Heimilistíminn - 30.10.1975, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 30.10.1975, Blaðsíða 13
Hvað er afbrýðisemi? AFBRÝÐISEMI er erfiður og flókinn hlutur. Það er sagt, að leiðir ástarinnar séu margar, en það er ekkert, samanborið við leiðir afbrýðiseminnar. Hún' kemur fram á furðulegustu stöðum og eftir ótrú- legustu leiðum og er oft orsök mikilla harma og leiðina. Vottur af afbrýðisemi er hins vegar að- eins krydd á daglega lifið og getur ekki talizt óeðlilegt eða sjúklegt. — Nei, þú ert þó ekki afbrýðisamur? segirunga konan himinlifandi, þegar hún hefur verið að daðra svolitið við annan en eiginmanninn. Afbrýðisemi virðist merki þess að maður er elskaður, og öfugt: sá sem ekki elskar, verður ekki afbrýðisam- ur. En svo einfaldlega er ekki hægt að skilgreina það. Afbrýðisemi er oft merki einhvers annars dýpra. Ekki ástar, heldur eigingirni, mikilla vona, þarfa, sem einhver annar en makinn ætti að full- nægja. Félagsráðgjafar þurfa oft að fjalla um afbrýðisemi, og til þeirra koma iðulega karlmenn af ákveðinni gerð: veiklyndir, óöruggir og barnslega upp á aðra komnir. Afbrýöisemi. — Við höfum verið hamingjusamlega gift i tiu ár, og svo kemur konan allt í einu og viil skilnað, af þvi hún hefur fundið sér annan mann.. Hann vill ekktskilja. Hins vegar gæti hann framið morð af af- brýðisemi. Hann, sem hefur borið hana á höndum sér, gefið henni bil og einbýlis- hús.... Loks sezt hann svo niður og fer að tala. Þá kemur ýmislegt i ljós, smátt og smátt og heldur treglega: Eiginlega hefur hann aldrei kært sig um hana. Hann hefur átt sin litlu ævintýri. Sum þeirra voru lika hreint ekki svo litil. En það getur ekki gert henni neitt illt? Hún fær það sem hún þarf, peninga til heimilisins, föt.hana skortir ekkert, hún á meira að segja hund. En hann hefur ekki eitt andartak imyndað sér, að eiginkonan hafi eitthvað um málin að segja. Hann hefur aldrei spurt, og hún hefur ekkert sagt. Það einfiennilega er, að hgnn hefur ekki tekið minnsta tillit til þessárar „eignar”, sem hanrt hefure^tt svo Wftgi, fyrr en daginn, sdm hún'kom og vitöB fá skilnað, þá vildi jifspn f^igr^veifyclhun halda henni. Ehjhánn Mefikií- sjáífáÖ ?|g einu sinnienn: hann heldur að hann'elski hana, af þvi að hann er afbrýðisamur. Fólki hættir til að halda, að afbrýðisemi sé tákn mikillar ástar. t rauninni eiskar hann hana ekki vitund meira en áður. En nú er hann hræddur. Hann kemst að raun um. að hann þorir ekki að lifa lifinu án hennar. Hann á allt sitt undir henni heima fyrir, og hún er eini fasti punkturinn i tilveru hans. Nú finnst honum hann hafa verið svikinn. Varpað Afbrýðisemi er erfiður sjúkdómur. Oftast er þetta sambland af öfund, minnimóttarkennd, vonbrigðum, eigingirni og ótta. Sem sagt hrærigrautur af tilfinningum og því erfitt að skilgreina. \ fyrir róða eins og einskis nýtum hlut. Hvað hefur keppinauturinn fram yfir hann? Hvers konar náungi er það? Það einkennilega er, að hugsanir hans snúast ekki eingöngu um eiginkonuna. Hann gerir sér æsilegustu hugmyndir um keppinautinn og leitar i örvæntingu að leið úr ógöngunum. Hann langar til að fremja morð — drepa hann einfaldlega, til að binda enda á allt saman. En á næsta and- artaki söðlar hann gjörsamlega um: hann gæti ef til vill orðið kunningi náungans, sem kannski er hinn ágætasti maður. Þau gætu lifað saman öll þrjú I sátt og sam- lyndi. Maöur á að vera rausnarlegur og skilningsrikur og láta ekki smáatriöin riða sér að fullu. Þannig hugsar hann i einum graut, án þess að vita, hvað hann vill helzt. Konan oftast heiöarlegri og sterkari Yfirgefin kona bregzt við á svipaðan hátt. Sjálfsálit hennar biður hnekki, og hún verður lika afbrýðisöm, full heiftar og allt fer á ringulreið. En þetta kemur þó verr við karlmanninn, vegna þess að hann hefur alltaf haldið, að hann hafi verið svo stór, sterkur og ágætur á allan hátt. Það er ekki aðeins hjónbandið, sem hrynur saman, heldur hann lika. Sjálfstraust hans fer i hundana, og slikt getur orðið karlmanni um megn andlega. En hvað með eiginkonuna? Frá upphafi er hún venjuleg stúlka, siðan fullorðin kona, hvorki hamingjusöm né óánægð, og á allt sitt undir eiginmanninum. Þangað tilhúnhittihinn. Hann kærði sig um hana, þroskaði hana, og i návist hans fann hún, að hún var kona. Þá gerir hún uppreisn gegn þessu venjulega, innihaldslausa lifi og hlutverkinu sem „eign” eiginmanns- ins. Hún gerir það sem henni finnst rétt og sjálfsagt, fer og biður um skilnað. Hún hugsar oftast málin vandlega, áður en hún tekur ákvörðun. Hún vill engan svikja, hún vill hreinar linur og öil spilin á borðið. Þetta er gagnstætt karlmannin- um, sem oft heldur framhjá eiginkonu árum saman, án þess að láta sér detta i hug að hætta þvi eða viðurkenna það. En til eru þó dæmi þess, að viðbrögð fólks, bæði kvenna og karla, séu þung- lyndi. Þau iðrast, komast að raun um að þau hafa ei metið hvort annað og vilja gera næstum hvað sem er til að gera allt gott á ný. Eigið ekki lif ykkar undir öörum Það er alltaf hættulegt að eiga allt sitt undiröðrum. Allirgera þetta samt, konur og karlar, og þá einkum heimavinnandi húsmæður. En það getur alltaf eitthvað 13

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.