Heimilistíminn - 30.10.1975, Side 12
Shlomo Artzi
Lagið sem hann söng i keppninni „At
Va’ani” sem á islenzku þýðir „Þú og
ég” hefur selst mjög vel, einkum i
Noregi og Sviþjóð og þar hafa verið
stofnaðir aðdáendaklúbbar.
Shlomo Artzi er 26 ára gamall. Hann
fæddist á samyrkjubúi i Israei —
Aloney Abba — þann 26. nóvember
1948. Þegar hann var þriggja ára,
flutti fjölskyldan frá búinu og settist að
I höfuðborginni, Tel Aviv. Þegar á
skólaárunum kom i ljós, að drengurinn
hafði tónlistargáfur til aö bera. Eftir
skólann varð hann að fara i herþjón-
ustu, en hann lenti i skemmtideild
hersins og starfaði i þrjú ár viö að
skemmta félögum sinum i hernum.
Hann sigraði i israelskri söngva-
keppni með laginu „Ahavtita” (Ég
elskaði hana) og öðlaðist geysilegar
vinsældir i heimalandi sinu, þar sem
annað lag heyrðist vart næstu vikurn-
ar.
£n Shlomo var ekki viss um að hon-
um tækist að halda þessum vinsældum
alla tið, og fór þess vegna að læra lög-
fræöi. En vinsældirnar uxu. Hann var
kjörinn „söngvari ársins” bæði 1970 og
1972 i Israel. Lögfræðiprófið var lagt á
hilluna og Shlomo helgaði sig söngnum
algjörlega. Hann semur flest lög sin og
texta lfka og nú hefur hann sina eigin
hljómsveit. Hún heitir „Geveret Tap-
auch” og verður æ vinsælli heima fyr-
ir.
Auk þesssér Shlomo um eigin sjón-
val-psþátt i isr-aelska sjónvarpinu og er
hann ætlaður börnum. Eftir keppnina i
Stokkhólmi átti hann aö hefja leik i
sinni fyrstu kvikmynd. Búast má þvi
við, að við heyrum meira af lista-
manninum Shlomo Artzi i framtiðinni.
ÞÓTT Shlomo Artzi hafi aðeins náö
ellefta sæti i Grand Prix-söngva-
keppninni, sem fram fór i Stokkhólmi
fyrr á þessu ári, hefur hann náð mikl-
um vinsældum i nágrannalöndunum.
12