Heimilistíminn - 30.10.1975, Síða 4

Heimilistíminn - 30.10.1975, Síða 4
AAanneskjan að baki nafninu - 8 Florence Nightingale Brautryðjandi nútíma hjúkrunar Þegar gamlar. hetjur úr Krimstrlðinu söfnuðustsaman árið 1907 til að halda upp á 50ára lokadag striðsins, var þeim öllum afhentur miði, á hvern þeir boru beðnir að skrifa nafn þeirrar manneskju, sem þeir höfðu metið mest i striðinu. Þar var um að ræða stjórnmálamenn, hershöfðingja, yfirmenn i hernum eða striðsfélaga. En þegar seölunum var safnað saman, var sama nafnið á þeim öllum: Florence Nightingale. Þetta var mjög óvenjulegt I þvikarlmannasamfélagi, sem við lýði var i Bretlandi fyrir fyrri heimsstyrjöldina. En Florence Nightingale var lika mjög óvenjuleg kona. Fædd sólarmegin í lifinu Foreldrar Florence Nightingale, Fanny og Shore Nightingale, voru auðug og gátu leyft sér að fara i tveggja ára brúðkaups- ferð til Italiu árið 1818. Bæði börn þeirra fæddust á ferðalaginu, Parthenope I Napoli og Florence i Florens, borginni, sem hún var skirð i höfuðið á. Skömmu áður en faðir Florence gifti sig, erfði hann milljóna auðævi og þegar hann kom aftur heim, byggði hann sér nýja höll, Lea Hurst, i grennd við Lea Hall, ættaróðalið f Devonshire. En þar sem loftslagið þar er æði kenjótt að vetrarlagi, keypti hann auk þess höllina Embley i S-Englandi, en hún var fræg fyrir fagran garð og vafningsjurtagöng. Eins langt og Florence mundi, bjó fjöl- skyldan á Lea Hurst á sumrin og Embley á veturna, auk þess að dveljast um tima i London á hverju ári, þegar samkvæmis- lifið stóð með mestum blóma. Þetta var íburðarmikið lif meðal brezka aðalsins, þegar heimsveldið var upp á sitt bezta. Systurnar fengu óvenjulegt uppeldi og menntun, miðað við það sem gerðist um konur á þessum timum. Móðirin kenndi þeim að sauma út, hekla, leika á flygil, teikna, stjórna heimili og vera gestgjafar, en faðirinn kenndi þeim sögu, landafræði, tungumál og fleira. Þær höfðu áhuga á fomieifafræði, listasögu og sigildum bók- menntum og áttu það til að gera borð- herra sina frá Oxford og Cambridge grá- hærða með spurningum og samræðum, sem þeir áttu bágt með að standa sig við. Þær uxu upp meðal dýra, höfðu hunda, hesta, fugla og fleira og fylgdust vandlega með lifi skógardýra i kring. Auðvitað kunnu þær að sitja hest með afbrigðum vel. Þegar þær vom litlar, Iéku þær sér alltaf að brúðum og Florence hafði sfnar jafnan i rúminu, þvi þær voru veikar. Systir hennar, sem var kærulaus um leik- föng sin, skemmdi oft sinar brúður, en Florence hugsaði vel um þær, gerði við þær og snerist um þær, þar til þær urðu friskar aftur. Hún hlúði að sjúkum fuglsungum og fyrsti lifandi sjúklingur hennar, sem eitt- hvað kvað að var stór fjárhundur, sem slasast hafði á fótum. Florence lagði við bakstra og hundurinn náði sér fyllilega. Foreldrarnir sem stunduðu mikla góðgerðarstarfsemi, tóku dæturnar oft með I heimsóknir til fátækra og sjúkra i héraðinu. Það voru einkum þeir sjúku, sem fögnuðu Fiorence, þvi hún hafði sér- í daunillu hermannaskýlinu lágu tvö þúsund særðir og deyjandi hermenn og kvöldust af hungri, þorsta og ótta við dauðann. Þar tókst hefðarkonu frá Englandi að gera kraftaverk með vilja sínum og starfsorku. Ekki aðeins það, heldur varð starf hennar til að gera hjúkrunarstarfið virðingarvert, en það var áður varla talið mannsæmandi. 4

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.