Morgunblaðið - 21.08.2004, Síða 9

Morgunblaðið - 21.08.2004, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 9 Nýtt - haust Langermabolir, flottir litir Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—15 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Nýjar haustvörur Tweed jakkar, buxur og dragtir Póstsendum Laugavegi 4, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Menningar- nótt Lagersala í kjallara OPIÐ SKIP Allir velkomnir um borð í Gladan og Falken, sem liggja við Ægisgarð, í dag kl. 14-16. Sendiráð Svíþjóðar ALPER Mehmet, sendiherra Breta á Íslandi, tók að sér hlutverk að- stoðarökumanns hjá rallíkapp- anum Alan Paramore við upphaf alþjóðlega Pirelli-rallsins í Reykja- vík sem hófst á fimmtudag. Rall- inu lýkur á hafnarbakkanum í dag kl. 16.30, á menningarnótt Reykja- víkur. Alan er fyrirliði keppnisliðs Hinnar konunglegu hátignar sem er ein átta erlendra sveita sem taka þátt í rallinu í ár. 29 rallíbílar hófu keppni á fimmtudag en í gær höfðu fimm dottið úr keppni af ýmsum ástæðum. Pirellirallið fer fram árlega og er nú haldið í 25. sinn. Kon- unglega breska sveitin tók fyrst þátt árið 1995 en liðið er hugsað sem þjálfun breskra hermanna í akstri. Bretarnir eru með sex bíla í keppninni og eru stærsta lið hennar að þessu sinni. Breski sendiherrann fékk að vera Alan til aðstoðar er leiðin lá um Gufunes á fimmtudag. Að sögn Tryggva M. Þórðarsonar, sem kemur að skipu- lagi keppninnar, tók sendiherrann þátt í keppninni af lífi og sál. Í gær óku keppendur m.a. um Lyng- dalsheiði og Dómadal og enduðu í Klettagörðum. Um miðjan dag í gær leiddu Rúnar og Baldur Jóns- synir keppnina en fast á hæla þeim fylgdu Sigurður B. Guð- mundsson og Ísak Guðjónsson. Morgunblaðið/Jim Smart Alper Mehmet, sendiherra Breta á Íslandi, ásamt rallíkappanum Alan Paramore við einn keppnisbíla liðs Hinnar konunglegu hátignar. Sendiherra Breta tók þátt í ralli ÁFENGISSALA hér á landi árið 2003 var rúmar 19 milljónir lítra, samkvæmt Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Um 14 milljónir felast í sölu ÁTVR, eins og fram kom í umfjöllun Tímarits Morgunblaðsins fyrir skömmu, en þá var ógetið þeirra 5 milljóna lítra sem leyf- ishafar selja til hótela, veitinga- húsa og víðar. Með lögum nr. 94/ 1995 var einkaréttur Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins til inn- flutnings og sölu áfengis til end- urseljenda afnuminn, en lögin tóku gildi 1. desember 1995. Leyfishaf- ar, sem eru ýmsir innflytjendur, framleiðendur og heildsalar, skila ársfjórðungslega skýrslu til Hag- stofu Íslands. Tölur Hagstofunnar ná hins veg- ar ekki til áfengis sem áhafnir skipa og flugvéla flytja inn í landið, né þess magns sem ferðamenn taka með sér frá útlöndum eða kaupa í fríhöfn. Má því leiða að því líkur að hér sé nú neytt yfir 20 milljóna lítra áfengis á ársgrund- velli. Edda Hermannsdóttir hjá Hag- stofu Íslands segir að í alþjóðleg- um samanburði á áfengisneyslu sé hreinn vínandi yfirleitt lagður til grundvallar, í stað lítrafjölda. Bjór og léttvín í sókn á kostnað sterkra drykkja ÁTVR hefur þó þann háttinn á að birta magn í lítrum talið og reikna sem hlutfall af heildar- neyslu. Báðar aðferðir sýna þá meginþróun að neysla sterkra drykkja hefur farið minnkandi á síðustu árum, en sala léttvína eykst frá ári til árs. Þá hafa vinsældir bjórs verið í eina átt, vaxandi, síð- an sala hans var lögleidd hér 1. mars árið 1989, og er neysla hans nú yfir helmingur allrar áfengis- neyslu, mælt í alkóhóllítrum. Þótt aldurstakmark til áfengis- kaupa sé víðast 20 ár hefur mynd- ast sú hefð að miða í alþjóðlegum samanburði við einstaklinga 15 ára og eldri, eins og gert var í fyrr- nefndri grein Tímaritsins. Finnar neyta manna mest af sterkum drykkjum á Norðurlöndum, eða 2,38, talið í lítrum alkóhóls á mann, 15 ára og eldri. Næstir koma Danir með 1,6 alkóhóllítra og Íslendingar eru þriðju með 1,39. Heildarneysla áfengra drykkja á Norðurlöndum er hins vegar á þá leið að árið 2002 neyttu Danir 11,3 lítra af hreinum vínanda, Finnar 9,2, Svíar 6,9, Ís- lendingar 6,5 og Norðmenn 5,9 alkóhóllítra á mann. Í öllum löndum er undanskilið í opinberum tölum það magn áfengis sem selt er á millilandaferjum, í fríhöfnum og handan landamæra – og mun víða vera hlutfallslega meira en hérlendis. Til dæmis sækja margir Finnar áfengi til Eistlands, Danir aka til Þýska- lands, Svíar til Danmerkur og Norðmenn til Svíþjóðar, sökum lægra verðs og tollfrelsis. Áfengissalan í fyrra rúmlega 19 milljónir lítra TEXTA á heimasíðu fyrirtækisins Smyril-Line, sem selur ferðir til Ís- lands, þar sem Ísland er sagt gósen- land fyrir akstur utan vega, verður breytt, að sögn Kára Duurhuus, tals- manns fyrirtækisins í Færeyjum. Landvernd sendi nýlega bréf til fyr- irtækisins þar sem farið var fram á að textanum yrði breytt, en samkvæmt 17. grein náttúruverndarlaga er ut- anvegaakstur bannaður á Íslandi, nema á jöklum eða frosinni jörð. Durhuus segir að hann sjái ekki að textinn sé vandamál. „Við biðjum fólk ekki að brjóta íslensk lög. Við segjum þeim bara frá því að það séu mögu- leikar fyrir þá sem vilja aka utan veg- ar [off-roaders] á Íslandi,“ segir hann og bendir á að leyfilegt sé að aka á jöklum og utan vegar á óbyggðum svæðum, þar sem jörðin er þakin snjó eða frosin. „Það er möguleiki fyrir ferðamenn á leið til Íslands að gera þetta og við verðum að segja þeim það,“ segir Duurhus. Hann sagðist ætla að breyta text- anum, svo það verði skýrt hvers kon- ar utanvegaakstur sé leyfilegur á Ís- landi. „Ég get ekki sagt að við munum ekki segja fólki að það megi ekki aka utan vegar, því það má aka utan veg- ar, en við ættum kannski að láta far- þegana vita betur undir hvaða kring- umstæðum það er leyfilegt.“ Texta Smyril Line verður breytt „Við biðjum fólk ekki að brjóta íslensk lög“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.