Heimilistíminn - 30.10.1975, Side 26
Bdfi VI Gð9A N 1
Palli, 1 Poll li og
Einu sinni voru þrir bræður,
sem hétu Palli, Polli og Pési.
Pési var yngstur og það var
hann, sem frétti að prinsessa
væri lokuð inni i höll einhvers
staðar á bak við fjöllin blá.
Ef hún er lokuð inni, hlýtur
hún að verða frelsinu fegin,
hugsaði Pési. Og þegar hún er
orðin frjáls, hlýtur að mega
biðja hennar.
Svo setti hann siðustu krón-
una sína i poka og ætlaði að
leggja af stað.
— Það er vist best að við
verðum samferða sögðu
bræður hans tveir.
— Ég er glæsilegri, sagði
Palli og gerði sig ákaflega
merkilegan á svipinn.
— Og ég er sterkari, sagði
Polli og setti nefið enn betur
upp i loftið.
Svo lögðu þeir af stað og
komu um siðir að vegamótum.
Þar sat gömul kona.
— Ratar þú þangað sem
prinsessan er lokuð inni?
spurði Palli.
— Já, það er bara að fara
réttu leiðina, svaraði konan og
brosti.
Palli og Polli vildu halda
áfram, en Pési gaf konunni
krónuna sina.
— Þakka þér kærlega fyrir,
sagði konan. — Nú máttu velja
hvern af pokunum minum
þremur sem þú vilt.
— Nei, bíðið nú við, sagði
Palli forvitinn. — Ég vil veija
26
fyrst. Hvað er i þeim? Hann
fleygði krónu til konunnar.
í þeim fyrsta eru þrjár ósk-
ir, svaraði hún. — Með þeim
geturðu óskað þér hvers sem
þú vilt.
— Fint, hrópaði hann.
Auðvitað tek ég óskapokann.
Svo greip hann pokann, tróð
honum innan á sig og hljóp af
stað.
— Hvað er i þeim næsta?
spurði PoIIi og fleygði krónu
til konunnar.
— Það eru þrír styrktar-
dropar, svaraði hún. — Þegar
þú drekkur þá, verðurðu
sterkari en nokkur annar i
heiminum!
— Húrra! hrópaði Polli og
þreif pokann. — Þennan tek
ég! Svo stökk hann á burt og
Pési stóð einn eftir.
— Ég vel mér þriðja pok-
ann, sagöi hann og hló. —
Hvað er annars i honum?
— Það eru bara þrjú góð
ráð, svaraði konan og brosti.
— Þökk þeim sem býður,
sagði Pési og tók við pokan-
un . — Gott ráð býr yfir mörg-
um möguleikum. Hann þakk-
aöi og flýtti sér á eftir bræðr-
um sinum.
Palli var hlaupinn eins langt
og hann komst, til að opna
pokann sinn i friði. Nú tók
hann pokann fram og sagði: —
Ég óska þess að klæðast silki
og flaueli til að biðja prinsess-
unnar vel klæddur.
Pési
Á næsta andartaki hrundu
gömlu fötin af honurn og hann
stóð þarna glæsilegur eins og
fursti.
— Svei mér þá? hrópaði
hann undrandi. — En þá verð
ég vist að eignast sverð og
kórónu, fyrst ég er orðinn
svona finn.
Þá stóð hann með sverð við
hlið og kórónu á höfði.
— Jæja, þá vantar mig bara
fallegan hest, hrópaði hann
glaður. — Þá get ég riðið til
hallarinnar.
Hann greip niður i pokann i
þriðja sinn og með það sama
sat hann á fallegum, hvitum
hesti og reið af stað.
Polli hafði lika hlaupið
lengi, áður en hann opnaði
sinn poka. — Sterkur, sagði
hann við sjálfan sig. — Ég ætla
að verða svo sterkur, að ég
geti kippt tré upp með rótum.
Hann fann vöðva sína tútna
út og með einum rykk kippti
hann stóru grenitré upp með
öllum rótunum.
— Svei mér þá, sagði hann
undrandi. — Ef ég get orðið
svo sterkur, óska ég þess að
geta undið vatn úr grettistaki.
Hann greip um stóran stein,
sem stóð við veginn og kreisti
hann. Steinninn gaf eftir og
vatnið tók að Ieka úr honum.
Nú barði hann sér á brjóst
og var svo montinn að hann
óskaði sér i þriðja sinn og
drakk siðasta dropann. — Nú
vil ég vera svo sterkur, að ég