Heimilistíminn - 30.10.1975, Blaðsíða 28

Heimilistíminn - 30.10.1975, Blaðsíða 28
Einkastjörnuspdin 21. október Karlmenn fæddir þennan dag hafa leið- togahæfileika frá náttúrunnar hendi. Þeir vita, hvernig þeir eiga að haga störfum, þannig að hver hafi sitt verkefni og öllu verði lokið á mettima. Þú ert fyndinn, oft meinhæðinn, en ert venjuleg manneskja, sem aðrir hópast um. Þér hættir við að gera hvern þann stað þar sem fólk kemur saman, að þinu eigin litla leiksviði. Stundum finnst þér þú lifa við einhverjar takmarkanir og að þú getir þess vegna ekki gert þitt bezta. Konur fæddar þennan dag eru öðruvisi. Þær eru mjög feimnar og hæglátar og fólki veitist erfitt að komast i náið sam- band við þær. Ef þær kæra sig sjálfar um að koma fram úr skelinni, geta þær náð langt. f rauninni eru þær mest fyrir heim- ilislifiö, þvi að heima geta þær komið eðli- lega fram og verið eins og þær eig'a að sér. Maki þinn verður að skilja innhverft eðli þitt. Bæði karlar og konur hafa hæfileika til að laga sig að breytilegum aðstæðum og alls konar fólki, sem öðrum finnst ef til vill illþolandi. Þú kemst liklega að raun um, að jafnframt þvi að það er nytsamur eiginleiki i starfi og þegar við vandamál er að fást, getur það orðið þér fjötur um fót viö eigin störf, þvi að hætt er við aö þú hafir of mikið að gera við að leysa vahda- mál annarra. 22. október. Þú ert tilfinninganæmur, starfssamur, ákafur og kannt vel að meta allt sem er spennandi. Þú gerir allt af ákafa, sem vekur áhuga þinn. Liklega gætirðu staðið þig vel á leiksviði, en ef þú leggur ekki leiklist fyrir þig, muntu stunda eitthvað i tengslum við hana. Þú ert svo athafna- samur og fullur orku, að hætt er við að lik- aminn slitni fyrir aldur fram. Gættu þess, að ákafi þinn standi ekki i veginum fyrir heilbrigðri skynsemi. Liklega likar þér vel að búa i kaupstað eða borg, þvi að þú vilt hafa hraða i kring um þig. Þú hefur ekkert á móti sveitalif- inu, en það gerir þig daufan, og gæti á löngum tima hreinlega drepið hvern sem er úr leiðindum, sem er jafn hlaðinn hreyfiorku og þú. Þú getur ekki gert þitt bezta, nema allt og allir i kringum þig séu á hraðri ferð. Stjörnurnar hafa úthlutað þér eiginleik- um, sem gera það að verkum, að þú nýtur þin i svo að segja hvaða starfi sem er. Þó tekurðu vissa hluti fram yfir aðra, og sér- lega ertu háll á viðskiptasviðinu. Þú tekur gjarnan áhættu og græðir á þvi fé. Sem betur fer hefurðu kimnigáfu og tekur lifið ekki of alvarlega. Þú sérð alltaf, þegar fólk skemmtir sér á kostnað annarra, en þolir illa sjálfur, að hlegið sé að þér. En þú getur lært af þvi með timanum. 23. október. Þú ert einn þeirra, sem alltaf finnur nýja aðferð til að framkvæma hlutina. Þú ert frumlegur með afbrigðum og alltaf að taka upp á einhverju. Þótt þú berir fulla virðingu fyrir gömlum venjum og afneitir ekki reyndum aðferðum, fyrr en aðrar betri eru fundnar, ertu alltaf að leita þeirra sjálfur. Þú hefur alltaf augun hjá þér, ef þú skyldir sjá eitthvað sem vekur hugmynd, og þú ert framsækinn. Þú býrð yfir listrænum hæfileikum og ættir að gera eitthvað til að þroska þá eins snemma og kostur er. Foreldrar barna, sem fædd eru þennan dag, skulu sjá um að afkvæmin fái bestu mögulega menntun, sem samræmist hæfileikum þeirra. Þótt þú sért listrænn, er ekki vist að hagsýnin fylgi þvi, en þó lýkurðu þeim verkefnum, sem þú byrjar á. Þótt erfitt sé að fá þig til að byrja, tekurðu að lokum við þér á réttan hátt. Þú ert diplómatiskur og persónuleiki þinn er aðlaðandi. Það gerir að verkum, að þú eignast alltaf vini hvar sem þú legg- ur leið þina. Hætt er við að lif þitt gangi i bylgjum góðs og ills.Veriðgetur að gildrur verði á vegi þinum á 33. aldursári og þá skaltu hafa gætur á öllu. Notaðu þér góða dómgreind þina til að meta aðstæður og framkvæmdu ekki nema að vel hugsuðu n máli. Þú verður ánægðastur ef þú giftir þig á unga aldri. Fjölskylda þin veítir þér miklsföánægju. ■ k 'ÍijNF''. ■Æ-jf'ífc 5

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.