Heimilistíminn - 30.10.1975, Side 3
Halló, Alvitur!
Ég ætla aö byrja á þvi að þakka ykk-
ur fyrir gott og skemmtilegt blað og
óska ykkur góðrar framtiðar. Svo
koma hérna spurningar, sem ég vona
að þú getir svarað.
Ég hef heyrt, aö það sé hægt að læra
gluggaútstillingar. Geturðu sagt mér,
hvar? Hver eru inntökuskilyrðin og
hvað er námið langt? Hvað lestu úr
skriftinni?
Hebba.
svar: Ég hef ekki getað fengið neinar
ákveðnar upplýsingar um þetta nám,
en flestir, sem ég þekki og hafa lært
þetta, fóru utan, annaðhvort til Dan-
merkur eða Englands. Kannske ein-
hverjir af lesendum geti frætt okkur
um þetta nám? Það leynir sér ekki á
skriftinni, að þú hefur listræna hæfi-
leika, en þig skortir sjálfstraust. Þú
ert nákvæm og að likindum er hægt að
treysta þér i einu og öllu. Varðandi
spurninguna aftan á blaðinu, þá fer ég
bæði eftir stafagerð, frágangi bréfsins
og ef til vill orðavali viðkomandi.
Alvitur.
Kæri Alvitur.
Ég ætla að byrja á þvl að þakka þér
fyrir mjög gott og skemmtilegt blað.
Ég er hérna með fáeinar spurningar,
sem mig langar til að fá svör við.
1. Hver er happalitur sporðdrekans?
2. Hvernig passa tveir sporðdrekar
saman?
3. Af hverju fær maöur frunsu?
4. Hvað lestu úr skriftinni og hvað
heldurðu, að ég sé gömul?
Kolla.
svar: 1. Blágrænn. 2. Þeir skilja hvor
annan vel og eiga vel saman, en mega
gæta sin að rifast ekki út af afbrýði-
semismálefnum. 3.'Ekkj veit ég það
svo gjörla, en þar sem sumir eru alltaf
með þetta, en aðrir fá það aldrei, gæti
ég bezt trúað að það væri eitthvað inn-
an frá. Ef til vill mataræðið, eða vita-
minskortur. 4. Or skriftinni les ég
snyrtimennsku og reglusemi i hvi-
vetna. Þú ert svolitið listræn i þér og
sennilega 15 ára.
Alvitur.
Kæri Alvitur.
Vonandi lendir þetta ekki I körfunni,
þvi okkur vantar svo mikið svör við
þessum spurningum.
X. Hvernig eiga saman fiskastelpa og
hrútsstrákur?
2. En meyjarstelpa og hrútsstrákur?
3. En fiskastelpa og meyjarstrákur?
4. En meyjarstelpa og ljónsstrákur?
5. Hvað gerir maður til að láta stráka
hætta að vera feimna?
6. Hvernig er skriftin og hvað helduröu
aö við séum gamlar?
Tvær forvitnar.
svar: 1. Hann finnur til manndóms
slns gagnvart henni, en hann hefur
engan tima til að sinna duttlungum
kvenþjóðarinnar.
2. Þau eiga vel saman, og eitt er vist,
að henni leiðist ekki i þessu sambandi.
3. Hann er stundum svo langt i burtu
með hugann, að hún heldur, að hann sé
hættur að hugsa um hana, en það er
misskilningur, hann hugsar bara
svona mikið.
4. Þau eiga ekki vel saman, en það get-
ur gengið með þvi að bæði láti talsvert
undan.
5. Það er nú þyngri þrautin. Þið gætuð
reynt að hætta að umgangast þá, eins
og þeir séu áttunda undur heimsins,
það gerir alla feimna.
6. Skriftin er engan veginn, eða öllu
heldur alla vega, smá, stór, barnaleg,
fullorðinsleg oghallastýmist aftur eða
fram. Reynið i öllum bænum að
ákveða, hvernig hún á að vera. Þið er-
uð 13 til 14 ára.
Alvitur.
Meðal efnis í þessu blaði:
Florenee Nightíngaíe ................Bls. 4
Aðgera leik að vinnu ...................— 9
Nína skrifar f rá París.................—10
Popp— Shlomo Artzi...................:. —12
Hvað er af brýðisemi?____...............—13
Hvað veiztu?.......................... —15
Maður í baðherberginu, smásaga .........—16
Hanngleymirölluáeinni mínútu............— 19 '
Börnin teikna............—20
Nú þarf að spara........................— 22
Eldhúskrókurinn, ódýr matur ....'......... . — 24
Palli, Polliog Pési, barnasagan ........— 26
Einkastjörnuspáin..........................— 28
Spé-speki..................................— 31
Eruþæreins? ........................... — 31
Föndurhornið, skip úr korktöppum .......— 32
Magnús í hættú (10)................,... — 33
Aðeinseinn kostur (16).....................— 35
Pennavinir . — 38
Ennfremur Alvifur svarar, krossgáta og skrýtl-
ur.
Forsiðumýndina tók Gunnár V. Andrésson á
Austurvelíi í Reykjavík í sumarf þegar þar var
verið að snyrta blómabeðin.