Morgunblaðið - 01.09.2004, Side 31

Morgunblaðið - 01.09.2004, Side 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2004 31 BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is HINN 18.8. var toppfrétt sumars- ins í DV. Á forsíðu stóð: „Sigurður oddviti (Jónsson, Broddaneshreppi) vill rollur fremur en fatlaða í sveit- ina“. Sem sagt; hann vill margar rollur frekar en margt fólk. Þegar fréttin var svo lesin kom í ljós að þetta blessaða fólk, að sögn oddvit- ans, ætti það til að góla í göngu- túrum á kvöldin með þeim afleið- ingum að kindurnar (trúlega þær í köntunum) fældust til fjalla! Samt taldi einn viðmælandi í greininni, að ekki væri hægt að nota fólkið í smölun. (Þrátt fyrir þetta ágæta gól.) Í minni sveit þótti það góður kostur að geta gólað almennilega í göngum og við smölun hvers konar. 19.8. er frétt í Morgunblaðinu þar sem formaður Bændasamtak- anna, Haraldur Benediktsson, harmar að bændur verði leiguliðar á ný. Vildi bara benda honum á að þeir hafa, margir hverjir, verið það hingað til, sem leiguliðar á rík- isjörðum. Og leigan er ekki há. Mætti segja mér að þessir nýju eigendur jarða taki heldur ekki háa leigu, líti heldur á viðkomandi bændur sem vörslumenn jarðanna. 22.8. skrifar Ólafur Þorláksson, fyrrverandi bóndi, grein í Mbl. um framtíð landbúnaðarins. Hef margt við hana að athuga en ætla að láta nægja að gera tvær athugasemdir. Nefnilega hafði höfundur rekið augun í búfé á beit við hraðbraut erlendis og efaðist um að Íslend- ingar vildu éta kjötið af því, svona álíka og að hafa það í uppeldi við fjölfarnar götur í Reykjavík! Að sjálfsögðu kærðum við okkur ekkert um slíkt kjöt. Hins vegar verðum við að láta okkur lynda að éta íslenskt vegakantakjöt, hvort sem dýrin eru alin upp á rykfölln- um gróðri og koltvísýringi eða safa- ríku kantagrasi Vegagerðarinnar og koltvísýringi. Kantakjöt skal það vera. Við höfum ekkert val. Aftur á móti verð ég að skjóta því hér inn að ég hef líka ekið eftir hrað- brautum og venjulegum vegum er- lendis, og ekki í eitt einasta skipti hef ég séð dýr í vegaköntum. Hér þarf ég aftur á móti að vera stöð- ugt á varðbergi á vegum landsins, því rolla getur skotist upp á veginn við „hvert fótmál“, á undan eða eft- ir afkomendum sínum. Hvað hafa t.d. orðið mörg slys af hennar völd- um, bara nú í ágúst? Hitt atriðið sem ég vil gera at- hugasemd við er þetta: Höfundur er að spá í erlent fóður, að sjálf- sögðu „trúlega eitrað“, sem gefið er svínum og hænsnum hér . Bætir svo við að kjötið af þessum skepn- um sé að útrýma „íslenskum kjöt- markaði“. (Mitt orðalag.) Ég spyr. Hvað með kýrnar okkar? Hafa þær ekki hingað til líka verið fóðraðar á þessu „trúlega eitraða“, innflutta korni? Jafnvel kindur líka. Þó sum- ir bændur séu farnir að rækta sitt korn sjálfir, á það alls ekki við um þorra þeirra. Og nú sýnist mér bændur vera farnir að undirbúa næstu „styrk- beiðni“ með reglulegum fréttasend- ingum í fjölmiðla þessa dagana. Stundum er það kal í túnum en nú er það bruni í túnum! Í fyrra var það óselt kjöt sem kostaði okkur aukalega 140 milljónir. MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Melteigi 4, Akranesi. Að gefnu tilefni – síðara bréf Frá Margréti Jónsdóttur: OFANGREIND öfugmælaþula var oft fyrirsögn skrifa í blöðum síð- astliðinn vetur. Tilefni skrifanna var flaustursleg samþykkt á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins haustið 2003 og í framhaldi fengu Vestfirð- ingar eina sérsniðna dúsu í viðbót (önnur var úthlutun aukategunda í krókakerfi). En annað er tilefni þessara skrifa. Sett voru lög um sókn- ardagakerfi smábáta í lok þing- halds og léku óheilindi þar lyk- ilhlutverk. Kalla má þennan gjörning leikrit í fimm þáttum, leikarar eru fjórir þingmenn, for- ysta Landssambands smábátaeig- enda og sjávarútvegsráðherra. Nafn við hæfi: Staðið við stóru orðin. Eftirfarandi eru kaflaskipt- in: Fyrsti þáttur: Fyrir síðustu al- þingiskosningar lýsa fjórir þing- menn (Einar O, Kristinn H, Einar K og Hjálmar) í ræðu og riti yfir eindregnum ásetningi að festa sóknardagakerfið í sessi. Annar þáttur: Síðastliðinn vetur og haust segist forysta LSS vinna hörðum höndum að samkomulagi við sjávarútvegsráðuneyti um far- sæla lausn fyrir sóknardagabáta, það sé algert forgangsverkefni. Þriðji þáttur: Ráðherra leggur fram frumvarp til laga og er gert ráð fyrir framhaldi sóknardaga- kerfis. En út úr sjávarútvegsnefnd birtist gjörbreytt frumvarp sem gerir ráð fyrir afnámi sókn- ardagakerfis. Þingmennirnir fjórir sitja hljóðir og mótmæla engu! Fjórði þáttur: Ný lög eru af- greidd með kvótasetningu sókn- ardagabáta, kvótinn ákveðinn með aflaviðmiðun og þjófarnir í kerfinu verðlaunaðir. Aðspurður segir ráð- herra óskir LSS hafa ráðið ferð- inni og Kristinn H tekur í sama streng, hinir þrír þegja. Fimmti þáttur: Í nýútgefnu mál- gagni LSS segir formaðurinn að sjávarútvegsráðherra hafi ekki komið hreint fram, dregið forystu LSS á asnaeyrunum með kynningu á einu frumvarpi en lagt allt annað fram á Alþingi. Þessu lýsir for- maður svo: „Þarna kom loks í ljós eindreginn vilji stjórnvalda til að rústa dagakerfinu þrátt fyrir ótal svardaga um hið gagnstæða“. Þetta heitir á mannamáli óheilindi og verður að álykta að formaður LSS fari með rétt mál, því ráð- herra þegir þunnu hljóði. Undirritaður telst félagi í LSS, að vísu ekki að eigin ósk, heldur er sú félagsaðild lögþvinguð. Að vera tengdur samtökum þar sem orð- heldni er takmörkuð er ekki skemmtileg staða, enda reyni ég ekki lengur að leggja mat á hver kynni að segja satt í ofangreindu sjónarspili. VILHJÁLMUR JÓNSSON, Skálanesgötu 15, Vopnafirði. Orð skulu standa! Frá Vilhjálmi Jónssyni: ÞAÐ er erfitt að njóta hvergi sann- mælis. Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur legið undir miklu ámæli á síð- ustu árum; stjórnarformaðurinn, Al- freð Þorsteinsson (AÞ), hefur ekki hugmynd af hverju. Heyra mátti í honum nýlega á Útvarpi Sögu í um- sjón Óskars Bergssonar, sem minnti á að mikil gagnrýni sé um skuldasöfnun borg- arinnar. „Það er allt misskilningur sjálf- stæðismanna; borgin skuldar minna hlutfalls- lega en nágranna- byggðirnar. Ekkert er að marka OR vegna þess að miklar eignir eru á móti skuldum; þetta er allt saman mis- skilningur“. Eiginlega er það bara AÞ sem hefur kórréttan skiln- ing. Já, hann hefur væntanlega gagnfræðapróf í bókhaldi og reynslu úr Sölunefnd varnarliðs- eigna, en þar lærði hann að telja inn- heimta vörsluskatta sem hagnað og gerði það með „stæl“; stofnunin var undir Utanríkisráðuneyti eins og ut- anlegsfóstur. Ráðherra hlýtur að gangast við fóstri sínu á ögurstundu, rétt fyrir síðustu kosningar. Auðsuppsprettur OR Skuldir OR hafa vaxið mjög frá stofn- un 1999 úr þeim stofnunum, sem fyrir voru um heitt og kalt vatn og raf- magn. Skuldir OR eru nú um 30 millj- arðar, en voru 9 árið 2000; þær eru meira en milljón á meðalfjölskyldu, augljóslega smáræði í ljósi eigna. Með sama áframhaldi er eigið fé upp- urið eftir nokkur ár; hér má finna skýringu á áhuga OR á sölu hlutar borgarbúa í Landsvirkjun; með því má halda áfram stundadansinum. Menn þurfa þekkingu í bókhaldi til að skilja þetta; leiðslur í götum og húsið á Bæjarhálsi má selja, enda hafði ein- hver samband við AÞ og gerði honum tilboð í það sem var hærra en stofn- kostnaður, enda hefur það notið góðr- ar auglýsingar; Landsbankinn fékk það til að viðra hugmyndir um skipu- lag og ýmsar sýningar hafa verið haldnar og skák tefld, enn ein auðs- uppsprettan í viðbót við allar hinar, sem AÞ hefur fundið og gert skil á; tilvalið er að halda þar fegurðar- og tískusamkeppni. Þótt ætla megi að OR hafi sólundað um 4 milljörðum í fyrirtæki í óskyldum rekstri og af miskunnsemi yfirtekið 5 milljarða af skuldum borgarinnar, þá hefur það ekkert með verð á heitu vatni og rafmagni að gera, enda bara mis- skilningur. Verkefn- isstjóri OR var fenginn til að skrifa um það sem hann kallaði orkuverð, en átti við raforku en ekki heitt vatn, já, enn einn misskilningurinn. Þegar raupað er um orkuverð, þá eiga þeir við rafmagn, en þegar þeir þegja um orkuverð, þá eiga þeir við heitt vatn, en það hækkaði um 7–8% umfram vísitölu á síðasta ári; skuldir heimilanna uxu um millj- arð. Með þessum heitavatnstolli má minnka skuldir um 400 milljónir á ári og halda úti dansinum um sinn; ef það dugar ekki má hækka tollinn aftur. Markmið og starf OR Starfsfólk OR á gott skilið, en það hlýtur að ruglast í ljósi markmiða, sem því er ætlað að fylgja. Hvergi er minnst á borgarbúa. Skrifstofa for- stjóra þarf að líta í margar áttir; hún á „að stefna að sterkri ímynd meðal landsmanna með þátttöku í vetr- arhátíð og listahátíð Reykjavíkur“. AÞ vinnur sleitulaust að þessu; en því miður var hann fjarverandi á menn- ingarnótt vegna skyldustarfa í Ástr- alíu; ferðaskýrsla hans verður for- vitnileg. Auðvitað er deilt um hvort gagnaveita eigi að vera á „kjarnasviði OR“. Hvað er gagnaveita OR? Fólk heldur að það sé gúmmíverkstæði þar sem unnt er að gera hvað sem er á kostnað borgarbúa og kalla það rann- sóknir. Nei, um er að ræða merka forystu í fjarskiptatækni sem snertir flest, símann, gemsana, sjónvarpið, glerleiðarann, internetið; illskeyttir sjá gagnaveituna sem opinn krana fyrir peninga út úr OR. Þessu verður að vonum komið í rétt horf þegar Ingibjörg Sólrún (ISG) hefur áttað sig og tekið ábyrgð. Fyrir fáeinum ár- um fór hún til Japans ásamt AÞ til að skoða skolpkerfi til að koma fyrir leiðslum fyrir gagnaflutning; ekki er ljóst hvort ferðin var vegna stefnu OR eða til að móta hana; þetta þarf ekki að vera vitlaus hugmynd eftir að misskilningur hefur verið leiðréttur. Nú er virkjun Skjálfandafljóts á dag- skrá OR, enn eitt framhjáhaldið, og glerleiðarinn seldur, en án tapsins því miður. Veitur OR Í vor mátti lesa í grein eftir Dag B. Eggertsson í Mbl. „Sátt um gagna- veitu“, að þverpólitísk nefnd um stefnumótun OR hefði náð sátt um rekstur gagnaveitu og þar með allt batteríið Línu-Net, Tetra Ísland, Yrju og 4 milljarða tapið, já, vænn drengur Dagur. Tveir ágætir fræð- ingar áttu sæti í nefndinni en höfðu ekki hugmynd um að þeir væru póli- tískir fulltrúar, enn einn misskilning- urinn. Gagnaveitan skal teljast til kjarnastarfsemi OR, hvað sem það kostar. Í fréttum nýlega mátti heyra að iðnaðarráðherra hafi veitt OR virkj- unarleyfi vegna áforma í Skjálfanda- fljóti. Ja hérna! Ráðherra stendur AÞ nær en borgarstjórinn; AÞ er eins og bátsmaður eða gauksungi ráðherrans í borginni og siga má honum á hvað sem er. ISG ætti að hugsa sig vel um; þetta er eins og afleikur í skák, sem verður ekki tekinn upp. Þótt vanda- málið líkist þeim raunum, sem fylgja því að kenna múlasna tölt, má á það reyna hvernig henni farnast vandinn að útbýta ábyrgðarstöðum. AÞ getur svosem setið klofvega á gullkistu og borið sig mannalega á meðan ISG skuldar honum 5 milljarða greiðann. Misskilningur á misskilningi Jónas Bjarnason fjallar um Orkuveitu Reykjavíkur ’Með sama áframhaldier eigið fé uppurið eftir nokkur ár …‘ Jónas Bjarnason Höfundur er efnaverkfræðingur. MIKIÐ hefur verið skrifað og rætt um „fjórða valdið“ í tengslum við skiptingu ríkisvaldsins og hlut- verks fjölmiðla. Formlega er rík- isvaldinu skipt upp í löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvald. Til við- bótar er síðan rætt um fjórða valdið, vald sem er sagt vera fjölmiðlanna. Þetta er að mörgu leyti undarleg skilgreining og þarfn- ast nánari skýringar því fjölmiðlum er ekki gefið neitt stjórn- arskrárbundið vald. Það er hins vegar alveg ljóst að í stjórnskrám lýðræðisríkja má greina „fjórða valdið“ og eru hlutverk þess og valdsmörk vel skil- greind og mikilvægur þáttur ríkisvaldsins. Þetta fjórða vald er þjóðin sjálf, lýðurinn, æðsta vald lýðræð- isríkis. Fjölmiðill getur þannig ein- ungis verið vettvangur fyrir fjórða valdið, en ekki það sjálft. Í sjálfu sér er það undarlegt af hverju í orðræðu lýðræðisríkja er lýðurinn, þjóðin sjaldan eða aldrei skilgreind sem ein af formlegum valdastofnunum ríkisvaldsins. Af hverju er það ekki hluti af barna- skólalærdómnum að ríkisvaldinu er fjórskipt með lýðvaldið til viðbótar hinni formlegu þrískiptingu? Einnig er það áhugaverð spurning í orðræð- unni um lýðræðið af hverju fjórða valdið er fært yfir á fjölmiðla? Stjórnarskrána ber að túlka þannig að ef eitthvað verðskuldar nafn- bótina fjórða valdið þá er það lýð- urinn en ekki fjölmiðlar. Það eru engin tök á því í stuttri grein sem þessari að svara viðamikl- um spurningum sem þessum, heldur ætla ég að velta upp nokkrum atrið- um sem geta skýrt þennan rugling að einhverju leyti. Fyrst ber að nefna að við búum við fulltrúalýðræði, sem þýðir að þjóðin afsalar sér veigamiklum völdum til kjörinna eða skipaðra fulltrúa sem fara með valdið í um- boði hennar. Þeir fara með völd hennar frá degi til dags. Það er ekki nema við sérstök tækifæri sem þjóðin grípur inn í og stjórnar með beinu valdboði, eins og t.d. við almenn- ar kosningar. Þjóðin hefur síðan engin bein afskipti af dómsvald- inu, en með einfaldri lagabreytingu væri hægt að stofna kvið- dóm sem í ættu sæti al- mennir borgarar, valdir eftir sér- stökum reglum. Þetta valdaafsal gerir þátt lýðsins ósýnilegri í stjórnun ríkisins. Sýni- legu völdin verða hjá valdhöfum lög- gjafa-, framkvæmda- og dómsvalds. Æðstu embættismenn þess bera rík- istáknin, eru andlit og holdgervingur þjóðarinnar út á við. Hún er andlits- laus og því er erfitt að ljá henni and- lit nema í gegnum embættiskerfið eins og áður sagði. Við endurskoðun á íslensku stjórnarskránni er því ekki úr vegi að skoða þetta atriði nánar og veita lýðvaldinu formlegri og sýnilegri skilgreiningu í stjórn- arskránni en nú er, jafnvel hreinlega með því að tala um fjórskiptingu rík- isvaldsins: Lýðvald, löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. En hvernig er það þá með fjöl- miðla, hver ætli sé skýringin á því að þeim sé eignað fjórða valdið? Ein helsta ástæðan sem ég sé er að þarna er verið að eigna þingstað eig- inleika sem í raun réttu á að eigna þingmönnum. Fjölmiðill er þing- staður lýðsins, þar er vettvangur hans til að láta rödd sína heyrast og taka þátt í hinni lýðræðislegu um- ræðu. Ritstjórnir fjölmiðlanna eru því ekkert annað en fundarstjórar þessara miklu og daglegu umræðu sem á sér stað í þjóðfélaginu og er valdhöfunum bæði aðhald og upp- spretta hugmynda. Við endurskoðun fjölmiðlalaga sem boðuð er með haustinu, er því nauðsynlegt að þessu atriði sé haldið til haga: Að eitt af meginhlutverkum laga um fjölmiðla er að standa vörð um þetta málþing lýðsins, jafnvel gagnvart ofríki ritstjórna ef svo ber undir. Fjölmiðill er og verður um- ræðuvettvangur þjóðar og þennan þingstað ber að verja sem einn af mikilvægustu stoðum lýðræðisins. Ekki aðeins verja ritstjórnir gegn ofríki valdhafa, heldur ekki síður þjóðina gagnvart ofríki ritstjórna. Það er aðeins þegar við getum sagt að þjóðin hafi óskertan aðgang að fjölmiðlum að fjölmiðilinn getur talist til fjórða valdsins, enda er það fjórða valdið sem talar í gegn um hann. Fjórða valdið Jóhann Ásmundsson skrifar um valdastofnanir ’Þetta fjórða vald erþjóðin sjálf, lýðurinn, æðsta vald lýðræð- isríkis.‘ Jóhann Ásmundsson Höfundur er félagsmannfræðingur. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.