Heimilistíminn - 30.10.1975, Síða 22
þarf að SPARA!
Sjaldan hefur verið jafn mikil þörf á sparnaði í einu og öllu og
nú á þessum síðustu og verstu tímum.
Hér eru nokkur góð ráð um hvernig má spara peninga og tíma.
Þið sparið
peninga
með því að...
..tala í landsimann (beint) milli kl. 20 á
kvöldin og 8 á morgnana virka daga og frá
kl. 15 á laugardögum til 8 á mánudags-
morgnum. Þá eru simagjöldin helmingi
lægri.
..nota ekki bilinn i skotferðir, heldur
ganga. Bæði er að það slitur bilvélinni
meira að ná ekki að verða vel heit og svo
notar maður hlutfallslega meira bensin i
stultum ferðum.
..með þvi að fara i bað fleiri en eitt i
einu, hvort heldur sem er karbað eða
steypibað. Það er bæði að þvi aukinn
sparnaður og ánægja.
...kaupa krydd i pokum eða ódýrum
baukum. Fallegu glösin eru dýr, en á
hverju heimili falla alltaf til litil glös eða
krukkur sem lifga má upp á og nota i
kryddhilluna.
...geyma kertastubba og bræða og
steypa úr ný kerti. Kveikinn má flétta úr
bómullargarni. Gott er að steypa i tómum
niðursuðudósum.
...kaupa litið notaða hluti i stað nýrra.
Nýr hlutur verður litið notaður á einum
mánuði.svoþáeránægjanbúin. Sé um að
ræða bil, þá tapar maður mestum pening-
um á þvi andartaki, sem maður ekur hon-
um frá bilaumboðinu.
...vefja sigaretturnar sjálf. Það er svo-
litið meiri fyrirhöfn og bragðið er kannski
frábrugðið þvi venjulega, en það er meira
en helmingi ódýrara.
...kaupa tvö eða fleiri pör af eins sokk-
um. Þegar einn sokkur verður ónýtur, er
annar gripinn i staðinn, þvi sem kunnugt
er, er einn sokkur jafn góður og engi n
sokkur, ef enginn er á móti.
...rækta krydd, svo sem graslauk, stein-
selju, dill og karsa i blómapottum inni um
veturinn. Fræ og upplýsingar um rétta
mold er hægt að fá i mörgum blóma-
búðum.
...greiða allar matvörur út i hönd.
Einhvern veginn virðast hlutirnir ódýr-
ari, þegar verðið er aðeins tala á miða, en
þegar peningarnir eru lagðir á borðið og
auk þess hættir manni við að kaupa meira
af óþarfa.
...taka vel eftir verðlagi á vó'runum i
matvörubúðunum. Þannig fáið þið
samanburð og getið verzlað þar sem hag-
stæðast er.
...setja þéttilista við hurðir og glugga. Ef
þið haldið logandi kerti við rifuna, sjáið
þið um leið, hvort trekkur er.
...láta gluggatjöldin ekki dragast yfir
miðstöðvarofnana þegar dregið er fyrir.
Ef þið viljið ekki stytta þau, þá látið þau
falla á bak við ofnana, það einangrar lika.
...nota garnafganga' til að hekla óg
prjóna bætúr á föt barnanna i stað þess að
fleygja fötunum. Bætur eru lika I tizku
núna. Verði buxur barnanna of stuttar,
má sikka þær með þvi að klippa sundur
skálmarnar dálitið neðan við hné og bæta
til dæmis köflóttu stykki inn i.
...athuga dagsetningu vörunnar. Elztu
vörurnar eru oft settar fremst i hillurnar.
...kaupa egg i lausri vigt og álegg, sem
kaupmaðurinn sker niður fyrir ykkur.
Umbúðirnar um þetta i kjörbúðunum
kosta nefnilega talsvert.
...afisa kæliskápinn með jöfnu millibili.
Þvi þykkara sem islagið er i skápnum,
þeim mun meira rafmagni eyðir hann.
22