Heimilistíminn - 30.10.1975, Qupperneq 29
24. október
Þú ert metnaöargjarn og ætlar þér svo
sannarlega aö komast áfram i lifinu. Þar
sem þú hefur gott viöskiptavit, geturðu oft
á tiöum ráöið yfir öðrum á vinnustaö þin-
um. Þú hefur mikinn viönámsþrótt og
getur unniö langtimum saman I erfiöis-
vinnu og undir andlegu álagi, án þess aö
gefast upp. Þú ert framsýnn og gerir oft
langtimaáætlanir. Venjulega veiztu hvað-
an vindurinn blæs og kannt að haga segl-
um þinum i samræmi viö þaö.
Þú ert mjög dimplómatiskur i þér og
reynir alltaf að komast að þvi hvers aðrir
óska, þannig að allt, sem þú gerir, komi
að einhverju leyti til móts viö það. Þannig
geturðu fengið aöra til að starfa með þér
að mikilvægum málum, sem þú vonast til
að veröi öllu mannkyni til góðs. Þú ert
nokkuð mikill á andlega sviðinu, og ef þú
þroskar þá hlið á þér, er liklegt að þú
skiljir eitthvað merkilegt eftir þig.
Þú hefur ánægju af ferðalögum og munt
að likindum ná að heimsækja mörg fjar-
læg lönd. Þú hefur góðan talanda og ein-
hverjir fæddir þennan dag munu heillast
af leiksviðinu, aðrir stiga i stólinn og enn
aörir i pontuna. Þú skalt reyna að gera
þér sem mest úr leiðtogahæfileikum þin-
um. Þótt þú sýnir það ekki beint, ertu
tryggur i lund og mjög tilfinninganæmur.
Þú munt gera þann mjög hamingjusam-
an, sem þú elskar.
25. október.
Þú hefur mikla andlega orku og vilt
helzt vera á stöðugum þönum. Ekkert fer
meira i taugarnar á þér en aðgerðarleysi
og þú ert I essinu þinu, þegar þú ert á ferð
og flugi. Þú hefur óvenju gott minni og
ert fróðleiksþyrstur. Þú getur safnað i
þig upplýsingum og fróðleik, sem þú þarft
að nota seinna og getur gripiö til. Þú elsk-
ar spennu og framkvæmdasemi og likar
'kennilega bezt að búa I stórborg. Þar er
mesta uppörvun að finna fyrir þig. Þú ert
ekki einn þeirra, sem hugsa og fram-
kvæma á venjulegan hátt og þér finnst
skipta máli, að þú ryðjir þér sjálfur braut
i lifinu, i stað þess að feta i fótspor ann-
arra. Aðeins þegar þú hefur tækifæri til að
fara þinar eigin leiðir, geturðu notað hæfi-
leika þina og náð takmörkunum. Meðan
þú ert enn á unga aldri, geturðu átt það til
að lenda I illdeilum, og það getur grafið
undan sjálfstrausti þinu, að minnsta kosti
um tima. Þú ert ekki einn þeirra sem
vinnur bezt, þegar þú ert undir eftirliti
annarra. Hæfileikar þinir þroskast ekki
almennilega, nema þú sért i þinu rétta
umhverfi. Notaðu alla hæfileika þina svo
þú getir náð þeirri velgengni, sem þú átt
skilið.
26. október.
Þú ert endurbótasinni frá náttúrunnar
hendi. Þú sérð tilveruna eins og hún er, og
gerir þér grein fyrir, að nauðsynlegt er að
breyta ýmsu. Þú reynir það á hagkvæman
hátt og viðskiptalegum grundvelli. Þú
hefur sterkan persónuleika, góða sjálfs-
stjórn og getur náð þeim takmörkum,
sem þú setur þér i lifinu. Þótt þér gangi
mætavel að haga þér eftir aðstæðum, þeg-
ar þú vilt sjálfur, kýstu heldur að laga að-
stæðurnar eftir þér.
Þú hefur hæfileika, sem leiðtogi, stjórn-
málamaður og uppfinningamaður. Karl-
menn fæddir þennan dag hafa góöan
skilning á stærðfræði og munu að likind-
um eiga gott með aö stjórna stórviðskipt-
um á hinn bezta hátt. Konurnar eru einníg
góðir leiðtogar, góöar eiginkonur og fé-
lagar. Þær eru aðlaðandi i augum hins
kynsins og munu áreiðanlega eiga i mörg-
um ástarævintýrum áður en þær gifta sig.
Sertu hrifinn af börnum, liður þér vafa-
laust bezt með fjölskyldunni innan fjög-
urra veggja heimilisins.
Stjörnurnar hafa gefið þér listræna
hæfileika, sem geta orðið þér til miktls
gagns i starfi, ef þeir eru þroskaðir. Þú
hefur hæfileika til að skrifa og búa til gripi
i höndunum. Einnig vekja náttúruvisindi
áhuga þinn. Þú ert ástúðlegur og rausnar-
legur og eignast auðveldlega vini. En þó
að þú eigir marga góöa kunningja, verða
aðeins fáir vinir þinir.
29