Heimilistíminn - 30.10.1975, Side 27

Heimilistíminn - 30.10.1975, Side 27
geti lyft sjálfum mér upp á hárinu, hrópaði hann og þreif i hár sitt. Nokkrir hártoppar losnuðu og hann sveið illa, en það var ekki að tala um að hann gæti lyft sjálfum sér hársbreidd frá jörðu. — Púff, sagði hann. — Ég hlýt að geta lyft mér upp. Svo togaði hann aftur og enn aftur og einu sinni til.... Á meðan hafi Pési gengið eftir veginum þar til hann kom að krossgötum. Hvaða veg af þessum fjórum átti hann að veija? Hann hugsaði sig svo- litið um og tók svo fyrsta góða ráðið upp úr pokanum. HUGSAÐU ÞIG UM! stóð á miðanum. Pési horfði á vegina f jóra og hugsaði sig vandlega um. Flestir hlutu að hafa farið auðveldasta veginn sagði hann með sjálfum sér. Ég vel þann, sem fæstir hafa farið, þann torveldasta. Siðan gekk hann eftir mjóa, krókótta veg- inum, en hann var svo illfær, að Pési var loks að þvi kominn að snúa við. En hann vildi fyrst athuga hvað næsta góða ráð væri. HALTU ÁFRAM var það. — Jæja þá, sagði Pési og hélt áfram. Brátt heyrði hann hávaða, sem liktist fossdrun- um, reykur steig upp og lagð- ist eins og þoka fyrir framan hann. Nú verð ég að athuga þriðja ráðið, hugsaði Pési og tók það upp. ÞRAUKAÐU stóð þar og þá var ekki um annað að ræða en athuga, hverju þetta allt sætti. Skyndilega kom i ljós ferlegt drekahöfuð frammi fyrir hon- um og eldur og reykur stóð út um ginið. Hjálpi mér nú allir heilagir, hugsaði Pési. Nú, en ég verð vist að þrauka, það er ekki um annað að ræða. Hann herti sig upp og hélt djarflega áfram. Þá var eins og drekinn hreinlega leystist upp. Sólin skein og nú sá Pési fram undan sér höll, sem var svo skinandi falleg, að hann fékk ofbirtu i augun. Hallarhliðið opnaðist og skrautbúnir hirðsveinar komu út og heilsuðu Pésa og loks kom kóngurinn sjálfur og rétti honum höndina. — Velkominn, prins.... sagði hann. — Við höfum beðið þin. * Prins, hugsaði Pési undr- andi og þreifaði um fötin sin. En þá fann hann, að þau voru úr silki og flaueli og að hann var með sverð sér við hlið og húfu með hvitum arnarfjöðr- um á höfðinu. í hásætissalnum beið hin in- dæla prinsessa. — Já, en hvernig má þetta vera? spurði hann undrandi. — Hér koma hirðsveinar og heilsa mér og bjóða mig vel- kominn. Ert þú ekki lokuð inni hérna? — Nei, svaraði hún og hló. — Það voru bara þúsund biðl- ar og ég vissi ekki hvern ég átti að velja. Þá fékk ég disina til að töfra fram ótal króka- leiðir og dreka. Hún bjó lika til þrjá poka og þú valdir þann með góðu ráðunum. Það var disin min, sem sat við veginn. — Já, hélt kóngurinn áfram. — Það er viturlegt að HUGSA SIG UM, það eflir mann að HALDA ÁFRAM og sá sem ÞRAUKAR, fær prins- essuna. En hvað með hina bræð- urna? Þeim varð ekkert ágengt. Palli undi sér svo vel á hestinum, að hann hvarf út i bláinn og Polli stendur liklega ennþá einhvers staðar og rifur og slitur i hárið á sér. 27

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.