Heimilistíminn - 30.10.1975, Síða 34

Heimilistíminn - 30.10.1975, Síða 34
gleymdi hann ekki að klappa Lottu og rétta Lindberg höndina. Patti rétti líka Lindberg höndina, en hann aftók að klappa Lottu. Greinilegt var að hann andvarpaði af feginleik, þégar hesturinn og vagninn lögðu aftur af stað. — Ég varð nú liklega að sjá um að Jack kæmi með okkur, sagði Magnús. — En það vorum nú bara við tveir, sem ætl- uðum að vera saman, sagði Patti. En bara vegna þessa ljóta hunds er þér alveg sama hvort ég er með þér eða ekki. — Égmeintiþað ekki þannig, sagði Magnús. — En mig hefur alltaf langað i hund og nú er ég búinn að finna hann. Patti svaraði ekki og Magnús varð dálitið skammarlegur, því Patti hafði rétt fyrir sér. Hann hafði verið að taia um alla heima og geima, eins og hann var vanur, enMagnúshafði alls ekki hlustað á hann. Al)t i einu settist Patti niður i grasið. — Jæja, þá förum við i þina átt, sagði Magnús fljótmæltur. —Þá komumst við kann- ske heim. — Það skiptir engu máli, sagði Patti. Ekki lengur. Nú erum við nefnilega orðnir villtir. Ég finn það á mér. Þá er eins gott að sitja hér, þangað til þokunni léttir. — En henni léttir kannske ekki fyrr en á morgun, svaraði Magnús. — Það skiptir engu máli, hvað þú segir, þvi fæturnir á mér eru svo þreyttir, að þeir geta alls ekki gengið, stundi Patti. — Við getum kallað, sagði Magnús ákafur. — Ef við köllum, heyrir kannske einhver til okkar og svarar og þá getum við gengið á hljóðið. — En ef það er nú einhver, sem við kærum okkur ekkert um að hitta, hvað gerum við þá? spurði Patti. — Það skiptir ekki máli, hver það er. Aðaiat- riðið er iiklega að við komumst heim, svaraði Magnús. — Hvað eigum við að kalla? — Það veit ég ekki. Mér finnst svo asnalegt, j)egar lólk er að kalla. Geturðu ekki kallað einn? spurði Patti. — Þú getur til dæmis kallað svona: —Halló, halló, hér eru Patti og Magnús og við erum villtir og rötum ekki heim og það væri gott ef einhver vildi svara og segja okkur livar við eigum heima. — Maður getur ekki kallað þetta allt, svar- aði Magnús gramur. — Það á bara að kalla eitt orð. Hjálp eða Halló. En ef við köllum hjálp, þá lieldur fólk kannske, að við séum að deyja. Þá er betra að kalla halló, alveg eins og við getum. 34 — Þá svarar enginn. Þeir halda bara, að við séum að tala i sima. Mamma kallar alltaf halló alveg voðalega hátt, þegar hún talar I síma, sagði Patti i þrjóskutón. Þá heyrðu þeir að bíll var settur i gang ekki langt frá. — Við skulum fara þangað i stað þess að kalla, sagði Magnús. — Þá komumst við að því hvar við erum. — Fæturnir á mér vilja ekki ganga, sagði Patti fýlulega. — Þú ert nú meiri smákrakkinn, svaraði Magnús ergilegur. — Onei. Patti var ekki seinn á sér að standa upp. — Ég ætla bara að láta þig vita, að ég er bráðum sex ára og alls ekki neinn smákrakki, þvi ég get gengið mörg þúsund milur ef ég vil. Magnús svaraði ekki. Hann fór á undan i þá átt sem bilhljóðið hafði komið úr. Það heyrðist ekki lengur, en Magnús reyndi að hugsa ekki um Jack, heldur horfa beint fram fyrir sig. Patti lötraði á eftir og loks kom Jack. Þeir urðu að stökkva yfir breiðan skurð og skriða undir girðingu, en loks komu þeir að vegi. Þegar þeir höfðu gengið dálitið eftir hon- um, þekkti Magnús allt umhverfið aftur. Þetta var rétt hjá gilinu, þar sem allir skúrarnir voru. Gilinu, sem Patti hafði hlaupið niður i og Skipstjórinn hafði verið í, sá sem sat og flokk- aði tómar flöskur. Þeir heyrðu nú aftur i stóru hundunum i girðingunum. Nú kom bfllinn fram úr þokunni. Hann stóð þarna kyrr en i gangi. Magnús gekk nær. Hann vissi ekki alveg i hvaða átt Sólskinsgata var, þvi hann var ekki viss um, hvoru megin við skúrana þeir voru staddir, svo hann yrði að spyrja til vegar. — Eiginlega er mér mjög vel við hesta, sagði hann, þegar Lotta var horfin. — Ég er bara hræddur um að þeir fari að láta illa, þegar maður kemur þjótandi og ætlar að klappa þeim, þvi þeir geta vel haldið að maður ætli að slá þá. Það er bara þess vegna, sem ég vil ekki klappa hestum. En þú skalt ekki halda, að ég sé hræddur við þá, Magnús, því það er ég alls ekki. Magnús svaraðiekki, þvihann var með allan hugann við að Jack var kominn aftur. Þegar þeir Patti gengu yfir götuna og að rauða hús- inu, kom Jack á hæla þeim. Patti var ennþá svolitið efins gagnvart honum og reyndi eins og hann gat, að láta sem hundurinn væri alls ekki þarna. í staðinn talaði hann um hesta og pabba sinn, sem hafði einu sinni setið á hesti úti í sveit og sitt hvað fleira. Framhald

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.