Morgunblaðið - 21.08.2004, Page 36

Morgunblaðið - 21.08.2004, Page 36
MINNINGAR 36 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Á fjallatoppi fyrir of- an litla bæinn Gras- mere í Vatnahéraði Englands liggja tveir nýir steinar í vörðu á gönguleið sem liggur þvert yfir landið. Þeir eru til minningar um góðan dreng. Helga var að hringja til að láta okkur vita að Gunni væri allur. Við Yngvar gerðum hlé á göngu okkar og grétum látinn vin. Á sama augabragði lagðist svört þoka yfir mjóan stíginn upp bratta hlíð- ina. Náttúran grét með okkur. Við fikruðum okkur áfram, skref fyrir skref. Eitt feilspor er nóg – klett- arnir gefa engum grið. Að fá dán- arfregn við þessar aðstæður minnir okkur á hversu viðkvæm við erum, og hve lítið þarf til þess að binda endi á líf okkar, lífið sem við, í dag- legu amstri, tökum sem sjálfgefið og eilíft. Við kynntumst Gunna þegar hann fór í nám til Danmerkur fyrir nokkr- um árum. Helga trúði mér fyrir því nokkru áður, full eftirvæntingar, að hann Gunni hennar ætlaði að láta gamlan draum rætast og fara í framhaldsnám og kveðja smíðarnar. Þessi tímamót urðu til þess að vin- átta okkar Helgu fékk nýja vídd – við fengum tækifæri til þess að kynnast fjölskyldunni hennar. Gunni og börnin urðu líka vinir okk- ar. Það er ekki sjálfgefið að fjöl- GUNNAR ALBERT HANSSON ✝ Gunnar AlbertHansson fæddist í Reykjavík 10. ágúst 1957. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 8. ágúst síðastliðinn og var honum flutt sálu- messa í Kristskirkju í Landakoti 17. ágúst. skyldur vinkvenna nái saman, en það gerðist í okkar tilfelli. Ég man hve undrandi ég varð þegar ég sá Gunna fyrst. – Helga, þessi smávaxna kona, átti mann sem var svo há- vaxinn að hann varð að beygja sig þegar hann fór gegnum dyr og börnin erfðu þetta gen frá Gunna. En Gunni var ekki maður stórra orða. Hann var hóg- vær, og bjó yfir mýkt og einlægni. Hann var trúaður og á námsárunum í Dan- mörku var margt að brjótast um í honum. Hann var ekki viss um að hann væri á réttri hillu í tæknifræði- náminu. Hann langaði til að skrifa og gat jafnvel hugsað sér að verða blaðamaður. Sá draumur rættist þó ekki. Hann lét það ekki eftir sér heldur kláraði tækninámið og vonaði að það myndi opna sér nýjar dyr. Við nutum góðs af sérfræðiþekk- ingu hans þegar við vorum að kaupa okkur þak yfir höfuðið. Þá ferðaðist hann yfir hálfa Danmörku til þess að skoða hús með okkur og gefa ráð. Hann taldi heldur ekki eftir sér að koma og hjálpa okkur að mála. Mætti á svæðið með svefnpoka og málningargalla – tilbúinn í slaginn. Að vinnudegi loknum sátum við á málningarfötum á stofugólfinu, borðuðum pizzur, drukkum bjór og hlógum að því hversu miklu auð- veldara það var fyrir Gunna að mála loftin en okkur. Hann þurfti ekki stiga. Gunni, Helga og börnin fluttu til Íslands að námi loknu og við kvödd- um þau með eftirsjá. Síminn varð að duga eftir það. Í ársbyrjun hringdi Helga og sagði okkur frá veikindum Gunna. Hún sagði að útlitið væri ekki gott. Skömmu seinna komu þau í stutta heimsókn til Kaupmanna- hafnar. Veislan í það skipti var með öðrum brag en áður. Við vissum öll fjögur að þetta var kveðjustund. Gunni talaði um þá undarlegu til- finningu að vera sennilega í útlönd- um í síðasta skipti, en hann sagði okkur líka að hann væri tilbúinn að berjast. Barátta er slítandi þegar and- stæðingurinn hefur alltaf betur. En Gunni var þakklátur fyrir hvern góðan dag sem hann fékk. Helga stóð við hliðina á honum eins og klettur og með hennar stuðningi gat hann verið heima alveg til þess síð- asta. Við Yngvar erum þakklát fyrir að hafa fengið að eiga Gunna fyrir vin. Elsku Helga og fjölskylda, við hugs- um til ykkar á sorgarstund. Sigrún Stefánsdóttir. Það er komið að því að kveðja og hugurinn leitar til baka og ég minn- ist þess er við sáumst fyrst. Þá varst þú feiminn og óframfærinn ungur piltur, með þykkan hármakka sem náði niður á herðar. Ég minnist þín líka sem uppkom- ins manns sem hafði fastmótaðar skoðanir, með ríka réttlætiskennd og ríka siðferðiskennd, vel lesinn og víðsýnn sem gott var að leita til. Ég hugsa líka til þessara síðustu mán- aða og hetjulegrar baráttu sem þið fjölskyldan öll háðuð í veikindum þínum. Þér fannst þetta óréttlátt og barðist hetjulega til síðustu stundu og gafst aldrei upp fyrir ofureflinu. En ég á ekki gott með að tjá til- finningar mínar í orðum á stundum eins og þessari og leita því í Ljóð frá liðnu sumri. Við ókum burt frá gröfinni, enginn sagði neitt, og undarleg var gangan heim í hlaðið, því fjallið hans og bærinn og allt var orðið breytt, þó auðnin væri mest, þar sem kistan hafði staðið. Þó ennþá blöktu í stjökunum örfá kertaljós, var allstaðar í húsinu döpur rökkurmóða, á miðju stofugólfi lá föl og fannhvít rós, sem fallið hafði af kistu drengsins góða. Ég laut þar yfir rósina, svo enginn annar sá, að öllum sóttu lífsins þungu gátur. Svo kyrrt var þarna inni, að klukkan hætti að slá, en klökkvans þögn er innibyrgður grátur. Í silfurvasa lét ég mína sumarbjörtu rós, en samt var henni þrotið líf og styrkur. Svo brunnu þau að stjökum hin bleiku kertaljós, og blómið hvarf mér – inn í þögn og myrkur. (Davíð Stefánsson.) Kæri vinur, við hittumst aftur, Kristján. Vinur minn Gunnar Hansson er látinn. Ég man fyrst eftir Gunnari fyrir rúmum þrjátíu árum síðan í knattspyrnuleik í hvíta ÍR-búningn- um á gamla ÍR-vellinum í Neðra- Breiðholti. Hann var þá mjög víga- legur í útliti, nokkru stærri en jafn- aldrar hans og með mikinn hárlubba sem skaut yngri drengjum eins og mér skelk í bringu. Nokkrum árum síðar lágu leiðir okkar saman þegar ég réðst í sumarvinnu hjá trésmið- um á Landakotsspítala. Þá starfaði Gunnar þar og komst ég að raun um ég hafði lítið að hræðast og hann var hinn ljúfasti maður. Ekki kynnt- umst við sérstaklega vel það sum- arið og hittumst ekki aftur fyrr en um áratug síðar þegar ég flutti ásamt eiginkonu minni Ingibjörgu og börnum okkar á Melabraut á Sel- tjarnarnesi. Svo vildi til að Gunnar og Helga bjuggu ásamt börnum sín- um í næsta húsi, og tókust þá góð kynni með okkur. Reyndumst við hafa um margt svipuð lífsviðhorf og vorum oftar en ekki sammála um stjórnmál þrátt fyrir að fylgja sínum stjórnmálaflokknum hvor. Við tók- um þátt í bæjarstjórnmálum á Sel- tjarnarnesi með Bæjarmálafélaginu og vorum m.a. tveir fulltrúar þess í Bygginganefnd Seltjarnarnesbæjar 1994–1998. Gunnar var vandvirkur smiður og tók oft að sér verkefni á heimili okkar. Vann ég þá stundum með sem aðstoðarmaður og hafði mikla ánægju og gagn af. Hann gaf sér alltaf tíma til að ræða málin, hvort sem það var um þjóðmálin eða til að spjalla við Snorra son minn um það sem hann var að fást við. Eftir að við Ingibjörg fluttum í Þingholtsstrætið og Gunnar fór í byggingafræðinám til Danmerkur varð sambandið slitrótt, en sem bet- ur fór náðum við að hittast nokkrum sinnum í sumar. Var þá farið að draga af Gunnari líkamlega, en at- hyglis- og kímnigáfan voru enn í góðu lagi. Það var alltaf notalegt að spjalla við Gunnar, og mun ég seint gleyma deginum sem við Ingibjörg áttum með Gunnari og Helgu í Skorradalnum í sumar. Við Ingibjörg vottum Helgu, Nökkva, Steini Baugi og Sunnu okk- ar hlýjustu samúð. Sverrir Ólafsson. Langt fyrir aldur fram er Gunni vinur minn látinn. Í vanmætti mín- um að skrifa um hann, og hræðsluna við að orð verði að hjómi við hliðina á manninum, hefur minningin um margar stundir með henni ömmu minni komið í huga mér þar sem hún sagði mér hvunndagssögur úr sveitinni í byrjun síðustu aldar. Þetta voru sögur um átök manna og náttúru en það sem hér á við eru hinar ógleymanlegu mannlýsingar hennar ömmu minnar. Hún vandaði ekki öllum kveðjuna og meðalmenn urðu að sætta sig við að vera af- greiddir í besta falli sem ágætis grey. En svo voru það mennirnir og konurnar sem komu skipinu í vík, skepnum í hús og lífsbjörginni heim. Þetta voru hetjurnar hennar ömmu sem ég gerði að mínum. Gunni var hetja. Ég man fyrst eft- ir honum labbandi yfir Breiðholts- völlinn með Helga vini sínum. Þeir voru svolítið spaugilegir saman. Mikill stærðarmunur var á þeim. Við vorum allir tólf ára. Stundum voru samskiptin mikil, á öðrum tíma minni en alltaf voru þau góð. Gunni var trésmiður og hand- verkið hans hefur maður allt í kring- um sig. Alltaf var hjálpin sjálfsögð. Hann var hagmæltur og samdi fal- leg ljóð, mikill húmoristi og rétt- sýnn, en það sem ég dáðist mest að í fari Gunna var hans djúpa viska. Og að hætti þeirra sem vita betur var hógværð hans aðaleinkenni. Ekkert elskaði hann Gunni meira í lífinu en hana Helgu sína. Þetta var ung- lingaástin sem aldrei tók enda, alveg frá því að nývatnsgreiddur Gunni leiddi Helgu sína um Breiðholtið, rétt nýfermd bæði tvö. Í mínum aulabrandarastíl kallaði ég þau stundum Helga og Gunnu. Þau voru bara svo mikið eitt. Allan sinn tíma voru þau samt að þroska sig sem einstaklingar með námi. Stundum var Gunni fyrirvinnan stundum Helga. Rétt nýlega komu þau heim eftir fjögur ár þar sem Gunni lét gamlan draum rætast og nam byggingaverkfræði. Þetta var allt gert á milli þess sem þau byggðu sér heimili og eignuðust sín börn. Nökkvi kom snemma, síð- an Steinn og Sunna. Öll bera þau góðan vitnisburð foreldra sinna. Gunni var skapmaður sem hann bar vel. Meiri keppnismann hef ég ekki hitt. Hann gat verið óborganlegur í knattleikjum. Hann var allt í öllu hjá ÍR í fótbolta í eina tíð. Mótherjinn var Víðir í Garði sem nokkrum árum seinna spilaði í úrvalsdeild með sama mannskap. Þetta var síðasti leikur sumarsins. Víðir þurfti eitt stig til að vinna sig upp um deild. Fyrir ÍR skipti leik- urinn engu máli nema heiðurinn. Víðismenn byrjuðu með látum og sóttu án afláts. Í fyrri hálfleik komst ÍR í eina skiptið á vallarhelming Víðismanna, til að skora mark, væg- ast sagt gegn gangi leiksins. Í seinni hálfleik var sama uppá teningnum nema hvað sóknirnar bara þyngd- ust. Þá tók Gunni ákvörðun sem engum hefði dottið í hug og sýnir hversu uppátækjasamur hann gat verið, eða eins og hann orðaði það: „Mér var hætt að lítast á þetta. Við vorum hættir að komast út úr eigin vítateig nema í útspörkum og ég bú- inn að redda á línu nokkrum sinn- um. Ég sagði markmanninum, og benti á markteig: Þetta er nýja línan þín og ég er fyrir aftan þig og tek marklínuna.“ Ekki mundi Gunni hvað oft hann skallaði yfir á marklínu en það var oft. Og markvörðurinn varði mjög vel á sinni nýju marklínu, bætti hann við. Að lokum urðu Víðismenn að lúta höfði og bíta í gras. Leiknum var lokið. Nú á nýju ári var Gunni aftur kominn á marklínuna en ekki sjálf- viljugur og andstæðingurinn var vægðarlaus og grimmur. Frá hlið- arlínunni horfðum við hin á mátt- vana. Gunni barðist eins og honum einum var lagið. Við sem kynntumst honum höfum misst stoð okkar og styttu. Styrkur Helgu og barnanna er minningin um góðan dreng. Þórarinn Haraldsson. Kæri vinur. Með nokkrum orðum langar mig til að minnast þín og kveðja þig. Maður eignast ekki marga góða vini á lífsleiðinni en ég var svo lánsamur að kynnast þér. Fyrr á þessu ári fékk ég þær slæmu fréttir að þú hefðir greinst með krabbamein. Við slíkar fréttir finnur maður fyrir vanmætti sínum. Það fyrsta sem kom upp í hugann var að mig langaði strax að hitta þig. Ég fór því og heimsótti þig og Helgu, en velti því fyrir mér á leið- inni hvað hægt væri að segja við ein- hvern sem berst við þennan illvíga sjúkdóm. En eins og ævinlega þegar við hittumst þurfti ég ekki að hafa áhyggjur af því að við gætum ekki rætt málin opinskátt og án vand- ræða. Við hittumst einu sinni eftir þetta og ræddumst síðan nokkrum sinnum við í síma og alltaf hélstu léttleikanum, með húmorinn á sín- um stað og aldrei kom til greina að gefast upp. Í okkar síðasta samtali sagðir þú mér frá hlutum sem ég hafði ekki hugmynd um, t.d. það að þú hefðir síðustu árin samið tæki- færisræður, gamanvísur og ort ljóð. Sem endranær varstu mjög hress þrátt fyrir að þú vissir að sjúkdóm- urinn væri að hafa sigur. Að lokum varðst þú að láta í minni pokann fyr- ir þessum hræðilega sjúkdómi sem leggur allt of marga að velli. Leiðir okkar lágu fyrst saman á Nýlendugötunni þegar afi þinn og amma fluttu í bakhúsið í portinu í húsinu númer 19. Þú varst 9 eða 10 ára og ég ári eldri. Á þessum tíma var Landakotstúnið notað sem fót- boltavöllur og við tókum þátt í því. Einhverra hluta vegna náðum við saman hvort heldur var á fótbolta- vellinum eða utan hans. Foreldrar okkar beggja fengu síðan úthlutað í Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónustawww.mosaik.is LEGSTEINAR sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960 Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar og tengdaföður, SKÚLA HALLDÓRSSONAR tónskálds. Magnús Skúlason, Svava Björnsdóttir, Unnur Skúladóttir, Kristján Sigurjónsson. Ástkær eiginmaðurinn minn, faðir okkar og afi, VIGGÓ RÚNAR EINARSSON, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands fimmtudaginn 19. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, Elísa B. Adólfsdóttir, Jón Ingi Smárason, Lovísa Dögg Viggósdóttir, Hlynur Freyr Viggósson, Daníel Ingi Jónsson, Viggó Rúnar Sigurðsson. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR JÓNSSONAR, Sunnubraut 5, Keflavík. Anna Lilja Gísl]adóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Lárus Ó. Lárusson, Kristín G. Magnúsdóttir, Eyjólfur Garðarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.