Heimilistíminn - 30.10.1975, Síða 18
— Já, en getið þér ekki sagt mér hvers
vegna?
Hann hló. — Næst, þegar ég þarf að
finna upp á einhverju afkáralegu til að
taka mér fyrir hendur, gæti ég riðið Ulf-
alda eftir Kensington Road, syngjandi
japönsk þjóðlög. Jæja, baðhugmyndin
fæddistá bjórkrá, þarsem við erum vanir
að hittast. Við erum hópur ungra manna,
sem vinnum hvað sem er, þegar okkur
dettur i hug, stúdentar, auglýsingamenn,
blaðamenn og listamenn, svo eitthvað sé
nefnt. Við sátum, ræddum um frábær
sölumannabrögð. Einhver sagði, að það
væri snilld að selja ryksugu um miðja
nótt. Við veðjuðum og einn reyndi. Hann
tapaði veðmálinu. Mér geðjaðist vel aö
annarri tilraun: Fara inn i ókunnugt hús,
fara i bað og reyna siðan að selja húsráð-
anda baðvörur á eftir. Ég vildi sanna, að
slikt væri hægt og reyna það sjálfur.
— En þér reynduð ekki að selja mér
neitt. Æ, eigum við ekki að vera dús,
hugsaði hún. Þetta er svo heimskulegt.
Osjálfrátt hættu þau að þérast.
— Nei, ég reyndi það ekki. Mér fannst
aiveg nóg, að fara í bað i ókunnugu húsi.
Auk þess hlyti sitt hvað að gerast, er
min yrði vart. Ég yrði að tala mig frá þvi.
— Já, ég skil, sagði hún svolitið hugs-
andi.
— Já, ég held, að ég hafi talað mig frá
þvi, sagði hann. — En mér geðjaðist lika
sérlega vel að þér. Ég gat ekki bara farið
og aldrei séð þig aftur. Ég varð að
minnsta kosti að skýra málið.
— Gaztu ekki farið? Hún horfði lengi á
hann.
— Nei, prinsessan min. Þú töfraðir mig.
EFTIR þennan dag hittust þau oft og
hún tók eftir, að skap hennar varð stórum;
betra eftir hvert skipti. Þau höfðu alltaf
nóg að hlæja að saman, en hún vissi, að
bak við þessa glaðlegu skel, var hann
mjög tilfinninganæmur maður.
Kvöld eitt sá hún, aðhann var isokkum
sinum af hvoru tagi, en hún hló ekki að
þvi, heldur hugsaði um það, þegar hún
var ein. Hún gerði sér grein fyrir að hún
var að verða alvarlega ástfangin af John,
sem hún vissi þó svo litið um. Hann var
alltaf svo glaður og frjálslegur, en henni
geðjaðist illa að þvi, þegar hann var að
tala um, að hann vildi vera frjáls og ekki
tilheyra neinum, heldur geta farið hvert
sem væri, hvenær sem væri.
En þótt hana langaði til að vera með
honum, gat hún ekki hugsað sér að vera á
flakki, eiga ekki fast heimili. En ef hUn
vildi hann, yrði hún að taka hann eins og
hann var.
Hann hafði greinilega ekki haft heppn-
ina með sér i lifinu, en það gerði aðeins að
verkum, að tilfinningar hennar I hans
garð urðu sterkari. Smátt og smátt nægði
henni það eitt að vera með honum, hlæja
meö honum og dfteyma með honum.
— Við steulum aldreiHáta líf okkar falla i
fasfár skorður, prinsessa, sagði 'fiann. —
Þafe verður Svo leiðinfegt. r> a
venjulegt hjónaband yrði ekki leiðinlegt,
meðan hún lét sig dreyma um að þau John
giftu sig.
Kvöld eitt, þegar þau sátu á sama kaffi-
hUsi og venjulega, sagði John. — Lífið er
ráðgáta. Einn dagur hér og annar þar. Ég
veit eiginlega ekki, hvort lifið hefur nokk-
urn tilgang, hélt hann áfram. Sjálfur hef
ég vist ekki bætt heiminn, en hins vegar
hefur hann ekki heldur versnað fyrir minn
tilverknað. I gær fór ég til dæmis að hugsa
um heimilislaust fólk. Þú veizt að við
Bretar erum svo góðir við það, höfum alls
kynssamtök og félög, en hvernig komum
viö eiginlega fram við þetta fólk?
— Ferð þú þá að hugsa?
— Já, þú skilur, um daginn kom litill
hundur til min I garðinum og dillaði skott-
inu. Hvað gat ég annað gert, en tekið hann
með og gefið honum að éta? Ég fór lfka
með hann heim og hann var hjá mér yfir
nóttina, en daginn eftir hvarf hann. Ef til
vill var hann flakkari, svona eins og sumt
fólk?
— Þegar við hittumst fyrst, hélt ég
næstum þvi, að þú værir þannig flakkari,
sem ekki hefði minnstu áhyggjur af lifinu.
— Hann er ekki til, sá náungi, sagði
hann. ■
Nokkrum dögum siðar sagði hann henni
rétt si sona, að hann væri að fara til Kan-
ada. Gamall skólabróðir hans hafði flutt
þangað og hafði gott starf sem námaverk-
fræðingur og kvaðst geta útvegað John
starf lika.
Þá fyrst fékk Claire að vita, að hann var
málmfræðingur, en þeim hafði gengið illa
að fá störf undanfarið. Nú var John kátur
og glaður og sagöi, að fundizt hefði kopar
einhversstaðar úti I eyðimörk og vinur
hans átti að vera yfirmaður við vinnsluna
og vildi fá John yfir hafið til að vera næst-
ráðanda.
— Ég hef alltaf beðið eftir svona tæki-
færi, sagði hann og augu hans ljómuðu. —
Þetta er stóra tækifærið mitt.
— Þú getur komið með lika, sagði hanri
allt I einu og fór að leika sér að eldspýtna-
stokknum á borðinu.
En Claire hélt að hann meinti það ekki,
hann sagði þetta svo kæruleysislega, svo
hún afþakkaði. Hann kærði sig áreiðan-
lega ekki um hana, hugsaði hún.
Þrátt fyrir allt það fyndna sem hann
sagði, fannst Claire kvöldið dapurlegt.
Hann sagðist á morgun ætla til Liverpool
að heimsækja móður sina, áður en hann
færi yfir til Kanada.
— Bless, sagði Claire, þegar þau stóðu á
járnbrautarstöðinni. — Ég óska þér góðs
gengis.
Claire átti heima i einni af stærstu borg-
um heims, þar sem voru umferðarljós og
þúsundir hljóða, en er hUn kom heim i
götuna sina, komst hún að raun um, að
hvergi er fólk jafn einmana og i heims-
borgum. #
Það var^fariö að rigna og vindurinn
%feykG npp pappirsrusli og ryni meöfram
garifitéttinni. Hún skriT} svól'lið og-ein-
18
Reyna þaé, ságði hún og vonaðl ^ð<^hyers s(að,ir slb klukka elt fx,.
J
'O'
Ringluð og óstyrk gekk hún yfir götuna
og opnaði útidyrnar. IbUðin var svo tóm,
þaö var svo hljótt og sjálf var hún daprari
en nokkru sinni áður á ævinni.
Élskaöi hún hann raunverulega? spurði
hún sjálfa sig. Værisvo, elskaði hún hann
þá á réttan hátt? En hvað er hægt að elska
manneskju á marga misrrrunandi -vegu?
Nei, það var liklega aðeins hægt á einn
hátt... ef maður elskaði, þá elskaði mað-
ur. Hún var nógu gömul til að vita, hvað
ást var, það var nokkuð, sem lifið kenndi
manni, en timinn myndi leiða i ijós, hvort
um skot eða raunverulega ást var að
ræða. Gæti hún gleymt honum? Hvað
hafði gerzt með hana? Allt i einu fannst
henni hún sjá andlit hans fyrir sér. — Já,
sagði hún, svo undir tók i ibúðinni. — Já,
ég elska hann, ég elska hann.
Skyndilega visaði hún öllum vangavelt-
um á bug, ekkert skipti máli nema ástin.
Hún varð að gera eitthvað, strax, áður en
það yrði of seint. Að fara með John til
Kanada, það var draumur, nýr, róman-
tiskur draumur, hugsaði hún og hló svolit-
ið að sjálfri sér. Draumur um eyðimörk,
vinnu og erfiði, að hefja lifið að nýju og
deila öllu með John.
— Já, sagði hún ákveðin og greip regn-
kápu sina af snaganum, hún gæti gifzt
John, þó hann ætti ekki eyri og hefði alls
enga menntun, gifzt honum og fylgt hon-
um á heimsenda.
Hún hljóp út i rigninguna og hjarta
hennar barðist óskaplega. Hún var að
hlaupa til mannsins, sem hafði haft enda-
skipti á allri tilveru hennar.
Meðfram götunni var ljós i húsunum og
þau vörpuðu gulum bjarma út á blautt
malbikið.
Hún hitti hann nokkur hundruð metra
frá neðanjarðarstöðinni. Hann hljóp á
móti henni, rennblautur og hún hljóp i út-
breiddan faðm hans. Hann hélt henni
lengi og fast að sér, meðan þau köstuðu
mæðinni. — Ég get ekki skilið við þig,
sagöi hún móð.
— Ég þarf ekki að fara til Kanada held-
ur, sagði hann. — Ég verð hér.
— Við skulum fara saman, sagði hún þá.
— Við getum fest rætur hvar sem er. Ég
meina það. Mig langar til að fara... með
þér.
Þremur vikum seinna, þegar þau biðu
eftir flugvéiinni, sagði John: — Þú tókst
dálitið frá mér, Claire. Veiztu það?
— Tók ég? Hvað þá?
— Trúna á, að ég væri minnar eigin
gæfu smiður, frjáls og óháður.
Hún brosti. Kvöldið var milt og gott og
himinninn heiðskir. — Sjáðu, sagði John.
— Stjörnuhrap. Þú getur óskað þér ein-
hvers!
Þota drundi yfir höfðum þeirra og hún
varð að biða svolitið, áður en hún sagði: —
Já, ég er búin að óska mér.
— Hvers þá? spurði hann hlæjandi. —
Peninga? Að ég finni kopar og gull?
— Nei, einskis varðandi veraldleg gæði,
sagði hún meðan stjarnan dó út... eins og
nýsleginn koparskildingur.