Heimilistíminn - 30.10.1975, Blaðsíða 32

Heimilistíminn - 30.10.1975, Blaðsíða 32
1 korktöppum Hefur ykkur nokkurn tima dottið i hug a6 hægt væri aB smiða skip úr korktöpp um? Nei iiklega'‘ekki, én þetta er nú samt hægt. Þið sicerið tappann i tvennt eins og sýnt er á myndinni og tálgið hann svo til, og setjið iitinn nagla i endann. — I mastur er ágætt að nota tituprjöna. Ef þið getið orðið ykkur úti um segulstál getið þið stjórnað skipunum með þvi. Þið festið segulstálið á endann á langri spýtu og þegar það nálgast tituprjónana kemst hreyfing á skipið. Eins og þið sjáið á meðfylgjandi mynd- um geta skipin verið æði margvisleg. Til dæmis má hægiega búa þau til úr pappa en þá má auðvitað ekki setja þau i vatn. En það getur verið skemmtilegt að sigla skipum á pappaspjaldi. Þið fáið ykkur stórt pappaspjald og á það getið þið teikn- að siglingaleiðirnar, hafnir og bryggjur. Skipin eru útbúin úr pappa eins og sýnt er á meðfylgjandi myndum og neðan á þau eru sett málmplata eða tituprjónn. Þá getið þið hreyft skipin með þvi að færa segulstálið undir pappaspjaldinu. Ef þið teiknið á pappann mjóa skipaskurði og aðrar hættur getur verið erfitt aö halda skipunum á réttri leiö. Ef þið viljið hafa þetta virkilega skemmtilegt getið þið búið til hús og annað úr litlum spýtukubbum eða pappa. Skipin verða auðvitað aö vera alveg flöt að neöan svo að þau geti siglt á spjaldinu. Þess má að lokum geta, að hægt mun vera aö fá korktappa keypta i lyfjabúð- um. 32 G.H.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.