Morgunblaðið - 01.09.2004, Side 49

Morgunblaðið - 01.09.2004, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2004 49 MAGNÚS Eiríksson er ekta. Tón- listarmaður sem býr til íslenska popptónlist eins og hún gerist best, fullkomlega einlæg, alveg hrein og bein. Magnús hefur í ofanálag verið í einstaklega góðu formi síðustu ár- in þar sem hann hefur einkum samið og sungið með KK. Það var því einkar kærkomið að hann skyldi hafa tekið upp þráðinn á nýjan leik með hinum félaga sín- um í tónlistinni, Pálma Gunn- arssyni, og gert nýja plötu með hinum ástsælu Mannakornum. Síðustu þrjá áratugina eða svo hafa Mannakorn sent frá sér mörg af ástsælustu dægurlögum sem þjóðin hefur eignast og eiga mörg laganna á þessari nýju plötu vafa- lítið eftir að bætast í þann hóp. Það sem meira er þá er þessi nýja plata um margt heildstæðari en eldri plötur sveitarinnar því á henni er vart veikan blett að finna, flest ef ekki öll lögin lista- smíði og betri en bestu popplög samtímans. Kannski er þetta líka vegna þess að maður kann orðið miklu betur að meta það sem þeir Magnús og Pálmi eru að gera nú- orðið, áttar sig betur á hversu dýrmætir þeir eru íslenskri dæg- urtónlist. Á Betra en best getur að heyra 14 lög sem bera öll bestu einkenni Mannakorna. Engar bylting- arkenndar stefnubreytingar held- ur þægilega kunnuglegur hljómur hljómsveitar sem fyrir löngu hefur skapað sér sín eigin sérkenni. Þó má greina að hugur þeirra leitar sunnar en áður, í hinu gullfallega og rómanska „María“ sem Pálmi syngur af stakri snilld, Santana- skotnu „Við áttum saman“ og hressilegum sveitasálmum „Fædd- ist til að elska þig“ og „Satan er til“ þar sem Magnús fer á kostum með hnyttnum og skemmtilegum textum. Maður hefur reyndar á tilfinningunni við að lesa þessa fínu texta hans að hann sé um margt vanmetinn textahöfundur, að lagahöfundurinn Magnús hafi skyggt á textahöfundinn. Honum ferst nefnilega einstaklega vel að draga upp ljóslifandi mannlífs- myndir og fangar með orðum grunntilfinningar mannsins af djúpum skilningi og einstæðu til- gerðar- og æðruleysi. Þótt Pálmi eigi hér stórleik enn eina ferðina sem aðalsöngvari, þá á Magnús sína spretti og raular lögin sín alveg dásamlega letilega. Þá væri náttúrlega engin plata með Mannakornum fullkomnuð án þess að Ellen Kristjánsdóttir kæmi við sögu en hér syngur hún trúlega besta lag plötunnar; hinn gullfallega ástaróð „Eina nótt“. Annað lag sem er fallegra en orð fá lýst heitir „Engin eins og þú“, frábær melódía við ótrúlega ein- lægan texta. Djassaður fílingurinn í „Á úthafsins öldum“ gerir það líka einn af mörgum hápunktum frábærrar plötu. Hún er ekki bara „skárr’en skást“ þessi nýja plata Manna- korna, hún stendur undir nafni, eða fer í það minnsta ansi nærri því að vera betra en best. Mannakorn er ekta TÓNLIST Íslenskar plötur Hljóðversplata með Mannakorn- um, sem skipuð er þeim Magnúsi Ei- ríkssyni sem leik- ur á gítara og syngur og Pálma Gunnarssyni sem leikur á bassa og syngur. Auk þeirra leika á plötunni Þórir Úlfarsson hljóm- borð, raddir og slagverk, Sigfús Ótt- arsson trommur og ásláttur, Magnús Einarsson mandólín og Ellen Kristjáns- dóttir söngur. Lög og textar eftir Magn- ús Eiríksson Upptökumaður Aron Þór Arnarsson og upptökustjórn Manna- korn. Mannakorn – Betra en best  Skarphéðinn Guðmundsson ÖRLÖG Billa brjálaða ráðast í ann- arri hefndaróperu Quentins Tarant- inos sem kom út á myndbandi og mynddiski í síðustu viku, bæði á leigur og í verslanir. Kill Bill- myndirnar fengu rífandi góða dóma og gengu vel í bíó. Það varð hins- vegar ljóst er fyrri myndin kom út á mynddiski fyrr á árinu og seldist í bílförmum að þótt nýjar séu þá eru þær samstundis orðnar költ- myndir, líkt og eldri myndir Tar- antinos. Salan á Kill Bill 2 á mynd- diski hefur líka staðfest það en hann hefur að geyma óvenju skemmtilegan þátt um gerð mynd- arinnar, auk upptöku frá tónleikum Chingon sem haldnir voru eftir frumsýningu myndarinnar í Banda- ríkjunum. Rúsínan í pylsuendanum er svo rúmlega þriggja mínútna at- riði með Bill og Brúðinni þegar allt lék í lyndi saman að berjast við óþokka í Asíu. Af áhugaverðum myndum sem koma út á myndbandi í vikunni má nefna Skapað af almættinu (Some- thing The Lord Made) sannsöguleg sjónvarpsmynd með Alan Rickman og Mos Def um ungan svartan lækni sem skipti sköpum í rann- sóknum á ungbarnadauða um mið- bik aldarinnar síðustu en fékk ekki viðurkenningu fyrir það fyrr en áratugum síðar. Báðir hafa þeir verið tilnefndir til Emmy- verðlauna, Rickman og Def, en þau verða afhent 12. september. Þá er nýkomin út gamanmynd með David Arquette, manni Courtney Cox, og Tim Blake Nelson úr The Good Girl. Unnendum asískra mynda er svo bent sérstaklega á kóresku mynd- ina Neðanjarðarlestina (Tube) en Kóreubúar hafa verið að búa til einhverjar svakalegustu has- armyndirnar síðustu árin. Kvikmyndir | Kill Bill vol. 2 komin á myndband- og disk Það borgar sig ekki að abbast upp á Svörtu mömbuna. Þá er Billi allur +%!             1! @ ! 4! 5! 6! @ @ 7! 2! 3! 1! 11! 16! 1! 14! 8! 12! 15! 13! *            . A  A  A  . . " . A  A  . " . A  . A  . A  A  " 01!-  2  ) 3 %     +  %              4 5   (   ,     '   6 )          ) .  7 +        8     Cold Mountain  S.V. Mbl. Empire 39/100 Metacritic.com 3-Way 4.4./10 Imdb.com Foreign Affair 53/100 Metacritic.com Tube 55/100 Metacritic.com Something the Lord Made 8.5/10 Imdb.com Múmínálfarnir 5, 6 og 7 Útgáfa vikunnar KRINGLAN Sýnd kl. 6 og 8 49.000 gestir ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.20 AKUREYRI Sýnd kl. 6 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.50 og 6. Ísl tal. KRINGLAN Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.20. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 Ísl tal. Kl. 8 Enskt tal. Ofurskutlan Halle Berry er mætt klórandi og hvæsandi sem Catwoman sem berst við skúrkinn Laurel sem leikin er af Sharon Stone. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i 14 ára. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. B.i 14 ára. Frábær rómantísk gamanmynd með Julia Stiles. Hvað ef draumaprinsinn væri raunverulegur prins? ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i 14 ára. KRINGLAN Sýnd kl. 10. B.i 14 ára.  G.E. Ísland í bítið/Stöð 2  Kvikmyndir.com S.K., Skonrokk SÝNIÐ ALDREI SLÆMA LITINN ÞVÍ ÞAÐ VEKUR ATHYGLI ÞEIRRA. I I I I Í I I . KRINGLAN kl. 6. Ísl tal. Þeir hefðu átt að láta hann í friði. Jason Bourne er kominn aftur og leitar hefnda í frábærum hasartrylli. Meiri hraði, meiri spenna og ofsafengin átakaatriði. Þeir hefðu átt að láta hann í friði. Jason Bourne er kominn aftur og leitar hefnda í frábærum hasartrylli. Meiri hraði, meiri spenna og ofsafengin átakaatriði. KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10.20. KEFLAVÍK Sýnd kl. 10. AKUREYRI Sýnd kl.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 HALLE BERRY ER S.V. Mbl.  HP. Kvikmyndir.com S.V. Mbl.  HP. Kvikmyndir.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.