Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Google hækkaði um 18% VERÐ hlutabréfa í Google hækkaði um 18% á fyrsta degi viðskipta eftir hlutafjárútboð félagsins og var loka- verð þeirra á Nasdaq-hlutabréfa- markaðnum á fimmtudag 100,34 doll- arar á hlut. Þykir þetta sigur fyrir aðstandendur frumútboðs Google sem sáu sig knúna til að lækka upp- haflega áætlað verðbil bréfanna um 26% að jafnaði, í 85 til 95 dollara. Áður hafði verið talið að verð hvers hlutar yrði á bilinu 108 til 135 dollarar. Meira en 22 milljónir hluta í Google skiptu um hendur á markaðinum á fimmtudag og komust hlutabréf fé- lagsins þannig strax í hóp tíu veltu- hæstu bréfa á Nasdaq. Þess má geta að 19,6 milljón hlutir voru boðnir út í frumútboðinu og seldir á 85 dollara hver. Útboðið skilaði því fyrirtækinu um 1,7 milljörðum dollara, sem svarar til ríflega 118 milljarða íslenskra króna. Í vefútgáfu The Wall Street Journ- al segir að svo virðist sem verðhækk- unin réttlæti þá ákvörðun stofnenda Google að draga úr fjölda þeirra hluta sem boðnir voru út, en jafnhliða lækk- un á verðbili í útboði var hlutunum sem fóru í sölu fækkað um 6,1 milljón. HAGNAÐUR af rekstri Síldarvinnslunnar nam 302 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum árs- ins og er það 23% minni hagnaður en á sama tíma- bili árið á undan. Tap á öðrum ársfjórðungi nam 58 milljónum króna sem er þó mun minna tap en á sama fjórðungi í fyrra. Rekstrartekjur drógust saman um 2,7% á fyrri hluta árs miðað við sama tíma í fyrra og námu 4,7 milljörðum króna. Rekstrargjöld voru 8,2% lægri og námu 4,3 milljörðum króna. Rekstr- arhagnaður var 716 milljónir króna en það er 46%, eða 226 milljóna króna, aukning frá fyrra ári. Hagn- aður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, var 1,3 milljarðar króna eða 27,6% af rekstrartekjum. Fjármunaliðir Síldar- vinnslunnar versna verulega eða um 270 milljónir, voru nú nei- kvæðir um 230 milljónir króna en höfðu verið já- kvæðir um 47 milljónir á fyrri hluta árs í fyrra. Eignir voru í lok júní 18,8 milljarðar króna og höfðu aukist um tæp 7% frá áramótum, mest vegna 914 milljóna króna aukningar á handbæru fé. Skuldir jukust um 9% frá áramótum eða ríflega 1,1 milljarð en þar af er 630 milljóna króna hækkun lang- tímaskulda og 530 milljóna króna hækkun skammtímaskulda. Til sam- stæðunnar teljast Garðar Guð- mundsson hf., Fóðurverksmiðjan Laxá, Eignarhaldsfélag Austur- lands, SR-mjöl og Seley. Aukinn rekstrarhagn- aður Síldarvinnslunnar           !  "   $ %  & '() * *&+                          !  "# $  "% & '"% (" ) (" *"% (" & '"% +!' +!% ! '# ,#    , " ! -./! -.  !  "#($ 0      '  !  "# 1'#  . & '"% '#'!   2. " 2'( 3 4"($ 2 5  $ 63 / " 7("  )'%( )#" *8 9" 3 "" :;/! -& -8'% "" '" -' 1'# -'"% -9'  -'.   / 5  /$ <"# <5## "#.   " = "" '  " 6.$ .. >-9(!#        (  !'% ?5  *"% 8. & '"% <9 9 =5## "# 1'# & '"% -8    $!      >    >     > >      > > > > >      >  > > > > !5 "#  5   $!   > >  > >  > > > > > >   > > > > > > > > > > > > > > > > > > @ AB @ >AB @  AB @ AB > @ AB @ AB @ AB @ >AB @ AB @ AB @ >AB > @  AB > > > @ AB > @ AB > @ AB > @ >AB > @ >AB @ > AB > > > > > > > > > > > > > 2! '%    %# " < '( 8 ' %# C ) -' $ $  $  $ > $ $$ $ $ $  $  >  $ $  $ > $ > $  $    $ > > > > $  > > > > >                 >      >   >     >                 >              >    >         =    8 D4 $ $ <2$ E /#"'  '%     >     >     > >   > >  > >   >  > > > > HAGNAÐUR Vinnslu- stöðvarinnar hf. á fyrri helmingi ársins nam 313 milljónum króna, og dróst saman um 11,4% frá sama tímabili í fyrra þegar hann nam 353 milljónum. Kem- ur þetta fram í árshluta- uppgjöri félagsins sem birt var í gær. Heildar- tekjur Vinnslustöðvarinn- ar á tímabilinu námu 2.293 milljónum króna, sem er 7,8% aukning frá því á sama tíma í fyrra, rekstrargjöld hækkuðu einnig um 7,8% frá árinu áður, eða úr 1.416 milljónum í 1.527 milljónir króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (EBITDA) nam tæpum 766 milljónum króna, sem er 7,6% hækkun frá sama tímabili í fyrra. Framlegðarhlutfall er 33,4% og stendur í stað frá árinu áð- ur. Veltufé frá rekstri nam 665 milljónum króna og var 29% af rekstrartekjum. Hagnaður á öðrum árs- fjórðungi var 100 milljónir króna, en tekjur félagsins á tímabilinu námu rétt rúm- um milljarði króna. Á sama tímabili í fyrra varð 36 milljóna króna tap á rekstri félagsins. Í tilkynningu til Kauphallar Ís- lands kemur fram að áætlun fyrir árið 2004 hefur verið endurskoðuð, og spáir stjórn félagsins því að fram- legð verði um 1.000 milljónir króna á árinu, og haldist gengi krónunnar stöðugt megi gera ráð fyrir 200 milljóna króna hagnaði fyrir árið 2004. Minni hagnaður hjá Vinnslustöðinni "    %++, %++, ( ' &* *(**+ , #     )    $ %  HAGNAÐUR af rekstri Vátrygg- ingafélags Íslands hf. (VÍS) á fyrri hluta ársins nam tæpum 1,4 millj- örðum króna. Er það 18%, eða 211 milljóna króna, meiri hagnaður en var á sama tímabili í fyrra. Eigin iðgjöld félagsins drógust saman um 3% á milli ára, voru tæp- ir 3,2 milljarðar, og eigin tjón dróg- ust saman um rúm 2% í tæpa 2,6 milljarða. Hagnaður af skaðatrygg- ingum dróst í heild saman um 3,3% og nam 776 milljónum króna. Hagnaður af líftryggingarekstri jókst hins vegar verulega, ríflega þrefaldaðist miðað við sama tímabil í fyrra og nam 203 milljónum króna. Afkoma vátryggingarekstrar fé- lagsins batnaði því í heildina um 13,4% og var á fyrstu sex mánuðum ársins 979 milljónir króna. Fjárfestingartekjur félagsins juk- ust um tæp 16% frá fyrra ári og námu rúmum 2 milljörðum króna en þar af er 1,1 milljarður vegna söluhagnaðar og 950 milljónir eru vaxta- og gengismunur. Fjárfest- ingargjöld námu 106 milljónum. Fjárfestingartekjur sem færast á vátryggingarekstur nema ríflega 1,1 milljarði og er það 14,3% hækk- un frá sama tímabili í fyrra. Hagn- aður af fjármálarekstri var 790 milljónir króna. Eignir VÍS-samstæðunnar námu í lok júní 30,4 milljörðum króna, sem er 5% aukning frá áramótum. 20,6 milljarðar eignanna liggja í verðbréfum og veðlánum. Þar af eru rúmir 10 milljarðar í hlutabréf- um og hlutdeildarskírteinum. Sam- kvæmt bókfærðu verði eignanna á VÍS mest í KB banka, SÍF, Skinn- ey-Þinganesi og Bakkavör Group. Hagnaður VÍS eykst um 18%     -    %++% %++% %++% ( (. ( *+. . ''+ * )(    - , -/  0     *1   SEÐLABANKINN hefur lýst því yf- ir að hann muni horfa framhjá breyt- ingum á bensínverði þegar ákvarðan- ir um stýrivexti eru teknar. „Skammtímabreytingar á bensín- verði eru utanaðkomandi áhrif á efna- hagslífið sem Seðlabankinn hefur enga stjórn yfir, og að því leyti getur verið réttlætanlegt að horfa framhjá slíkum breytingum,“ segir Arnór Sig- hvatsson, aðalhagfræðingur Seðla- banka Íslands. „Langvarandi hækk- anir á olíuverði geta hins vegar haft áhrif á almennt verðlag og verðbólgu- væntingar, og ef það gerist getur komið til þess að bankinn þurfi að bregðast við með einhverjum hætti,“ segir Arnór. Greiningardeild Íslandsbanka ger- ir þessa ákvörðun Seðlabankans að umfjöllunarefni í Morgunkorni sínu, og kemur þar fram að smásöluverð á bensíni og olíum hafi hækkað um 16% á síðustu tólf mánuðum. Bein áhrif þessara hækkana skýri um 0,6 pró- sentustig af þeirri 3,6% verðbólgu sem mælist um þessar mundir, en með beinum áhrifum er þá átt við áhrif á bensín- og olíureikning heim- ilanna. Spá vaxtahækkun „Við erum í rauninni að taka undir ákvörðun Seðlabankans,“ segir Ing- ólfur Bender, forstöðumaður grein- ingardeildar Íslandsbanka. „Við er- um að segja að í raun eigi bankinn að líta framhjá breytingum á bensín- og olíuverði við ákvörðun á stýrivöxtum sínum. Þrátt fyrir að hærra bensín- verð valdi hækkunum á vísitölu neysluverðs, þá er olíuverð utan áhrifasvæðis seðlabankans og vaxta- hækkanir, sem eingöngu væru svar við hækkandi olíuverði, myndu aðeins gera illt verra. Slík vaxtahækkun myndi hækka kostnað heimila og fyr- irtækja, sem þegar hafa þurft að þola kostnaðarhækkun vegna hærra olíu- verðs.“ Ingólfur tekur þó fram að greining- ardeildin telji að þrátt fyrir að horft sé framhjá áhrifum olíunnar hvetji aðrir undirliggjandi áhrifaþættir verðbólgu Seðlabankann til hækkun- ar stýrivaxta á næstu vikum. Ingólfur segist búast við að Seðla- bankinn hækki stýrivexti um það leyti sem næsta eintak Peningamála kem- ur út, eða um miðjan næsta mánuð. Björn R. Guðmundsson, sérfræð- ingur á greiningardeild Landsbank- ans, tekur í sama streng. „Það er ljóst að olíuverð er þáttur sem Seðlabank- inn hefur engin áhrif á, og er því ekki hlutur sem er eðlilegt að miða inn- lenda hagstjórn við nema að litlu leyti.“ Björn segir að hins vegar megi ekki gleymast að hærra olíuverð hef- ur áhrif til hækkunar verðbólgu, „einkum þegar til skamms tíma er lit- ið, og eru þensluáhrif hærra olíuverðs klárlega meiri en þau samdráttar- áhrif sem verða vegna minni fram- leiðslu.“ Björn tekur þó fram að aðrir þættir hafi meiri áhrif til hækkunar verðbólgu. „Þættir eins og húsnæð- isverð hafa mun meiri áhrif á verð- bólgu en olían.“ Morgunblaðið/Sverrir Hækkanir Smásöluverð á bensíni og olíum hefur hækkað um 16% á síðustu tólf mánuðum og skýra bein áhrif þessara hækkana um 0,6 prósentustig af þeirri 3,6% verðbólgu sem mælist um þessar mundir. Horft framhjá olíuverði við vaxtaákvarðanir ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI : %F -GH    !" !" A A <-? I J #  !"$ %" A A K K ,+J & & %"$ %" A A )J : ! $   %" %" A A LK?J IM 7"! $$  !" !" A A ● NOKKRAR af stærstu verslunar- miðstöðvum Bandaríkjanna skiptu um hendur í gær og var, að sögn Fin- ancial Times, um að ræða stærstu fasteignaviðskipti í sögu Bandaríkj- anna. Eignarhaldsfélagið The Rouse Company, eigandi verslunarmið- stöðvanna, var selt General Growth Properties fyrir um 12,6 milljarða Bandaríkjadala, eða um 900 millj- arða íslenskra króna. Stærstu fasteigna- viðskiptin ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands hækkaði um 0,95% í viðskipt- um gærdagsins og er nú 3.225,65 stig. Viðskipti voru með hraustleg- asta móti, en alls námu þau rúmum 8,5 milljörðum króna, og voru við- skipti með hlutabréf rúmir 3,7 millj- arðar. Mest voru viðskipti með bréf KB banka, eða fyrir tæpa 1,3 milljarða króna. Hlutabréf bankans hækkuðu um 1,9% og er gengi þeirra nú 425 krónur á hlut. Bréf hinna bankanna tveggja, Íslandsbanka og Lands- banka hækkuðu um 0,5%. KB banki hækkar um 1,9%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.