Morgunblaðið - 05.09.2004, Síða 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Kibba, kibba, græn eru heyin.
Bandarískt skaða-bótaréttarkerfi ereinkum þekkt fyrir
tvennar sakir. Annars veg-
ar fyrir himinháar skaða-
bætur sem veittar eru fyr-
ir það sem í fljótu bragði
virðist smávægilegt tjón,
og hins vegar fyrir þann
fjölda dómsmála sem höfð-
uð eru í Bandaríkjunum,
sem eru svo mörg að
stundum er rætt um lög-
sóknarsýki Bandaríkja-
manna.
Þær hliðar á bandarísk-
um skaðabótarétti sem
helst hafa sætt gagnrýni,
eru hinar svokölluðu hóp-
lögsóknir (e. class action
suits) líkt og sú, sem nú er í und-
irbúningi gegn deCODE Genetics,
og fyrirkomulag hluthafamáls-
sókna gegn fyrirtækjum.
Fyrirkomulag hóplögsókna er
mismunandi eftir einstökum ríkj-
um, en almennt er um að ræða mál
sem höfðað er af einum eða fleiri
tjónþolum fyrir hönd hóps lögper-
sóna sem orðið hafa fyrir tjóni
vegna sömu, eða svipaðrar hátt-
semi af hálfu sama aðila. Sem
dæmi má nefna að bjóði fyrirtæki
til sölu gallaða vöru, sem veldur
einhverjum fjölda fólks tjóni, get-
ur einn eða fleiri tjónþola höfðað
mál gegn fyrirtækinu, fyrir hönd
allra sem orðið hafa fyrir tjóni
vegna gallans. Það sem er sérlega
athyglisvert við þessa tegund
dómsmála er að hægt er að höfða
mál fyrir hönd tjónþola, sem ekki
veit af málshöfðuninni.
Pólitískar málshöfðanir
Gagnrýnin gegn þessu fyrir-
komulagi beinist einmitt að þess-
um þætti. Séu mögulegir tjónþolar
nógu margir þarf tjón hvers og
eins ekki að vera mjög mikið til að
um gríðarlega háar upphæðir geti
verið að ræða fyrir stefnda. Vegna
þess að ekki er skylda að hafa sam-
band við alla þá sem málið er höfð-
að fyrir, geta örfáir aðilar höfðað
mál fyrir hönd tugi þúsunda ein-
staklinga og þannig skaðað fyrir-
tæki (því stefndu í þessum málum
eru iðulega fyrirtæki) og jafnvel
gert þau gjaldþrota – án þess að
allir aðilar dómsmálsins viti af því.
Fyrirkomulag lögsókna hlut-
hafa gegn fyrirtækjum vegna
brota á upplýsingaskyldu stjórn-
enda, bókhaldsbrota eða brota á
þeirri skyldu stjórnenda að gera
ætíð það eitt sem kemur fyrirtæk-
inu best, hefur einnig sætt gagn-
rýni. Hafa menn til að mynda bent
á að þegar hluthafar stefna fyrir-
tæki, sem þeir eiga hlut í, eru þeir í
raun að stefna sjálfum sér.
Verði hluthöfunum dæmdar
skaðabætur komi það niður á
rekstri fyrirtækisins, sem aftur
valdi lækkunum á hlutabréfaverði,
sem geri eign hluthafa verðminni.
Því séu það einungis lögfræðing-
arnir sem græði á slíkum lögsókn-
um.
Með þessu eru gagnrýnendurn-
ir ekki að segja að hluthafar eigi
ekki að sækja rétt sinn hafi stjórn-
endur brotið af sér og valdið þeim
tjóni. Réttara sé hins vegar að
beina dómsmálinu gegn stjórn-
endunum sjálfum en ekki fyrir-
tækinu. Ólíklegt er hins vegar að
lögmannsskrifstofa leggi slíkt til,
þar sem oftast er mun meira upp
úr því að hafa að lögsækja fyrir-
tæki en einstaklinga.
Bandarískir löggjafar eru ekki
alveg grunlausir um þennan
vanda. Í grein í The Wall Street
Journal 20. ágúst sl. er sagt frá því
að árið 1995 var lögum um hluta-
félög þar í landi breytt á þann hátt
að stofnanafjárfestum var gert
auðveldara en öðrum að höfða
þessi mál. Gerðu menn ráð fyrir
því að lífeyrissjóðir og stéttarfélög
myndu betur gæta hagsmuna
smærri hluthafa og félagsmanna
sinna. Raunin hefur hins vegar
orðið önnur.
Lífeyrissjóðir opinberra starfs-
manna í Pennsylvaníu, Louisiana
og öðrum ríkjum virðast nú leggja
meiri áherslu á að stefna þeim fyr-
irtækjum sem þeir eiga hlut í, oft í
þeim tilgangi að vinna að pólitísk-
um markmiðum stjórnenda sjóð-
anna, fremur en að reyna að há-
marka arð sjóðsfélaga.
Hámarkslaun lögmanna
Ýmsar leiðir hafa verið ræddar
til að draga úr kostnaðarsömum
og ónauðsynlegum málaferlum.
Hafa menn lagt til að ákveðið há-
mark verði lagt við miska-
greiðslum, en miski er tjón sem
ekki verður metið til fjár, svo sem
andlegar og líkamlegar þjáningar.
Þá hefur verið rætt hvort ekki
megi lögfesta hámarkshlutfall
dæmdra bóta, sem lögmenn mega
krefjast í laun af skjólstæðingum
sínum. Dæmi eru um að tjónþolar
fái aðeins um 25% skaðabóta sem
þeim eru dæmdar, en afgangurinn
renni í hirslur lögmannsskrifstof-
unnar sem sá um rekstur málsins.
Málið er hins vegar hápólitískt,
eins og búast má við þegar um há-
ar fjárhæðir er að ræða. Samtök
lögmanna eru í hópi gjafmildustu
stuðningsmanna frambjóðenda,
og hafa lagt áherslu á að styðja
demókrata til embætta. Trygg-
ingafélög og stórfyrirtæki eru hins
vegar líklegri til að styðja repúbl-
ikana. Það þarf því engan að undra
að repúblikanar eru almennt
meira áfram um breytingar á
skaðabótalöggjöfinni en demó-
kratar.
Fréttaskýring | Málshöfðanir
Dýr máls-
höfðunarfýsn
Lögmennirnir einir græða á mála-
rekstri hluthafa gegn fyrirtækjum
Tóbaksfyrirtæki hafa kynnst dómsmálum.
Hvað er svona merkilegt
við málshöfðanirnar?
Fyrir utan það að oft snúast
dómsmálin um gríðarlegar fjár-
hæðir deila menn einnig um
stjórnmálalegar hliðar hóp-
lögsókna. Stundum eru slíkar
málshöfðanir notaðar til að vinna
málstað gagn, í stað þess að snú-
ast um skaðabætur til tjónþola.
Er því t.d. haldið fram að þegar
lítið hafi gengið í baráttunni fyr-
ir hærri sköttum á tóbak hafi
menn reynt að ná sömu áhrifum
með lögsóknum, og þannig farið
framhjá lýðræðinu.
bjarni@mbl.is
Innritun hefst á morgun, 6. sept., og fer fram daglega virka daga kl. 14:00 til 17:00 í skól-
anum, Síðumúla 17, sími: 588-3730, fax: 588-3731, tölvupóstur: ol-gaukur@islandia.is
Heimasíða: www.gitarskoli-olgauks.is Á þessari önn verða í boði þau námskeið sem
talin eru upp hér að neðan, miðað við næga þátttöku. Nánari upplýsingar í síma á inn-
ritunartíma og einnig sendum við ítarlegan bækling um skólann til þeirra sem þess óska.
Léttur undirleikur
Hægt
að fá leigða
HEIMAGÍTARA
kr. 3500 á önn
Hefðbundinn
gítarleikur
Önnur námskeið
1. FORÞREP FULLORÐINNA Byrjenda-
kennsla, undirstaða, léttur undirleikur við alþekkt
lög. Geisladiskur með æfingum fylgir.
2. FORÞREP UNGLINGA Byrjendakennsla,
sama og Forþrep fullorðinna. Geisladiskur með
æfingum fylgir.
3. LÍTIÐ FORÞREP Spennandi, styttra,
ódýrara námskeið fyrir börn 8-10 ára. Geisla-
diskur með heimaæfingum fylgir.
4. FRAMHALDSFORÞREP Skemmtilegt
námskeið í beinu framhaldi af Forþrepi. Geisla-
diskur með æfingum fylgir.
5. FORÞREP – PLOKK Mjög áhugavert
námskeið. Kenndur svonefndur „plokk“-
ásláttur eftir auðveldum aðferðum. Fyrir þá
sem lokið hafa Forþrepi eða Framhaldsfor-
þrepi /eða hafa leikið eitthvað áður. Geisla-
diskur fylgir.
6. FORÞREP – ÞVERGRIP Á námskeið-
inu eru kennd öll höfuðatriði þvergripanna og
hvernig samhengi þeirra er háttað. Aðeins
eru notuð þvergrip í námskeiðinu og þarf því
töluverða ástundun. Ekki ráðlegt nema fyrir
þá sem hafa mikinn áhuga og nokkurn und-
irbúning, t.d. ekki minna en FRAMHALDS-
FORÞREP eða þó nokkra heimaspilun.
Geisladiskur fylgir.
7. MIÐÞREP – RITMAGÍTAR Beint fram-
hald FORÞREPS-ÞVERGRIPA. Haldið áfram
með ritmagítar, bæði hvað varðar hljóma og
hina fjölbreyttu ásláttarmöguleika, svo sem í
sveitatónlist, blús, poppi, latin, funki og jazzi.
TAB aðferðin kynnt. Geisladiskur fylgir.
8. HÁÞREP – RITMAGÍTAR Kenndur
ritmagítar allt að stigi atvinnumannsins og
æfingar og námið allt því af þeirri þyngdar-
gráðu. Aðeins fyrir þá sem reglulega vilja
leggja sig fram og verja töluverðum tíma í
námið. Geisladiskur fylgir.
9. FYRSTA ÞREP Undirstöðuatriði
nótnalesturs fyrir byrjendur lærð með því
að leika léttar laglínur á gítarinn o.m.fl.
Forstig tónfræði. Próf. Geisladiskur með
heimaæfingum fylgir.
10. ANNAÐ ÞREP Framhald Fyrsta
þreps, leikin þekkt smálög eftir nótum,
framhald tónfræði- og tónheyrnar-
kennslu. Próf. Geisladiskur með heima-
æfingum fylgir.
11. ÞRIÐJA ÞREP Beint framhald
Annars þreps. Verkefnin þyngjast smátt
og smátt. Framhald tónfræði- og tón-
heyrnarkennslu. Próf.
12. FJÓRÐA ÞREP Beint framhald
Þriðja þreps. Bæði smálög og
hefðbundið gítarkennsluefni eftir þekkt
tónskáld. Tónfræði, tónheyrn, tekur tvær
annir. Próf.
13. FIMMTA ÞREP Beint framhald
Fjórða þreps. Leikið námsefni verður
fjölbreyttara. Tónfræði, tónheyrn. Tekur
tvær annir. Próf.
14. TÓNSMÍÐAR Byrjunarkennsla
á hagnýtum atriðum varðandi tón-
smíðar. Einhver undirstaða nauðsyn-
leg. Einkatímar eftir samkomulagi.
15. TÓNFRÆÐI – TÓNHEYRN
Innifalin í námi þar sem það á við.
16. RAFBASSI Kennsla á rafbassa
eftir samkomulagi.
17. SJÁLFSNÁM Námskeið fyrir
byrjendur á tveim geisladiskum og
bók. Tilvalið fyrir þá sem vegna
búsetu eða af öðrum ástæðum geta
ekki sótt tíma í skólanum en langar
að kynnast gítarnum. Sent í póst-
kröfu, greitt með korti eða millifært
fyrirfram.
18. TÓMSTUNDAGÍTAR
Byrjendakennsla (sama og Forþrep
fullorðinna en styttra) í samvinnu við
Mími-símenntun og innritað þar (sími
588-7222). Geisladiskur fylgir.
19. SÓLÓGÍTAR – 1. ÞREP
Byrjunarkennsla í sólóleik á rafmagns-
gítar.
TABLATURE kerfið og nótur. Geisla-
diskur með æfingum.
20. SÓLÓGÍTAR – 2. ÞREP Beint
framhald. TAB og nótur. Geisladiskur.
21. SÓLÓGÍTAR – 3. ÞREP Beint
framhald. Aðeins eftir nótum. Geisla-
diskur.
INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17
588-3630
588-3730
ww
w.g
itar
sko
li-o
lga
uks
.is
G
A
U
K
U
R
–
G
U
T
E
N
B
E
R
G
Ritmagítar
Sólógítar