Morgunblaðið - 05.09.2004, Page 19

Morgunblaðið - 05.09.2004, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 19 legt álag sem fylgdi erfiðum að- stæðum. Rætt var við fólk sem hafði bæði lent í því að missa einhvern ná- kominn og átt við ófrjósemi að stríða, og í ljós kom að ófrjósemin olli því miklu meira álagi, þó hvort tveggja hafi tekið mikið á,“ segir Þórður. Mikil og stöðug eftirspurn Undanfarin ár hafa um eða yfir 300 glasa- og smásjárfrjóvganir verið framkvæmdar á Íslandi á ári. Gerðar hafa verið um 300 tæknisæðingar á ári og um 80 til 90 pör fengið með- ferðir þar sem settir hafa verið upp frystir fósturvísar. Alls hafa yfir 1.500 börn komið í heiminn í kjölfar tæknifrjóvgana á Íslandi. Guðmundur og Þórður segja að þegar starfsemi hófst á tæknifrjóvg- unardeild Landspítalans fyrir þrett- án árum hafi verið til staðar uppsafn- aður vandi og biðtíminn eftir meðferð hafi farið upp í tvö og hálft ár. Árið 1996 hafi orðið mögulegt að fjölga meðferðum og biðlistarnir styst nokkuð í kjölfarið, en þó numið um einu ári. Eftirspurnin hafi verið stöð- ug, en talsvert umfram það sem unnt hafi verið að anna. Útlit er fyrir að allir þeir sem áður störfuðu á tæknifrjóvgunardeild Landspítala – háskólasjúkrahúss komi til með að starfa við nýju tækni- frjóvgunarstofuna, eða tíu til ellefu starfsmenn. Guðmundur og Þórður segja að húsnæðið bjóði upp á útvíkk- un starfseminnar og því vel mögulegt að starfsfólki verði fjölgað í framtíð- inni. Svigrúm sé til að fjölga með- ferðum, sem ekki hafi verið fyrir hendi innan Landspítalans. Þar hafi verið búið að þrengja talsvert að tæknifrjóvgunardeildinni. Með bygg- ingu barnaspítalans hafi verið byrgt fyrir glugga og erfitt hafi verið um loftræstingu. Húsnæði nýju tækni- frjóvgunarstofunnar sé hins vegar hannað frá grunni fyrir þessa starf- semi, með þarfir sjúklinga og starfs- fólks í huga. Aðstaðan verði því mun betri en áður. Tæknifrjóvgunarstofan mun bera nafnið ART Medica, og vísa upphafs- stafirnir til samheitis tæknifrjóvgana á ensku, assisted reproductive technologies, enda stefnt að því að starfa á alþjóðlegum grundvelli. Stof- an verður til húsa að Bæjarlind 12 í Kópavogi, og benda þeir Þórður og Guðmundur á að með þróun Stór- Reykjavíkursvæðisins sé það hverfi orðið afar miðsvæðis. Þar sé aðkom- an einnig greið og næg bílastæði, en skortur á þeim hafi verið til mikilla vandræða á Landspítalalóðinni. Einkarekstur viðeigandi á þessu sviði Spurðir hvort þeir telji að æskilegt væri að taka upp einkarekstur í heil- brigðiskerfinu í ríkari mæli segja þeir margt benda til þess. „Ég hygg að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu eigi tvímælalaust rétt á sér,“ segir Guðmundur. „Sérstaklega til að stofna til nýrra markaða og flytja þekkinguna út, ef svo má segja. Hér hafa ríkt ákveðnir átthagafjötrar í þeim efnum. Það hefur líka sýnt sig að einkarekstur á öðrum sviðum hef- ur til lengri tíma litið reynst hag- stæðari. Með einkarekstri hefur tek- ist betur að halda kostnaði niðri en veita samt sem áður góða þjónustu.“ Þórður bendir á að innan rík- isrekna heilbrigðiskerfisins geti verið erfitt að þróa starfsemi sem ekki er efst á forgangslistanum. „Bráðaþjón- ustan hefur auðvitað forgang inni á sjúkrahúsunum. Þar þarf að sinna slysum og alvarlegum sjúkdómum, þar er fólk í lífshættu og börn að koma í heiminn. Í samkeppni við það á starfsemi eins og tæknifrjóvganir mjög erfitt með að þróast, víkka út og dafna. Því tel ég að einkarekstur eigi mjög vel við á þessu sviði. Við höfum miklar væntingar um að nýja tækni- frjóvgunarstofan muni skapa mögu- leika til að veita betri þjónustu, ná biðlistunum niður og minnka þá erf- iðleika sem það fólk sem leitar til okkar þarf að klást við,“ segir Þórður að lokum. adalheidur@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Þórður Óskarsson og Guðmundur Arason við húsnæði nýju tæknifrjóvgunarstof- unnar í Bæjarlind 12 í Kópavogi, sem hannað var frá grunni fyrir starfsemina. VILTU VERÐA JÓGAKENNARI EÐA DÝPKA JÓGAÁSTUNDUN ÞÍNA? Jógaskólinn hefst að nýju í október en frá árinu 1997 hefur Ásmundur Gunnlaugsson útskrifað nemendur, sem ýmist starfa sem jógakennarar í dag eða hafa tekið þátt til þess að dýpka þekkingu sína. Námskeiðið er yfirgripsmikið og öflugt sjálfs- þekkingar- og þroskanámskeið, tækifæri til að nema af kennara með mikla reynslu og þekkingu. Það hentar t.d. öllum sem eru í einhvers konar vinnu með einstaklinga eða hópa og/eða þeim sem vilja gera breytingar á lífsháttum sínum. Tilhögun þess fer saman með starfi og öðru námi en kennt er í Síðumúla 15, Reykjavík, eftirfarandi helgar: 8.–10. október, 29.–31. október, 19.–21. nóvember, 3.–5. desember, 21.–23. janúar og 4.–6. febrúar. „Ég reyni að fá nemendurna til þess að skilja hjartað í verkinu, gera sér ljóst hvað jóga er eða öllu heldur hvaða möguleika það hefur til að verða” segir Ásmundur. Ekki er krafist mikillar reynslu og ástundunar af jóga, mikilvægast er áhugi og jákvætt hugarfar. Einhver grundvallarþekking á jóga er þó æskileg. Þjálfunin er viðurkennd af International Yoga Federation. Ásmundur heldur kynningarfund laugard. 18. sept. kl. 17.30. Skráning í símum 544 5560 & 862 5563 og á www.yogastudio.is Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is Úrval-Úts‡n ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U R V 2 55 27 9 /0 4 Gerðu haustið rómantískt með heillandi borgarferð. Þú getur valið úr fjölbreyttu úrvali ógleymanlegra heimsborga. Pantaðu tímanlega því margar af þessum vinsælu ferðum eru að verða uppseldar. Kynntu þér málið í bæklingnum Borgarveisla 2004, á www.urvalutsyn.is og hjá sölumönnum Úrvals-Útsýnar. Palermo 4. - 8. nóv. - Laus sæti 18. - 22. nóv. - Uppselt/biðlisti Róm 4. - 8. nóv. - Uppselt/biðlisti 18. - 22. nóv. - Örfá sæti laus Madrid 7. - 10. okt. - Laus sæti 31. - 24. okt. - Beint flug frá Akureyri / 11 sæti laus Barcelona 11. - 14. nóv. - Örfá sæti laus Búdapest 14. - 18. okt. - Uppselt/biðlisti 28. - 31. okt. - 9 sæti laus 29. okt. - 1. nóv. - 19 sæti laus Vínarborg Aðventuferð 25. - 29. nóv. - Laus sæti Dublin Helgarferðir frá 30. sept. til 2. des. Edinborg Ferðir frá 8. okt. til 2. des. 2ja til 7 daga ferðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.