Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 30.10.1975, Qupperneq 37

Heimilistíminn - 30.10.1975, Qupperneq 37
mín þrotin. Þér haf ið neitað aðsegja okkur til hvers þér komuð hingað til Kína. En ég get sagt yður það. Þér eruð brezkur njósnari og voruð send hingað til að ná sambandi við mág yðar, bretann John Mars- den og reyna að telja hann á, að svíkja vini sina í Rússlandi og hefja störf fyrir föðurland sitt að nýju. Áður en hann lézt, sagði hann yður leyndar- málið, sem hann vonaðist til að komast með til Hong Kong, ef eitthvað skyldi koma fyrir hann. Þá áttuð þér að fara með það yfir. — Ég veit ekki um neitt leyndarmál, sagði Blanche þreytulega. — Ég bað John að segja mér það, ef það væri eitthvað, en gat ekki sagt mér neitt. — En það er hægt að neyða þig til að tala, vitið þér. — Hvernig getið þið neytt mig til að segja eitt- hvað, sem ég veit ekkert um? Blanche lyfti hönd- inni og strauk sér yfir augun. Eftir myrkrið í klef- anum var Ijósið hér blindandi og hún fann til í aug- unum og höfðinu. Hana langaði til þess eins að leggja sig út af og sofna, en hún gat ekki einu sinni hallað sér aftur á bak. Hún hafði að vísu fengið leyf i til að sitja, en það var ekkert bak á stólnum. — Ef þið eruð að hugsa um að skjóta mig, af hverju gerið þið það þá ekki strax og Ijúkið þvi af, sagði hún í uppgjafartón. — Þér verðið ekki skotnar. Það eru til aðrar leiðir.. Augu Mwa Chous boruðu sig inn í hana. Hún lagði hendurnar yf ir augun og sneri sér undan, en hermennirnir, sem dregið höfðu hana út úr klef- anum, tóku hendurnar burt og slógu hana utan undir til að hún horfði á Mwa Chou aftur. Tárin brunnu undir augnalokunum, en hún sagði ekki orð, beitaðeins á vörina þartil hún fann blóðbragð. — Svo þér vitið ekki um hvað leyndarmálið er? hélt hershöfðinginn áfram. — Þá skal ég segja yður það líka.... Hún hristi höfuðið og sagði: — Ef þið vitið það, hvers vegna eruð þið þá að spyrja mig um það, því ég veit það ekki. — Ég veit um hvað leyndarmálið er, en það er ekki nóg. Við þurf um að vita smáatriðin og það var þess vegna, sem þessi Marsden var sendur hingað. Hann átti að tryggja Rússum það. En minn góði vinur, Petrov of ursti segir mér, að mágur yðar haf i tekið leyndarmálið með sér í dauðann....... hins vegar heldur hann að Marsden hafi komist yfir til Hong Kong og afhent breskum yfirvöldum upplýs- ingarnar. Þá staðreynd, að hann gerði það ekki, þekki aðeins ég og sárafáir aðrir. Ég get sagt yður, ungfrú góð, hvað það var sem Marsden kom til Kina til að leita. I borgarastríðinu hérna, þegar þjóðernissinnar voru hraktir burt, voru bresk her- skip á Jangtsekiang, eitt þeirra var Dandelion. Þér hafið ef til vill heyrt á það minnzt? — Já, sagði Blance. — Það var kraftaverki lík- ast, hvernig því skipi tókst að sleppa. Það gat ekkert stöðvað það, alls ekkert! — Um borð í Dandelion var loftskeytamaður, sem særst hafði alvarlega í bardögunum. Við reyndum allt til að ná honum, en á þeim tíma var ógerlegt að handtaka breska flotayfirmenn. Þér haf ið án efa heyrt um þennan mann. Hann hét Stan- ton..... — Ég held, að ég muni það, viðurkenndi Blanche. — Það var minningarguðsþjónusta um þá, sem létu lifið þar og henni var útvarpað. Mig minnir að ég hafi heyrt nafnið Stanton nefnt þar. Var hann ekki yfirloftskeytamaður um borð? — Jú. Hann hafði auk þess lengi gert tilraunir með vissa geisla, sem gátu stöðvað hvaða vél sem var innan vissrar f jarlægðar. Hann hafði ekki lokið tilraununum,en húna er hægt að framleiða þessa geisla og nota þá í varnarkerf i landa. Auk þess eru þeir áhrifaríkt vopn, það eru satt að segja engin takmörk fyrir þvi sem hægt er að gera með þá! En það þarf að halda tilraununum áfram. Það land, sem þekkir formúluna, yrði langt á undan öðrum, og hefði ótakmörkuð völd. — Já, viðurkenndi Blanche, sem hafði alveg gleymt sinni eigin eymd, af áhuga á því.j sem Mwa Chou sagði henni. — Það hlýtur að mega kalla þetta dauðageisla, en ég hélt, að það væri eitthvað, sem aðeins væri til í skáldsögum. — Stanton hafði fundið grundvallarformúluna, hann vann að því í frístundum sínum um borð i Dandelion. Það voru margir sem vissu,. hvað hann var að aðhafast, en þegar hann lést, var talið að leyndarmálið hefði látist með honum. Hann skildi ekki eftir sig neinar teikningar. Bretar rannsökuðu eigur hans, þegar Dandelion kom til hong Kong og talið var víst, að hann hefði eyðilagt alla uppdrætti, þegar hann sá, að litlar líkur væru á að þeir komust lifsaf. Ef hann lifði af, hefði hann það allt í höfðinu og gæti haldið áfram, þegar hann kæmi til Eng- lands... en hann lifði þetta ekki af... Það varð dálítil þögn, en svo sagði Blanche: — En þetta var ekki öll sagan, var það? — Nei. Stanton eyðilagði nefnilega ekki upp- drættina og lýsingarnar á tilraununum, sem sífellt urðu árangursríkari. Hann virtist alltaf hafa efast um að Dandelion kæmist aftur til breskrar hafnar og þess vegna setti hann allt saman í loftþétt hylki meðan bardagarnir stóðu yf ir. Hylkið setti hann svo í annað vatnsþétt og f esti við það mikið lóð og sökkti í f Ijótið. Aha, nú farið þér að skilja, bætti hann við, þegar Blanche gaf frá sér hljóð. — Já, já. Það var þess vegna, sem John var að kafa....til að reyna að f inna hylkið og ná því upp. —r- Einmitt. Stanton særðist illa, en lést ekki strax. Honum tókst að sökkva leyndarmálinu í f Ijótið fyrst og sagði síðan einum félaga sínum frá því og lét hann lofa að hylkið kæmist ekki í rangar hendur. Fyrir ekki löngu náðu Rússar þessum manni og rússnesk yfirvöld fregnuðu um hylkið á botni Jangtsekiang. Samningar hófust við stjórn okkar, um að Rússar fengju að leita hér. Við fengum ekki að vita, að hverju, en var lofað hluta i hinni miklu uppgötvun. Nú getið þér ef til vill skilið, hvers vegna ég vil, að þér segið mér allt sem Mars- den sagði yður og hvað það er mikilvægt að við fá- um að vita það. — En hann sagði mér alls ekki neitt, sagði Blanche. — Hann hafði engin skjöl á sér, þegar hann f lýði til Hong Kong, við fullvissuðum okkur um það. En samt vitum við, að hann fann hylkið á botni fljóts- ins, það vitum við líka með vissu. Framhald 37

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.