Heimilistíminn - 30.10.1975, Side 19

Heimilistíminn - 30.10.1975, Side 19
Hann gleymir öllu á einni mínútu i — Stórkostlegt!!! Peter Oddie, 21 árs, fagnaði þegar honum var tilkynnt, að honum hefðu verið dæmdar rúmar 30 milljónir króna í skaðabætur fyrir sársauka og heilsutjón. En minútu seinna stóð honum hjartanlega á sama, þvi hann var ein- faldlega búinn að steingleyma, að hann var milljónamæringur. Peter er það sem kalla má „minútumaður”. Ollu sem hann gerir, heyrir eða les, gleymir hann á um það bil einni mlnútu. Lengra nær minni hans ekki, vegna mistaka læknis. Fyrir fjórum árum, þegar Peter var ötull skólanemandi, fékk hann heila- himnubólgu. A sjúkrahúsinu I Accrington gaf læknir honum sprautu af „Ceporin” fúkkalyfi, sem hefur svipuð áhrif og penicillin, en vegna mistaka var skammturinn 40 sinnum stærri en hann þoldi. I fjóra mánuði var Peter milli heims og helju og með- vitundarlaus vikum saman. Það leið á löngu, áður en hægt var að .útskrifa hann — likamlega hraustan en nær minnislausn. Þess vegna varð hann að hætta að leika knattspyrnu, þvi hann gleymir alltaf hverjir eru með honum og hverj- ir á móti. Þess vegna snúa stúlkurnar lika við honum baki, þvi hann man aldrei hverju hann hefur lofað hverri og alls ekki stefnumót. Þess vegna hefur hann heldur enga ánægju af að lesa bók, þvi hann er löngu búinn að gleyma um hvað hún ér, eftir nokkrar blaðsiður. En nú er Peter farinn að skrifa allt niður. Hann skrifar niður hvað hann gerir yfir daginn, les það á kvöldin — og gleymir þvi á einni minútu. Faðir Peters, sem er eigandi litillar ferðaskrifstofu, segir, að Peter eigi óskaplega bágt, sem engan skyldi undra. Iiann er mjög einmana, þvi vinir hans hafa allir brugðizt honum. 19

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.