Heimilistíminn - 30.10.1975, Síða 33
©
Hans Peterson:
Magnús í hættu
— Ég er nú svo aldeilis hissa, sagði hann. —
Ert þetta þú Magnús, sem ert úti i þokunni?
— Einmitt, svaraði Magnús. — Hvernig
hefur Lotta það?
— Ja, hún er gömul, annars hefur hún það
gott, Hver er hann fféááf Íltli sém er með þér og
lokar augunúm?
— Það er Patti, svaraði Magnús.
hésiturinn Voða hættúlegur? spurði
f*átti alVarléga án þess að opna augun.
— Það veizt þú bezt, Magnús, svaraði Lind-
berg.
Magnús hló, þvi hann hafði lika einu sinni
verið hræddur við Lottu þó hann gæti alls ekki
skilið það núna.
Patti leit varlega upp og þegar hann sá, að
Lindberg var alls ekkert hættulegur útlits á
bak við þykka yfirskeggið, varð hann svolitið
hugaðri.
— Pabbi sagði að maður ætti að vera hrædd-
ur við ókunnuga hesta, þvi þeir geta bitið og
sparkað og þá veit maður hvernig fer, sagði
Patti.
— Pabbi þinn er skynsamur, svaraði Lind-
berg. — En Lotta er góð. Magnús gekk til Lottu
og klappaði henni á flipann. En þegar hann
lagði vangann að mjúkum flipanum, varð Patti
svo hræddur, að hann varð að loka augunum
svolitið aftur.
— Hvert eruð þið að fara? spurði Lindberg.
— Við erum að fara heim aftur. Ég átti að
fara með Frans frænda til Hænúeyjar, en það
var svo mikil þoka i dag, sagði Magnús.
— Hafið þið staðið þarna úti og beðið i þok-
unni? spurði Lindberg. — Þá hlýtur ykkur að
vera kalt. Það verð ég að segja. Skilurðu,
Magnús, konan min er í ferðqlagi, annars
mundi ég senda ykkur heim til hennar svo jkk-
ur gæti hlýnað. Ég get heldur ekki farið heim
núna, því ég þarf i verksmiðjuna með þessa
kassa. En þú Magnús, sem ert svo stór, getur
liklega tekið þennan litla með þér og farið inn i
rauða húsið þarna og beðið um tvo bolla af
kaffi og tvær bollur. Hér eru peningar. Held-
urðu að þú getir það ekki?
Magnús kinkaði kolli. — En það e~ alltof mik-
ið, sagði hann kurteislega eins óg mamma
haríS bafði fténnt fíonum.
— Vitleysa. Við erum gamlir vinir. Annars
er þetta indælis hundur, sem þú hefur fengið
hér, hélt Lindberg áfram.
— Hundur, hrópaði Magnús svo hátt, að
Lotta lyfti hausnum hissa og Patti faldi andlitið
i báðum höndum.
— Já, er það ekki hundurinn þinn, sem
kemur þarna þefandi? sagði Lindberg.
Magnús sneri sér snöggt við. Þarna kom
Jack með trýnið við jörðu. Hann fylgdi slóð
þeirra Magnúsar og Patta. Hann stanzaði, þar
sem Magnús hafði sett frá sér töskuna, hann
gekk yfir járnbrautarteinana og inn i götuna,
stökk niður, þar sem þeir höfðu stokkið til þess
að verða ekki fyrir stórum strætisvagni og kom
von bráðar til Lottu. Þar leit Jack upp og rófan
tók að dilla fram og aftur.
— Jack, Jack, hrópaði Magnús og sló hand-
leggjunum um háls hans. En Jack losaði sig og
snerist um fætur Magnúsar i staðinn.
— Er þetta ekki þinn hundur? sðurði Lind-
berg.
— Jú, Magnús kinkaði kolli. — Þetta er minn
hundur.
— Þá er víst bezt að þið kaupið líka bollu
handa honum, sagði Lindberg og kinkaði kolli.
— En ég verð að halda áfram, ef við Lotta eig-
um að gera eitthyað i dag. Þótt Magnús væri
himinlifandi yfir þvi að Jack var kominn aftur,
en hafði ekki lagst á hafnarbakkann, þá
33