Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 16
ERLENT
16 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
BOBBY Fischer, fyrrum heims-
meistari í skák, hringdi í gærmorg-
un í Útvarp Sögu og ræddi þar við
Sigurð G. Tómasson útvarpsmann
og vin sinn Sæmund Pálsson en við-
talið fór fram fyrir milligöngu
hans.
Fischer sagði vonir hafa vaknað
um að honum myndi takast að af-
sala sér bandarískum ríkisborg-
ararétti. Kvaðst hann hafa fengið
bréf fyrr um morguninn þess efnis
að bandarískir embættismenn
hefðu fallist á að senda fulltrúa á
fund hans. Fischer er í varðhaldi í
Tókýó í Japan. Hann er eftirlýstur í
Bandaríkjunum fyrir að hafa brotið
gegn samskiptabanni sem Samein-
uðu þjóðirnar settu gagnvart Júgó-
slavíu en þar háði hann einvígi við
Borís Spasskíj árið 1992 þegar 20
ár voru liðin frá einvígi þeirra í
Reykjavík.
Fischer vildi ekki ræða einkamál
sín. Aðspurður kvaðst hann ekki
hafa hugleitt að setjast að á Íslandi
fengi hann frelsið á ný. Hann teldi
að loftslag á Íslandi hentaði sér
ekki, hér væri of kalt. Þá kvaðst
hann ekki geta hugsað sér að búa á
Íslandi á meðan hér væri bandarísk
herstöð. Hvatti hann Íslendinga til
að losa sig við bandarískt varnarlið.
Hann sagðist og hafa lesið að í ráði
væri að reisa nýtt álver á Íslandi og
taldi þær fréttir ekki gleðiefni.
Hann kvaðst enn minnast meng-
unarinnar úr álverinu í Straumsvík.
Fischer nefndi að hann gæti
hugsað sér að setjast að í Sviss.
Hár á höfuð
Berlusconi
ÍTALSKUR lýtalæknir, Piero Ros-
ati að nafni, greindi frá því í blaða-
viðtali sem birtist í gær að hann
hefði grætt hár á höfuð Silvios
Berlusconis, forsætisráðherra Ítal-
íu.
Mikla athygli vakti fyrr í vikunni
að Berlusconi bar skuplu á höfði
þegar hann tók á móti Tony Blair,
forsætisráðherra Bretlands, og eig-
inkonu hans er þau komu til Sardin-
íu.
Vangaveltur vöknuðu um að
Berlusconi, sem er 67 ára, hefði
gengist undir aðgerð til að fjölga
hárum á höfðinu. Þetta staðfesti
síðan Piero Rosati í viðtali við dag-
blaðið Corriere della Sera í gær.
Kvaðst hann hafa flutt til hár á
höfði Berlusconis til að minnka
skallann. Nokkrar vikur myndu
líða þar til ljóst yrði hvort aðgerðin
hefði borið tilætlaðan árangur.
Rice valda-
mest kvenna
CONDOLEEZZA Rice, þjóðarör-
yggisráðgjafi Georges W. Bush,
Bandaríkja-
forseta, er valda-
mesta kona
heims, að mati
bandaríska við-
skiptatímaritsins
Forbes. Wu Yi,
aðstoðarforsæt-
isráðherra Kína,
er í öðru sæti og
Sonia Gandhi,
leiðtogi indverska
Kongressflokksins, er í þriðja sæti
að mati blaðsins.
Í fjórða sæti er Laura Bush, eig-
inkona Bandaríkjaforseta, og í
næstu sætum koma Hillary Clinton
öldungadeildarþingmaður, Sandra
Day O’Connor og Ruth Bader Gins-
burg sem báðar eru hæstarétt-
ardómarar í Bandaríkjunum.
Rúmlega helmingur af konunum
í 100 efstu sætunum búa í Banda-
ríkjunum.
Of kalt á Íslandi
Condoleezza Rice
ALI-moskan í Najaf, sem verið hef-
ur miðdepill átakanna þar í borg að
undanförnu, er meðal merkustu
kennileita íslamskrar listar. Er hún
fagurlega skreytt og geymir að
sögn mörg forn og ómetanleg hand-
rit. Síðast en ekki síst er hún reist
yfir silfurslegna gröf Ali bin Abi
Talibs, frænda og tengdasonar Mú-
hameðs spámanns, mesta dýrlings
sjíta. Þótt það yrði létt verk fyrir
íraska og bandaríska hermenn að
yfirbuga menn uppreisnarklerksins
Moqtada al-Sadr sem þar hafa hald-
ið til undanfarnar vikur, gæti árás á
moskuna haft alvarlega afleiðingar í
för með sér.
Verði moskan fyrir skemmdum í
átökunum gæti það valdið mikilli
reiði með Íraka og múslíma um
allan heim, aukið hatrið á her-
námsliðinu og bráðabirgðastjórn-
inni og hugsanlegt eflt mjög stuðn-
ing við uppreisnarklerkinn
Moqtada al-Sadr. Í augum 120 millj-
óna sjíta er Ali-moskan háheilög og
sjálfur miðpunktur alls þeirra
trúarlífs.
Moskan sjálf er umkringd fer-
hyrndri byggingasamstæðu og öll
mjög fagurlega skreytt ljóðum og
versum úr Kóraninum, gimsteinum
og gulli. Talsmenn bráðabirgða-
stjórnarinnar hóta allsherjarárás á
uppreisnarmennina og segja, að
hún muni þá verða öðrum uppreisn-
arhópum víti til varnaðar, en bráða-
birgðastjórnin hlýtur þó að átta sig
á því, að verði helgidóminum spillt,
er óvíst, að lífdagar hennar sjálfrar
verði öllu lengri.
Enginn kostur góður
Bandarísku hermennirnir hafa
strangar fyrirskipanir um að skjóta
ekki á Ali-moskuna en hún hefur
samt sem áður orðið fyrir minni-
háttar skemmdum og kenna hvorir
öðrum um. Margir sjítar eru hins
vegar ævareiðir því einu, að erlend-
ir villutrúarmenn skuli yfirleitt vera
á þessum helga stað. Með það í huga
lýsti Hazem Shaalan, varnarmála-
ráðherra bráðabirgðastjórnarinnar,
því yfir, að aðeins íraskir hermenn
myndu taka þátt í hugsanlegri árás.
Hlutverk Bandaríkjamanna yrði að
styðja þá úr lofti og loka öllum að-
liggjandi vegum. Þessi áætlun hefur
þó líka ýmsar hættur í för með sér.
Írösku hermennirnir eru ekki
jafn vel þjálfaðir og þeir bandarísku
og því meiri hætta á, að þeir valdi
skemmdum á moskunni. Þá er held-
ur ekki ólíklegt, að það verði erfitt
fyrir írösku hermennina að berjast
um stað, sem er jafnháheilagur
þeim og öðrum sjítum. Þar fyrir ut-
an breytir það litlu þótt aðeins
íraskir hermenn gerðu árásina. Á
hana yrði hvort sem er litið sem
verk Bandaríkjamanna.
„Verði gerð árás á moskuna mun
það kynda undir meira hatri á
Bandaríkjamönnum meðal múslíma
en áður hefur þekkst,“ sagði Juan
Cole, sérfræðingur í íröskum mál-
efnum við Michigan-háskóla, „og
gera endanlega út um lögmæti
bráðabirgðastjórnarinnar.“
Óþrjótandi uppspretta
Cole bendir einnig á, að yfirlýs-
ingar yfirvalda um að uppræta
Mehdi-herdeild Sadrs með árás á
stöðvar þeirra við moskuna séu
barnalegar í besta falli. Ástæðan sé
fyrst og fremst sú, að liðsmenn henn-
ar séu langflestir úr fátækrahverfum
sjíta í Najaf og víðar. Þess sé ekki að
vænta að sú uppspretta sé að þorna.
„Þótt liðsmenn Sadrs verði hraktir
úr moskunni þá væri það bara tíma-
bundið áfall,“ sagði Cole.
Árás á Ali-
moskuna gæti
kveikt nýja elda
Verði henni spillt gæti það gert út
af við írösku bráðabirgðastjórnina
!"#$%&'!'(#)$***+
,- % , . /-- 0 1 2 -,
3 * . - . 3
- "4 ,
35 ,
- - .1 6 0
-
* +
! -
! -
3 7.! /!'# %3.
8 8 & # ! 5 #
'8 9"% # !"#% "
+4/.! .""
.
'
* .
#%%
.
-8
-4""
)4%
!
/
ÍRASKUR piltur gengur framhjá
mynd af Ahmed Chalabi, fyrrver-
andi yfirmanni íraska fram-
kvæmdaráðsins, á mótmælagöngu
í Bagdad í gær. Um það bil 500
ungmenni tóku þátt í göngunni
sem var skipulögð til að mótmæla
áformum íraskra yfirvalda um að
ákæra Chalabi fyrir pen-
ingafölsun. Mörg ungmennanna
viðurkenndu þó að þau hefðu að-
eins mætt í gönguna til að fá
ókeypis boli sem skipuleggjendur
hennar hefðu lofað. Þau héldu á
myndum af Chalabi en hrópuðu
vígorð til stuðnings sjía-klerk-
inum Moqtada Sadr og liðs-
mönnum hans í Najaf.
Reuters
Fengu myndir af
Chalabi en studdu Sadr
BANDARÍSKI öldungadeildarþing-
maðurinn Ted Kennedy hefur fimm
sinnum verið stöðvaður og færður til
yfirheyrslu á flug-
völlum í Banda-
ríkjunum vegna
þess að nafn sem
líktist nafni hans
var á lista yfir
hugsanlega
hryðjuverka-
menn. Tom Ridge,
ráðherra heima-
varnarmála í
Bandaríkjunum, hefur beðið þing-
manninn afsökunar á klúðrinu. Kom
þetta fram er fjallað var um farþega-
listana í þinginu á fimmtudag.
„Ef þingmenn lenda í svona vand-
ræðum, hvernig meðferð fá þá
óbreyttir amerískir borgarar sem
verða fyrir þessu, hvernig í ósköp-
unum eiga þeir að hljóta sanngjarna
meðferð og hvernig getur verið
öruggt að ekki sé troðið á réttindum
þeirra?“ spurði Kennedy sem er
þingmaður demókrata frá
Massachusetts.
Kennedy hefur fimm sinnum verið
stöðvaður á flugvöllum í Wash-
ington og Boston. Starfsmenn flug-
félagsins US Airways neituðu að
selja honum farmiða vegna þess að
nafnið hans væri á lista hjá þeim.
Þegar hann spurði hvers vegna svo
væri fékk hann svarið: „Við getum
ekki sagt þér það.“
Var þingmanninum í öll skiptin
hleypt í gegn eftir að eftirlitsmenn
báru kennsl á hann en nokkrum
sinnum varð þetta næstum því til
þess að hann missti af flugi.
Eftir að þetta hafði gerst í þrí-
gang hafði þingmaðurinn samband
við samgöngumálayfirvöld og bað
um að listinn yrði endurskoðaður til
að koma í veg fyrir rugling af þessu
tagi. Hann var samt sem áður stöðv-
aður tvisvar eftir það. Þurfti hann
að hringja alls þrisvar sinnum í yf-
irvöld og biðja um að þetta yrði leið-
rétt til að tryggja að hann kæmist
óhindrað í flug.
Hermt var að þingmaðurinn hefði
verið stöðvaður vegna þess að mað-
ur sem var á lista yfir meinta
hryðjuverkamenn hefði notað dul-
nefnið T. Kennedy.
Öryggisgæslan á flugvöllum vestra
Kennedy stöðvaður
hvað eftir annað
Washington. AP, The Washington Post.
Ted Kennedy
TALSMAÐUR bandaríska varnar-
málaráðuneytisins sagði í gær að
ekki hefðu komið fram vísbendingar
um að læknar Bandaríkjahers hefðu
aðstoðað við pyntingar á föngum í
Abu Ghraib-fangelsinu í Bagdad eða
hylmt yfir þær.
Í breska læknatímaritinu Lancet
eru læknar Bandaríkjahers sakaðir
um að hafa aðstoðað við að skipu-
leggja pyntingarnar, fylgst með
þeim og falsað skýrslur og dánar-
vottorð til að hylma yfir þær.
Talsmaður varnarmálaráðuneytis-
ins sagði að ásakanirnar væru „al-
varlegar og víðtækar“ en að í grein
Lancet væri dregin upp „ónákvæm
mynd af því hvernig læknarnir
gegndu skyldum sínum“. Engar vís-
bendingar hefðu komið fram um að
læknarnir hefðu aðstoðað við pynt-
ingarnar eða hylmt yfir þær.
Pyntingarnar í Abu Ghraib
Segja ekkert benda til
samsektar lækna
London. AFP.