Morgunblaðið - 21.08.2004, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 21.08.2004, Qupperneq 24
MINNSTAÐUR 24 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LANDIÐ SJÖ hverastrýtur að minnsta kosti fundust norður af Arnarnesi nú í vik- unni og benda allar líkur til að þær séu virkar. Fyrir milligöngu Íslenskra orku- rannsókna á Akureyri fékk Norður- orka hafrannsóknarskip Landhelgis- gæslunnar, Mb Baldur, til að kortleggja botn Eyjafjarðar á milli Laufásgrunns og Arnarness. Að sögn Bjarna Gautasonar jarðfræð- ings hjá stofnuninni var tilgangurinn tvíþættur. Annars vegar að afla upp- lýsinga um botngerð og lögun vegna mögulegrar lagningar hitaveitu yfir fjörðinn, en á vegum Norðurorku hefur að undanförnu verið athugað með hvað hætti sjá mætti Grenivík fyrir heitu vatni til húshitunar. Einn þeirra kosta sem nú eru til skoðunar er að tengja Grenivík við vinnslu- svæði Norðurorku á Arnarnesi. Hins vegar var tilgangur kortlagningar- innar sá að finna ummerki um jarð- hita á hafsbotninum norður af Arn- arnesi og Arnarnesvík. Fjölgeisladýptarmælir sem gefur mjög nákvæma mynd af lögun hafs- botnsins var notaður en mælingar stóðu yfir fyrr í vikunni. Frumúr- vinnsla gagnanna fer fram jafnóðum um borð í skipinu en frekari úr- vinnsla stendur nú yfir. Hverastrýt- urnar sem fundust eru í það minnsta sjö talsins og virðast liggja á einni jarðhitasprungu. „Okkur þykir þetta af ýmsum ástæðum mjög merkilegt,“ sagði Bjarni. „Ég hef mikinn áhuga á þeim jarðhitakerfum sem eru hér í Eyja- firði, m.a. til að reyna að skilja þau í víðu samhengi, hvernig eiginleikar kerfanna breytast frá norðri til suð- urs. Það virðist vera að eftir því sem norðar dregur séu kerfin kaldari, en vatnsgæfari og öflugri. Það er því áhugi á að rannsaka þetta nánar og sjá hvers kyns er og reyna að átta sig á tengslunum á milli kerfanna ef ein- hver eru.“ Bjarni nefndi einnig að í kringum hitauppsprettur af þessu tagi væri einnig mjög sérstakt plöntu og lífríki. Bjarni sagði að enn hefði ekki ver- ið kafað niður að strýtunum, en það yrði væntanlega gert í næstu viku. Rannsóknir á jarðfræði og lífríki kringum strýturnar verða sam- starfsverkefni Íslenskra orkurann- sókna á Akureyri, Norðurorku, Auð- lindadeildar Háskólans á Akureyri og Hafrannsóknarstofnunar á Akur- eyri. Merki um jarðhita á botni Eyjafjarðar Fundu sjö hverastrýtur sem líklega eru virkar Hverastrýtur norður af Arnarnesi. Horft til vesturs yfir fjörðinn í átt að Arnarnesi. Athugið að lóðréttur og láréttur mælikvarði er ekki sá sami og er hæð strýtnanna ýkt. SKÓLASTARF hófst í öllum grunn- skólum Akureyrar í gær nema Brekkuskóla, en þar verður skólinn settur eftir helgi. Alls verða um 2.630 nemendur við nám í grunn- skólum bæjarins í vetur og eru þá tæplega 30 nemendur í Grunnskól- anum í Hrísey þar með taldir en sveitarfélögin sameinuðust sem kunnugt er fyrr í sumar. Nemendur, kennarar og starfs- fólk í Síðuskóla mættu hress og kát til skólasetningar í gærmorgun, en þar á bæ hafa staðið yfir fram- kvæmdir í sumar. Fólk mætti til setningar í nýjum samkomusal sem eflaust á eftir að koma sér vel í fé- lagsstarfinu á komandi vetri. Þar er nú einnig komið nýtt mötuneyti og síðast en ekki síst hefur íþrótta- hús risið við skólann sem stórbætir alla aðstöðu. Morgunblaðið/Margrét Þóra Eftirvænting: Nemendur í Síðuskóla mættu til skólasetningar í gærmorgun. Í skólann á ný eftir gott sumar Hólmavík | Ferðaþjónar á Ströndum láta vel af ferðamannastraumnum það sem af er sumri. Hjá ferðaþjónustunni á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð er um metsumar að ræða og lætur nærri að herbergjanýtingin í júlí hafi verið 100%. Þar hefur verið rekið gistihús síðan í júní 2001 og telur Jón Jónsson, sem rek- ur gistihúsið ásamt konu sinni Ester Sigfúsdóttur, að þau þurfi að fara að huga að fjölgun gistirýma. Taldi hann að aðrir sem selja gistingu á Ströndum hlytu að hafa svipaða sögu að segja varðandi nýtinguna í sumar. Jón kemur einnig að starfi upplýs- ingamiðstöðvar og Sauðfjárseturs á Ströndum. Upplýsingamiðstöðin hefur umsjón með tjaldsvæðinu á Hólmavík, en það var stækkað heilmikið í sumar og til stendur að leggja þar rafmagn og koma upp losunaraðstöðu fyrir húsbíla. Breytingar með tilkomu sundlaugar Gífurleg aðsókn hefur verið á tjaldstæðið og merkir starfsfólk upplýsingamiðstöðvarinnar mikla breytingu með tilkomu nýrrar sundlaug- ar sem staðsett er við hliðina á tjaldsvæðinu. Fólk staldri lengur við á tjaldstæðinu og nýti sundlaugina vel. Þá hefur upplýsingamiðstöðin boðið upp á þá nýjung að leigja út reiðhjól heil- an eða hálfan dag og hefur reiðhjólaleigunni verið vel tekið. Gestafjöldi á Sauðfjársetri í Sæv- angi er svipaður og áður, en þetta er þriðja sumarið sem það er starfrækt. Þar eru þó eftir tveir stórir viðburðir á næstu vikum og ber þar hæst meistaramót í hrútadómum á sunnudag- inn. Að sögn Jóns Jónssonar vakti mótið mikla athygli í fyrra og er þetta sá viðburður á sum- ardagskrá setursins sem dregur helst að sér ferðamenn alls staðar af landinu. Einnig er framundan bændahátíð í sept- ember og er hún lokapunktur sumarsins hjá Sauðfjársetrinu og um leið nokkurs konar uppskeruhátíð bænda á svæðinu. Þangað hafa alltaf slæðst nokkrir ferðamenn og þeir sem koma á viðburð hjá sauðfjársetrinu skemmta sér yfirleitt konunglega og ákveða að koma aft- ur. Gunnar S. Jónsson forstöðumaður íþrótta- mannvirkja tók í sama streng og lét vel af að- sókninni í sundlaugina. Frá opnun hennar um miðjan júlí hafa alls komið um 3000 gestir, en fyrsta helgin var sú besta til þessa. Stór hluti sundlaugargesta eru ferðamenn. Aðsókn á Galdrasýningu á Ströndum hefur alltaf aukist ár frá ári og að sögn Sigurðar Atla- sonar, sem hefur verið þar flestar helgar í sum- ar og kveðið niður drauga í gervi galdramanns, er enn eitt metárið orðið að veruleika. Magnús H. Magnússon eigandi Café Riis og Braggans á Hólmavík sagði að þar væri mun betri traffík en í fyrrasumar. „Það varð bylt- ing eftir að fótboltinn var búinn, það er eins og fólk haldi að það sé ekki til sjón- varp annars staðar en heima í stofu,“ sagði Magnús. Hann kvaðst einnig verða var við að fólk stoppaði lengur en áður og taldi að sundlaugin og stækkun tjaldsvæðisins hefðu gífurleg áhrif á það. Café Riis er einn af þeim veit- ingastöðum sem bjóða upp á þjóðlega rétti sem eru sérmerktir á matseðli og hefur þeim verið vel tekið, sérstaklega af útlendingunum. Enn er töluverður ferðamannastraumur á Café Riis en Magnús sagði að vanalega færi að hægjast um þegar vika er liðin af ágúst. Fjölmenni í Bragganum Magnús rekur einnig samkomuhúsið Bragg- ann og þar var stórdansleikur með Hljómum fyrr í mánuðinum. Auk heimafólks og burt- fluttra Strandamanna mættu gestir frá Reykja- vík, Keflavík, Akranesi og víðar að á dansleik- inn sem var mjög fjölmennur. Café Riis var nýlega auglýst til sölu en Magnús sem gerði húsið upp og hefur rekið þar veitinga og skemmtistað í níu ár, mun halda rekstrinum áfram þar til tekst að selja. Ljóst er að ferðaþjónar á Ströndum þurfa engu að kvíða ef miðað er við þetta sumar. Veð- urblíðan hefur átt sinn þátt í góðu sumri og virðist vera að sú uppsveifla sem hefur verið í uppbyggingu ferðaþjónustu á Ströndum síðasta áratuginn sé orðin stöðug. Mikill ferðamannastraumur hefur legið á Strandir í sumar Huga þarf að fjölgun gistirýma Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Ferðaþjónustubændurnir Jón Jónsson þjóðfræðingur og Ester Sigfúsdóttir bókavörður. Í baksýn er bær þeirra, Kirkjuból. Egilsstaðir | Í tilefni af héraðshátíðinni Orm- steiti á Fljótsdalshéraði efndu stjórnendur Ormsteitis og félagið Ormsskrínið til hug- myndasamkeppni meðal ungs fólks (18-30 ára) sem búsett er á Austurlandi, um listaverk/ skúlptúr sem hefði Lagarfljótsorminn að við- fangsefni. Hugmyndirnar skyldu taka mið af því að listaverkinu yrði komið fyrir utandyra og að það yrði varanlegt. Í fréttatilkynningu segir að þátttaka hafi verið ágæt og fimm hugmyndir nú verið hengdar upp í Ormsteitistjaldinu á Egils- stöðum. Þar gefst gestum og gangandi kostur á að greiða þeirri tillögu atkvæði sem þeim þykir best. Atkvæði almennings munu síðan vega 50% á móti niðurstöðum þriggja manna dómnefndar sem í eiga sæti: Alma J. Árna- dóttir grafískur hönnuður, Ólöf Björk Braga- dóttir myndlistarkona og Einar Ólafsson byggingafræðingur. Úrslit verða tilkynnt á kvöldvöku í tjaldinu í kvöld. Hlutskarpasta tillagan hlýtur 100.000 kr. verðlaun auk þess sem höfundur mun njóta brautargengis við að gera listaverkið að veru- leika. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Lagarfljótsormurinn er allsráðandi á Héraði: Í kvöld verða sýndar vinningstillögur að skúlptúrum tengdum orminum langa. Listaverk byggð á Lagarfljótsorminum ALLS eru 1.560 nemendur skráðir til náms við Háskólann á Akureyri og hafa þeir aldrei verið fleiri, en á síðastliðinu skólaári voru nemendur 1.430 talsins. Um rúmlega 9% fjölg- un er því að ræða milli ára. Kennsla nýnema í grunnnámi hefst á mánudag, 23. ágúst, með dag- skrá sem nefnd hefur verið vel- gengnisvika. Hún er byggð upp á kynningum sem hafa að markmiði að undirbúa nýnema fyrir nám og starf í háskóla. Í boði eru hnitmiðuð og hagnýt námskeið, tölvuumhverfi og stoðþjónusta háskólans er kynnt og fleira gert. Þetta er í fjórða sinn sem starfsárið hefst með velgengnisviku, en henni er ætlað að gera aðlögun nýnema að háskólanámi auðveldari. Ýmsar nýjungar verða hvað náms- framboð varðar, einkum í félagsvís- inda- og lagadeild sem nú er að hefja sitt annað starfsár. Sálfræði, fjöl- miðlafræði og samfélags- og hagþró- unarfræði verða nú kennd í fyrsta sinn og þá hefur verið bætt við náms- efni í nútímafræði þannig að mögu- legt er að ljúka henni með BA-gráðu. Nýir stúdentagarðar verða teknir í notkun við Tröllagil og þá bætast 36 íbúðir við þær sem fyrir eru í eigu Félagsstofnunar stúdenta á Akur- eyri. Í húsinu er einnig fjögurra deilda leikskóli. Nýtt rannsóknarhús verður tekið í notkun í október, en þar munu auðlindadeild og upplýs- ingatæknideild hafa aðsetur ásamt ýmsum stofnunum sem tengjast starfsemi háskólans. Skólaárið að hefjast í Háskólanum á Akureyri Nemendur aldrei verið fleiri en nú

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.