Morgunblaðið - 21.08.2004, Side 6

Morgunblaðið - 21.08.2004, Side 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ FÉLAGIÐ Hrafnabjörg ehf. var formlega stofnað í gamla skólahús- inu Kiðagili í Bárðardal í gær. Að fé- laginu standa Orkuveita Reykjavík- ur, Þingeyjarsveit, Orkuveita Húsavíkur og Norðurorka á Akur- eyri. Tilgangur félagsins er undir- búningur að nýtingu vatnsafls í Skjálfandafljóti í S-Þingeyjarsýslu til raforkuframleiðslu með sérstaka áherslu á Hrafnabjargavirkjun. Hugmyndin er að byggja 90 mega- vatta virkjun við Hrafnabjörg en áætlaður kostnaður við slíka fram- kvæmd er um 12–13 milljarðar króna. Stofnhlutafé Hrafnabjarga er 40 milljónir króna, aðsetur félagsins verður á Laugum í Þingeyjarsveit en formaður stjórnar var kjörinn Ásgeir Margeirsson, aðstoðarfor- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Ásgeir sagði í samtali við Morg- unblaðið að nú tæki vonandi við leyf- isveiting en Orkuveita Reykjavíkur sótti um virkjanaleyfi í Skjálfanda- fljóti við Hrafnabjörg og mun yfir- færa þá umsókn yfir á hið nýja félag. „Þetta félag mun óska eftir leyfi til rannsókna og virkjunar í Skjálf- andafljóti og í framhaldi af því vinna að umhverfismati á þeim virkjunar- kosti sem helst er uppi á borðinu. Ef framkvæmdin fer í gegnum um- hverfismat, kemur til frekari hönn- unar- og undirbúningsfram- kvæmda.“ Vinna þarf að markaðssetningu Ásgeir sagði að samhliða öllu þessu færi fram vinna við markaðs- setningu á orkunni, því ekkert yrði af framkvæmdum ef orkan ekki selst. „Það verður ekki virkjað á Norðurlandi í þessum stíl fyrir al- menna markaðinn, það þarf að koma til meiri aukning á notkun, stóriðja, iðnaðaruppbygging eða eitthvað slíkt. Það verður heldur ekki virkjað á Norðurlandi til þess að flytja orku í stóriðju eða iðnað í öðrum lands- hlutum. Það mun því fara saman undirbúningur að þessari fram- kvæmd og vinna að sölu orkunnar.“ Ásgeir sagði mjög erfitt að segja til um tímasetningar, það taki fáein ár að fara í gegnum leyfisveitingar, umhverfismat og hönnun. Fram- kvæmdir fari þó ekki í gang fyrr en salan á orkunni sé fyrirséð. „Sá tími sem líður frá því að sölusamningar eru gerðir og þar til virkjun fer í gang gæti verið um 2–3 ár.“ Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hefur Landsvirkjun einnig lagt inn umsókn í iðnaðar- ráðuneytið um rannsóknaleyfi vegna Skjálfandafljóts og því er í gangi kapphlaup á milli orkufyrirtækj- anna. Ákvörðun hefur ekki verið tekin ráðuneytinu hvaða orkufyrir- tæki fái rannsóknar- og virkjunar- leyfi í Skjálfandafljóti. Óvissa ríkir um hvernig úthluta beri leyfunum eftir nýjum raforkulögum en niður- stöðu er að vænta á næstu vikum. Blendnar tilfinningar Tryggvi Harðarson, bóndi í Svart- árkoti, hefur töluverðra hagsmuna að gæta í tengslum við fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir. Hann sagði tilfinningar sínar mjög blendnar gagnvart fyrirhugaðri virkjun. „Að mörgu leyti er þetta efnilegt en svo fylgja því náttúrulega ýmsir ókostir, eins og að tapa Svartá og Suðurá. Og það er alveg klárt að ég vil alls ekki missa Suðurá alla,“ sagði Tryggvi en hugmyndin er að Suðurá sameinist Skjálfandafljóti sunnan við væntan- lega stíflu en slík breyting hefði jafn- framt áhrif á vatnsrennsli í Svartá. „Það yrði ekki mikill landfræðilegur skaði að þessari virkjun og ekki mik- ið gróðurlendi sem færi í kaf en hún hefði áhrif á Aldeyjarfoss, Suðurá og Svartá. Ég útiloka hins vegar ekkert en það þarf að skoða málið mjög vandlega.“ Þingeyjarsveit á 2,50% í hinu nýja félagi, Orkuveita Húsavíkur og Norðurorka 18,75% hvor um sig og Orkuveita Reykjavíkur 60%. Félag um undirbúning Hrafnabjargavirkjunar í Skjálfandafljóti stofnað Stefnt að raforkuframleiðslu fyrir stóriðju á Norðurlandi Morgunblaðið/Kristján Fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur, Orkuveitu Húsavíkur, Norðurorku og Þingeyjarsveitar fóru inn á Sprengisand í gær og skoðuðu vatnasvæði Skjálf- andafljóts. Hér kastar Ásgeir Margeirsson, formaður stjórnar Hrafnabjarga, stórum steini út í fljótið, svona rétt til að kanna rennsli árinnar.                               STÆRSTA Bonsai-tré sem flutt hef- ur verið hingað til lands er frá og með deginum í dag til sýnis í Blóma- vali á sérstakri Bonsai-sýningu sem stendur út mánuðinn. Tréð sem er 1.60 m á hæð, var flutt hingað til lands frá Kína og tók ferðin yfir haf- ið nokkra daga. Tréð var sett í gám við kjörhitastig og flutt til landsins með skipi. Að sögn Svövu Rafns- dóttur, garðyrkjufræðings hjá Blómavali, virtist ferðalag trésins um hálfan hnöttinn engin áhrif hafa haft á það. Tréð var vökvað vel og vandlega er það kom til landsins og heilsast því vel, ef svo má að orði komast. Ræktun Bonsai-trjáa krefst mikillar þolinmæði og nákvæmni, en trén þarf að vökva mjög oft svo þau nái réttu vaxtarlagi. Segja má að trén líti út eins og lítil, gömul tré en til að ná fram vaxtarlagi gamalla trjáa í svo smáum trjám er ýmsum kúnstum beitt. Að sögn Svövu eru Bonsai-trén í raun þvinguð til að verða lítil, pottarnir eru litlir og trén m.a. víruð niður til að ná rétta vaxtarlaginu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Steinunn Guðjónsdóttir, starfsstúlka í Blómavali, við 40 ára Bonsai-tréð. Risastórt dvergvaxið tré MAÐUR sem ásamt öðrum er ákærður fyrir innflutning á 325 grömmum af kókaíni til landsins í desember sl. er væntanlegur til landsins í byrjun september og verður honum þá birt ákæra í mál- inu. Mennirnir voru báðir í íþrótta- göllum sem voru kirfilega merktir Íslandi og með íslenskum fána en mennirnir tengdust báðir hnefa- leikafélögum. Við skoðun kom í ljós að þeir höfðu báðir falið smokka með kókaíni í endaþarmi. Í gær átti að þingfesta ákæruna gegn manninum í Héraðsdómi Reykjaness en málinu var frestað til 13. september nk. Ákæran var gefin út 22. júní en ekki hefur tekist að birta honum ákæruna. Að sögn Sveins Andra Sveinssonar hrl., verjanda manns- ins, flutti maðurinn til Spánar snemmsumars þar sem hann starf- ar. Síðastliðið fimmtudagskvöld hringdi maðurinn í Svein Andra og tjáði honum að hann væri vænt- anlegur til landsins í byrjun sept- ember. Að sögn Eyjólfs Kristjánssonar, fulltrúa sýslumannsins á Keflavík- urflugvelli, játaði hinn maðurinn innflutning á fíkniefnunum en neit- aði því að smyglið hefði átt sér stað í ágóðaskyni. Þá hefði hann staðið einn að innflutningnum en ekki hefði verið um samvinnu milli þeirra félaga að ræða. Mennirnir eru einnig ákærðir fyrir að fram- vísa ekki tollskyldum hnefaleikaút- búnaði en maðurinn neitaði einnig sök í þeim þætti málsins. Verður birt ákæra við komu til landsins SIGURÐUR I. Skarphéðinsson, gatnamálastjóri í Reykjavík, sagð- ist í gær vonast til að malbikun Hringbrautar yrði lokið í morguns- árið þannig að umferð á fjórum ak- reinum gæti hafist á nýjan leik í dag, laugardag. Hann segir við- ræður hafa átt sér stað í gærmorg- un við malbikunarverktakann um að verkinu myndi ljúka í dag, en erfiðlega hafi gengið að fá mann- skap til þess að vinna fram eftir á föstudögum og í kring um Menn- ingarnótt. „Það er okkar ósk og við gerum það sem í okkar valdi stend- ur til þess að það megi verða,“ sagði Sigurður við Morgunblaðið. Áhersla sé lögð á það að opna fyrir umferð fyrir Menningarnótt ekki síður en fyrir komandi háskólaár. Hann segir að um 20% umferðar á þessu svæði hafi farið um Vatns- mýrarveg sem sé nú lokaður, því eigi umferð eftir að þyngjast um þessi 20% á sjálfri Hringbraut. „Þannig að hún verður erfiðari í vetur, áður en nýja Hringbrautin kemur, en hún hefur verið áður. Tuttugu prósent er þónokkur aukning á götu sem þegar er stappfull á annatíma,“ segir Sig- urður. Hringbraut malbikuð Opnað verður fyrir fjórar akreinar í dag FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur óskað eftir fundi með fræðsluyfirvöldum Reykjavíkur- borgar nk. mánudag kl.16 þar sem ræða á skóladagvist eldri nemenda í Öskjuhlíðarskóla. Þetta staðfesti Þór G. Þórarins- son, skrifstofustjóri ráðuneytis- ins, í samtali í gær. Hann sagðist vonast til að hægt yrði að leysa málið, en vildi ekkert gefa upp um hvaða sáttatillögur ráðuneytið hygðist leggja fram. Ríki og borg hafa deilt um hvor stofnunin á að greiða fyrir skóla- dagvist nemenda 5.-10. bekkjar Öskjuhlíðarskóla. Hefur formað- ur Fræðsluráðs, Stefán Jón Haf- stein, sagt að þetta varði málefni fatlaðra og sé því á forræði rík- isvaldsins. Borgin hefur boðist til að greiða helming kostnaðar vegna vistunarinnar, sem nemur alls 18-20 milljónum króna árlega. Að sögn Gerðar Aagot Árna- dóttur, formanns Foreldra- og styrktarfélags Öskjuhlíðarskóla, sem heyrði af fundarboðinu í gær, eru það góð tíðindi að þessir að- ilar ætli að setjast niður og ræða saman. Hún segir að með því vakni vonir hjá foreldrum um að deilan verði leyst. Það sé afar mikilvægt fyrir börnin sem þurfa á þjónustunni að halda, foreldra og starfsfólk skólans að deila rík- is og borgar leysist fyrir vetur- inn. Ríki og borg funda um skóladagvist TVEIR erlendir ferðamenn sluppu ómeiddir þegar bíll þeirra valt út af veginum við Hraun á Skaga. Að sögn lögreglunnar á Sauðár- króki er vegurinn fremur mjór á þessum slóðum og nokkuð um lausa- möl. Virðist sem ökumaður hafi ein- faldlega misst stjórn á bílnum með fyrrgreindum afleiðingum. Ómeiddir eftir bílveltu ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.