Morgunblaðið - 21.08.2004, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 21.08.2004, Qupperneq 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 43 Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Krít 48.330 kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 59.120 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Skala og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Netverð 20. og 27. september Egla möppurnar frá Múlalundi fást nú hjá IÐU Lækjargata 2a 101 Rvk. sími 511-5001 RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að haustið 2004 verði með endemum frægt. Að afnema friðun rjúpunnar er þó ekki komið í þann samn- ingaferil. Eitt af fáu sem ég er ánægður með af verkum umhverf- isráðherra, er friðun rjúpunnar. Ráðherra var sannkölluð hetja að standa af sér alla þá illmælgi og reiði sem leystist úr læð- ingi frá Skotv- ísfélögum í henn- ar garð. Formaðurinn umhverfðist og varð svo ritglaður að aldrei hefur rjúpan og villuráfandi veiðiflokkar fengið aðra eins umfjöllun. Menn- irnir urðu frávita af reiði yfir að fá ekki að fara sínu fram og að kona skuli hafa stöðvað þá og haft vit fyrir þeim. Framhald þessa þáttar urðu tíð- indalausir dagar á austurvígstöðv- unum. Ekkert skotið austan fjalla og norðan jökla. Ég tel ekki þá fáu sem fá meira út úr því að brjóta lögin en að skjóta rjúpur. Síðastliðið haust gat því ekki kallast haust hinna týndu rjúpnaveiðimanna. Rjúpurnar urðu alsælar og komu til byggða mannelskar þrátt fyrir allt og uppá- búnar á sinn hátt. Trúlegt að Siv hafi bjargað fleiri lífum en þeim sem rjúpur skarta. Sumir þingmenn eru þeim ósköp- um gæddir að láta ranglætið njóta vafans, frekar en réttlætið. Hjá sum- um þeirra eru óþurftarmálin þó sér- lega áberandi. Meðal þess sem Gunnar Birgisson kom í gegn var að menn gætu barið hver annan á lög- legan hátt og eiga nú margir um sárt að binda af þeim sökum. Hann vill auka hraða á vegum og skjóta rjúpur hvar sem því verður við komið. Gunnar hefur gert góða hluti, en ef jafnréttishugmyndir hans miðast við að ekki hallist á með vondum málum og góðum, þá er hann hjálpar þurfi. Matgæðingnum og Skotvísfor- manninum Sigmari B. Haukssyni finnst þjóðin brjóta á sér með því að banna honum að eyða rjúpnastofn- inum. Skrif hans og viðtöl afhjúpa fádæma sjálfselsku og frekju, sam- fara tillitsleysi við náttúru landsins. Honum er sama þótt hann hafi af fólki að sjá lifandi rjúpur í nágrenni við sig, en ekki hangandi dauðar á svölum veiðimanna. Það hlýtur að flokkast undir heimsku og fyr- irhyggjuleysi að eyðileggja fyrir sjálfum sér. Það liggur mikil reiði og ofsi að baki svo vanhugsuðum lög- brotum sem felast í að falsa veiði- kort. Hefnd er yfirleitt röng athöfn og í þessu máli sérlega grátbrosleg. Það væri sorglegt ef frekum frið- arspillum íslenskrar náttúru tækist að ógna veiklyndum þingmönnum til fylgis við afnám veiðibanns. Tvö ár eru eftir af banninu og verður fróð- legt að sjá hvort Framsóknarflokkur og Sjálfsæðisflokkur komi sér sam- an um að láta lögin í friði. Ég vona að hvorugur flokkurinn verði svo heill- um horfinn og fjarlægur þjóðinni að losa um bannið. Friðartímann skal nota til að skipuleggja og inni í þeirri mynd verða að vera alfriðuð svæði. Skyn- samlegt væri að stytta veiðitímann og hefja hann fyrsta nóvember því þá er rjúpan komin í sína einu vörn. Góðir veiðimenn grenja ekki utan í þjóðina. Þeir finna sér betra hlut- skipti. Þeir hóta ekki að ofveiða aðra fugla, heldur snúa sér að manndóms- verkum eins og að auka jafnvægi náttúrunnar. Það gera þeir með því að veiða gæsir hóflega, en fjölga rjúpum og öðru foldarskarti á kostn- að refa og minka. Návist bænda við náttúruna hefur ekki verið nýtt sem skyldi þegar eyðing vargs er annars vegar. Látum þá alla fá öruggar minkagildrur og förum að gera eitt- hvað af viti í þeim málum. ALBERT JENSEN, Sléttuvegi 3, 104 Reykjavík. Skotvís, rjúpur og villtir menn Frá Alberti Jensen: Albert Jensen BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞEGAR Iðnaðarsafnið var opnað á ný á Krókeyri 1. maí, s.l., var sá dagur sérstaklega valinn vegna þess að félagar í verkalýðshreyf- ingunni á Akureyri voru að sjálf- sögðu uppistaðan í þeim iðnaði sem á síðustu öld var svo öflugur á landsvísu að Akureyri var gjarna nefnd „iðnaðarbærinn“. Í þessu safni er að finna mikinn fróðleik um iðnaðinn, bæði í mynd- um af fólki að starfi, sýndur marg- víslegur vélakostur og einnig kynnt veglegt úrval hinna fjöl- mörgu framleiðsluvara. Þetta safn á rætur sínar að rekja til ársins 1992 er okkur nokkrum Akureyringum sem höfðu starfað við Sambandsiðn- aðinn ofbauð hve fljótt virtist gleymast að á Akureyri hefði verið rekinn blómlegur iðnaður um ára- tuga skeið. Sá iðnaður og þær kynslóðir sem unnu við hann lögðu grunninn að því sem síðar var byggt á. Nú er langt um liðið frá fyrstu hugmyndum að safni, en í dag eru þar saman komin 70 fyrirtæki sem kynnt eru með fróðlegum texta eftir Þórarin Hjartarson sagn- fræðing, en teikningu að skipulagi safnsins gerði Björn G. Björnsson, hönnuður. Það er samdóma álit gesta að hér hafi tekist sérstaklega vel til og í leiðinni vakin athygli á því hve smekklega útstillingahönnuðirnir Elín Ingólfsdóttir og Hugrún Ív- arsdóttir unnu sitt verk. Þegar sest er niður til að þakka fyrir hönd Iðnaðarsafnsins, er ekki laust við að manni vefjist tunga um tönn. Það er í svo mörg horn að líta. Þetta væri t.d. ekki svona fallegt safn ef ekki hefði notið við hagleiksmanna við frágang véla- kostsins eða smiðanna við upp- setningu þess eða skrásetjaranna við að afla upplýsinga og skrásetja yfir 1600 safngripi. Þá ber að þakka tugum gefenda verðmætra gripa og ekkert af þessu hefði gengið upp nema að hafa notið mikils velvilja bæjaryfirvalda á Akureyri og margra rausnarlegra fjárstyrkja þar sem Akureyrarbær og Kaupfélag Eyfirðinga fara fremstir í flokki. Á meðal annarra velunnara voru Samtök iðnaðarins, Norðurorka, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, ráðuneyti iðnaðar og menntamála, Atvinnuleysistryggingasjóður og margir aðrir sem of langt yrði upp að telja. Hér má heldur ekki gleymast að þakka starfsfólki Minjasafnsins á Akureyri fyrir vinsamlega hjálp og tæknilega ráðgjöf og sérstakar þakkir fá eiginkona mín Gisela Rabe-Stephan og Ingólfur Ár- mannsson fyrrverandi menningar- fulltrúi Akureyrarbæjar fyrir ára- langan og óbilandi stuðning við þróun þessa safns. Uppbygging safnsins hefir tekið langan tíma og mikið starf að baki, en hér á líka við að „margar hend- ur vinna létt verk“. Þakklátir gestir hafa glaðst við að hitta fyrir svipmynd af gamla vinnustaðnum, séð kunnuglegar vélar og framleiðsluvörur og fund- ið sjálfa sig eða ættingja og vini í fjölbreyttu myndasafninu. Þetta er eina iðnaðarsafnið á Ís- landi og að mörgu leyti ólíkt því sem fólk á að venjast og er þess- vegna forvitnilegt, enda segir það sögu liðinnar aldar sem verður mörgum til upprifjunar og um leið vænlegt fræðasetur fyrir skólana JÓN ARNÞÓRSSON, safnstjóri á Iðnaðarsafninu. Iðnaðarsafnið á Akureyri Frá Jóni Arnþórssyni: ALLIR Íslendingar þekkja muninn á Jóni og séra Jóni. Þótt þannig vilji til að í Hveragerðiskirkju hafi starf- að meðhjálpari sem heitir Jón og nú- verandi sóknarprestur heiti líka Jón, er þessi pistill ekki skrifaður um þá Jóna. Tilefnið er grein, sem Jón Steinar Gunnlaugsson skrifaði um dómsmál í Morgunblaðið 16. júní s.l. Greinin heitir: „Að tapa, en segjast vinna“. Hæstvirtur hæstaréttarlögmaður rekur í löngu máli að eftir að um- mæli hæstvirts forsætisráðherra hafi verið dæmd dauð og ómerk hafi hann, að því er virðist, eftir ’séra Jóns reglunni’ ekki þurft að sæta neinum viðurlögum eða ábyrgð. Þessi séra Jón heitir að vísu Dav- íð, en sækjandi málsins heitir bara Jón. Hæstvirtur hæstarétt- arlögmaður heitir meira en Jón, þótt hann sé ekki séra. Mér hefði þótt nær að hæstarétt- arlögmaðurinn hefði útskýrt fyrir okkur óvitunum, hvers vegna hæst- virtur forsætisráðherra hafi, sam- kvæmt dómi, farið með fleipur, án þess að sæta nokkurri ábyrgð eða viðurlögum, sem við óbreyttir Jónar hefðum mátt búast við í líkum til- vikum. Samt hefði mér auðvitað þótt eðlilegra að lögmaðurinn hefði frest- að því að fella dóm sinn, þar til málið hefði farið fyrir hæstarétt. ÞÓRHALLUR HRÓÐMARSSON, Hveramörk 4, 810 Hveragerði. Jón og séra Jón Frá Þórhalli Hróðmarssyni: Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.