Heimilistíminn - 30.10.1975, Blaðsíða 30

Heimilistíminn - 30.10.1975, Blaðsíða 30
27. október. Þú býrð yfir miklum birgðum af and- legri og likamlegri orku. Þú ert stöðugt á ferö og flugi og stefnir að þvi aö ljúka hverju verki á mettima. Meðan þú ert enn ungur, er eins og þú stefnir ekki að neinu ákveðnu marki, með þessum látum, en meö aldrinum kemst þú aö þvi að þú færð þýðingarmikil verkefni til úrlausnar. Þú skalt alltaf setja þér ákveðið takmark og stefna að þvi og siöan annaö, þegar þvi er náð. Þannig hefurðu alltaf eitthvaö ákveðið að stefna að, og sóar ekki orku þinni án umhugsunar. Þú hefur ágætis skipulagshæfileika og getur tekið við hálfnuðu verkefni og kom- ið lagi á hvaða ringulreið sem er. Þetta er náðargjöf, en gættu þess að taka ekki að þér að laga til i annarra manna óreiðu, heldur einbeittu þér að eigin störfum. Stjörnurnar hafa gefið þér listræna hæfileika og gættu þess aö þeir fái að njóta sin. Þú ert mjög aölaöandi persónu- leiki og átt ekki i vandræðum með að leggja verkefnin þannig fram, aö alla langi til að taka þátt I lausn þeirra. Þú ert sjálfur ákafur og aðrir smitast af þér. Þess vegna ertu kjörinn leiötogi margs konar samtaka. Konur fæddar þennan dag eiga helzt aö giftast snemma. Þær elska heimili sitt og fjölskyldu. Þú vilt eignast börn snemma, þannig að þau veröi orðin nógu stór til aö geta glaðst meö þér yfir velgengni þinni. 30 28. október. Tilfinningar þinar eru gjarnan rétt und- ir yfirborðinu og þú bregzt mjög fljótt við öllum tilfinningalegum breytingum. Lif þitt mun að líkindum einkennast af spennu og verða athyglisvert. Þú munt verða fyrir ýmiss konar óvenjulegri reynslu á lifsleiðinni, ásamt bæði sér- stakri heppni og óheppni. Þú verður að góðs og ills og takist þér það, nærðu langt. Stjörnurnar hafa veitt þér margs konar hæfileika, sem þú getur nýtt þér á ýmsan hátt. Þótt þú sért frumlegur i hugsun og brautryðjandi á þinu sviði, ertu mjög hag- sýnn og vilt að allir hlutir séu fram- kvæmdir af skynsemi. Þú ert ágætur að semja i viðskiptum, en þó verðurðu að gæt þess að skilja alltaf ástæðurnar sem liggja að baki hjá öðrum. Ef þú dæmir fólk rangt, getur það valdið talsverðum erfiðleikum siöar. Þú ert góður sölumaður, bæði hvað varðar hluti og hugmyndir. Ef þú hefur einu sinni sannfærzt um eitthvað, reyn- irðu að fá alla aðra yfir á þitt mál. Þar sem þú ert mjög stoltur, áttu það til að rjúka upp. Teldu upp að tiu, áður en þú svarar reiðiiega. Þá verða erfiðleikarnir og óþægindin minni og þú þarft ekki eins oft að biðja afsökunar. Þar sem þú verður ánægðastur ef þú giftir þig snemma.skaltu leita þér maka á unga aldri. Seztu i helgan stein og eign- astu stóra fjölskyldu. 2!). október. Hæglát og virðuleg framkoma þin til- heyrir eiginlega horfinni tið, þegar kjóll og hvitt var upp á sitt bezta. En þú hefur kimnigáfu og sérð það fyndna i samtið- inni. Ef þú þroskar þennan eiginleikaH gætirðu hafnað á leiksviðinu eða skrifað, jafnvel teiknað, hvað af þessu sem hent- aði þér bezt sem tjáningarform. Þú hefur alla góða eiginleika kaup- sýslumanns til að bera og kannt að beina viðskiptum inn á þær brautir, að úr þeim verði sem mestir peningar fyrir þig. A meðan þú ert á lifi, muntu vafalaust geta safnað þér álitlegri fjárfúlgu, en vafamál er, hvort þú getur haldið i peningana eins og æskilegt væri, þar sem þú ert afar rausnarlegur viö þá, sem þarfnast aðstoð- ar þinnar og getur ekki neitað þeim sem þér þykir vænt um, um neitt. Þú ert heið- arlegur, áreiðanlegur og leysir öll verk fullkomlega af hendi, sem þú gerir. Þú gætir vel að smáatriðum og skalt gæta þess að vera ekki smámunasamur. Ef þú ert I starfi, sem er einhæft og leiðigjarnt, skaltu fá þér annað tilbreytingarrikara, ef þú átt ekki að staðna. 1 stað þess að kvarta yfir leiðindunum, skaltu umfram allt gera eitthvað til að bæta úr þeim. Konur fæddar þennan dag eru mjög að- laðandi i augum hins kynsins og munu hafa mörg tækifæri til að gifta sig. Að lik- indum muntu geta gifzt vel og hætt er við að þú giftir til til fjár eða stöðu.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.