Morgunblaðið - 05.09.2004, Síða 6
FRÉTTIR
6 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hamingjusamur faðir, giftur dásamlegri íslenskri prinsessu í
36 ár og býr í Washington DC, óskar eftir ungum íslenskum
„prinsessum“ fyrir syni sína. Þeir eru: Alex, 32 ára liðsforingi
í bandaríska hernum, (Special Forces/Diplomatic Corps),
Adrian, 29 ára arkitekt, Andrew, 24 ára bankamaður, (in-
vestment banking) sem gegnir nú herskyldu, Adam, 22 ára
nemandi við Vanderbilt-háskólann. Allir eru þeir bræður
sannir herramenn. Faðir þeirra er sannfærður um að ís-
lenskar konur séu besta konuefni/förunautar sem völ er á.
Sendið tölvupóst á vk@pcgus.com með mynd
ásamt stuttri persónulýsingu og ykkar framtíðarsýn.
Íslenskar prinsessur óskast
Það er ánægjulegt að sjáykkur hérna svona mörg,og svona glöð,“ sagðiSteinn Kárason fram-
kvæmdastjóri Brimnesskóga í
Skagafirði, þegar hann tók á móti
börnum, kennurum og starfsfólki
fjögurra grunnskóla í sveitarfé-
laginu. Um 150 manns mættu á
föstudag til að gróðursetja fyrstu
plönturnar á svæðið þar sem hinir
fornu Brimnesskógar voru fyrir
botni Skagafjarðar, austanmegin.
Þar er nú skógvana land, einungis
móar og melar. Nú á að end-
urheimta skógana og var hafist
handa við það stóra verkefni með
dyggri aðstoð skólabarnanna og
kennara þeirra sem gróðursettu
fyrstu plönturnar, alls um 10 þús-
und birkiplöntur og um 600 gulvíði-
plöntur. Verkefni af þessu tagi er
einsdæmi á Íslandi.
Það var handagangur í öskjunni
þegar börnin streymdu úr rút-
unum, en þau komu frá grunnskól-
unum á Hólum, í Fljótum, á Hofs-
ósi og Sauðárkóki.
Tákn þess að viskan og
æskan haldist hönd í hönd
„Ég bið þess og óska að sá sem
ljósið skapaði muni blessa þetta
verk, að endurheimta Brimnes-
skóga,“ sagði Steinn við viðstadda
áður en tekið var til við gróðursetn-
inguna af fullum krafti. Búið var að
skipta landinu upp í reiti á milli
skólanna og var krökkunum skipt
niður í fjögurra manna hópa enda
mikið verk framundan og hand-
tökin mörg. Fyrst fór þó fram leit
að yngsta og elsta þátttakandanum
sem reyndust koma úr Sólgörðum í
Fljótum, þær Guðrún Hanna Hall-
dórsdóttir og Stefanía Malen Hall-
dórsdóttir, en á milli þeirra er hálf
öld. Þær settu niður fyrstu plönt-
una, tákn þess að viskan og æskan
haldist hönd í hönd við framkvæmd
verkefnisins eins og Steinn komast
að orði.
„Ég fékk þessa hugmynd fyrir
tíu árum,“ sagði Steinn, en hann er
fæddur á Sauðárkróki og var í sveit
á sumrin í Sléttuhlíðinni og gekk þá
oft um skóginn í Hrolleifsdal. En
þar og í Austurdal eru einu upp-
runalegu birkiskógar Skagfirðinga.
„Ég áttaði mig á því að þessir skóg-
ar eru skagfirskar náttúruperlur
og í mínum huga eiga þær hlið-
stæðu í náttúruperlum annarra
héraða, s.s. Ásbyrgi, Hljóðaklett-
um, Bæjarstaðaskógi og Vagla-
skógi, svo eitthvað sé nefnt. Það
hefur gífurlegt gildi fyrir Skagfirð-
inga að eiga þessar náttúruperlur
og halda þeim óspilltum, bæði af
sauðfé og mannavöldum, þannig að
ekki sé verið að planta útlendum
plöntum í skógana,“ sagði Steinn.
Með því móti sagði hann nátt-
úrulegt yfirbragð skóganna smám
saman færast í eðlilegt horf. Einnig
muni þar haldast óþrjótandi upp-
spretta erfðaefnis birkisins til kyn-
bóta í framtíðinni. Þessir skógar
voru svo friðaðir af umhverfisráðu-
neytinu fyrir nokkrum misserum.
Steinn sagði að Brimnesskógar
yrðu endurheimtir á sjálfbæran
hátt með besta náttúrulega efnivið
sem hægt væri að fá í Skagafirði,
upprunalegu birki, reyni og
gulvíði sem nú yxi í þeim
tveimur skógum sem þar
væru. Fræ hafa verið tekin af
úrvalstrjám í Austurdal og
Hrolleifsdal til undaneldis, þá
verður ræktað afburðabirki
sem fæst við ágræðslu og
kynbætur á birki í gróð-
urhúsi, einnig með ágræðslu
og fræræktun á reyni, græð-
lingatöku af gulvíði og eini,
sáning verður bent á vaxt-
arstað og þá verður svæðið
friðað þannig að möguleikar
opnast á sjálfsgræðslu.
Ágræðslu- og kynbótabirki úr
Hrolleifsdal er í Gróðrarstöð-
inni Mörk í Reykjavík, en fer-
illinn frá afklipptri birkigrein
í villtum skógi, gegnum
ágræðslu og fyrstu fræupp-
skeru getur tekið 5–7 ár. Nú
er ágræðslubirkið kynþroska
og verður pottað og frætekið í
gróðurhúsi í haust.
Stórhuga áform
Áform um endurheimt
Brimnesskóga eru stórhuga,
ráðgert er að planta í um 100
hektara lands, eða í 10 hekt-
ara árlega næstu 10 árin,
samtals um 350 þúsund
plöntum eða 3.500 plöntum árlega.
Kostnaður er um 1,5 milljónir
króna á ári. „Ef þetta markmið
okkar á að nást þurfum að finna
fleiri fjársterka styrktaraðila til að
taka þátt í þessu með okkur,“ sagði
Steinn og gerði sér góðar vonir um
að það tækist.
Hann sagði einn til tvo áratugi
þar til skógur hefði vaxið á svæð-
inu, en gerði ráð fyrir að trén yrðu
hærri en gengur og gerist, líklega
7–12 metrar, en fyrsta kynslóð
plantna hefði skilað 30–40% hæð-
araukningu miðað við plöntur í
náttúrulegum birkiskógum. „Þetta
hefur verið mitt áhugamál í tíu ár
og ég hef unnið að þessu meira og
minna, búið mér til frístundir til að
sinna þessu,“ sagði Steinn. „Þetta
er því stór dagur. Þetta hefur fyrst
og fremst orðið að veruleika vegna
þess krafts sem býr í fólkinu hérna,
það er ekkert stórt batterí á bak
við þetta. Mér hefur þótt vænt um
hversu allir hér eru tilbúnir að
leggja hönd á plóginn, að taka þátt
í þessu með mér, ég kem hvergi að
lokuðum dyrum.“ Landið sem um
ræðir er í eigu sveitarfélagsins
Skagafjarðar og tveggja jarða, en
„Sjálfseignarstofnunin Kolkuós“
hefur afnotarétt af hluta landsins
og er aðili að verkefninu. Í stjórn
þess félags sitja Vigdís Finn-
bogadóttir fyrrverandi forseti, Val-
geir Þorvaldsson á Hofsósi og Skúli
Skúlason rektor Hólaháskóla.
Steinn sagði að sú hugmynd hefði
komið fram að einstaklingar, félög,
fyrirtæki og stofnanir gætu fengið
afmarkað land, t.d. einn hektara til
umráða, myndu fjármagna hann og
hafa með honum umsjón.
Saga við hvert fótmál
Þannig gætu vinnuhópar komið
saman á svæðið og átt góðan dag
við að gróðursetja auk þess sem
hægt væri að tengja ferðir að Hól-
um og Vesturfarasetrið við þær.
„Sagan er hér við hvert fót-
mál og fólk ætti að geta átt
góðan dag í Skagafirði.“
Steinn sagði Valgeir hafa
varpað hugmyndinni fram og
þá í tengslum við komur
Vestur-Íslendinga hingað til
lands. „Honum datt í hug að
fólk gæti fengið land hér til
minningar um forfeður sína.“
Fjórar duglegar stelpur í
Grunnskólanum á Hólum,
þær Margrét Helga, Fríða,
Betína og Aníta Lind, voru
með kennaranum sínum að
planta í reitinn sem skólinn
fékk úthlutað og höfðu bara
gaman af. „Við höfum plantað
svona áður, inn í Hjaltadal,“
sagði Betína. Kennarinn
gerði holu fyrir plöntuna með
þar til gerðum gatara, þá var
lífrænu þörungamjöli komið
fyrir í holunni, ein stúlkan
stakk svo plöntunni ofan í og
önnur þjappaði að. „Það
hjálpast allir að,“ sögðu þær.
„Gera þetta saman.“ Stúlk-
urnar sem eru í 1. til 3. bekk,
6 til 8 ára gamlar, töldu víst
að þær myndu koma í reitinn
eftir tuttugu ár og þá kannski
með börnin sín með sér. „Þá
verður kominn skógur,“
sögðu þær.
Brimnesskógar voru að því er
fram kemur í Landnámabók Ara
fróða svo gróskumiklir að hryssan
Fluga týndist þar, en Steinn hefur
komist svo að orði að í Brimnes-
skógum sé upphaf glæstrar hrossa-
eignar Skagfirðinga, svo og upphaf
skógeyðingar. Talið er að skóg-
urinn hafi að mestu verið upp urinn
um 1760, en undir forystu frum-
kvöðulsins, Steins Kárasonar, hafa
Skagfirðingar nú tekið til hendinni
og ætla sér að endurheimta Brim-
nesskóga.
Grunnskólabörn leggja hönd á plóg við endurheimt Brimnesskóga í Skagafirði
Gamall draumur verður að veruleika
Ráðgert að planta
í um 100 hektara
lands á 10 árum
Börnin voru hin ánægðustu með að
fá að taka þátt í gróðursetningunni.
Verkið hafið. Það var táknrænt að viskan og æskan
héldust hönd í hönd við framkvæmdina. Aldursfor-
setinn á staðnum, Guðrún Hanna Halldórsdóttir, og
sú yngsta, Stefanía Malen Halldórsdóttir, gróður-
settu fyrstu plöntuna í Brimnesskógum en þær koma
báðar úr grunnskólanum Sólgörðum í Fljótum.
Morgunblaðið/Kristján
Duglegar stelpur. Þær Margrét Helga, Fríða, Betína og Aníta Lind, nemendur Grunnskólans á Hól-
um, lögðu sitt af mörkum við gróðursetninguna. Mikið starf bíður barnanna á næstu árum.
Ánægður. Steinn Kárason, framkvæmdastjóri Brimnesskóga, hafði fulla
ástæðu til að brosa breitt eftir að gróðursetningarverkefnið hófst af krafti.
Steinn Kárason, framkvæmdastjóri Brimnes-
skóga, sýnir þeim Lilju, Oddnýju og Sólveigu, nem-
endum Grunnskólans á Hofsósi, réttu handtökin.