Heimilistíminn - 30.10.1975, Síða 17
— Einmitt það?
— Falleg augu.
— Ha?
— Þér hafið svo falleg augu, grá og svöl
eins og sjórinn. Fallegt hár líka. Þori að
veðja, aö þú bakar eplaköku eins og
mamma. Hvað gerið þér á kvöldin?
— Ó, ég fer á næturklúbba eða dansstaði
með hinum ýmsu kunningjum minum af
hinu kyninu.
— Nei, aldrei. Ekki þér. Þér eruð ekki
sú tegundin.
Hún kinnkaði kolli og brosti. — Þaö er
rétt, ég er frá Devon.
— Ég elska sveitina.... já, nú man ég
það. Égþarf að ná i peninga, sem ég veðj-
aði á hest og vann. Kemurðu með út að
borða? Svona til að borga fyrir baðið,
skilurðu?
ÞAU sátu á kyrrlátum veitingastað og
borðuðu nautasteik og salat. Hann hét
John Carroll, svo mikið fékk hún upp úr
honum, en hana langaði allt i einu aö vita
meira. Hún spurði, hvað hann starfaði. —-
Þér getið liklega kallað mig eins konar
sölumann, svaraði hann hlæjandi. Hún
varð fyrir undarlegum vonbrigðum. —
Segið mér ekki að það hafi verið eitthvert
sölumannsbragð, þetta með baðið?
— Nei, sagði hann. — En það gæti hafa
veriö það. Vandamál mitt i lffinu er það,
að ég verð aldrei almennilega fullorðinn.
Ég er meðal hinna ungu i London, lifi
frjáls eins og fuglinn og geri það sem ég
vil.
— En hvernig komust þér eiginlega
heim til min?
— Tók strætisvagn, að sjálfsögöu, bara
eitthvert út i buskann. Ég hefði getaö lent
i hvaða úthverfi sem var, þetta var bara
tilviljun.
17