Heimilistíminn - 30.10.1975, Blaðsíða 8
Þegar sjúkrahúsið i Skútari var komið vel i gang, tók Florence að kanna sjúkraskýlin
við viglínuna. Siðasta árið ók hún í þessum litia vagni, en áður hafði hún setiðá hestbaki
dögum saman.
mönnum og þá mátti allt skrifstofustarf
um það mál biða betri tima.
Hún setti ekki aðeins hjúkrunarkonurn-
ar sinar á vaktir, heldur einnig margar af
eiginkonum hermanna, sem komið höfðu
til særðra manna sinna. Sá hópur sá um
þvotta og hreingerningar, en hermenn,
sem tækifæri höfðu, sáu um flutning á
nauðsynjum til sjúkrahússins. Florence
var járnhörð og gerði miklar kröfur til
starfsfólks sins, en blið eins og engill við
hina sjúku. Skörp augu hennar sáu allt
sem gerðist á sjúkrahúsinu og til þess
dags, að allt var komið i réttar skorður,
starfaði hún sem eldabuska, þvottakona,
hjúkrunarkona og sálusorgari, innkaupa-
stjóri og birgðavörður fyrir 2500 manns.
Hermennirnir tilbáðu hana. Hún tók
þátt i öllum meiri háttar skurðaðgerðum
og læknarnir tóku fljótlega eftir því, að
sjúklingarnir urðu auðveldari meðferðar,
þegar hún var viðstödd. Þetta var fyrir
tima Pasteurs og Listers og sótthreinsun
var ekki þekkt, né heldur deyfilyf, svo
skurðaðgerðir voru mun hættulegri og
sársaukafyllri en nú er. Það var ekki að
undra þótt sjúklingarnir æptu og sneru
upp á sig á skurðarborðinu, en þýð rödd
Florence gat alltaf róað þá.
Þegar hún birtist i dyrum sjúkrasal-
anna, sló þögn yfir allt. Engum datt i hug
að blóta eða tala hranalega i návist henn-
ar. Það var eitthvað fallegt og gott, sem
gerðistog menn kysstu skuggann hennar,
ef hann féll á rúm þeirra. Hún þekkti „öll
börnin” si'n. Þeir sem voru á batavegi
fengu bros, þegar hún gekk framhjá, en
þeir sem þörfnuðust hennar, áttu hug
hennar allan. Þvi verra sem hvert tilfelli
var, þvi áreiðanlegra var, að Florence
var álút yfir sjúklingnum og reyndi að
lina þjáningar hans með öllum tiltækum
ráðum.
Oft tóku stjórnarstörfin og baráttan við
skrifstofubákn hersins mestan hluta dags
hennar og þá var sjúklinganna gætt af
hjúkrunarkonum Florence, sem nú voru
fullmenntaðar og duglegar. En á hverju
kvöldi gekk hún um allt sjúkrahúsið með
lampa i hönd til að lita eftir sjúklingum
sinum. Þeir gáfu henni gælunafnið
„Konan með lampann”. Allir áttu von á
henni. Það var eins og menn yrðu ekki ró-
legirfyrr en hún hafi komið i eftirlitsferð
sina. Sumir þeirra verst særðu þurftu
einnig á alúð hennar að halda. Ef einhver
var að deyja, var hún hjá honum og létti
honum dauðastriðið eftir getu og hjálpaði
ekki aðeins likamanum, heldur einnig sál-
inni gegnum þennan erfiða áfanga.
Alvarlega veik.
Er Florence hafði bætt sjúkrahúsið I
Skútari eins og hægt var og það starfaði
eins og hún vildi, fór hún að fara i eftirlits-
ferðir i herbúðir við biglinuna. Oft varð
hún að ferðast dögum saman á hesti við
frumstæð skilyrði. Fæði hermannanna
olli henni skelfingu, þvi þeir urðu að
nærast á hráu, söltuðu fleski, svolitlum
8
sykri, rommi og kexi, jafnvel yfir köld-
ustu vetrarmánuðina. Heitur matur var
afar sjaldgæfur.
Meðan Florence var að bæta skilyrðin á
fjórum stóru sjúkrahúsunum i Balaclava,
veiktist hún af Krim-hitasóttinni og óttazt
var um lif hennar. Hún hafði aldrei hlift
sér, aldrei tekið persónulegt tillit til
kóleru, taugaveiki eða annarra smitsjúk-
dóma, sem urðu þúsundum hermanna að
bana. Hún hafði bara alltaf verið þar sem
hennar var mest þörf. Þegar fréttist á
sjúkrahúsunum, að hún væri veik, lágu
sjúklingarnir með andlitin upp að veggum
og grétu. Þúsundir bæna um að hlifa
hennig, stigu upp til himins.
Þegar henni batnaði, ráðlögðu læknar
henni að fara heim, en hún neitaði þvi. Þá
liði henni eins og liðhlaupa, sagði hún.
Þegar hún var nógu hress til að fara frá
viglinunni til Skútari, voru svo margir
hermenn þar komnir að taka á móti
henni, að skipta varð fyrirferðarlitlum
farangri hennar niðu^ á tólf menn til að
sem flestir gætu fengið að njóta þess að
hjálpa henni.
Florence Nightingale hélt áfram starfi
sinu f Skútari fram á siðastá dag striðsins.
Hún setti á fót hermannakaffistofu,
lesstofur með bókum, blöðum og skrif-
pappír, ásamt skólastofu, þar sem þeim
hermönnum sem voru að hressast, var
kennt, mestmegnis til að drepa timann og
láta hermennina fá eitthvað annað að
hugsa um en eymd sina.
Frægðhennarsem „engillinn i Skútari”
hafði löngu borizt um alla Evrópu og
vinsældir hennar i Englandi voru geysi-
legar. Þegar striðinu lauk, sendi brezka
stjórnin herskip til Istambul til að sækja
hana heim i mikla móttökuathöfn. En
Florence, sem hataði allt tilstand, yfirgaf
Skútari með leynd og kom veik, þreytt og
niðurbrotin á sál og likama eftir þriggja
ára strit til fjöiskylduóðalsins i
Derbyshire.
Nú lá Florence lengi veik og náði sér
aldrei fyllilega. En þrátt fyrir þetta leið
ekki á löngu, áður en hún fór full vinnu-
gleöi að gera áætlanir um endurbætur á
sjúkraþjónustu brezka hersins, ásamt
stofnun hjúkrunarskóla. Allt þetta skipu-
lagði hún I rúminu.
Áhrif hennar voru svomikil, aðnæstu 25
árin var varla það stærra sjúkrahús i
brezka heimsveldinu, sem ekki þurfti að
bera eitthvað undir hana. Starfsorka
hennar var óþrjótandi og þrjózka hennar
og viljastyrkur var þannig, að fólk jafnvel
óttaðist það. Ef yfirvöld vildu ekki
framkvæma breytingartillögur hennar,
hótaði hún blaðaskrifum. Vinsældir henn-
ar meðal Breta voru slikar, að enginn
ráðherra þorði að leggjast gegn henni.
Það var starf Florence Nightingale i
Skútari, sem varð til þess að Henri
Dunant datt i hug að stofna rauðakross
inn, en um það allt getum við lesið i næsta
blaði. Einnig lærðu bæði franska og þýzka
rikisstjórnin mikið af starfi hennar I
Krimstriðinu og breyttu hernaðarhjúkrun
sinni eftir forskriftum hennar.
Það var FlorenceNightingale að þakka,
að hjúkrunarstarfið, sem áður var
einskis metið, varð að mjög virtu starfi,
þegar i ljós kom, að það krafðist erfiðrar
menntunar.
Rétt áður en Florence Nightingale lézt,
árið 1910 skrifaði ein vinkona hennar svo-
hljóbandi i bréfi til hennar: — Enginn veit
hvað þér hafið bjargað mörgum manns-
llfum gegn um hjúkrunarkonur yðar á
sjúkrahúsum, eða hve mörg þúsund
hermenn eru nú á lifi einungis vegna
umhyggju yðar. Enginn veit heldur
hversu margir Indverjar komust hja
hungri vegna aðgerða yðar i þeirra þágu.
Frh. á bls. 38