Morgunblaðið - 21.08.2004, Síða 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 35
✝ Kjartan Hall-dórsson fæddist
á Oddastöðum í
Hnappadal 5. mars
1917. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 11.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar Kjartans
voru Halldór Jóns-
son, bóndi á Odda-
stöðum, f. 24.6. 1872,
d. 12.10. 1946 og
kona hans Guðríður
Jónsdóttir húsfreyja,
f. 4.9 1874, d. 15.3.
1954. Systkini Kjart-
ans voru: Jón, f. 23.6. 1901, d.
25.9. 1966, Guðríður, f. 16.5.
1902, d. 25.9. 1996, Guðmundur,
f. 30.9. 1904, d. 5.8. 1992, Guð-
leifur, f. 20.1. 1908, d. 21.1. 1908,
Kristinn, f. 20.1. 1908, d. 21.1.
1908, drengur, f. andvana 20.1.
1908, Sæmundur, f. 20.5. 1909, d.
8.5. 1979, Halldóra Guðrún, f.
6.1. 1912, d. 6.2. 1971, gift Óskari
Eggertssyni, f. 5.11. 1908, d.
14.3. 1995, þau áttu 3 börn, Sig-
urður Valgeir, f. 15.12. 1904, d.
20.3. 1978, og Kristín Salbjörg, f.
12.10. 1918, d. 12.8. 1993.
Kjartan kvæntist. 19.3. 1960
Huldu Tryggvadóttur frá Fá-
skrúðsfirði, f. 5.2. 1927, d. 26.9.
2001. Foreldrar hennar voru
hjónin Sig. Tryggvi Guðmunds-
son, f. 5.6 1875, d. 9.9. 1936 og
Þórey Jónsdóttir, f. 16.1 1883, d.
3.7. 1956. Kjördóttir þeirra er
Þórey Kjartansdótt-
ir, f. 2.4. 1960, gift
Jóhanni Pétri Guð-
jónssyni. Synir
þeirra eru Kjartan
Már og Jón Bjarni.
Fósturdóttir þeirra
er Erla Dögg Ár-
mannsdóttir, f. 19.7.
1964, í sambúð með
Finnboga Leifssyni.
Börn þeirra eru
Leifur, Tinna Krist-
ín og Hulda Rún.
Kjartan ólst upp á
Oddastöðum í
Hnappadal. Hann
gekk í farskóla í 3 vetur en lærði
annars af aðstæðum bernskunn-
ar. Hann varð bóndi á Oddastöð-
um ásamt föður sínum og bjó þar
til 1947. Þá keypti hann sér jörð-
ina Rauðkollsstaði í Eyjahreppi
og var bóndi þar til 1998. Hann
var símstöðvarstjóri frá 1947–
1984. Hreppstjóri í Eyjahreppi
1955–1991. Í skattanefnd og síð-
an umboðsmaður Skattstjóra
1961–1991. Umboðsmaður
Brunabótafélags Íslands 1952–
1991. Hann sat í hreppsnefnd
Eyjahrepps 1958–1978. Hann var
meðlimur í Lionsklúbbi Hnapp-
dæla í áraraðir. Hann sat áratugi
í stjórn Búnaðarfélagsins og
sinnti ótal öðrum trúnaðarstörf-
um.
Kjartan verður jarðsunginn
frá Borgarneskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Þá er hann fallinn. Kletturinn í
lífi okkar og margra annarra. Hann
stóð á meðan stætt var og horfði
alltaf til framtíðar. Uppgjöf og bit-
urleiki var ekki hans stíll. Hann
fæddist á Oddastöðum í Hnappadal
og ólst upp í stórum og samheldn-
um systkinahópi. Á Oddastöðum
var oft þröngt í bæ í litlu baðstof-
unni, en aldrei var þröngt í þeim
hjörtum sem þar réðu ríkjum. Þar
var þyrstum og svöngum veittur
beini og umkomulausir fengu húsa-
skjól. Pabbi lék sér með systkinum
sínum með horn, leggi, kjálka og
völur. Seinna áskotnuðust honum
kuðungar og skeljar og mundi alla
tíð gleði barnshjartans yfir þessum
auðævum. Í víðum fjallahring
Hnappadalsins átti hann sér
ógleymanlegar stundir á hestbaki.
Hestar fylgdu honum alla tíð síðan.
Þessar aðstæður mótuðu mann-
inn Kjartan, pabba okkar sem við
kveðjum í dag. Hann keypti jörðina
Rauðkollsstaði 1947 og flutti þang-
að ásamt móður sinni og 3 systk-
inum. 1956 kom til hans ráðskona.
Hulda Tryggvadóttir frá Fáskrúðs-
firði. Þar var gæfa þeirra ráðin. Þau
voru afskaplega ólík en samhent
hjón. Þau áttu stóran faðm og auð-
ugt hjarta og hjá þeim áttu margir
skjól í lengri eða skemmri tíma.
Doddi átti hjá þeim skjól frá 12 ára
aldri þar til hann flutti í eigin íbúð
1998. Hann hefur nú misst mikið.
Mörg voru börnin sem kusu að gera
þau að afa sínum og ömmu. Það var
okkar stóra gæfa í lífinu að alast
upp hjá þessum yndislegu foreldr-
um.
Rauðkollsstaðir standa í þjóð-
braut undir Hafursfelli. Hreppsbú-
ar og aðkomufólk þurftu oft á fyr-
irgreiðslu að halda varðandi síma.
Gestrisni og greiðasemi þeirra
hjóna einkenndi þetta heimili.
Þó að pabbi væri orðinn 87 ára
gamall átti hann alltaf auðvelt með
að skilja börnin og unglingana.
Hann kunni nefnilega að hlusta.
Hann kunni líka að taka fólki eins
og það var á sínum eigin forsend-
um. Hann var maður skoðana og
skoðanaskipta og studdi Sjálfstæð-
isflokkinn alla tíð. Hann var kíminn
maður sem horfði umburðarlyndum
augum á fortíðina og björtum aug-
um á framtíðina. Þótt hann væri bú-
inn að vera mikill sjúklingur í meira
en 30 ár var aldrei í honum uppgjöf.
Hann ætlaði að halda áfram að lifa
fram í andlátið. Það hvarflaði aldrei
að honum að það væri of seint að
byrja á einhverju. En langlífinu
fylgir böggull. Hann var búinn að
fylgja mörgum til grafar. Öllum sín-
um systkinum og fyrir þremur ár-
um mátti hann stíga þau þungu
spor að fylgja konu sinni til grafar.
Þá fannst honum þetta nú orðið
ágætt. Hann gafst þó ekki upp.
Hann lagði kapp á að búa einn og
hugsa um sig sjálfur. Hann eldaði
sér heitan mat á hverjum degi,
þurrkaði af og skúraði gólf. Það var
hans ósk að fá að sjá um sig sjálfur
fram í andlátið. Það tókst honum
með dyggri aðstoð frá Dodda, sem
sýndi þeim hjónum mikla tryggð.
Við trúum að hann sé nú kominn á
hestbak og ríði greitt inn í ljósið þar
sem mamma tekur á móti honum.
Elsku pabbi, hafðu hjartans þökk
fyrir allt. Við söknum þín sárt, en
vitum að tíminn var kominn.
Þórey og Erla.
Það var af hreinni góðmennsku
og greiðasemi við foreldra mína
sem Kjartan Halldórsson, þá bóndi
á Rauðkollsstöðum, samþykkti að
taka undirritaðan í sveit sumarið
1979. Líklega hefur foreldrunum
þótt pilturinn heldur baldinn og
ekki veita af því að komast í læri
hjá slíkum höfðingja sem Kjartan
var. Ég var þá fimmtán vetra gam-
all og dæmigert borgarbarn sem
fram að þeim tíma hafði haft tak-
markaðan áhuga á sveitalífi og
sveitastörfum. Það átti svo sann-
arlega eftir að breytast því Kjartan
og Hulda reyndust sérlega góðir
húsbændur sem á sinn einstaka
hátt kenndu unglingnum að bera
virðingu fyrir góðu dagsverki,
mönnum og málleysingjum, en ekki
síst fyrir sjálfum sér. Svo vel líkaði
mér dvölin að ekki vildi ég í bæinn
um haustið heldur ákvað ég að
ljúka grunnskólanámi þann vetur-
inn frá Laugargerðisskóla í næsta
nágrenni við Rauðkollsstaði.
Raunar fór það svo að ég var með
annan fótinn á bæjarhlaði þeirra
hjóna næstu árin enda voru þau
orðin mér afar kær og leið mér
hvergi betur en í félagsskap við þau
og það umhverfi sem þau bjuggu til
á Rauðkollsstöðum. Að vinnudegi
loknum var löngum setið fram eftir
kvöldi við eldhúsborðið á bænum og
skrafað. Þar var maður manns
gaman. Þjóðmálin krufin og í bland
við kaffi og ljúffengar sýrópskökur
frá Huldu var gjarnan spilaður
Rússi þar sem borgarbarnið fór
jafnan halloka í fyrstu, þótt heldur
hafi leikar jafnast eftir því sem
slagirnir urðu fleiri og þekkingin
óx.
Kjartan var einstakur maður.
Þótt hvorki væri hann langskóla-
genginn né víðförull hef ég síðan
hitt fáa menn jafnfróða, víðsýna og
næma á mannleg samskipti og
hann. Hann hafði þægilega nær-
veru. Lundin var létt og kersknin
aldrei langt undan. Hann kunni líka
þá list að brúa kynslóðabilið. Með
höfðinglegu fasi og stóískri ró tókst
honum að fanga huga minn á köfl-
um og kveikja hjá mér áhuga á
mönnum og málefnum. Þótt áratug-
ir skildu okkur að í aldri og bak-
grunnur okkar væri ólíkur reyndist
Kjartani auðvelt að varpa þannig
ljósi á umræðuna að til urðu
skemmtileg samtöl sem skildu eftir
þekkingu í hugskoti mínu og mót-
uðu afstöðu mína til hlutanna. Oftar
en ekki var umræðuefnið lífið til
sveita í fortíð og nútíð auk þess sem
þjóðmálin almennt voru ósjaldan
rædd. Skoðanir hans í þeim efnum
voru vel mótaðar og ákveðnar en
báru á sama tíma vott um næman
skilning og fordómaleysi gagnvart
skoðunum annarra. Þegar ég horfi
til baka er ég ekki í nokkrum vafa
um að þau ár sem ég naut veiga úr
viskubrunni Kjartans eru mér
ómetanleg og betri undirbúning
undir lífið gat ég ekki fengið en
dvölina hjá heiðurshjónunum á
Rauðkollsstöðum.
Að lokinni langri ævi hefur Kjart-
an nú verið kallaður til annarra
verka og endurfunda við Huldu
sína. Minningin um einstakan mann
mun ávallt lifa í hugskoti mínu.
Votta ég dætrum þeirra hjóna,
mökum og öðrum aðstandendum
samúð mína.
Orri Hlöðversson.
KJARTAN
HALLDÓRSSON
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ANNA PÁLÍNA JÓNSDÓTTIR
frá Sauðhúsum,
Ögurási 3, Garðabæ,
verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ
þriðjudaginn 24. ágúst kl. 13.30.
Egill Jón Benediktsson,
Birgir Símonarson, María Kristín Lárusdóttir,
Johnny Símonarson, Hugrún Ásta Elíasdóttir,
Helen Gunnarsdóttir,
Benedikt Egilsson, Sigrún Eyjólfsdóttir,
Jón Egilsson, Sigurborg Valdimarsdóttir,
Herdís Egilsdóttir, Brynjólfur Garðarsson,
ömmu- og langömmubörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir,
afi og langafi,
FRIÐFINNUR JÚLÍUS GUÐJÓNSSON
verkstjóri,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
lést fimmtudaginn 19. ágúst.
Lára Hannesdóttir,
Garðar Friðfinnsson,
Rut Friðfinnsdóttir,
Björk Friðfinnsdóttir,
Viðar Friðfinnsson,
Aðalheiður Halldórsdóttir,
Hannes Halldórsson,
Gunnar Halldórsson,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Þökkum af alhug öllum þeim, sem auðsýndu
okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og
útför hjartkærs eiginmanns míns, pabba okkar,
tengdapabba, tengdasonar, bróður, mágs og
svila,
ÞRASTAR HELGASONAR
kennara,
Hófgerði 12,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeildar Landspítalans við
Hringbraut og heimahlynningar Krabbameinsfélagsins.
Hulda Brynjúlfsdóttir,
Drífa Kristín Þrastardóttir, Karl Ólafsson,
Heiðar Þór Þrastarson,
Úlfur Ingi Jónsson, Marta Rúnarsdóttir,
Ingiríður Árnadóttir, Brynjúlfur Sigurðsson,
Svala Helgadóttir,
Erla Helgadóttir, Sverrir Guðmundsson,
Valur Helgason, Ásta Gísladóttir,
Haukur Helgason, Eyrún Kjartansdóttir,
Örn Helgason, Elísabet Hannam,
Ragnheiður Brynjúlfsdóttir, Jón Óskarsson,
Sigurður Brynjúlfsson, Anna María Karlsdóttir.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HÖRÐUR SIGURVINSSON,
Safamýri 56,
lést miðvikudaginn 19. ágúst.
Jarðarförin auglýst síðar.
Eyjólfur Harðarson, Sigþrúður Sæmundsdóttir,
Hulda Harðardóttir,
Anna Sess Harðardóttir,
Ólafur Harðarson
og barnabörn.
Elskuleg dóttir okkar og systir,
DÝRLEIF YNGVADÓTTIR,
Heiðarlundi 2,
Akureyri,
lést á Landspítalanum við Hringbraut að kvöldi
fimmtudagsins 19. ágúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Svanhvít Þórhallsdóttir, Yngvi Þór Kjartansson,
Berglind Yngvadóttir,
Kjartan Þór Yngvason,
Jóna Yngvadóttir.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
JÓHANN HALLDÓRSSON
útgerðarmaður,
Höfðavegi 34,
Vestmannaeyjum,
lést að kvöldi miðvikudagsins 18. ágúst.
Aðalbjörg Bernódusdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.