Heimilistíminn - 30.10.1975, Síða 25

Heimilistíminn - 30.10.1975, Síða 25
Saltfiskpottur DC> Auðveldur, góður og hollur réttur, sem bæði er hægt að búa til i ofni og á plötu. 1/4 kg saltfiskur, svolitil mjólk, 6 stórar kartöflur, 1 grænn piparávöxtur, 1 dós tómatar, 1 1/2 dl rjómi eða mjólk, 2 tesk sinnepsduft, steinselja. ___ Leggis saltfiskinn i bleyti i mjólkurbland i 5-6 tima, skerið hann i litla bita og leggið þá i ofnfast fat eða pott, ásamt niður- skornum kartöfiunum, piparávextinum tómötunum. Þeytið tómatsafann, mjólk” og rjóma og krydd saman og hellið yfir. Sett i ofn eða á meðalheita plötu undir lok i 25 til 30 minútur, þar til allt er meyrt. Klippið steinselju yfir. Berið fram með brauði. Frönsk bóndasúpa OQ Þessa súpu má búa til, án nokkurs kjöts, en hún er mjög saðsöm og bragðgóð. Hún er borðuð með heitu ostabrauði, og ef i hana er sett svolítil skinka, er hún full- komin máltið. 4-5 stórar kartöflur, 2-3 púrrur, 1/4 hvít- kálshöfuð, 2 laukar, 3-4 msk smjörlfki, 1 1/2 dl kjötsoð af teningi, 1-2 lárviðarlauf, 2 kvistir timian. Brúnið niðurskornar kartöflurnar og grænmetið litillega i smjörlfki. Bætið soð- inu, lárviðarlaufinu, timian og salti, ef þarf. Látið súpuna sjóða undir loki i 15 til 20 minútur. t stað þess að borða osta- brauð, eins og áður er minnst á, með súp- unni, má setja i hana litlar kjötbollur. Farsbúðingur DO Þessi réttur er fljótlagaður og einkar ljúf- fengu, þótt hann sé e.t.v. aðeins dýrari en venjulegt kjötfars. 400 gr hakkað kjöt, 1 tesk salt, 1/2 tsk pip- ar, 1 stór rifin gulrót, 2 dl kjötsoð. Ofan á: 2 stórir laukar, 125-250 gr. sveppir, 2-3 tómatar, kryddblanda úr 1-1 1/2 tesk karrý, 1 tesk salti og 2-4 msk rjóma. Svo- litið smjörliki. Hrærið saman hakkið, gulrótina, krydd og soð i allþétt fars. Leggið það i smurt eldfast fat og jafniö laukhringjum, hráum sveppumog tómatsneiðum ofan á. Látið karrýblönduna yfir allt saman og setjið nokkrar smjörlikisklipur að lokum. Setjið lok á og fat yfir i 200 til 250 stiga heitan ofn i hálfa klukkustund eöa svo. L

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.