Heimilistíminn - 30.10.1975, Síða 31
Hjónaband er það hitatap kallað, sem
myndast við langvarandi nagg og
nudd.
Hippi cr fyrirbæri sem telur skatta og
húsaleigu til ófyrirsjáanlegra út-
gjalda.
Lifið hvern dag eins og hann sé sá sið-
asli í mánuðinum.
Ast er hlutur, sem aðrir geta ekkert
vitað urn og þess vegna er hún ákaf-
lega einmanaleg.
is skal lofa þá yfir er komið, öl þá
drukkið er og konu þegar kennt hefur
verið.
Illt umtai er eins og snjóköggull, eykst
eftir þvi sem það veltur lengra.
Illt er að vita ekkert, en verra þó að
vilja ekkert vita.
Þar sem húsfreyjulaust er, vegnar
bóndanum eins og á villigötum sé.
Hvar er allt fólkið, spurði bóndi, þegar
liann sá hvergi hjákonu sina.
Heimskir menn eru fljótir að tala,
enda tæmast þeir fyrr.
Ef lambið eltir öll dýr, hlýtur það fyrr
eða siðar að rekast á úlfinn.
Eru bær e/ns?
— Hefur þú iika tekið eftir þvi, að sandurinu
skríður hérna?
Myndirnar viröast I fljótu bragöi eins, en þó hefur teiknarinn
breytt sjö atriöum á þeirri neöri. Beitlö nú athygllsgáfunni, en
lausnina er aö finna á bls 39.
— Veiztu að þaö er mannætuveizla hjá
nágrönnunum?
31