa sér forseta Íslands með stríðshanska á höndum gegn réttkjörnum meirihluta alþingis og ríkisstjórn. Þeir sem kjósa lýðræði með efnislegri og siðlegri umræðu hljóta að skila auðu í komandi for- setakosningum. Varð „siðrof“ í stjórnmálaum- ræðunni – um fjölmiðlalögin? Sigríður Laufey Einarsdóttir skrifar um fjölmiðlalögin ’Þeir sem kjósa lýðræðimeð efnislegri og sið- legri umræðu hljóta að skila auðu í komandi forsetakosningum. ‘ Sigríður Laufey Einarsdóttir Höfundur er BA-guðfræðingur. www.thjodmenning.is Klapparstíg 44, sími 562 3614 Fuglahús Handunnin frá Bretlandi Margar tegundir Verð frá kr. 3.995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.