Heimilistíminn - 30.10.1975, Side 5
FlorenceNightingale meö eldri systur sinni, Parthenope. Þær hlutu báðar ágætustu
menntun og þegar er þær voru 16 ára.höfðu borðherrar þeirra ekki roö viö þeim í sam-
ræðum.
stakan hæfileika til að hugga og uppörva
fólk. Hún tók með sér blóm til þeirra, sem
þó var sjaldgæft á þeim timum og hún
vissi ósjálfrátt, hvenær hún var til
uppörvunarog hvenær hún átti að fara til
að þreyta ekki sjúklinginn.
Þegar hún var sautján ára, ákváðu for-
eldrarnir að fara i langa utanlandsferð
með dæturnar. Þetta átti að vera tveggja
ára ferð, með nokkurra mánaða dvöl i
Paris, við Rivieruna, i Róm, Flórens og
Napóli. Það fólk, sem fjölskyldan um-
gekkst i ferðalaginu var athyglisvert og
oft á tiöum þekktustu persónur sögunnar.
Plorence skrifaði dagbók og þar kemur
fram, að hún hafði ekki aðeins áhuga á
listum og náttúrunni heldur einnig
samfélagsvandamálum, stjórnmálum og
velferðarmálum, einkum hvað sjúkrahús
varðaði.
Eftir heimkomuna voru dæturnar
kynntar við hirðina. Florence Nightingale
var 19 ára gömul, grönn, með þykkt,
dökkt hár, vel lagað andlit, svipmikil grá
augu og aðlaðandi bros. Hún var glæsileg,
skemmtileg, auðugur erfingi og vakti
mikla aðdáun i samkvæmislifinu bæði i
London og höllunum i Derbyshire og
S-Englandi. Enginn var i vafa um, að hún
yrði ein mesta húsfreyja landsins, gift
einhverjum háttsettum manni.
H júkrunarkonudraumurinn.
En Florence Nightingale var óróleg og
kvaldist af tómleika. Henni fannst hún sóa
lifi sinu i þessari áhyggjulausu fiðrildistil-
veru. Hún fann hjá sér köllun til einhvers,
sem hún vissi ekki almennilega hvað var.
Eins og aðrir i fjölskyldunni, var hún
mjög trúuð og reyndi á ýmsan hátt að
komasti samband viðlifið. Hún heimsótti
sjúka, kenndi ungum börnum, gekk i
bibliuskóla fyrir ungar súlkur, en hún gat
aldrei tekið þátt i neinu að fullu, vegna
eilifra flutninga fjölskyldunnar fram og
aftur um landið. Helst af öllu vildi hún
verða hjúkrunarkona.
En þegar hún spurði föður sinn, hvort
hann vildi mennta hana, varð fjölskyldan
skelfingu lostin. Hjúkrunarkonur voru
stórkarlalegar, drykkfelldar og fáfróðar
konur með brenglaðar siðgæðishugmynd-
ir. Sjúkrahús var ekki staður fyrir mennt-
aöa, unga stúlku af háum stigum. Hún
mótmælti. 1 kaþóskum löndum stunduðu
nunnur hjúkrunarstörf og Diakonissu-
stofnunin i Þýzkalandi menntaði hjúkr-
unarkonur. Fyrst ástandið væri svona á
brezkum sjúkrahúsum, hjúkrunarkonur
drykkju og væru ómögulegar i starfi, væri
mál til komið að gera eitthvað til úrbóta.
Fjölskyldan neitaði að hlusta á hana.
Hún var send til Italiu með vinum (jöl-
skyldunnar og var eitt ár i Róm. Þegar
hún var enn eftir heimkomuna að tala um
ab verða hjúkrunarkona, var hún aftur
send i ferðalag, i þetta sinn til Egypta-
'ands og Grikklands til að nema fornleifa-
fræði. Einnig var ákaft reynt að gifta
hana og hún varð raunar ástfangin af
ungum manni af góðum ættum, en neit-
aði, þegar hann bað hennar. Hjá henni
komst ekkert að nema hjúkrunin og það
var ekki hægt að sameina það hjónabandi
með óðalseiganda.
Florence Nightingale var orðin þritug,
þegar fjölskyldan lét loks undan og hún
fékk að fara til Kaiserwerth að læra
hjúkrun. Presturinn Theodor Fliedner
hafði komiðá fót þessari Diakonissustofn-
un mótmælenda. Þarna fór fram hjúkr-
unarkennsla, fangahjálp, umönnun mun-
aðarleysingja, drengjakennsla, leiðbein-
ing kennara og sjúkrahússtarf.
Þarna var vinnan erfið og aginn strang-
ur. Vinnudagurinn var oft frá klukkan
fimm að morgni fram eftir kvöldi og
aðeins var tiu minútna matarhlé fjórum
sinnum á dag. En Florence naut þessa og
fannst, að nú fyrst hefði lif hennar ein-
hvern tilgang. Eftir námið þarna, fór hún
á námskeið i skurðsjúklingahjúkrun hjá
kaþólskum nunnum i Paris, sem þekktar
voru fyrir hæfni sina á þessu sviði.
Þegar Florence sneri aftur til Englands
árið 1953, hjálpuðu foreldrar hennar henni
til að koma á fót hjúkrunarstofnun fyrir
sjúkar konur, einkum rosknar kennslu-
konur. Það var með öllum ráðum reynt að
koma i veg fyrir að hún færi til starfa á al-
mennu sjúkrahúsi.
En sama ár brauzt úr styrjöldin milli
Rússa og Tyrkja og vorið 1854 gengu Bret-
ar og Frakkar i lið með Tyrkjum. Krim-
striöið, eins og það er kallað, var hafið. 1
fyrsta sinn fóru nú striðsfréttaritarar
blaða með á vigstöðvarnar og þegar
William Fussel, fréttamaður „Times” fór
að lýsa aðstæðum sjúkra, brezkra
allir heiðvirðir Bretar ættu að skammast
allir heiðvirtir Bretar ættu að skammast
sfn fyrir, skrifaði Florence strax
hermálaráðherranum, Sidney Herbert,
sem var góður vinur fjölskyldunnar og
bauð fram aðstoð sina.
Sidney Herbert hafði þegar eftir fyrstu
greinina i Times skrifað Florence og farið
fram á aðstoðhennar, þar sem ráðuneytið
vantaði hæfa manneskju til að stjórna viö
5