Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Af því tilefni
bjóðum við nýju
landsliðstreyjuna
á aðeins kr. 4.990.
Við óskum
landsliðinu til
hamingju með
sigurinn á
Ítölum. 4.990
ATLANTSOLÍA mun hækka verð
á 95 oktana bensíni um 4 krónur
og verð á dísilolíu um 6,40 krónur
næstkomandi föstudag, 27. ágúst.
Eftir hækkunina verður verðið á
lítranum 103,9 krónur af 95 oktana
bensíni en 49,90 krónur af dísil-
olíu.
Í tilkynningu frá Atlantsolíu
kemur fram að ástæða hækkunar-
innar sé hækkað innkaupsverð á
undanförnum tveimur mánuðum.
Þar segir að haldið hafi verið aftur
af hækkunum, en ekki verði við
það búið lengur. Atlantsolía gefur
tæpan viku fyrirvara á þessari
hækkun, en það er nýmæli að olíu-
félag geri slíkt þegar til stendur
að breyta verði á eldsneyti.
Morgunblaðið hafði samband við
nokkur af hinum olíufélögunum í
gærkvöldi, en ekki fékkst upplýst
hvort hækkanir væru fyrirhugaðar
á næstu dögum.
Eldsneyti hjá Atlantsolíu
hækkar á föstudag
SAMNINGANEFNDIR grunn-
skólakennara og launanefndar sveit-
arfélagana hittust á fundi hjá sátta-
semjara í gær og er stefnt á að funda
óformlega daglega í næstu viku frá
mánudegi fram á fimmtudag. Rúmar
fjórar vikur eru í verkfall sem boðað
hefur verið 20. september.
Deilurnar standa einkum um
þrennt; kennsluskyldu, launalið og
vinnutíma kennara undir verkstjórn
skólastjóra. Eiríkur Jónsson, for-
maður Kennarasambandsins, segir
að undanfarið hafi verið einblínt á
vinnutíma undir verkstjórn og eftir
sé að ræða kennsluskyldu og launa-
lið í samningunum.
Í viðræðum deiluaðila í vor bað
ríkissáttasemjari báða aðila að setja
niður hversu langt þeir gætu teygt
sig til móts við viðsemjandann. Ei-
ríkur segir kennara þá hafa sagst
geta sætt sig við um 30–35% kostn-
aðarhækkun fyrir sveitarfélögin, í
formi launahækkana og minni
kennsluskyldu. Eiríkur segir að til
lengri tíma litið sé eðlilegt að jafna
kennsluskyldu grunnskólakennara
og framhaldsskólakennara, en
kennsluskylda grunnskólakennara
er nú fjórum klukkustundum lengri
á viku. Eiríkur segir það vilja kenn-
ara að semja um tveggja tíma stytt-
ingu á kennsluskyldu á samnings-
tímanum, og miðar við að samið sé til
þriggja ára.
Mikið ber milli deiluaðila
Birgir Björn Sigurjónsson, for-
stöðumaður kjaraþróunardeildar
Reykjavíkurborgar sem stýrir við-
ræðunum við grunnskólakennara
fyrir hönd sveitarfélaganna, segir að
viðræður næstu daga muni einkum
snúast um vinnutíma og stjórnunar-
rétt skólastjóra. Hann segir að búið
sé að ná samkomulagi um aðferða-
fræði við vinnuna, en mikið beri á
milli deiluaðila.
Birgir Björn segir að síðustu tveir
samningar sem gerðir hafa verið við
grunnskólakennara hafi falið í sér
meiri hækkanir en aðrir starfsmenn
sveitarfélaga hafi fengið og það hljóti
að orka tvímælis og sé erfitt að
ganga langt í þeim efnum í dag.
Nokkrar deilur komu upp hjá við-
semjendum eftir ummæli Kristjáns
Þórs Júlíussonar, bæjarstjóra á Ak-
ureyri, um að kröfur kennara myndu
leiða af sér rúmlega 100% hækkun á
launakostnaði Akureyrabæjar vegna
kennara, yrði gengið að ýtrustu kröf-
um þeirra. Birgir Björn segir við-
semjendur hafa rætt þetta mál, og
segir að samkvæmt útreikningum
samninganefndar sveitarfélagana sé
þessi tala um 50%, ekki rúmlega
100% eins og Kristján hélt fram.
Björn segir málið nú útrætt hjá
samninganefndunum og hægt að
einbeita sér að því að ná samningum
fyrir 20. september.
Stefnt að fundum daglega í kennaradeilu í næstu viku
Eftir að ræða kennslu-
skyldu og launalið
„Undirbúum“/4
OSMO Vänskä ber metnaði og vinnusemi
Sinfóníuhljómsveitar Íslands góða sögu í
viðtali í Lesbók í dag. Osmo var aðal-
hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveit-
arinnar á árunum 1993–1996 og stjórnaði
hljómsveitinni í afar vel heppnaðri tón-
leikaferð um Bandaríkin árið 1996. Héðan
réðst hann til BBC-sinfóníuhljómsveit-
arinnar í Skotlandi. „Sumar hljómsveitir
nenna ekki að vinna, jafnvel þótt þær spili
illa. Það var aldrei viðkvæðið á Íslandi og
heldur ekki í Skotlandi. Báðar þær sveitir
þráðu að verða betri, og það gerðu þær.
Þær voru báðar mjög fúsar að vinna að því
markmiði og gerðu vel,“ sagði Osmo
Vänskä. / Lesbók
Sinfóníuhljóm-
sveitin vann
af metnaði
SEGJA má með vissu að Menningarnótt, sem haldin er hátíðleg í dag, sé
orðin að uppskeruhátíð fjölda listamanna.
Vestmannaeyingar eru sérlegir heiðursgestir Menningarnætur í ár og
bjóða þeir til veislu í Ráðhúsi Reykjavíkur, þar sem boðið verður upp á brot
af því besta úr menningu eyjarskeggja hvort sem um er að ræða mat, söng,
sögur, leik eða annað sem snertir mannsins bestu hliðar. Af því tilefni hef-
ur stærðarinnar lundi tekið sér bólfestu í hólmanum í Tjörninni en þessi til-
tekni fugl hefur reyndar einnig sést á teikningum eftir Sigmund.
Stefndi í nýtt þátttökumet
Bilun í tölvukerfi olli skipuleggjendum Reykjavíkurmaraþons nokkrum
vandræðum í gær. Hluta af skráningum í hlaupið varð að færa upp á gamla
móðinn, þ.e. með skriffærum, og því tók lengri tíma en ella að fá fram
áreiðanlegar tölur. Hjördís Guðmundsdóttir, kynningarfulltrúi hlaupsins,
sagði þó að allt stefndi í metþátttöku. Gamla metið var sett árið 1994 þegar
þátttakendur voru 3.700.
Morgunblaðið/ÞÖK
Eyjamenn undirbúa
Menningarnótt
Morgunblaðið/Jim Smart
FEÐGARNIR Arnór Ingi, Ingi Þór og Sigurður Ragnarsson inn-
byrtu talsvert af kolvetnum í pastaveislunni sem tilvonandi hlaup-
urum var boðið til í gærkvöldi. Arnór og Sigurður ætla að hlaupa 10
km en Ingi Þór ætlar að hvíla.
Birgðu sig upp fyrir átökin
♦♦♦
KEMPAN Lou Reed lék
fyrir fullri Laugardals-
höll í gærkvöldi og upp-
skar mikið lófatak og
þakklæti gesta. Tók
hann á sviði Hall-
arinnar mörg af þekkt-
ustu lögum sínum í
fylgd nýrra og tormelt-
ara efnis m.a. af plöt-
unni Raven, sem unnin er við ljóð Edgar
Allan Poe. Að sögn viðstaddra var Reed
„fantagóður“ og kraftmikill og hljóm-
sveitin þétt og leikandi. Sýndi Reed að
hann hefur engu gleymt frá tímum Velvet
Underground.
Lou Reed
skók Höllina
ÖKUMAÐUR jeppa olli miklum gróður-
skemmdum við Úlfsvatn á Arnarvatnsheiði
þegar hann ók jeppa sínum yfir 300–400
metra breiðan flóa sem er svo blautur að
hann er vart manngengur. „Margir hafa
dásamað þetta útsýni en nú blasa þessi för
við, brún og ljót þarna þvert yfir. Þetta er
óbætanlegt tjón,“ segir Snorri H. Jóhann-
esson bóndi á Augastöðum.
Ljót för eftir
jeppaferð
♦♦♦