Morgunblaðið - 08.07.2004, Page 19

Morgunblaðið - 08.07.2004, Page 19
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2004 19 Smáralind • sími 553 6622 • www.hjortur.is OPIÐ HÚS - Ólafsgeisla 33 113 Reykjavík Sölufulltrúi: Guðmundur Valtýsson, gsm 865 3022, gudmundur@fasteignakaup.is Ármúla 15 • sími 515 0500 fax 515 0509 • www.fasteignakaup.is fasteignakaup@fasteignakaup.is Heimilisfang: Ólafsgeisli 33, 113 Rvk. Stærð eignar: 209,6 fm. Staðsetning í húsi: Einbýli. Bílskúr: Já. Byggingarár: 2002. Brunab.mat: 30,3 millj. Innanhúshönnuður: Guðrún Atladóttir. Hönnuður húss: Sigurður Sigurðsson. Innréttingar: Tak innréttingar, Akureyri. Afhending eignar: Fljótlega. Verð: 36,7 millj. Erna Valsdóttir, lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali. GLÆSILEGT Í GRAFARHOLTI, VEL HANNAÐ OG AÐ MESTU LEYTI VIÐHALDSFRÍTT EINBÝLISHÚS Á FRÁBÆR- UM STAÐ VIÐ ÓLAFSGEISLA. Húsið sem er á tveimur hæðum er sérstaklega vel hannað bæði með tilliti til skipulags og útlits. Húsið er klætt að utan með náttúru- legum steini (mustang) og lituðu báruáli, sem setur skemmtilegan svip á húsið. Opnanlegir veltigluggar úr áli og tré. Á efri hæð hússins er stofa og borðstofa, eld- hús, baðherbergi, þvottaherbergi, tvö svefnherbergi og sjónvarpsrými. Á neðri hæð er svefnherbergi, stofa og baðherbergi. Möguleiki er að nota neðri hæð húss- ins sem ca 50 fm íbúð með sérinngangi. Nánari upplýsingar www.fasteignakaup.is Guðmundur Valtýsson sölufulltrúi Fasteignakaupa tek- ur á móti gestum milli kl.18-20 í dag. Borgartúni 34, Reykjavík, s. 511 1515, outgoing@gjtravel.is ÓTRÚLEGT VERÐ! Beint leiguflug frá Keflavík til Zürich 11.07., 18.07. og 08.08. Beint leiguflug frá Zürich til Keflavíkur 17.07., 24.07., 31.07., 07.08. og 14.08. Verð aðeins kr. 11.350 hvora leið, flugvallaskattar og þjónustugjöld innifalin. Takmarkarð sætaframboð. Hafið samband við utanlandsdeild okkar. Þ að deila ef til vill margir þeirri tilfinningu að sumarið sé rétt að byrja hinn fyrsta júlí. Það var þó einmitt sá dagur sem útsölur hófust í mörg- um verslunum. Það vekur athygli að þótt sum- arvaran fari svo snemma á útsölu breytir það engu um að næst á dagskrá er hausttískan, sem kem- ur í verslanir strax að sum- arútsölum loknum. Breytingin er þó líklega ekki svo mikil þegar öllu er á botninn hvolft því útsöl- urnar standa yfir í heilan mánuð og viku betur. Kannski sniðug lausn til að minnka útsöluálagið sem rifjaðist vel upp þegar við- skiptavinkonur Oasis tróðust hver um aðra þvera á fyrsta degi útsöl- unnar þar. Í Smáralind hófst útsalan form- lega 1. júlí og er byrjuð í flestum verslunum; s.s. í Zöru, Vero Moda, Jack and Jones, Vila, Topshop, Bianco, Bossanova, Skór.is, Herra- garðinum og Hagkaup. 5.–8. ágúst verða svo útsölulok í Smáralind með tilheyrandi götu- markaði. Kringlan auglýsir útsölur á ná- kvæmlega sama tímabili og má reikna með götumarkaði þar líka á síðustu dögunum. Þar er útsalan hafin í til dæmis Spútnik, Sand, Park, Valmiki, Cosmo, Centrum, Karen Millen, Oasis, Retro, Polarn O Pyret, Stasia, Timberland, Marc ÓPolo, Rollingum og „frönsku barnafatabúðinni“ Du Pareil au meme. Algengasti afslátturinn er lík- lega á bilinu 30 til 50 prósent en neðri mörk liggja yfirleitt við 20 og efri við 70 prósentin enn sem komið er. Metið eiga líklega Hag- kaup sem bjóða hæst 92% afslátt á vörum sem kosta sléttar 500 eða 1000 kr. Er þar um að ræða vörur frá síðustu útsölu en vel má gera hagstæð kaup á sígildri vöru. Í miðbæ Reykjavíkur gilda nokkuð ólík lögmál um útsölurnar enda mikið um verslanir með hönnunarvarning í stað fjöldafram- leiðslu. GK Reykjavík fer reyndar af stað með útsölu í dag og býður 30–40% afslátt. Nýstofnaða versl- unin Oni byrjar útsölu einnig í dag þar sem eitthvað af íslenskri hönn- un lækkar um 30% auk annarra tilboða. Gust og Dísjón-hönn- uðirnir setja einhverja sumarvöru á 10–40% og Má Mí Mó verður að líkindum með 30–40% útsölu í ágúst eins og stundum áður. Eins og fyrr segir eru útsölur byrjaðar á mörgum stöðum en í dag byrja þær í verslunum á borð við GK Reykjavík, Sautján, Deres, gs skóm, Focus skóbúðinni, Smash og Next. Vert er að benda á að í Steinari Waage skóbúð verður ekki útsala en 10–40% sumartilboð stendur yfir til og með sunnudeg- inum 11. júlí. Útsölur hefjast svo seinna í mánuðinum í Intersport, Útilífi og H&M en Brim Lauga- vegi og Kringlunni verður hugs- anlega með útsölu í ágúst. Versl- unin Kultur í Kringlunni hefur sína útsölu að líkindum ekki fyrr en eftir 20. þessa mánaðar. Þar er þó tryggt að ekki verða dregnir fram gamlir lagerar því verslunin er aðeins tveggja mánaða gömul. Í heildina má segja að gera megi ágæt kaup á sumarútsöl- unum, sérstaklega með tilliti til þess að þó nokkuð er eftir af sumrinu. Það má þó ef til vill spyrja sig hvort peysa á kr. 7,000 sé veruleg kostakaup, jafnvel þótt hún sé á þrjátíu eða fimmtíu prósent af- slætti. Fyrir kemur að sú hugsun leitar á að með þeim afslætti sem nú býðst sé varan einungis komin niður í verð sem eðlilegt getur tal- ist. Víða má gera ágæt kaup Sumarvörur fóru snemma á útsölu í ár. Anna Pála Sverrisdóttir tók púlsinn á sumar- útsölum fataverslana. Morgunblaðið/Jim Smart Sumar: Enn er nægur tími til að ganga í sumarfötum sem keypt eru á útsölu. Morgunblaðið/Jim Smart Sumarútsölur eru nú hafnar af full- um krafti: Algengasti afslátturinn er 30–60 prósent. Vert er að benda neytendum á að oft geta verið ljón í veginum fyrir höndlun með inneignarnótur á út- sölum. Til dæmis er ekki heimilt að nota inneignarnótu sem gefin er út innan við fjórtán dögum fyrir útsölubyrjun nema með samþykki seljanda. Verslunareigendum er heimilt að setja eigin reglur um skil og skipti en þó hefur við- skiptaráðuneytið gefið út viðmið- unarreglur varðandi kaup og skil á vöru. Neytendasamtökin benda fólki á að versla við búðir þar sem þeim reglum er fylgt en nánari upplýsingar má nálgast hjá sam- tökunum.  VERSLUN | Sumarútsölur í byrjun sumars?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.