Heimilistíminn - 30.10.1975, Blaðsíða 36

Heimilistíminn - 30.10.1975, Blaðsíða 36
Ekki var mögulegt að þvo sér, því vatns- skammturinn, sem þær fengu í klefanum, var ekki nema rétttil að slökkva versta þorstann. Hefði hún verið spurð, hvers hún óskaði sér mest þessa stund- ina, hefði hún ekki æpt „matur" eins og allar hinar. Hún hefði beðið um heitt bað með miklu baðsalti og sápu, volg, hrein handklæði og hrein nærföt. Fötin hennar voru orðin óhrein og rifin, hvað sem hún hafði farið varlega. Ekkert salerni var í klefanum, aðeins fata með loki í einu horninu. Þær urðu að fara eftir röð og tæma hana í skurð í garðinum. Fyrst þegar hún fór, varð henni óglatt og fannst hún ekki geta sokkið dýpra. En það var ekkert undanfæri. Síðdegis hvern dag voru þær færðar út í garðinn og neyddar til að hreyfa sig, hvað sem þær voru máttfarnar og illa á sig komnar eftir illa meðferð og matarskort. Blanche hafði orðið hissa í fyrst- unni, þegar hún sá hvað þær voru margar. Þær fengu ekki að hvíla sig, en voru neyddar til að ganga og ganga, hring eftir hring í óendanlegum hring. Blanche vissi að í öðrum hlutum f angelsisins voru menn og konur saman i klefum og henni fannst að hún ætti að vera þakklát fyrir að vera að minnsta kosti látin vera með föngum af sínu eigin kyni. En hvaða máli skipti það eiginlega? Ekkert skipti máli lengur. Allt sem hún vildi var að fá að deyja og sleppa burtu frá þessari óþolandi tilveru. Hún hafði ekki séð neinar aðrar evrópskar konur meðal fanganna en hún hafði séð Ferskjublómi bregða fyrir og verið ánægð yfir að hún var enn á lifi. En smátt og smátt gerði hún sér grein fyrir að það hefði verið betra fyrir hina fögru kínversku konu, að deyja, um leið og húsið hennar var brennt, það hefði bjargað henni frá miklum þjáningum. Hún leit út fyrir að vera mjög veik. Það var rétt að hún gat dregist um í garðinum og Blanche gat séð á andlitssvip hennar, að hún hafði ótal sinnum verið í yf irheyrslum. Ekki hafði verið unnt að tala við hana. Þvi fangarnir máttu ekki tala saman og engin leið var að komast í samband við hana öðruvísi. Blanche reyndi að fá upplýsingar um hana hjá hinum kon- unum í klefanum, en kínverskan hennar var ekki nógu góð, svo hún vonaði bara að Ferskjublóm hefði séð hana og þekkt hana aftur, þótt veslings konan hefði virst svo máttfarin að vafasamt væri að hún þekkti nokkurn. En þar sem Blanche var eina evrópska konan meðal fanganna, gat verið að þeir töluðu um hana. Hún mundi að Petrov hafði komið til Canton til að freista þess að bjarga Ferskjublómi. Annað hvort vonaðist hann til að fá Mwa Chou til að láta hana lausa, eða þá að hún yrði sýknuð fyrir þjóðarrétti. Kannske hafði hann gert flóttaáætlun fyrir hana. En hún var viss um, að hvað sem hann reyndi, mundi það mistakast. Og ef Ferskjublóm hafði þekkt hana aftur, mundi hún áreiðanlega segja Petrov, að konan, sem hann hefði kvænst, sæti í fangelsi í Canton. Og þá...Hjarta Blanche barðist ákaflega. Þótt svo hann elskaði hana ekki, þó hann hataði hana ef til vill núna, myndi hann ekki láta hana mæta örlögum sínum 36 hér. Hann hlyti að gera tilraun til að bjarga henni líka. Næstu tvo dagana gerði hún sitt besta til að draga að sér athygli Ferskjublóms, þegar þær gengu um í garðinum. Einu sinni leit kínverska konan upp og starði á hana, en Blanche gat ekki sagt, hvort hún þekkti hana aftur, því hún sýndi þess engin merki. Daginn eftir var Ferskjublóm ekki meðal fang- anna í garðinum. Hafði hún verið færð fyrir rétt? Eða...hafði Petrov tekist að fá hana látna lausa? Ef svo var, vissi hann kannske núna, að hún, Blanche var hér. Hún f ylltist nýrri von og var næst- um í góðu skapi, þegar hún sneri aftur til klefans. En það stóð ekki lengi. Þegar sólarhringur var lið- inn, án þess að nokkuð gerðist, dó vonin aftur. Allt benti til þess, að Ferskjublóm væri dáin. Það hafði farið fram fjöldaaftaka um morguninn, skotin höfðu heyrst inn í klefann. Hún sá ekki Ferskjublóm meira. Blanche reyndi að slá burtu stóra, svarta flugu, sem hringsólaði suðandi umhverfis hana. Þessar flugur báru með sér ýmis konar sjúkdóma og það var mikið um þá í fangelsinu. Hiti og blóðkreppu- sótt. Sjálf hafði hún þá síðarnef ndu og það var ekki þægilegt við þessar salernisaðstæður. En þennan daginn fóru að heyrast raddir um annað verra — bólusótt. Blanche hafði skilist að fangarnir sem skotnir höfðu verið um morguninn, hefðu annað- hvort verið með veikina, eða komist í snertingu við einhverja, sem höfðu hana. Fangelsisyfirvöldin vildu ekki hafa fyrir því að hlynna að þeim sjúku eða bólusetja þá, sem um- gengist höfðu sjúklingana. Þau losuðu sig bara við þá á einfaldasta hátt og héldu bóluefni og lyf jum fyrir sjálf sig. Það væri ef til vill lausnin fyrir hana, hugsaði Blanche. Það væri betra en að sitja hér, dag eftir dag í eilífri hræðslu um hvað yrði um hana. Hún velti fyrir sér hvort Ferskjublóm hefði verið ein þeirra, sem tekið hefði sóttina. En einhverra hluta vegna fannst henni ekki að svo myndi vera. En ef til vill hafði hún verið ein þeirra sem skotnir voru. Ef hún bara gæti komist að því. Hún rétti sig upp, þegar hún heyrði fótatak í ganginumog hringl í lykltum fyrir utan. Hún starði á dyrnar, þegar fótatakið nam staðar við þær og þær opnuðust. Vörðurinn, sem vanur var að koma með matinn til þeirra, hleypi tveimur hermönnum inn. Klefafélagar Blanche sátu líka og störðu á dyrn- ar og biðu þess með skelf ingu, hverja verið væri að sækja. En hermennirnir gengu beint að Blanche, gripu í handleggi hennar, drógu hana á fætur og ýttu henni harkalega að dyrunum. — Hvert á ég að fara? spurði hún. En þeir svöruðu ekki og hún var hálfdregin og hálfborin eftir ganginum og hún heyrði vörðinn skella hurðinni og snúa lyklinum í lásnum. 9. kafli — Þér eruð afar heimsk kona, sagði Mwa Chou hershöfðingi og túlkurinn þýddi. — Ég hef verið mjög þolinmóður gagnvart yður, en nú er þolinmóði

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.