Heimilistíminn - 30.10.1975, Page 16

Heimilistíminn - 30.10.1975, Page 16
Maður í baðherberginu Ókunnur maður í baði! Hvað gerir maður, þegar vinnudegi er lokið og maður kemur að manni í baðinu sínu? Claire tók það róð að bjóða honum upp ó kaffi og með því. DAG nokkurn, þegar Claire kom heim lir vinnunni, var ókunnur maður i baðher- berginu hennar. Eiginlega hefði hún átt að verða hrædd, en hún varð bara undr- andi, þegarhún opnaði útidyrahurðina og heyrði, að einhver var að baða sig. Hún gekk að baðherbergishurðinni og hlustaði. Það var ekki um að villast, einhver var að baða sig. Og svo heyrði hún skyndilega djúpa karlmannsrödd syngja eins og De- an Martin, við undirleik steypibaðsins. Fyrst datt henni i hug að skálma beint inn og krefjast skýringar. Henni datt ekki i hug, að maðurinn gæti verið hættulegur glæpamaður — og hvað er maður i baði annars hættulegur? Enhún fór ekki inn, i stað þess bankaði hún á hurðina. — Hver er þar? hrópaði hún. Það var skrúfað fyrir steypuna og siðan kom svarið: — Ég er bara vesæll flakkari að fá mér bað. Indælis rödd, hugsaði hún. — Afsakið, að ég geri yður ónæði, en gerið þér yður grein fyrir, að þér eruð i röngu húsi? kall- aði Claire. Stutt þögn. — Mér þykir það leitt. Von- andi gerir það ekkert til. Ég þurfti mjög svo á því að halda að fara i bað, skiljið þér. Fannst ég eins og svin — og þá verð ég alltaf svó leiður i skapinu. Jæja, hugsaði hún. Hann lætur sér sannarlega ekki bregða. Hún ákvað aö svara i sömu mynt: — Þér eigiö liklega von á kaffi og smurðu brauði lika? — Þaö væri ákaflega faliegt af yður. Kærar þakkir, segi ég bara. Hún andaði djúpt að sér. — Er ostur og sulta nægi- legt? Það er nefnilega allt, sem ég á. 16 — Stórfint! Hún gekk fram i eldhúsið: — Það verð ég aö segja! Svo tók hún að skera niður brauðið og setti ketilinn i samband. Nokkrum minútum siðar stóö hann I eldhúsdyrunum. — Ég er búinn aö þurrka upp eftir mig, tilkynnti hann. — Ég býst við, að þér hafið ekki tekið með yður eigið handklæði? — Nei, þvi miður. Ég notaði stóra, græna baðhandklæðið. Hann var hávax- inn, grannur, dökkhærður og með skegg, en hreinn, fötin lika. Hann brosti til henn- ar, vingjarnlega og ósköp sakleysislega. — Eruð þér innbrotsþjófur? — Nei. Hann brosti breitt. — Innbrots- þjófar eru ekki vanir að fara i bað. — Hvernig komust þér inn? — Inn um gluggann. Það var sára ein- falt mál. — Ef þér eruð ekki innbrotsþjófur hvaö eruð þér þá? Hann borðaði með góðri lyst og hún velti fyrir sér, hvenær hann heföi eiginlega fengið að borða seinast. — Ég bið afsökunar, en ég mátti blátt á- fram til að fara i bað. Vitið þér á 3 milljónir manna i okkar góða og gamla Englandi hafa ekki bað? —» Þér eruð greinilega einn þeirra! — Já, sannarlega. Ég bý i eins konar helli við Battersea Park Road. Hún brosti. — Viltu kökusneið lika? — Köku? Mmmmm — kærar þakkir. Þér eruð engill. Claire imyndaði sér, að hann væri um það bil þrjátiu og fimm ára, en drættirnir iandlitinu voru bæði skarpari og fleiri en gerist um menn á þeim aldri — en margar hrukkurnar voru broshrukkur, það sá hún. Nú brosti hann breitt: — En hvað það var indælt að einmitt þér skylduð eiga hérna heima. Flestir aðrirhefðu hringt til lögreglunnar. — Hvers vegna völduð þér einmitt þetta hús? — Ja.... þetta er seinasta húsið i götunni og glugginn á bakhliðinni var ekki al- mennilega lokaður, svo einfalt er það, út- skýrði hann og fékk sér stóran sopa af kaffi og væna kökusneið til viðbótar. Claire hafði aðeins verið i London i rúmt ár. Hún starfaði á ritstjórn blaðs um innréttingar og húsbúnað og kunni þvi mjög vel. Fjölskylduvinri höfðu útvegað henni þessa ibúð á jarðhæð. íbúðin fyrir ofan var tóm, þar sem konan, sem átti hana, var i hálfs árs sumarleyfi á Kanari- eyjum. Það var indælt að búa hér ein, henni fannst gaman að búa til mat og hugsa um ibúðina af natni. En það kom samt fyrir að hún var einmana. Sfminn átti það til að steinþegja. Hún þekkti fáa og ef það kom fyrir að hún bauð ungum manni inn, hélt hann strax að gisting væri innifalin i boðinu, þar að hún var einbúi. Hún saknaði f jölskyldu sinnar æ meira og fannst mörg kvöldin óskaplega löng og daupurleg. En henni leið vel, svona yfir- leitt. Alla tið hafði hún verið rórriantisk i sér. Móðir hennar hafði sagt, að vafal. yrði hún raunsærri eftir að hafa búið i London um tima. Já, hún var orðin raun- særri — en hún var samt jafn rómantisk og áður. — Mér finnst óskaplega gaman að baða mig, sagöi þessi óvænti gestur hennar.

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.