Morgunblaðið - 21.08.2004, Qupperneq 33
Elsku amma.
Nú ert þú farin og bara
minningarnar eftir. Mér þykir
sárt að kveðja þig en ég veit að
þér líður vel núna. Mér mun
alltaf þykja vænt um þig og ég
mun sakna þín, en nú ert þú í
faðmi Jesú og hann sagði:
Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið
og þungar byrðar, og ég mun veita yð-
ur hvíld.
(Matteus 11:28.)
Þín
Birta Mjöll.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Systkinin frá Birkihlíð.
Elsku langamma, við viljum
minnast þín með þessari bæn
og í bænum okkar biðjum við
guð að passa þig.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Sunna og Sara.
HINSTA KVEÐJA
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 33
✝ Arnbjörg Jóns-dóttir, ævinlega
nefnd Ebba, fæddist
að Nesi í Flókadal í
Skagafirði 6. janúar
1928. Hún lést á
hjartadeild Land-
spítala – háskóla-
sjúkrahúss 12. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Jón Stefánsson, f. 1.
des. 1894, d. 1. mars
1964 og Sigurbjörg
Halldóra Jónsdóttir,
f. 5. júní 1884, d. 9.
júní 1954. Systkini
Ebbu eru Anna, f. 12. jan. 1921,
Stefanía, f. 12. mars 1925 og
Björn, f. 26 október 1925.
Eiginmaður Ebbu er Gunnar
Kristín Bergmann, f. 25. okt.
1962, saman eiga þau tvö börn en
fyrir átti Þröstur eitt og Kristín
þrjú. Pálína Sif Gunnarsdóttir, f.
15. júlí 1968, maki Einar Mar-
teinsson, f. 20. okt 1966, þau eiga
einn son.
Ebba flutti ung að árum frá
Nesi í Flókadal að Hvammkoti við
Hofsós. Hún útskrifaðist frá Ljós-
mæðraskóla Íslands 1949 og vann
sem ljósmóðir í Hofsósi og ná-
grenni í hartnær 30 ár. Ebba var
ein af stofnendum Slysavarna-
deildarinnar Hörpu á Hofsósi og
formaður til margra ára, einnig
var hún virk í hinum ýmsu fé-
lagasamtökum á Hofsósi. Ebba og
Geiri byggðu sér hús að Kárastíg
15 á Hofsósi og bjuggu þar til árs-
ins 1985 en þá fluttu þau suður til
Reykjavíkur. Ebba var síðan
deildarstjóri á Elliheimilinu
Grund til ársins 1996.
Útför Ebbu fer fram frá Hofs-
óskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Geir Gunnarsson, f. 4.
sept 1927. Foreldrar
hans voru Gunnar
Gunnarsson, f. 18. nóv
1894, d. 17. mars 1979
og Pálína Þorleifs-
dóttir, f. 10. apríl
1897, d. 24. mars
1968. Gunnar og Ebba
eiga þrjú börn, en fyr-
ir átti Ebba eina dótt-
ur. Þau eru: Jóna
Þórðardóttir, f. 16.
jan. 1947, maki Krist-
ján Arason, f. 29. maí
1945, þau eiga fjögur
börn og tvö barna-
börn. Gunnar Geir Gunnarsson, f.
24. jan. 1952, hann á tvö börn og
eitt barnabarn. Þröstur Viðar
Gunnarsson, f. 19. nóv 1960, maki
Kveðja til móður.
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.
Þú vaktir yfir velferð barna þinna.
Þú vildir rækta þeirra ættarjörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða anda,
sem gefur þjóðum ást til sinna landa
og eykur þeirra afl og trú.
En það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum – eins og þú.
Ég flyt þér móðir þakkir þúsundfaldar,
og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt,
er Íslands mestu mæður verða taldar,
þá mun það hljóma fagurt nafnið þitt.
Blessuð sé öll þín barátta og vinna.
Blessað sé hús þitt, garður feðra minna,
sem geymir lengi gömul spor.
Haf hjartans þakkir, blessun barna
þinna, – og bráðum kemur eilíft vor.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.)
Kveðja, börnin þín,
Jóna, Gunnar Þröstur
og Pálína.
Þá er stundin komin að kveðja
yndislega mömmu. Hún er lögð
upp í ferðina sem hún var farin að
þrá, búin að gera sitt. Ég var
kannski búin að búa mig undir
þetta en sárt er samt að hugsa til
þess að fá aldrei að sjá þig aftur
en ég reyni að vera sterk eins og
ég sagði þér. Þú varst bara orðin
svo hress, því var þetta áfall þegar
þú veiktist aftur. Það var svo sárt
þegar við pabbi fórum út í Hofsós
og tókum dótið ykkar saman þið
höfðuð ætlað ykkur að vera þar á
Kárastígnum í sumar þegar þú
veiktist.
Tilvera okkar er undarlegt
ferðalag eins og segir í ljóðinu eft-
ir Tómas Guðmundsson og þú
vildir að yrði spilað sem forspil við
útförina. Þú vildir enga ræðu en
ekki varð hjá því komið mamma
mín. Að minnast á hvað þú varst
frábær eiginkona, mamma, amma,
og síðan og ekki síst ljósmóðir,
þau voru ófá börnin sem að þú
tókst á móti í 30 ár.
Ég var svo stolt að mamma mín
skyldi vera ljósmóðir, mér fannst
það vera fallegasta starf í heimi.
Ég man hvað mér fannst skrýtið
að þú hefðir tekið á móti skóla-
systkinum mínu og krökkum sem
að ég þekkti mjög vel, þegar Maja
Runólfs átti sinn son, þá komstu
heim og sagðir við mig: Pálína,
finndu lyktina, þetta er svona ung-
barnalykt, og þegar Erla í
Glæsibæ átti Önnu Maríu, en hún
fæddist heima í stofu og ég man
að þú baðaðir hana í gömlu
hrærivélarskálinni. Einnig varstu
fengin til að aðstoða í sveitinni.
Mér minnistætt þegar þú varst
kölluð út í Mannskaðahól til Siggu
að hjálpa kind sem var að bera, þá
sá ég hvað lífið getur verið hverf-
ult. Margar eru minningarnar og
geymi ég þær í hjarta mínu
mamma mín.
Viltu mínar þakkir þiggja
þakkir fyrir liðin ár.
Ástríkið og umhyggjuna
er þú vina þerraðir tár.
Autt er sætið, sólin horfin
sjónir blinda hryggðar-tár.
Elsku mamma, sorgin sára
sviftir okkur gleði og ró.
Hvar var meiri hjartahlýja
hönd er græddi, og hvílu bjó
þreyttu barni og bjó um sárin
bar á smyrsl, svo verk úr dró.
Muna skulum alla ævi,
ástargjafir bernskuþrá.
Þakka guði gæfudaga
glaða, er móður dvöldum hjá.
Ein er huggun okkur gefin
aftur mætumst himnum á.
(Höf. ók.)
Elsku mamma, sorg okkar er
mikil og vil ég biðja góðan Guð að
gefa pabba og okkur öllum styrk.
Ég kveð þig með söknuði og virð-
ingu.
Þín dóttir
Pálína.
Elsku amma mín, mamma sagði
mér að þú værir komin upp til
Guðs en ég veit að þú getur komið
niður til okkar sem engill. Mér
finnst erfitt að skilja þetta en
mamma ætlar að búa til myndaal-
búm með myndum af þér og okkur
sem að við getum alltaf skoðað svo
ég mun aldrei gleyma þér. Í kistu-
lagningunni klappaði ég þér á
kinnina og kvaddi, ég veit að það
var rétt ákvörðun hjá pabba og
mömmu að leyfa mér að vera við-
staddur.
Það verður skrýtið að koma á
Klapparstíginn og engin amma,
enginn poki með hlaupi upp í skáp
og engin amma sem situr við
gluggann en afi verður þar og
ætla ég að vera duglegur að passa
hann.
Einnig ætla ég að halda áfram
að biðja Guð að blessa þig og fara
með bænirnar sem mamma kenndi
mér og sem þú og afi kennduð
henni.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Guð blessi þig, elsku amma mín.
Þinn ömmustrákur
Marteinn Geir.
Elskuleg amma okkar, Ebba, er
farin, við erum varla búin að átta
okkur á því að við eigum ekki eftir
að sjá þig aftur í þessu lífi, og ekki
í kolaportinu eins og við vorum
vön að gera á laugardögum. Setj-
ast öll saman og fá okkur kaffi og
meðlæti. En okkar bestu minn-
ingar eru þegar við vorum börn og
komum til þín á Kárastíg 15. Það
var alltaf svo gaman að fara á
sunnudagsrúntinn og koma til þín
í Hofsós og fá kalda mjólk og
kleinur, en það kom stórt bros á
okkur ef það voru til súkku-
laðibollur, þær voru bestar.
Elsku Ebba amma, þú varst
alltaf svo góð og tillitssöm og
tilbúin til að hlusta á okkur og
hjálpa ef eitthvað bjátaði á hjá
okkur systkinunum.
Elsku amma, við eigum eftir að
sakna þín sárt, við þökkum þér
fyrir alla þá blíðu og umhyggju
sem þú sýndir okkur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Elsku afi, guð gefi þér styrk til
að halda ótrauður áfram, við eig-
um svo margar góðar minningar
um ömmu sem við getum yljað
okkur við.
Arna, Dögg, Magnús og Víðir.
Mig langar að minnast ömmu
minnar með örfáum orðum.
Hún amma mín var alltaf svo
hlý og góð.
Þegar ég var barn var ég mikið
hjá ömmu og afa á Hofsósi og á ég
mjög margar skemmtilegar minn-
ingar þaðan, við fórum í bíltúra og
ferðalög innanlands.
Þegar amma og afi fluttu til
Reykjavíkur sá ég þau sjaldnar og
þótti mér það leitt en þau voru
dugleg að koma norður og ég að
fara til þeirra til Reykjavíkur.
Nokkrum árum síðar fluttum
við til Reykjavíkur sem var alveg
frábært því að þá gat ég hitt
pabba, ömmu og afa miklu oftar.
Það var alltaf svo gott að koma í
heimsókn á Klapparstíginn, setj-
ast inn í eldhús með ömmu og fá
sér mjólk og kleinur eða annað
bakkelsi.
Eftir að ég eignaðist dóttur
mína Ingu Lísu þá komum við
mæðgur oft í heimsókn og henni
þótti svo gaman að hitta ykkur,
langamma tók þá fram fullt af dóti
og lék við hana.
Elsku amma mín, þín verður
sárt saknað, þú varst búin að vera
veik í langan tíma og varst tilbúin
fyrir hinn eilífa svefn. Hvíldu í
friði, elsku amma.
Svo lengi sem ég man eftir mér
varstu til staðar
kenndir mér að elska aðra
og að elska sjálfa mig
þú varst alltaf tilbúin að hlusta,
halda í höndina á mér
og faðma mig.
Lífsgleði þín og umhyggja
höfðu mikil áhrif á líf mitt.
Þakka þér fyrir að vera
amma mín.
(Frieda MC Reynolds.)
Elsku afi, megi guð styrkja þig
og styðja.
Þín
Margrét Henný Gunnarsdóttir.
Elsku amma, ég var staddur á
Akranesi þegar pabbi hringdi í
mig og tilkynnti mér að þú værir
farinn. Það tók mig nokkra stund
að meðtaka þessa frétt, það fór
um mig mikil einmana tilfinning,
að vera einn á meðan allir í fjöl-
skyldunni voru á sjúkrahúsinu að
kveðja þig. Þegar ég kom aftur í
bæinn og gekk inn í herbergið þitt
á sjúkrahúsinu þá létti mér þegar
ég sá hversu mikil ró var yfir þér.
Þegar ég horfði á eftir þér hellt-
ust minningarnar yfir mig. Minn-
ingar sem mér þykir svo vænt um.
Þegar þið afi fóruð með okkur
Þröst Heiðar austur í Vík og við
dvöldust í sumarhúsinu. Það var
svo gaman að fylgjast með ykkur
afa, þið ljómuðuð alveg að fá að
snúast í kringum okkur frænd-
urna, hvort sem það var í fótbolta,
eggjatínslu eða stangaveiði. Ár-
legu heimsóknirnar á Þorláks-
messu þar sem þú reyndir alltaf
að koma skötunni ofan í mig en ég
náði alltaf að hopa undan. Ekki
má gleyma besta ís í heimi, sem
við fengum alltaf eftir matinn á
annan í jólum. Aldrei mun ég
gleyma deginum þegar ég fékk
stúdentshúfuna, þegar þú komst
til mín í veislunni og tjáðir mér
hvað þú værir ánægð með að ein-
hver færi menntaveginn í fjöl-
skyldunni og við vorum sammála
um að þetta væri bara byrjunin
sem og er.
Þú starfaðir sem ljósmóðir
mestan hluta ævi þinnar og
gegndir því starfi með miklum
sóma. Ég gleymi sögunum seint
sem pabbi sagði mér frá hvernig
þetta var í gamladaga, þegar þú
lagðir leið þína frá Hofsósi á
gönguskíðum út í Fljót að taka á
móti börnum og á meðan voru
þrjá konur úr sveitinni á Kára-
stígnum með nýfædd börn. Þú
varst sannkölluð járnkerling. Þeg-
ar ég kom í heimsókn á sjúkra-
húsið til þín eftir að þú veiktist og
sá þig með allar slöngurnar, þá
kom upp í huga minn, þetta væri
ekki amma eins og ég þekkti hana.
Þegar ég kvaddi þig þá sagði ég
við þig að þú yrðir að bíta á jaxl-
inn, þú svaraðir að bragði: „Ég er
ekki með tennurnar, en ég bít
samt“. Það var aldrei langt í húm-
orinn hjá þér, enda mjög orðhepp-
in og eru þeir þó nokkrir frasarnir
sem þú komst með sem lifa í
minningunni og fá mig til að
brosa.
Þú varst búin að berjast við
sykursýki í áratugi, það hlaut að
koma að dómsdegi. Eftir á að
hyggja er ég sáttur hvernig þetta
endaði því ég veit að þú ert ekki
þannig manneskja sem getur legið
upp í rúmi og starað upp í loftið.
Ég hefði ekki getað horft upp á
þig kveljast frá degi til dags.
Elsku amma, það er komið að
kveðjustund. Ég óska þér alls hins
besta í hinum nýja heimi og þakka
þér innilega fyrir allar okkar
stundir sem við áttum saman.
Megi Guð veita afa og okkur öllum
styrk á þessum erfiðu tímum.
Hvíldu í friði, elsku amma.
Gunnar Arnar Gunnarsson.
Elsku amma, takk fyrir að vera
alltaf svo góð við okkur. Það var
alltaf jafn gaman að heimsækja
ykkur afa, bæði hér í Reykjavík
og á Hofsós. En nú getum við ekki
lengur heimsótt þig, nú verðum
við bara að hugsa um allt sem við
gerðum saman.
Það var svo gaman á Þorláks-
messu þegar öll fjölskyldan kom
til þín og afa í skötuveislu, eða
þegar við fengum að gista og fór-
um svo í bíltúr og í Kolaportið.
Það var líka gaman þegar þið afi
buðuð okkur í sunnudagskaffi. Þú
komst líka alltaf og færðir okkur
ber þegar þið afi komuð að norðan
á haustin og mikið fannst okkur
spennandi þegar þið komuð með
eggin frá Vík. Nú verðum við að
vera dugleg að hugsa um afa fyrir
þig, við erum öll svo leið af því að
nú ert þú dáin, en við vitum að þér
líður vel hjá Guði.
Við elskum þig, þín barnabörn,
Þröstur Heiðar, Birta Mjöll,
Viðar Geir og Hekla Sól.
Elsku systir mín, loksins ertu
búin að fá hvíldina, þú varst búin
að berjast við þennan sjúkdóm
(sykursýkina) árum saman og
stóðst þig eins og hetja uns yfir
lauk.
Elsku Ebba mín, þetta eiga að
vera örfá orð til að þakka þér fyrir
allar okkar samverustundir í
gegnum liðna ævi.
Ein fyrsta minning um okkur
saman er þegar foreldrar okkar
fluttu frá Nesi í Flókadal að
Hvammkoti við Hofsós vorið 1937.
Þá fór mamma með okkur stelp-
urnar 9 og 12 ára gangandi með
þrjár kýr og eina meri. Þá voru
hvergi komnar brýr yfir ár. Við
höfðum þessa einu meri til þess að
fara yfir árnar. Ég man að við
gistum á Tjörnum þar sem tekið
var óskaplega vel á móti okkur. Þá
bjuggu þar foreldrar Sigrúnar, en
hún er nú húsfreyja þar. Þessi leið
mun vera um 40-50 kílómetrar.
Þetta sýnir að nú eru breyttir
tímar, svona ferðalag tíðkast sjálf-
sagt ekki í dag. Svo liðu æskuárin
og alvara lífsins tók við. Þú tókst
við ljósmóðurstarfinu í Hofsós og
nágrenni, það starf vannstu af
mikilli alúð og fórnfýsi.
Þú tókst á móti börnunum mín-
um. Ég minnist þess sérstakleg
hvað ég var örugg þegar þú varst
komin og tókst málið í þínar hend-
ur með glaðværð og skörungs-
skap. Þú varst alltaf boðin og
tilbúin að veita aðstoð ef veikindi
bar að höndum, bæði hjá mér og
öðrum.
Elsku Ebba systir. Guð blessi
þig og ástarþakkir fyrir samfylgd-
ina. Ég veit að þín bíður fjölmenn
móttökunefnd hinumegin, pabbi,
mamma og fjöldinn allur af Hofs-
ósingum og vinum.
Elsku Geiri minn, börn, tengda-
börn og barnabörn. Ykkar missir
er mikill, en öll él birtir upp um
síðir. Góði guð styrki ykkur í sorg-
inni. Kveðja
Stefanía systir.
ARNBJÖRG
JÓNSDÓTTIR (EBBA)
Í PERLUNNI
Erfidrykkjur
Upplýsingar og pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.250 kr. á mann.