Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er sumarlegt um þessar mundir í Vetrar- íþróttamiðstöð Íslands í Hlíðarfjalli, ofan Akur- eyrarbæjar. Ekkert lífsmark var á staðnum, þeg- ar ljósmyndari skrapp þangað eitt kvöldið í vikunni, nema hvað nokkrar kindur voru á beit á og undu hag sínum vel. Hafa svæðið líklega að mestu fyrir sig á meðan skíði bæjarbúa rykfalla í bílskúrum. Skíðalyftan glæsilega, Fjarkinn, beið síns tíma – en hún og önnur mannvirki eru nú það eina sem gefur til kynna að hluta úr ári njóti mannskepnan þess að renna sér á skíðum á svæðinu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Á skíðum skemmti ég mér … MARGRÉT Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður segir að undirbúningur að opnun Þjóðminjasafnsins gangi vel, en stefnt er að því að opna safnið með formlegri athöfn 1. september nk. Strax daginn eftir opnar safnið fyrir almenning frá kl. 11 til 17. Verður það opið alla daga nema mánudaga. „Undirbúningurinn gengur vel. Það er allt á fullu hérna, unnið dag og nótt, á íslenskan hátt, rétt fyrir opnun. En þetta hefst allt saman með glæsibrag. Ég hlakka til að bjóða fólki inn. Þetta er búið að vera mikið átak í mörg ár og allt upp í 800 manns hafa komið að verkinu, með einum eða öðrum hætti,“ segir hún. Þegar Margrét er spurð út í hug- mynd Þjóðminjasafnsins um eftir- mynd af 10. aldar sverði á Melatorgi, segir hún ekki útséð um hana. „Við erum ekki búin að fá fjármögnun fyrir þessu, þannig að þetta er enn á hugmyndastiginu.“ Margrét segir að hugmyndin hafi tengst kynningar- átaki safnsins í tengslum við opn- unina. Hún var kynnt borgaryfir- völdum og heimiluðu þau tíma- bundna staðsetningu einkennis- merkis safnsins á Melatorginu. Margrét minnir á að enn eigi eftir að gera listaverk við Þjóðminjasafn- ið, í samræmi við lög um listskreyt- ingar opinberra bygginga. „Ég geri ráð fyrir því að í kjölfar opnunar safnsins verði tekin ákvörðun um samkeppni, eða í það minnsta farið í þá vinnu að gert verði listaverk við húsið. Hver veit nema þessi sverðs- hugmynd verði kveikjan að ein- hverju, sem verði útkoman úr því.“ Styttist í opnun Þjóðminjasafnsins Unnið dag og nótt BRESKA blaðið Daily Mail segir að breska forsætisráðherrafrúin, Cher- ie Blair, sé að leggja af stað í fyrir- lestraferð til Bandaríkjanna í haust, sem gæti fært henni um 100.000 pund í tekjur, eða um 13 milljónir ís- lenskra króna. Forsætisráðherrafrúin kemur hingað til lands í lok þessa mánaðar, þar sem hún verður gestur á mál- þingi sem ber yfirskriftina Konur, vald og lögin og er haldið á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum og lagadeildar Háskóla Íslands. Kristín Ástgeirsdóttir, verkefnastjóri mál- þingsins, segir að aðstandendur mál- þingsins þurfi ekki að borga neitt slíkt gjald til að fá frú Blair hingað til lands. „Við borgum ferðir og gistingu og eitthvað til málamynda. Ég held henni þyki bara svo spenn- andi að koma hingað,“ segir Kristín. „Þetta er bara um fimmtán þúsund kall, eitt- hvað svoleiðis, það er í raun og veru bara til að borga laun aðstoðarkonu hennar.“ Tekur þátt í ráðstefnu Hún segir að breska forsætis- ráðherrafrúin sé í raun að koma hingað til að taka þátt í ráðstefnu, það sé annað mál að fara í fyrir- lestraferð. Daily Mail segir að Cherie Blair hafi undirritað samning við umboðs- skrifstofuna Harry Walker, sem hafi umboð fyrir marga fræga ræðu- menn, t.d. Bill Clinton, Henry Kiss- inger, Bono, söngvara U2 og leik- konuna Lauren Bacall. Umboðsskrifstofan taki það fram við viðskiptavini sína að hún sé ekki „seld“ sem reyndur mannréttindalögfræðingur, heldur sem eiginkona breska forsætisráð- herrans. Viðmælendur blaðsins telja að frú Blair geti fengið um 50.000 pund, eða um 6,5 milljónir króna fyr- ir hvern fyrirlestur og allt að 3,9 milljónir fyrir fyrirlestra í háskólum. Fær málamyndagreiðslu fyrir að heimsækja Ísland Cherie Blair „ÞAÐ er alltaf gaman að byrja á haustin í sjálfu sér. Ef maður er kennari á annað borð hefur maður einstakan áhuga á að hitta börnin. En það er ekki gaman að hugsa til þess að hér verði bara lok, lok og læs strax í september,“ segir Bryndís Rut Stefánsdóttir, umsjónarkennari á yngsta stigi í Álftamýrarskóla. Morgunblaðið settist í gær niður með kennurum við skólann sem voru í óðaönn við að undirbúa næsta skólaár, sem hefst á mánudag. Innt eftir því hvort kennararnir telji líklegt að til verkfalls muni koma segir Ingibjörg Valdimars- dóttir, trúnaðarmaður kennara í Álftamýrarskóla og kennari í textíl- mennt, að nú virðist allt standa fast. „Við verðum að vona það besta. Við stöndum saman og vonumst til að fá það besta út úr því sem hægt er,“ segir hún. Samþykktu verkfall 20. september Kennarar hafa samþykkt í at- kvæðagreiðslu að boða til verkfalls þann 20. september næstkomandi, ef samningar verða ekki enn í höfn. Þórhallur Runólfsson íslenskukenn- ari segir að undirbúningur skóla- starfsins sé í fullum krafti og kenn- arar hafi satt best að segja ekki haft tíma til að ræða kjaradeiluna mikið eða hugsanlegt verkfall. „Við undir- búum skólaárið eins og venjulega og vinnum með því hugarfari,“ segir Ingibjörg. Aðspurð hvað þau vilji að lögð verði áhersla á í samningagerðinni núna, nefna þau hækkun grunnlauna og lækkun kennsluskyldu. „Við sem kennum verklegar greinar vorum mjög óánægð eftir síðustu samninga. Við erum með lægri laun en þeir sem hafa umsjón með bekk. Við höfum gífurlega marga bekki og í skóla af þessari stærðargráðu hafa sér- greinakennarar í flestum tilvikum umsjón með öllum nemendum í sér- greininni. Við erum mjög óánægð með að það skuli ekki nefnt og við vonumst til að fá einhverja leiðrétt- ingu. Við höfum umsjón með stofu og tækjum, vélum og efni. Einnig sjáum við um innkaup og berum peningalega ábyrgð á þeim. Við er- um mjög óánægð með að það skuli ekki tekið með,“ segir Ingibjörg, sem er kennari í textílmennt eins og fyrr segir, sem áður var kallað hand- mennt. Binda mikla vonir við samningagerðina Síðast var samið um kjör kennara árið 2001. „Sá samningur kemur bet- ur út fyrir okkur eldra liðið, ég held að það sé enginn vafi,“ segir Þórhall- ur um reynsluna af þeim samningi. „Jú, þetta var örlítil kjarabót fyrir mig,“ segir Bryndís Rut. „Ég bind miklar vonir við að hagur minn vænkist núna. Ég held að það horfi upp á það að þetta verði stórmál aft- ur,“ segir hún. Árið 2001 var samið um að skóla- stjórar fengju aukið svigrúm til að stýra vinnu kennara, eða 9,14 klukkutíma á viku í stað 3 klukku- tíma áður. Ágreiningur hefur verið um túlkun þessa atriðis. „Það er mjög erfitt fyrir okkur kennara að það virðist eins og yfir- menn sveitarfélaganna og forsvars- menn kennara túlki það ákvæði ekki á sama hátt. Útkoman hefur verið sú að þeir sem greiða launin eru ofan á. Við erum að vonum mjög óhress með það að þetta skuli ekki vera túlkað á sama hátt. Það er eitt af áherslu- atriðum hjá okkur núna að þetta verði leiðrétt, það verði hreinar línur og komi einhver leiðrétting á þessari vinnutímaskyldu,“ segir Ingibjörg. Misjafnir möguleikar á aukavinnu Samninganefnd kennara hefur sett fram kröfu um að grunnlaun fyrir byrjendur verði 250 þúsund krónur á samningstímanum. Innt eftir því hvort kennarar hafi möguleika á aukavinnu og viðbótar- greiðslum við grunnlaunin segja kennararnir að það sé mjög mismun- andi eftir skólum. Í sumum skólum bjóðist engin aukavinna. Bryndís segir einsetninguna hafa skilað kennurum betri vinnuaðstöðu. „Nú er ég bara í minni stofu og ég deili henni ekki með neinum öðrum. Við fengum tölvur inn í hverja stofu og síma. Allt þetta er bót líka,“ segir hún. Einnig hafi það verið gott sem kennarar náðu í síðustu samningum að nú er tekið tillit til fjölda nemenda í bekk og einnig þess ef kennarar hafi mjög erfiða nemendur. Öll eru þau sammála um það að kennarastarfið sé skemmtilegt, lif- andi og gefandi starf. Því fylgi þó einnig mikil ábyrgð og það geti verið mjög krefjandi. „Það getur tekið úr manni allar nóturnar,“ segir Þórhall- ur. Ingibjörg segir að stundum geti kennarar verið algjörlega undnir andlega að loknum vinnudegi. Grunnskólakennarar í óðaönn að undirbúa næsta skólaár og vonast eftir góðum samningum „Undirbúum skólaárið eins og venjulega“ Morgunblaðið/ÞÖK Nokkrir kennarar í Álftamýrarskóla undirbúa veturinn og ræða stöðuna í samningamálunum. Frá hægri: Þórhall- ur Runólfsson, Bryndís Rut Stefánsdóttir, Ingibjörg Valdimarsdóttir og Guðrún Jóna Valgeirsdóttir. TVEIR sjónvarpsmenn frá danska hernum, Lars Bøgh Vinther og Jeppe Wahlstrøm, hafa verið á Ís- landi undanfarna daga við tökur á heimildamynd um heri á Norður- löndunum, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Sjónvarpsmennirnir ræddu m.a. við sprengjusérfræðinga Gæslunn- ar, þá Jónas Þorvaldsson og Adrian King, sem störfuðu um tíma í Írak fyrir Íslensku friðargæsluna. Einnig heimsóttu þeir m.a. Land- helgisgæsluna, Varnarliðið á Kefla- víkurflugvelli, dómsmálaráðuneytið og utanríkisráðuneytið. Sjónvarpsmennirnir yfirgáfu svo landið í fyrradag. Áformað er að sýna heimildamyndina, sem verður í fjórum þáttum, á Discovery Chann- el, í september til desember. Vinna að mynd um heri á Norðurlöndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.