Heimilistíminn - 30.10.1975, Blaðsíða 15
komið fyrir. Fólk getur dáið, fundið annan
aðila eða gefizt upp á öllu saman.
Sá, sem venur sig á að eiga allt undir
annarri manneskju verður smátt og
smátt ósjálfstæður og óöruggur eins og
barn, og það er alltaf erfitt að búa með
þannig fólki. Afbrýðisemin liggur alltaf i
leyni og ólgar undir niðri i slikum tilfell-
um. Ottinn um að verða yfirgefinn, eilifar
grunsemdir, hvassar athugasemdir og
slikt. Þess konar afbrýðisemi getur
gengið að hvaða hjónabandi sem er,
dauðu.
Hún hefur stöðugar
gætur á mér
Kona segir, að þegar maðurinn hennar
sé á ferðalögum i viðskiptaerindum, geti
hún ekki gert nokkurn skapaðan hlut. Hún
liggur og les, ráfar um og imyndar sér
stöðugt að hann sé með öðrum konum. Þó
trúir hún hreint ekki að hann sé þannig.
Það er eins og að lifa i martröð, sem
aldrei tekur enda.
Manninum finnst hann vera undir stöð-
ugu eftirliti. — Ég þarf ekki annað en
segja nokkur orð við konuna i næsta húsi,
þá fer allt i háaloft heima. En guð hjálpi
mér, ég get ekki hlaupið i burtu i hvert
sinn sem kona er i nálægð.
Mann langar mest til að æpa á þessa
konu og allar aðrar afbrýðisamar konur:
— Reyndu að gera eitthvað i málinu,
manneskja! Finndu þér eitthvað skyn-
samlegt að gera. Reyndu að eiga ekki allt
þitt lif undir eiginmanninum. Lifðu þinu
eigin lifi!
Eigandinn og
sýningargripurinn
Þessi dæmi sýna okkur hvernig van-
hugsuð framkoma ýtir undir afbrýöisem-
ina. En auðvitað eru margar aðrar ástæð-
ur til þess að þetta eyðileggingarafl losn-
ar úr læðingi, en óöryggi og undirokun. I
samfélagi okkar er eignarétturinn mikil-
vægur, og i augum margra eiginmanna er
eiginkonan stöðutákn, á sama hátt og fini
billinn eða sumarbústaðurinn.
Þar sem hún verður sifellt að sitja
heima yfir börnunum, meðan maðurinn
er mikið úti og hittir annað fólk, hvarflar
hugur hennar óhjákvæmilega til alls þess,
sem tekur hann frá henni, og hún imyndar
sér gjarnan að hann sé með öðrum kon-
um. Jafnvægið i hjónabandinu fer út um
þúfur. Aðstaða hans verður allt of sterk,
eigandastaðan. Hún verðurallt of veik og
upp á manninn komin, með þvi að vera
svona einöngruð. Þá er ekkert auðveldara
en verða fórnardýr ákafrar og eyðileggj-
andi afbrýðisemi.
Ef hún gerir uppreisn og slitur sig
lausa, finnur sér annan — þá finnst eigin-
manninum, að hann haf verið rændur.
Einhver hefur dirfzt að stela frá honum
einu mikilvægasta stöðutákninu!
Margireiginmenn reyna að bjarga and-
litinu með þvi að kenna keppinautnum um
allt saman. Hann er mesti skúrkur, sem
hefur narrað barnslegu, reynslulitlu
eiginkonuna. Eða þá að hún er ekki með
öllum mjalla, veit ekki hvað hún er að
gera og þarfnast þess að einhver ráði
ráðum hennar.
Afstaðan til
kynlífsins
t nútima menningarsamfélagi höfum
við lagt allt of mikla áherzlu á likamlega
tryggð. En samt ættu þús. aðrir hlutir
að gefa meiri ástæðu til afbrýðisemi en
kynferðislegt „vixlspor”.
Unga fólkið nú á timum hefur mun
frjálslegri afstöðu til kynlifs, hvað þetta
varðar, heldur en þeir sem eldri eru. Það
hefur mörg sambönd og leitar fyrir sig,
áður en það bindur sig. Kynlif skiptir það
minna máli en rosknara fólk, og þess
vegna eigum við liklega að vænta þess, að
unga fólkið sé umburðarlyndara og
bregðist ekki eins ofsalega við, þegar
kynferðislegt framhjáhald er á dagskrá.
En þó er ekki hægt að ganga framhjá
þvi, að sá sem elskar heitt og með ástriðu-
þunga, mun alltaf hafa mest tilfinninga-
legt gildi fyrir hinn aðilann. Hann viil
vera sá eini, og eiga hinn einn. Að deila
þvi dýrmætasta sem maður á, með öðr-
um, verður alltaf erfitt, og aðeins örfáar
manneskjur i nútima samfélagi gætu búið
við slikt til lengdar. En pillan hefur veitt
konunni frelsi og jafnrétti, sem hún hefur
aldrei áður notið. Slikt krefst þess að karl-
menn temji sér visst umburðarlyndi, en
þvi miður eru fáir karlmenn svo þroskað-
ir, að þeir geti það.
Ástæöulausar
ásakanir
Það er langt bil á milli þess sem við
köllum eðlilega afbrýðisemi innan skyn-
samlegra takmarka og sjúklegrar af-
brýðisemi, sem mjög erfitt getur verið að
lækna.
Sjúklega afbrýðisöm manneskja er
stöðugt með undarlegustu ásakanir á vör-
unum. — Viðurkenndu.......... viður-
kenndu.... viðurkenndu... Eins og það
geti nokkuð hjálpað!
Þvert á móti. Aðeins það að koma meö
angalitla viðurkenningu á hlut, sem engu
máli skiptir i rauninni, gerir afbrýðisem-
ina bara enn verri. Hann/hún telur sig
hafa fengið staðfestingu á grun sinum og
þá er sú hætta fyrir hendi, að hann/hún
festi sig i þetta atriði og auki það og
margfaldi — og verði siöan ennþá meira á
verði. Oryggisleysið og óttinn sem undir
býr, verður afbrýðiseminni góður grund-
völlur, þar sem hún eitrar öll samskipti og
sambúð aðilanna.
Það er þvi vita tilgangslaust, og gerir
aðeins illt verra, að viðurkenna eitthvað,
sem maður er ásakaður um, i þeirri von
að fá frið og róa afbrýðisama aðilann.
Betra er að leita aðstoðar sálfræðings
eða félagsráðgjafa, sem sá afbrýðisami
getur sagt allt af létta og fengið leiðbein-
ingar hjá. Það er innra með honum, sem
þetta gerist allt, og þess vegna verður að
byrja þar.
Það sem maður heldur að aðrir geri,
eru gjarna hlutir, er maður vildi sjálfur
gera, eða heldur að maður vildi, ef maður
væri i sporum hins. En það getur verið
erfitt að viðurkenna slikt fyrir sjálfum
sér, og þess vegna er þvi varpað yfir á
hinn aðilann.
í mörgum tilfellum getur hópmeðferð
verið til mikillar hjálpar. Þá nytur sá af-
brýðisami aðstoðar hinna i hópnum og fær
gjarna styrk frá þeim, þar sem hann sér á
öðrum sin eigin viðbrögð. Það getur verið
ein leið út úr vandanum.
Það er ekki auðveld leið, en hún getur
orðið til þess, að fólk öðlast meira öryggi
og betra samband við samferðafólk sitt i
lifinu.
HVAÐ VEIZTU
1. Hvað heitir rómvei'ska ástargyðj-
an?
2. t hvaða landi cr borgin Bern?
3. Hvað heitir bókin, sem fjallar um
sælustaðinn Shangri-La?
4. Hvaða cyja er næststærst i heimi?
5. Hvaða norrænn guð var eineygð-
ur?
6. Hvaða samtök hafa einkunnarorðin
„Inter Arma Caritas”?
7. Ilvað getur hvitabjörn orðið þung-
ur?
8. t hvaða landi er bærinn Waterloo?
9. Ilvað heitir rektor liáskóla ts-
lands?
H). Hvað er natrfumkórid?
Hugsaðu þig vandtega um — en svörin
er að finna á bls. 39.
15