Heimilistíminn - 30.10.1975, Síða 6

Heimilistíminn - 30.10.1975, Síða 6
vígllnuna i Tyrklandi. Bréfin mættust á leiðinni. Blöðin skrifuðu langar greinar um þessa undarlegu ungfrú Nightingale, sem ætlaði yfir til vigstöðvanna til að ráða bót á eymdinni og skömminni. Fólk var furðu lostið yfir þvi að ung, falleg, menntuð og auðugkona, sem talaði grisku og latinu og var erfingi óðalsseturs, skyldi leggja út i slikt. Alls staðar var hún hyllt sem engill miskunnseminnar. En yfirstjórn hersins á Krim leit hlutina öðrum augum. Sjúku og særðu hermenn- irnir höfðufram til þessa notið umhyggju félaga sinna, sem voru á batavegi undir eftirliti lækna, að visu. En læknarnir og hressari hermennirnir voru allt of fáir til að gera nokkuð gagn að ráði og þvf var reynt að leyna. En svo fréttist þangað að kona væri að koma til að bæta úr. — Næst verða þær liklega sendar til að kenna okk- ur að berjast, sagði yfirforingi einn. — Bráöhlægilegt, hvæsti yfirlæknirinn. Hann var ekki hrifinn af þvi að fá kven- mann til að skipta sér af hlutunum. í eldlínunni. Þann 4. nóvember 1854 kom Florence til hersjúkrahússins i Skútari, ásamt 38 verðandi hjúkrunarkonum sinum. Sjúkrahúsið sem var fjórar álmur, margra hæða, var alls ekki byggt sem sjúkrahús, heldur hermannabúðir. Þarna voru gangarnir alls um tiu kilómetrar. í þessu völundarhúsi fann Florence nær tvö þúsund særða hermenn, sem kvöldust af hungri, þorsta, sársauka og ótta við dauðann. Ekki var þarna að finna svo mikið sem fötu, bursta, sápustykki eða handklæði og ekki heldur diska eða hnifapör. Hermenn- irnir urðu að rifa kjötið i lengjur eins og villidýr. Það skorti þvottaskálar, rúmföt, umbúðir, lyf og fatnað. Flestir sjúkling- anna voru klæddir óhreinu skyrtunum, sem þeir höfðu verið i I bardaganum og ekkert var þvegið. Undir húsinu var opið skólpræsi og óþefurinn var hroðalegur bæði inni og úti. Allt var morandi af lús, gólf, veggir, rúmföt og fólk. Rotturnar voru svo djarfar, að þær bitu sjúklingana, sem voru of veikir til að verjast þeim. Florence blöskraði svo, að hún bað herra sinn og skapara um styrk til að leysa þó ekki væri nema allra nauðsynlegasta vandann. Til að bæta gráu ofan á svart, komu rétt eftir að hún var komin, 600 særðir hermenn til viðbótar með flutningaskip- um frá Krim. Það var ekki rúm fyrir þá innanhúss, svo að leggja varð þá á kalda jörðina I garðinum. Sængur og dýnur voru ekki fyrir hendi. En Florence Nightingale var ekki aðeins dugleg hjúkrunarkona, heldur einnig framúrskarandi leiðtogi. Tiu dög- um eftir komu hennar var búið að setja upp bráðabirgða eldhús viða i húsinu, þannig að allir gátu fengið heitan mat. Gólfin voru skúruð, rúmfötin og skyrturn- 6 Krimstrfðið var eitt blóðugasta hernaöarævintýri, sem brezka heimsveldið tók þátt i á öldinni sem leið. t þessu stríöi barðist Florence Nightingale og sigraði glæsiiega. Þegar Florence Nightingale kom til hersjukrahússins i Skútari ásamt hjúkrunarkonum sinum, voru verkefnin óþrjótandi. En hún var ekki komin til að snúa aftur og á 10 dög- um sneri hún ailri ringulreiðinni upp i skipuiag. ar þvegið og miklar birgðir af umbúðum, sápu, þvottaskálum og handklæðum voru útvegaðar úr birgðageymslum hersins. Einnig hafði Florence tekið mikið af þvi með sér frá Englandi. Hún kærði sig kollóttá um skrifstofubáknið, þvi hér voru þaö framkvæmdirnar, sem öllu máli skiptu. Hér þurfti að hjálpa veikum Fyrsta þekkta ljósmyndin af Florence Nightingale var tekin i Krimstriðinu, sem geisaði frá 1854 til 1857. Eftir þessi þrjú ár sneri hún hcim frá ómanneskjulcgu erfiði, veik og þreytt á sál og likama.

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.